Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Jón Bender, formaður KKDÍ, fyrir miðju. Með honum á myndinni eru Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Vísir/Daníel „Dómararnir eru alltof dýrir. Það er varla til það lið sem kemur út í hagnaði eftir heimaleiki því það fara allar tekjur í dómarakostnað,“ segir Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, við Fréttablaðið. Félögin í landinu vilja nú ólm lækka dómarakostnað, að því er virðist við litla hrifningu dómaranna sjálfra. Þessi mál voru rædd á formannafundi KKÍ á mánudagskvöldið en þar var formönnum félaganna greint frá því að fyrsta tilboði um 25 prósenta lækkun hafi verið hafnað af Körfuknattleiksdómarafélagi Íslands. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn úrvalsdeildarliða í gær og voru allir sammála um að laun dómara fyrir leiki í efstu deild væru sanngjörn. Dómari sem dæmir leik í efstu deild fær 13.900 krónur fyrir frá viðkomandi félagi. Aftur á móti eru það aksturs- og fæðispeningar sem snarhækka launin.Með öndina í hálsinum Dómari sem ekur frá Reykjavík til Reykjanesbæjar til að dæma leik í Dominos-deild karla fær rétt tæpar 30.000 krónur í sinn hlut. Komi tveir af þremur dómurum tríósins þetta langt að, og það sama á við um dómara utan af landi sem dæma í bænum, getur dómarakostnaður hlaupið á 70-100 þúsund krónum fyrir heimaliðið. „Það er mjög sjaldan sem tekjur af heimaleikjum ná upp í dómarakostnað. Ég hef rætt þetta við marga formenn og þeir eru á sama máli. Gjaldkerinn er alltaf með öndina í hálsinum fyrir hvern leik – vonandi að dómararnir komi frá Reykjavík. Ef einn kemur frá Njarðvík og annar úr Borgarnesi kostar þetta um 70-80 þúsund krónur. Þetta er alltof mikið. Það eru allir sammála því. Það er leiðinlegt að koma alltaf út í mínus,“ segir Elvar Guðmundsson.Eru okkar starfsmenn Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, er á sama máli og hinir formennirnir. „Við berum fulla virðingu fyrir dómurunum. Þeir eru að vinna gríðarlega gott starf. Launin sjálf eru ekkert of há en það þarf að lækka þessa aksturs- og fæðispeninga sem er auðvitað bara falinn kostnaður. Ef við eigum að geta haldið hér úti tveimur liðum verðum við að ná þessum þáttum niður,“ segir Gunnar við Fréttablaðið, en dómarakostnaður hjá Snæfelli er um 100 þúsund krónur á leik hjá Snæfelli og aldrei næst upp í það með tekjum af heimaleikjum. Ekki fyrr en komið er út í úrslitakeppni. „Ég get farið með kvennaliðið á ágætis hótel og borgað svipaðan pening og kostar mig að fæða þrjá dómara. Ef við eigum að nenna að standa í þessu í þessari sjálfboðaliðahreyfingu verðum við að ná þessari tölu niður. Það má ekki gleyma því að þetta eru starfsmenn okkar – starfsmenn leiksins,“ segir Gunnar.Engin svör Fréttablaðið hafði samband við Jón Bender, körfuknattleiksdómara og formann Körfuknattleiksdómarafélagsins. Hann vildi ekkert ræða málin, ólíkt öllum öðrum í hreyfingunni. Aðspurður hver afstaða dómara væri til beiðni félaganna um að lækka kostnaðinn sagði Jón: „Við eigum í samningsviðræðum og þær ganga vel.“ Þegar blaðamaður bar undir hann orð formannanna og spurði hvort viðræður gengju virkilega vel í ljósi þess að fyrsta tilboði hefði verið hafnað var svarið það sama. Það var reyndar það sama við hverri einustu spurningu. Áhuginn á að ræða málið var enginn. Gunnari Svanlaugssyni hjá Snæfelli komu þessi viðbrögð ekkert á óvart. „Upplifun þeirra sem fóru á þennan fyrsta fund var svipuð. Þetta var ekki þægilegur fundur. Við hljótum að geta verið kurteis hvert við annað og geta talað saman eins og fólk,“ segir hann. Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
