Vinnustaðakex Berglind Pétursdóttir skrifar 2. júní 2014 00:00 Á vinnustöðum er kex. Það er í reglugerðinni um vinnustaði. 1.gr. Á vinnustöðum skal vera kex. 2. gr. Kexið skal vera við hliðina á kaffivélinni. Það eru reyndar undantekningar frá þessu eins og flestu. Til dæmis þegar ég vann sem ballettkennari, þá var aldrei kex. En förum ekki nánar út í það hér. Meðanég bíð eftir því að kaffivélin urri út úr sér bragðlitlu kaffi gjóa ég augunum yfir að kexdisknum. Nokkur kex, mikil mylsna. Ég ætla ekki að fá mér. Kaffivélin hristist. Ennþá að mala baunirnar. Ég lít aftur á diskinn. Mikil mylsna þýðir að margir hafa fengið sér sem þýðir að þetta er gott kex. Þarna er líka diskur fullur af safaríkum melónusneiðum sem enginn hefur snert. Kaffivélin byrjar að sprauta. Ég hef sjálfsstjórn. Borðaði svo mörg kex í gær, ætla ekki að úða í mig aftur. Fæ mér bara eitt til að bíta í með kaffibollanum sem er nú tilbúinn. Tek tvö með mér til að hafa á skrifborðinu. Sting einu í viðbót upp í mig til að nasla á meðan ég labba upp stigann. Vinnustaðakex er hættulegt. Sérstaklega á vinnustöðum þar sem maður situr allan daginn. Maður úðar í sig gómsætu kexi allan daginn, fyllir kransæðarnar af hveiti og deyr hægum dauðdaga í stólnum. Það er alveg huggulegt að bjóða upp á kex en vinnuveitendur, í samstarfi við umsjónarmenn kexpakka innan vinnustaðar, ættu að íhuga að láta starfsmenn vinna aðeins fyrir kexinu, til dæmis með því að láta þá fara í gegnum mjög erfiða Cross-Fit þrautabraut til þess að ná í kexið. Við skulum samt fara okkur að engu óðslega, engar vanhugsaðar skyndilausnir, takk. Lausnin á þessu máli er svo sannarlega ekki að víxla ávaxta- og kexdisknum svo ávextirnir séu nær. Hver nagar appelsínubát með kaffinu? Það er ekki í lagi. En vinnustaðakex er víst hluti af hefðinni og Kalli gamli sem er búinn að vinna lengst á vinnustaðnum yrði fúll ef hætt yrði að bjóða upp á kex. Kex-meðvirkni. Séríslenskt dæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Á vinnustöðum er kex. Það er í reglugerðinni um vinnustaði. 1.gr. Á vinnustöðum skal vera kex. 2. gr. Kexið skal vera við hliðina á kaffivélinni. Það eru reyndar undantekningar frá þessu eins og flestu. Til dæmis þegar ég vann sem ballettkennari, þá var aldrei kex. En förum ekki nánar út í það hér. Meðanég bíð eftir því að kaffivélin urri út úr sér bragðlitlu kaffi gjóa ég augunum yfir að kexdisknum. Nokkur kex, mikil mylsna. Ég ætla ekki að fá mér. Kaffivélin hristist. Ennþá að mala baunirnar. Ég lít aftur á diskinn. Mikil mylsna þýðir að margir hafa fengið sér sem þýðir að þetta er gott kex. Þarna er líka diskur fullur af safaríkum melónusneiðum sem enginn hefur snert. Kaffivélin byrjar að sprauta. Ég hef sjálfsstjórn. Borðaði svo mörg kex í gær, ætla ekki að úða í mig aftur. Fæ mér bara eitt til að bíta í með kaffibollanum sem er nú tilbúinn. Tek tvö með mér til að hafa á skrifborðinu. Sting einu í viðbót upp í mig til að nasla á meðan ég labba upp stigann. Vinnustaðakex er hættulegt. Sérstaklega á vinnustöðum þar sem maður situr allan daginn. Maður úðar í sig gómsætu kexi allan daginn, fyllir kransæðarnar af hveiti og deyr hægum dauðdaga í stólnum. Það er alveg huggulegt að bjóða upp á kex en vinnuveitendur, í samstarfi við umsjónarmenn kexpakka innan vinnustaðar, ættu að íhuga að láta starfsmenn vinna aðeins fyrir kexinu, til dæmis með því að láta þá fara í gegnum mjög erfiða Cross-Fit þrautabraut til þess að ná í kexið. Við skulum samt fara okkur að engu óðslega, engar vanhugsaðar skyndilausnir, takk. Lausnin á þessu máli er svo sannarlega ekki að víxla ávaxta- og kexdisknum svo ávextirnir séu nær. Hver nagar appelsínubát með kaffinu? Það er ekki í lagi. En vinnustaðakex er víst hluti af hefðinni og Kalli gamli sem er búinn að vinna lengst á vinnustaðnum yrði fúll ef hætt yrði að bjóða upp á kex. Kex-meðvirkni. Séríslenskt dæmi.