Hjördís Svan afplánar í íslensku fangelsi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 07:00 Hjördís Svan hefur sótt um að fá að afplána fangelsisdóm sinn á Íslandi og mun þá að öllum líkindum afplána hann í Kvennafangelsinu í Kópavogi. vísir/gva Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í Danmörku, Thomas Berg, segir samning milli Danmerkur og Íslands tryggja að Hjördís geti afplánað dóm sinn á Íslandi. Hjördís hefur því ákveðið að áfrýja ekki átján mánaða fangelsisdómi danskra dómstóla. Thomas segir að sótt hafi verið um flýtimeðferð hjá dönskum yfirvöldum og vonar hann að flutningurinn geti farið fram eftir eina til tvær vikur. Það getur tekið fjóra til fimm mánuði að áfrýja málinu til hæstaréttar í Danmörku og Thomas segir Hjördísi ekki hafa þann tíma. „Hún vill komast til Íslands og berjast gegn því að dæturnar fari aftur út til föður síns. Fangelsisdómur er ekki stærsta áhyggjuefni Hjördísar, heldur öryggi barnanna hennar,“ segir Thomas. Hann bætir við að ef Hjördís hefði áfrýjað málinu í Danmörku hefði rannsókn mála um meint brot barnsföður gegn börnunum frestast. „Eftir að íslensk sálfræðiskýrsla, sem var tekin af stúlkunum, var tekin til greina hér í Horsens var málið gegn föðurnum tekið upp að nýju. Þetta er sama skýrsla og íslenskir dómstólar litu fram hjá þegar stúlkurnar voru dæmdar til að fara aftur til pabba síns.“ Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði afhendingu stúlknanna til föður síns. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir á næstu vikum. Stúlkurnar voru dæmdar til að gangast undir sex vikna sálfræðimeðferð til að auðvelda þeim flutninginn til Danmerkur. Stúlkurnar hafa verið hér á landi frá því í ágúst síðastliðnum og búa hjá fjölskyldu Hjördísar. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku frá því í byrjun febrúar, en hún var dæmd fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrum sínum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi frá Danmörku til Íslands. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að aðstandendur Hjördísar hafi farið á fund innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og beðið um að öryggi barnanna yrði tryggt kæmu þau til landsins. Ráðherra hefur sagt að loforð hafi verið gefið um að börnin fengju réttláta málsmeðferð eins og þau eiga rétt á, en ekki hafi verið gefið loforð utan valdsviðs ráðherra. Hjördís Svan Tengdar fréttir Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í Danmörku, Thomas Berg, segir samning milli Danmerkur og Íslands tryggja að Hjördís geti afplánað dóm sinn á Íslandi. Hjördís hefur því ákveðið að áfrýja ekki átján mánaða fangelsisdómi danskra dómstóla. Thomas segir að sótt hafi verið um flýtimeðferð hjá dönskum yfirvöldum og vonar hann að flutningurinn geti farið fram eftir eina til tvær vikur. Það getur tekið fjóra til fimm mánuði að áfrýja málinu til hæstaréttar í Danmörku og Thomas segir Hjördísi ekki hafa þann tíma. „Hún vill komast til Íslands og berjast gegn því að dæturnar fari aftur út til föður síns. Fangelsisdómur er ekki stærsta áhyggjuefni Hjördísar, heldur öryggi barnanna hennar,“ segir Thomas. Hann bætir við að ef Hjördís hefði áfrýjað málinu í Danmörku hefði rannsókn mála um meint brot barnsföður gegn börnunum frestast. „Eftir að íslensk sálfræðiskýrsla, sem var tekin af stúlkunum, var tekin til greina hér í Horsens var málið gegn föðurnum tekið upp að nýju. Þetta er sama skýrsla og íslenskir dómstólar litu fram hjá þegar stúlkurnar voru dæmdar til að fara aftur til pabba síns.“ Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði afhendingu stúlknanna til föður síns. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir á næstu vikum. Stúlkurnar voru dæmdar til að gangast undir sex vikna sálfræðimeðferð til að auðvelda þeim flutninginn til Danmerkur. Stúlkurnar hafa verið hér á landi frá því í ágúst síðastliðnum og búa hjá fjölskyldu Hjördísar. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku frá því í byrjun febrúar, en hún var dæmd fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrum sínum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi frá Danmörku til Íslands. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að aðstandendur Hjördísar hafi farið á fund innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og beðið um að öryggi barnanna yrði tryggt kæmu þau til landsins. Ráðherra hefur sagt að loforð hafi verið gefið um að börnin fengju réttláta málsmeðferð eins og þau eiga rétt á, en ekki hafi verið gefið loforð utan valdsviðs ráðherra.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00
Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30