„Dómararnir eru alltof dýrir. Það er varla til það lið sem kemur út í hagnaði eftir heimaleiki því það fara allar tekjur í dómarakostnað,“ segir Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, við Fréttablaðið. Félögin í landinu vilja nú ólm lækka dómarakostnað, að því er virðist við litla hrifningu dómaranna sjálfra. Þessi mál voru rædd á formannafundi KKÍ á mánudagskvöldið en þar var formönnum félaganna greint frá því að fyrsta tilboði um 25 prósenta lækkun hafi verið hafnað af Körfuknattleiksdómarafélagi Íslands. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn úrvalsdeildarliða í gær og voru allir sammála um að laun dómara fyrir leiki í efstu deild væru sanngjörn. Dómari sem dæmir leik í efstu deild fær 13.900 krónur fyrir frá viðkomandi félagi. Aftur á móti eru það aksturs- og fæðispeningar sem snarhækka launin.Með öndina í hálsinum Dómari sem ekur frá Reykjavík til Reykjanesbæjar til að dæma leik í Dominos-deild karla fær rétt tæpar 30.000 krónur í sinn hlut. Komi tveir af þremur dómurum tríósins þetta langt að, og það sama á við um dómara utan af landi sem dæma í bænum, getur dómarakostnaður hlaupið á 70-100 þúsund krónum fyrir heimaliðið. „Það er mjög sjaldan sem tekjur af heimaleikjum ná upp í dómarakostnað. Ég hef rætt þetta við marga formenn og þeir eru á sama máli. Gjaldkerinn er alltaf með öndina í hálsinum fyrir hvern leik – vonandi að dómararnir komi frá Reykjavík. Ef einn kemur frá Njarðvík og annar úr Borgarnesi kostar þetta um 70-80 þúsund krónur. Þetta er alltof mikið. Það eru allir sammála því. Það er leiðinlegt að koma alltaf út í mínus,“ segir Elvar Guðmundsson.Eru okkar starfsmenn Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, er á sama máli og hinir formennirnir. „Við berum fulla virðingu fyrir dómurunum. Þeir eru að vinna gríðarlega gott starf. Launin sjálf eru ekkert of há en það þarf að lækka þessa aksturs- og fæðispeninga sem er auðvitað bara falinn kostnaður. Ef við eigum að geta haldið hér úti tveimur liðum verðum við að ná þessum þáttum niður,“ segir Gunnar við Fréttablaðið, en dómarakostnaður hjá Snæfelli er um 100 þúsund krónur á leik hjá Snæfelli og aldrei næst upp í það með tekjum af heimaleikjum. Ekki fyrr en komið er út í úrslitakeppni. „Ég get farið með kvennaliðið á ágætis hótel og borgað svipaðan pening og kostar mig að fæða þrjá dómara. Ef við eigum að nenna að standa í þessu í þessari sjálfboðaliðahreyfingu verðum við að ná þessari tölu niður. Það má ekki gleyma því að þetta eru starfsmenn okkar – starfsmenn leiksins,“ segir Gunnar.Engin svör Fréttablaðið hafði samband við Jón Bender, körfuknattleiksdómara og formann Körfuknattleiksdómarafélagsins. Hann vildi ekkert ræða málin, ólíkt öllum öðrum í hreyfingunni. Aðspurður hver afstaða dómara væri til beiðni félaganna um að lækka kostnaðinn sagði Jón: „Við eigum í samningsviðræðum og þær ganga vel.“ Þegar blaðamaður bar undir hann orð formannanna og spurði hvort viðræður gengju virkilega vel í ljósi þess að fyrsta tilboði hefði verið hafnað var svarið það sama. Það var reyndar það sama við hverri einustu spurningu. Áhuginn á að ræða málið var enginn. Gunnari Svanlaugssyni hjá Snæfelli komu þessi viðbrögð ekkert á óvart. „Upplifun þeirra sem fóru á þennan fyrsta fund var svipuð. Þetta var ekki þægilegur fundur. Við hljótum að geta verið kurteis hvert við annað og geta talað saman eins og fólk,“ segir hann.
Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira