Tilboð um heilbrigða samkeppni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. júlí 2014 06:00 Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. Þannig vill fyrirtækið fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verzlunum sínum – eins og það gerir annars staðar þar sem það starfar. Fyrstu viðbrögð margra við fréttum af þessum óskum Costco eru að hrista hausinn og segja að þetta verði auðvitað aldrei samþykkt. Þessir útlendingar séu galnir að halda að reglunum verði breytt fyrir þá, fyrst þeim hefur ekki verið breytt fyrir íslenzk smásölufyrirtæki. Og er ekki komið nóg af þessum benzínstöðvum? En við getum líka spurt: Af hverju nálgast Costco málið með þessum hætti? Getur það verið að það sé vegna þess að á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á sé meginreglan sú að það sé hægt að flytja ferska búvöru á milli landa, selja áfengi í matvörubúðum og lausasölulyf sömuleiðis? Og að það sé bara partur af heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum? Segir þetta okkur kannski eitthvað um að það séu samkeppnisaðstæður á íslenzka markaðnum sem eru brenglaðar, fremur en hugmyndir útlendu fjárfestanna? Hvað myndi gerast ef áfengi yrði selt í matvöruverzlunum? Er eitthvert ófremdarástand þar sem það er gert, til dæmis í Bandaríkjunum, Danmörku eða Þýzkalandi? Það er ekki víst að verðið myndi lækka mikið, til þess eru opinberar álögur á áfengi of brjálæðislega háar. Það væri neytendum hins vegar til þægindaauka að geta keypt vínflöskuna í sömu búð og steikina og hugsanlega fengjum við öðruvísi vöruúrval. Hefðu lyfsalar ekki líka bara virkilega gott af samkeppni í sölu lausasölulyfja? Eða er eitthvað við fyrirkomulagið í til dæmis Bandaríkjunum, Bretlandi eða Danmörku sem myndi setja lýðheilsu á Íslandi á hliðina? Og svo er það þetta með benzínstöðina – reynslan af innkomu Atlantsolíu á markaðinn sýnir að skipulagsyfirvöld eru sein til að finna lóðir fyrir nýja keppinauta, en að það er engu að síður vel hægt. Og sama reynsla sýnir að benzínstöð getur verið lítil og pen - henni þarf ekki endilega að fylgja glerhöll til að selja pulsur. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur tekið vel í beiðni Costco og sagði í samtali við RÚV að íslenzk stjórnvöld væru reiðubúin að gera það sem í þeirra valdi stæði til að „greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“ Rök ráðherrans eru að tilkoma Costco á markaði myndi efla samkeppnina, væntanlega lækka vöruverð og auka fjölbreytni í vöruúrvali. Ragnheiður Elín ætti að beita sér fyrir því að Costco þurfi engar undanþágur – enda væri það aldrei verjandi gagnvart innlendum smásölufyrirtækjum – heldur verði reglunum á íslenzkum smásölumarkaði einfaldlega breytt til að auka frjálsræði og heilbrigða samkeppni og afnema séríslenzk boð og bönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. Þannig vill fyrirtækið fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verzlunum sínum – eins og það gerir annars staðar þar sem það starfar. Fyrstu viðbrögð margra við fréttum af þessum óskum Costco eru að hrista hausinn og segja að þetta verði auðvitað aldrei samþykkt. Þessir útlendingar séu galnir að halda að reglunum verði breytt fyrir þá, fyrst þeim hefur ekki verið breytt fyrir íslenzk smásölufyrirtæki. Og er ekki komið nóg af þessum benzínstöðvum? En við getum líka spurt: Af hverju nálgast Costco málið með þessum hætti? Getur það verið að það sé vegna þess að á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á sé meginreglan sú að það sé hægt að flytja ferska búvöru á milli landa, selja áfengi í matvörubúðum og lausasölulyf sömuleiðis? Og að það sé bara partur af heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum? Segir þetta okkur kannski eitthvað um að það séu samkeppnisaðstæður á íslenzka markaðnum sem eru brenglaðar, fremur en hugmyndir útlendu fjárfestanna? Hvað myndi gerast ef áfengi yrði selt í matvöruverzlunum? Er eitthvert ófremdarástand þar sem það er gert, til dæmis í Bandaríkjunum, Danmörku eða Þýzkalandi? Það er ekki víst að verðið myndi lækka mikið, til þess eru opinberar álögur á áfengi of brjálæðislega háar. Það væri neytendum hins vegar til þægindaauka að geta keypt vínflöskuna í sömu búð og steikina og hugsanlega fengjum við öðruvísi vöruúrval. Hefðu lyfsalar ekki líka bara virkilega gott af samkeppni í sölu lausasölulyfja? Eða er eitthvað við fyrirkomulagið í til dæmis Bandaríkjunum, Bretlandi eða Danmörku sem myndi setja lýðheilsu á Íslandi á hliðina? Og svo er það þetta með benzínstöðina – reynslan af innkomu Atlantsolíu á markaðinn sýnir að skipulagsyfirvöld eru sein til að finna lóðir fyrir nýja keppinauta, en að það er engu að síður vel hægt. Og sama reynsla sýnir að benzínstöð getur verið lítil og pen - henni þarf ekki endilega að fylgja glerhöll til að selja pulsur. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur tekið vel í beiðni Costco og sagði í samtali við RÚV að íslenzk stjórnvöld væru reiðubúin að gera það sem í þeirra valdi stæði til að „greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“ Rök ráðherrans eru að tilkoma Costco á markaði myndi efla samkeppnina, væntanlega lækka vöruverð og auka fjölbreytni í vöruúrvali. Ragnheiður Elín ætti að beita sér fyrir því að Costco þurfi engar undanþágur – enda væri það aldrei verjandi gagnvart innlendum smásölufyrirtækjum – heldur verði reglunum á íslenzkum smásölumarkaði einfaldlega breytt til að auka frjálsræði og heilbrigða samkeppni og afnema séríslenzk boð og bönn.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun