Út fyrir rammana Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Gleðigangan, sem farin verður í Reykjavík í dag, er dálítið sérstakt fyrirbæri. Hún er nánast orðin ein af okkar þjóðlegu hefðum, rétt eins og sautjándi júní eða menningarnótt, en um leið er hún í stöðugri uppreisn gegn hefðbundnum hugsunarhætti um það hvernig fólk á eða má vera og ekki vera. Í gleðigöngunni er fjölbreytileika mannlífsins fagnað, í öllum sínum regnbogans litum. Mannlífið er nefnilega dásamlega fjölbreytt – og um leið býsna flókið. Nú orðið njóta samkynhneigðir sömu lagalegu réttinda og gagnkynhneigðir á nánast öllum sviðum. En mannfólkið skiptist ekki bara í samkynhneigt fólk og gagnkynhneigt. Í gleðigöngunni taka líka þátt hinir tvíkynhneigðu, transfólk og intersex-fólk. Þetta er fólk sem samfélagið viðurkenndi ekki einu sinni að væri til fyrir ekki svo löngu síðan og löggjöf landsins endurspeglar ekki tilvist þess og réttindi nema að takmörkuðu leyti. Eva Rún Snorradóttir sviðslistakona var í gær í athyglisverðu viðtali í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Hún segist þar telja að gleðigangan skipti enn miklu máli í mannréttindabaráttunni, sem sé í raun nýhafin. Þó hafi hún haft áhyggjur af að hátíðin styrki skiptinguna í samkynhneigða og gagnkynhneigða sem sé „náttúrlega alveg hundgömul og er bara skáldskapur sem á ekki lengur við“. Eva segir að rammarnir í samfélaginu séu áfram sterkir: „Það er allt í lagi að vera hommi eða lesbía innan viss ramma en svo verður þetta allt annar handleggur þegar kemur að intersex-fólki og transfólki til dæmis. Ég held að það sé meira að segja enn þá mjög erfitt að vera tvíkynhneigður því að þá koma fordómarnir bæði frá samkynhneigða og gagnkynhneigða samfélaginu. Þú verður að vera annaðhvort eða.“ Eva segist þannig þeirrar skoðunar að mannréttindabaráttan sem er undirliggjandi í gleðigöngunni, snúist „alls ekkert um samkynhneigða og gagnkynhneigða heldur um að opna hugann og leysa upp þetta heterónorm“. Hún segir hátíðina „tækifæri fyrir alla til að líta í eigin barm og skoða sig og uppgötva að ekkert eitt er eðlilegra en annað. Það eru allir frík á einhvern hátt og eiginlega er mest fríkí að finnast maður vera „eðlilegur“. Hvað þýðir það eiginlega? Það er ekki hægt að vera eins og allir hinir, það hugtak fuðrar upp um leið og maður segir það.“ Það er býsna mikið til í þessu. Íslenzkt samfélag er að opnast og viðurkenningin á því að allir þurfi hreint ekki að vera eins fer vaxandi. Samt eimir mjög eftir af alls konar fordómum og jafnvel sumir þeir sem telja sig hafa verið fórnarlömb fordóma eru hugsanlega ekki alveg lausir við þá sjálfir þegar þeir eru komnir inn í hlýju normsins. Gleðigöngunnar er því sannarlega þörf. Þess er skemmst að minnast að reynt var að kæra gönguna í fyrra til lögreglu og barnaverndaryfirvalda af því að einhverjar þröngsýnar sálir töldu sér misboðið. Það eru alls ekki allir reiðubúnir að viðurkenna rétt fólks til að vera það sjálft. Baráttu þeirra sem vilja brjóta hina þröngu ramma einsleits samfélags er hvergi nærri lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Gleðigangan, sem farin verður í Reykjavík í dag, er dálítið sérstakt fyrirbæri. Hún er nánast orðin ein af okkar þjóðlegu hefðum, rétt eins og sautjándi júní eða menningarnótt, en um leið er hún í stöðugri uppreisn gegn hefðbundnum hugsunarhætti um það hvernig fólk á eða má vera og ekki vera. Í gleðigöngunni er fjölbreytileika mannlífsins fagnað, í öllum sínum regnbogans litum. Mannlífið er nefnilega dásamlega fjölbreytt – og um leið býsna flókið. Nú orðið njóta samkynhneigðir sömu lagalegu réttinda og gagnkynhneigðir á nánast öllum sviðum. En mannfólkið skiptist ekki bara í samkynhneigt fólk og gagnkynhneigt. Í gleðigöngunni taka líka þátt hinir tvíkynhneigðu, transfólk og intersex-fólk. Þetta er fólk sem samfélagið viðurkenndi ekki einu sinni að væri til fyrir ekki svo löngu síðan og löggjöf landsins endurspeglar ekki tilvist þess og réttindi nema að takmörkuðu leyti. Eva Rún Snorradóttir sviðslistakona var í gær í athyglisverðu viðtali í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Hún segist þar telja að gleðigangan skipti enn miklu máli í mannréttindabaráttunni, sem sé í raun nýhafin. Þó hafi hún haft áhyggjur af að hátíðin styrki skiptinguna í samkynhneigða og gagnkynhneigða sem sé „náttúrlega alveg hundgömul og er bara skáldskapur sem á ekki lengur við“. Eva segir að rammarnir í samfélaginu séu áfram sterkir: „Það er allt í lagi að vera hommi eða lesbía innan viss ramma en svo verður þetta allt annar handleggur þegar kemur að intersex-fólki og transfólki til dæmis. Ég held að það sé meira að segja enn þá mjög erfitt að vera tvíkynhneigður því að þá koma fordómarnir bæði frá samkynhneigða og gagnkynhneigða samfélaginu. Þú verður að vera annaðhvort eða.“ Eva segist þannig þeirrar skoðunar að mannréttindabaráttan sem er undirliggjandi í gleðigöngunni, snúist „alls ekkert um samkynhneigða og gagnkynhneigða heldur um að opna hugann og leysa upp þetta heterónorm“. Hún segir hátíðina „tækifæri fyrir alla til að líta í eigin barm og skoða sig og uppgötva að ekkert eitt er eðlilegra en annað. Það eru allir frík á einhvern hátt og eiginlega er mest fríkí að finnast maður vera „eðlilegur“. Hvað þýðir það eiginlega? Það er ekki hægt að vera eins og allir hinir, það hugtak fuðrar upp um leið og maður segir það.“ Það er býsna mikið til í þessu. Íslenzkt samfélag er að opnast og viðurkenningin á því að allir þurfi hreint ekki að vera eins fer vaxandi. Samt eimir mjög eftir af alls konar fordómum og jafnvel sumir þeir sem telja sig hafa verið fórnarlömb fordóma eru hugsanlega ekki alveg lausir við þá sjálfir þegar þeir eru komnir inn í hlýju normsins. Gleðigöngunnar er því sannarlega þörf. Þess er skemmst að minnast að reynt var að kæra gönguna í fyrra til lögreglu og barnaverndaryfirvalda af því að einhverjar þröngsýnar sálir töldu sér misboðið. Það eru alls ekki allir reiðubúnir að viðurkenna rétt fólks til að vera það sjálft. Baráttu þeirra sem vilja brjóta hina þröngu ramma einsleits samfélags er hvergi nærri lokið.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun