Innlent

Áherslur kynntar á léttum nótum

Samúel Karl Ólason skrifar

Vísir hefur í mánuðinum staðið fyrir Oddvitaáskorun Vísis, þar sem þeir 184 oddvitar, sem leiða lista sína í 74 sveitarfélögum, fá tækifæri á að kynna sig og áherslur flokka sinna á léttum nótum. Oddvitar víða um land hafa nýtt sér tækifærið og er hægt að skoða afraksturinn á kosningavef Vísis.

Áskorunin gengur út á að svara nokkrum laufléttum spurningum, taka „selfie“ og að taka upp mínútulangt myndband þar sem farið er yfir áherslur flokksins.

Fjölmargir hafa þegar tekið þátt í Oddvitaáskoruninni, til að mynda tóku allir fimm oddvitar Akraneskaupstaðar  þátt í og hefur mikið verið lagt í öll myndböndin.

Allt fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munu kynningar á oddvitum víðs vegar um landið verða birtar á Vísi. Allir oddvitar geta tekið þátt. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected].




Fleiri fréttir

Sjá meira


×