Samfaramyndir sendar á milli vina á Snapchat Snærós Sindradóttir skrifar 15. maí 2014 00:01 Það getur haft mjög neikvæð sálræn áhrif á þá sem verða fyrir því að myndum eða myndböndum af þeim við þessar viðkvæmu aðstæður er dreift. Dreifingin brýtur gegn friðhelgi einkalífs. Mörg dæmi eru um að myndum af ungu fólki í samförum sé dreift í gegnum samskiptasíðuna Snapchat án vitneskju þeirra sem á myndunum eru. Sérstaklega er algengt að myndum af grunlausum stúlkum sé dreift. Myndatökurnar virðast hafa náð vinsældum hjá ungu fólki og er í einhverjum tilfellum um að ræða mönunarleiki hjá vinahópum. Samskiptaforritið Snapchat á að vera þess eðlis að myndir eyðast eftir nokkrar sekúndur en auðvelt er að vista myndirnar á farsímum og senda þær áfram á internetið, þar sem þær lifa að eilífu. Ung kona sem Fréttablaðið ræddi við varð fyrir því að mynd af henni í samförum var komið í almenna dreifingu. Hún varð þess ekki vör þegar maðurinn, sem hún var að sofa hjá, tók myndina. „Myndin af mér fór víða en henni var meðal annars dreift í Háskólanum og varpað upp á skjávarpa,“ segir konan. Hún segir að maðurinn sem tók myndina hafi ekki ætlað sér að hún færi í almenna dreifingu. „Ég var að sjálfsögðu reið en ég gat ekkert gert. Ég forðaðist eiginlega bara að fara út úr húsi.“ Hún segist hafa íhugað að kæra dreifinguna til lögreglunnar. „Ég vissi hver hafði dreift henni upphaflega en svo fór ég aldrei í það. Eftir smástund hættir maður að spá í þetta en svo kemur þetta upp aftur og aftur og ég er enn spurð út í þetta.“Björn Harðarson, sálfræðingur.Fréttablaðið/VilhelmBjörn Harðarson sálfræðingur segir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir alvöru þess að dreifa slíku efni. „Það verður einhver brenglun á því hvað er rétt og rangt þarna. Um leið og þetta heitir tækni, til dæmis Facebook eða Snapchat, þá ferðu að geta réttlætt þetta. Fólk heldur að vegna þess að Snapchat geymist ekki þá sé ekki verið að skaða neinn.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að dreifingin skaði þá sem fyrir henni verða. „Um leið og þetta er farið að dreifast þá veistu aldrei hvar það endar. Við sjáum stundum áfallastreitu hjá einstaklingum sem er erfitt að vinna í, því áfallið vegna dreifingarinnar kemur aftur og aftur.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að lögreglu hafi ekki borist kærur vegna slíkrar dreifingar enn sem komið er. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Mörg dæmi eru um að myndum af ungu fólki í samförum sé dreift í gegnum samskiptasíðuna Snapchat án vitneskju þeirra sem á myndunum eru. Sérstaklega er algengt að myndum af grunlausum stúlkum sé dreift. Myndatökurnar virðast hafa náð vinsældum hjá ungu fólki og er í einhverjum tilfellum um að ræða mönunarleiki hjá vinahópum. Samskiptaforritið Snapchat á að vera þess eðlis að myndir eyðast eftir nokkrar sekúndur en auðvelt er að vista myndirnar á farsímum og senda þær áfram á internetið, þar sem þær lifa að eilífu. Ung kona sem Fréttablaðið ræddi við varð fyrir því að mynd af henni í samförum var komið í almenna dreifingu. Hún varð þess ekki vör þegar maðurinn, sem hún var að sofa hjá, tók myndina. „Myndin af mér fór víða en henni var meðal annars dreift í Háskólanum og varpað upp á skjávarpa,“ segir konan. Hún segir að maðurinn sem tók myndina hafi ekki ætlað sér að hún færi í almenna dreifingu. „Ég var að sjálfsögðu reið en ég gat ekkert gert. Ég forðaðist eiginlega bara að fara út úr húsi.“ Hún segist hafa íhugað að kæra dreifinguna til lögreglunnar. „Ég vissi hver hafði dreift henni upphaflega en svo fór ég aldrei í það. Eftir smástund hættir maður að spá í þetta en svo kemur þetta upp aftur og aftur og ég er enn spurð út í þetta.“Björn Harðarson, sálfræðingur.Fréttablaðið/VilhelmBjörn Harðarson sálfræðingur segir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir alvöru þess að dreifa slíku efni. „Það verður einhver brenglun á því hvað er rétt og rangt þarna. Um leið og þetta heitir tækni, til dæmis Facebook eða Snapchat, þá ferðu að geta réttlætt þetta. Fólk heldur að vegna þess að Snapchat geymist ekki þá sé ekki verið að skaða neinn.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að dreifingin skaði þá sem fyrir henni verða. „Um leið og þetta er farið að dreifast þá veistu aldrei hvar það endar. Við sjáum stundum áfallastreitu hjá einstaklingum sem er erfitt að vinna í, því áfallið vegna dreifingarinnar kemur aftur og aftur.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að lögreglu hafi ekki borist kærur vegna slíkrar dreifingar enn sem komið er.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira