Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Brjánn Jónasson skrifar 29. maí 2014 06:00 Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist verulega, og virðist flokkurinn öruggur með að ná einum manni í borgarstjórn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 9,2 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok apríl, var flokkurinn með 5,2 prósent atkvæða. Fylgið mældist 5,3 prósent í könnun MMR sem gerð var dagana 20. til 23. maí. Framsóknarflokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum og hefur því ekki haft borgarfulltrúa þetta kjörtímabil. Flokkurinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, eftir að Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir í samtali við fréttavefinn Vísi á föstudag, 23. maí, að hún vildi afturkalla lóð sem trúfélag múslíma fékk úthlutað í Sogamýri.Könnun Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa af fimmtán samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokksins, er ekki í hættu samkvæmt könnuninni, þó valdahlutföllin hafi snúist við. Flokkarnir fá samtals 54,1 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylkingin verður þrátt fyrir þetta stökk Framsóknar sigurvegari kosninganna, verði niðurstöður í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 35,5 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Staða flokksins hefur stórbatnað frá kosningunum árið 2010, þegar flokkurinn fékk 19,1 prósent og þrjá borgarfulltrúa kjörna. Fylgið hefur aukist verulega frá síðustu könnun, sem gerð var í lok apríl, þegar flokkurinn mældist með 26,6 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist með stuðning 18,6 prósenta borgarbúa, en Besti flokkurinn vann kosningasigur með 34,7 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Björt framtíð fær samkvæmt þessu þrjá borgarfulltrúa, en Besti flokkurinn náði inn sex fulltrúum í kosningunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð og tapar þriðjungi af fylginu sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu allt kjörtímabilið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 22,2 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa, en var með 33,6 prósenta fylgi og fimm borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Vinstri græn eru samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 með einn borgarfulltrúa, en hann stendur afar tæpt. Alls segjast 5,8 prósent ætla að kjósa Vinstri græn, en 7,2 prósent studdu flokkinn í síðustu kosningum. Píratar mælast með 7 prósenta fylgi, sem skilar þeim einum borgarfulltrúa. Alls ætla 0,8 prósent borgarbúa að kjósa Dögun, og 0,3 prósent styðja Alþýðufylkinguna.AðferðafræðinHringt var í 2.118 manns þar til náðist í 1.504 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 27. og 28. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist verulega, og virðist flokkurinn öruggur með að ná einum manni í borgarstjórn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 9,2 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok apríl, var flokkurinn með 5,2 prósent atkvæða. Fylgið mældist 5,3 prósent í könnun MMR sem gerð var dagana 20. til 23. maí. Framsóknarflokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum og hefur því ekki haft borgarfulltrúa þetta kjörtímabil. Flokkurinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, eftir að Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir í samtali við fréttavefinn Vísi á föstudag, 23. maí, að hún vildi afturkalla lóð sem trúfélag múslíma fékk úthlutað í Sogamýri.Könnun Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa af fimmtán samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokksins, er ekki í hættu samkvæmt könnuninni, þó valdahlutföllin hafi snúist við. Flokkarnir fá samtals 54,1 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylkingin verður þrátt fyrir þetta stökk Framsóknar sigurvegari kosninganna, verði niðurstöður í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 35,5 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Staða flokksins hefur stórbatnað frá kosningunum árið 2010, þegar flokkurinn fékk 19,1 prósent og þrjá borgarfulltrúa kjörna. Fylgið hefur aukist verulega frá síðustu könnun, sem gerð var í lok apríl, þegar flokkurinn mældist með 26,6 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist með stuðning 18,6 prósenta borgarbúa, en Besti flokkurinn vann kosningasigur með 34,7 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Björt framtíð fær samkvæmt þessu þrjá borgarfulltrúa, en Besti flokkurinn náði inn sex fulltrúum í kosningunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð og tapar þriðjungi af fylginu sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu allt kjörtímabilið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 22,2 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa, en var með 33,6 prósenta fylgi og fimm borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Vinstri græn eru samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 með einn borgarfulltrúa, en hann stendur afar tæpt. Alls segjast 5,8 prósent ætla að kjósa Vinstri græn, en 7,2 prósent studdu flokkinn í síðustu kosningum. Píratar mælast með 7 prósenta fylgi, sem skilar þeim einum borgarfulltrúa. Alls ætla 0,8 prósent borgarbúa að kjósa Dögun, og 0,3 prósent styðja Alþýðufylkinguna.AðferðafræðinHringt var í 2.118 manns þar til náðist í 1.504 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 27. og 28. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira