Verð algjör geðsjúklingur í þessa forgjöf Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2014 08:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir kyssir fyrirliðann sinn, Hrafnhildi Skúladóttur, sem lyfti bikarnum um helgina. vísir/Daníel „Það eiga allir titlarnir sín „móment“ þannig að það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra,“ segir HrafnhildurÓskSkúladóttir, leikmaður Vals, sem fagnaði sínum fjórða Íslandsmeistaratitli á fimm árum á laugardaginn þegar Valur vann Stjörnuna í oddaleik í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. „Það var geðveikt að vinna loksins í fyrsta skipti 2012, árið eftir unnum við í vítakeppni sem var sturlað og 2012 setjum við áhorfendamet í Vodafonehöllinni. Ég hef aldrei séð aðra eins stemningu og þá. Það var samt draumur að klára þennan síðasta, ég var búin að óska þess svo heitt að vinna hann,“ segir Hrafnhildur.Alltaf verið undirmetnar Þrátt fyrir yfirburði Vals undanfarin ár hefur þeim oft verið spáð tapi í lokaúrslitum og afsökunin nær alltaf sú sama: Þær eru orðnar of gamlar. „Þetta hefur alltaf verið þannig. Við erum búnar að vera 100 ára í ansi mörg ár og alltaf vanmetnar. Hitt liðið á alltaf að vera sigurstranglegra. Það hentar mér bara og öðrum í liðinu að vera undirmetnar. Þetta hvetur okkur bara enn frekar. Það eru svo miklir sigurvegarar í þessu liði. Það væri ekki hægt að blása upp sápukúlur í þessum hópi án þess að einhver myndi tapa sér. Það eru svona týpur sem fara langt í lífinu,“ segir Hrafnhildur en hvernig hefur þetta ferðalag verið með Valsliðinu síðan hún kom heim úr atvinnumennsku 2008? „Breytingin á liðinu hefur verið rosalega mikil á síðustu árum en það er alltaf sami kjarninn þarna. Þetta er alveg stórkostlegt lið og ótrúlegir snillingar þarna. Við erum svo ótrúlega ólíkar á margan hátt sem er líka gott.“Tók út vonbrigðin 2009 Hrafnhildur var í Valsliðinu sem laut í gras fyrir öflugu liði Stjörnunnar í undanúrslitum 2009 í oddaleik. Stjarnan varð síðan Íslandsmeistari þriðja árið í röð áður en drottnun Valskvenna hófst. „Ég þurfti að taka út eitt vonsvikið ár en síðan hefur þetta bara verið frábært,“ segir Hrafnhildur, sem eyddi sex árum í atvinnumennsku; tveimur hjá Team-Tvis Holstebro og fjórum hjá SK Århus. „Það var alveg geðveikt. Ég mátti vinna nokkra tíma á dag og gerði það svo mér myndi ekki drepleiðast. Annars var þetta bara handbolti. Alveg æðislegt.“Smeyk við forgjöfina Hrafnhildur hefur nú lagt skóna á hilluna og þá er réttast að spyrja hvað tekur við? „Ætli ég verði ekki að sveifla golfkylfu. Karlinn minn er kominn í það. Ég stefni á öldungalandsliðið í golfi eftir 15 ár,“ segir hún og hlær. „Ég verð eflaust algjör geðsjúklingur í þessa forgjöf. Ég er alveg rosaleg þegar ég þarf að keppa við sjálfa mig í einhverju svona. Þetta verður eitthvað.“ Hún ætlar að taka sér smá frí frá handbolta og þjálfa ungar stúlkur á næsta ári en hún segir þó ekki skilið við Olís-deildina að eilífu. „Ég tek mér eitt ár þar sem handboltinn stjórnar ekki lífi mínu en svo fer ég eflaust út í einhverja þjálfun eftir svona 1-2 ár,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 20-23 | Valur Íslandsmeistari í sextánda sinn Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir 23-20 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik liðanna í Mýrinni í Garðabæ í dag. Valur var 11-8 yfir í hálfleik. 17. maí 2014 00:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
„Það eiga allir titlarnir sín „móment“ þannig að það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra,“ segir HrafnhildurÓskSkúladóttir, leikmaður Vals, sem fagnaði sínum fjórða Íslandsmeistaratitli á fimm árum á laugardaginn þegar Valur vann Stjörnuna í oddaleik í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. „Það var geðveikt að vinna loksins í fyrsta skipti 2012, árið eftir unnum við í vítakeppni sem var sturlað og 2012 setjum við áhorfendamet í Vodafonehöllinni. Ég hef aldrei séð aðra eins stemningu og þá. Það var samt draumur að klára þennan síðasta, ég var búin að óska þess svo heitt að vinna hann,“ segir Hrafnhildur.Alltaf verið undirmetnar Þrátt fyrir yfirburði Vals undanfarin ár hefur þeim oft verið spáð tapi í lokaúrslitum og afsökunin nær alltaf sú sama: Þær eru orðnar of gamlar. „Þetta hefur alltaf verið þannig. Við erum búnar að vera 100 ára í ansi mörg ár og alltaf vanmetnar. Hitt liðið á alltaf að vera sigurstranglegra. Það hentar mér bara og öðrum í liðinu að vera undirmetnar. Þetta hvetur okkur bara enn frekar. Það eru svo miklir sigurvegarar í þessu liði. Það væri ekki hægt að blása upp sápukúlur í þessum hópi án þess að einhver myndi tapa sér. Það eru svona týpur sem fara langt í lífinu,“ segir Hrafnhildur en hvernig hefur þetta ferðalag verið með Valsliðinu síðan hún kom heim úr atvinnumennsku 2008? „Breytingin á liðinu hefur verið rosalega mikil á síðustu árum en það er alltaf sami kjarninn þarna. Þetta er alveg stórkostlegt lið og ótrúlegir snillingar þarna. Við erum svo ótrúlega ólíkar á margan hátt sem er líka gott.“Tók út vonbrigðin 2009 Hrafnhildur var í Valsliðinu sem laut í gras fyrir öflugu liði Stjörnunnar í undanúrslitum 2009 í oddaleik. Stjarnan varð síðan Íslandsmeistari þriðja árið í röð áður en drottnun Valskvenna hófst. „Ég þurfti að taka út eitt vonsvikið ár en síðan hefur þetta bara verið frábært,“ segir Hrafnhildur, sem eyddi sex árum í atvinnumennsku; tveimur hjá Team-Tvis Holstebro og fjórum hjá SK Århus. „Það var alveg geðveikt. Ég mátti vinna nokkra tíma á dag og gerði það svo mér myndi ekki drepleiðast. Annars var þetta bara handbolti. Alveg æðislegt.“Smeyk við forgjöfina Hrafnhildur hefur nú lagt skóna á hilluna og þá er réttast að spyrja hvað tekur við? „Ætli ég verði ekki að sveifla golfkylfu. Karlinn minn er kominn í það. Ég stefni á öldungalandsliðið í golfi eftir 15 ár,“ segir hún og hlær. „Ég verð eflaust algjör geðsjúklingur í þessa forgjöf. Ég er alveg rosaleg þegar ég þarf að keppa við sjálfa mig í einhverju svona. Þetta verður eitthvað.“ Hún ætlar að taka sér smá frí frá handbolta og þjálfa ungar stúlkur á næsta ári en hún segir þó ekki skilið við Olís-deildina að eilífu. „Ég tek mér eitt ár þar sem handboltinn stjórnar ekki lífi mínu en svo fer ég eflaust út í einhverja þjálfun eftir svona 1-2 ár,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 20-23 | Valur Íslandsmeistari í sextánda sinn Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir 23-20 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik liðanna í Mýrinni í Garðabæ í dag. Valur var 11-8 yfir í hálfleik. 17. maí 2014 00:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 20-23 | Valur Íslandsmeistari í sextánda sinn Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir 23-20 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik liðanna í Mýrinni í Garðabæ í dag. Valur var 11-8 yfir í hálfleik. 17. maí 2014 00:01