Landbúnaðarpólitík í hakki Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Ein af forsendum íslenzkrar landbúnaðarpólitíkur eins og hún hefur verið útfærð undanfarna áratugi er að Ísland sé, eigi að vera og verði um fyrirsjáanlega framtíð sjálfu sér nógt um þær landbúnaðarvörur sem á annað borð eru framleiddar í landinu. Stjórnvöld hafa litið á innflutning á kjöti og mjólkurvörum sem óþarfa sem hefur verið þröngvað upp á okkur með alþjóðlegum samningum. Sá innflutningur hefur verið gerður eins dýr og óhagkvæmur og hægt er, með tollum og uppboðum á tollkvóta, þannig að hann veiti innlendri framleiðslu enga raunverulega samkeppni. Ein meginrökin fyrir þessari stefnu er að hér þurfi að tryggja fæðuöryggi. Nú er farið að braka dálítið hátt í þessari meginforsendu tollverndarinnar. Undanfarin misseri hafa komið upp ýmis dæmi um að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Fyrir jól þurfti til dæmis að flytja inn smjör í stórum stíl og innlend kjötframleiðsla er líka langt frá því að anna markaðnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fréttir af stórauknum innflutningi á kjötvörum. Þannig tífaldaðist innflutningur nautakjöts fyrstu sex mánuði þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Í blaðinu í dag kemur fram að ef þróunin verður svipuð seinni hluta árs megi gera ráð fyrir að innflutningur á nautakjöti nemi um fimmtungi af markaðnum. Sambærilegt hlutfall fyrir svínakjöt er sjö prósent og fyrir alifuglakjöt ellefu prósent. Það er eingöngu í lambakjöti sem innlend kjötframleiðsla annar eftirspurn. Kerfið bregzt hins vegar þannig við að tollverndinni er áfram viðhaldið, jafnvel þótt skortur sé á innlendu vörunni. Í tilviki nautakjötsins að minnsta kosti leiðir það til hærra verðs til neytenda. Verðið á innlendu framleiðslunni hækkar vegna þess að framboðið er ekki nóg og svo stillir atvinnuvegaráðuneytið tollana þannig af að innflutningurinn sé heldur dýrari en innlenda framleiðslan. Undanfarna átján mánuði hefur nautahakk til dæmis hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu. Þetta er hæpin pólitík, því að það er vafasamt að innlendir framleiðendur anni eftirspurn á næstunni. Sala á nautakjöti hefur stóraukizt, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna, og bændur setja kvígur fremur á til mjólkurframleiðslu en til að framleiða kjöt. Í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum útskýrðu forsvarsmenn Landssambands kúabænda að loks hefðu stjórnvöld fengizt til að liðka fyrir innflutningi erfðaefnis til að kynbæta holdanautastofna og stuðla að hagkvæmari holdanautabúskap. Í blaðinu í fyrradag kom fram að frumvarp þess efnis væri væntanlegt í haust. Sem er gott, en mun þó ekki skila neinum árangri fyrr en eftir einhver ár. Á meðan mun vanta innlent kjöt. Ætla stjórnvöld að hafa verndartolla á innflutningnum allan þann tíma? Það er rétt sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bylgjufréttum í gær, að þegar íslenzk vara annar ekki eftirspurn eigi ekki að beita verndartollum á innflutning. Það er líka rétt hjá henni að það þarf að endurskoða landbúnaðarpólitíkina eins og hún leggur sig; hún virkar svo augljóslega ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ein af forsendum íslenzkrar landbúnaðarpólitíkur eins og hún hefur verið útfærð undanfarna áratugi er að Ísland sé, eigi að vera og verði um fyrirsjáanlega framtíð sjálfu sér nógt um þær landbúnaðarvörur sem á annað borð eru framleiddar í landinu. Stjórnvöld hafa litið á innflutning á kjöti og mjólkurvörum sem óþarfa sem hefur verið þröngvað upp á okkur með alþjóðlegum samningum. Sá innflutningur hefur verið gerður eins dýr og óhagkvæmur og hægt er, með tollum og uppboðum á tollkvóta, þannig að hann veiti innlendri framleiðslu enga raunverulega samkeppni. Ein meginrökin fyrir þessari stefnu er að hér þurfi að tryggja fæðuöryggi. Nú er farið að braka dálítið hátt í þessari meginforsendu tollverndarinnar. Undanfarin misseri hafa komið upp ýmis dæmi um að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Fyrir jól þurfti til dæmis að flytja inn smjör í stórum stíl og innlend kjötframleiðsla er líka langt frá því að anna markaðnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fréttir af stórauknum innflutningi á kjötvörum. Þannig tífaldaðist innflutningur nautakjöts fyrstu sex mánuði þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Í blaðinu í dag kemur fram að ef þróunin verður svipuð seinni hluta árs megi gera ráð fyrir að innflutningur á nautakjöti nemi um fimmtungi af markaðnum. Sambærilegt hlutfall fyrir svínakjöt er sjö prósent og fyrir alifuglakjöt ellefu prósent. Það er eingöngu í lambakjöti sem innlend kjötframleiðsla annar eftirspurn. Kerfið bregzt hins vegar þannig við að tollverndinni er áfram viðhaldið, jafnvel þótt skortur sé á innlendu vörunni. Í tilviki nautakjötsins að minnsta kosti leiðir það til hærra verðs til neytenda. Verðið á innlendu framleiðslunni hækkar vegna þess að framboðið er ekki nóg og svo stillir atvinnuvegaráðuneytið tollana þannig af að innflutningurinn sé heldur dýrari en innlenda framleiðslan. Undanfarna átján mánuði hefur nautahakk til dæmis hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu. Þetta er hæpin pólitík, því að það er vafasamt að innlendir framleiðendur anni eftirspurn á næstunni. Sala á nautakjöti hefur stóraukizt, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna, og bændur setja kvígur fremur á til mjólkurframleiðslu en til að framleiða kjöt. Í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum útskýrðu forsvarsmenn Landssambands kúabænda að loks hefðu stjórnvöld fengizt til að liðka fyrir innflutningi erfðaefnis til að kynbæta holdanautastofna og stuðla að hagkvæmari holdanautabúskap. Í blaðinu í fyrradag kom fram að frumvarp þess efnis væri væntanlegt í haust. Sem er gott, en mun þó ekki skila neinum árangri fyrr en eftir einhver ár. Á meðan mun vanta innlent kjöt. Ætla stjórnvöld að hafa verndartolla á innflutningnum allan þann tíma? Það er rétt sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bylgjufréttum í gær, að þegar íslenzk vara annar ekki eftirspurn eigi ekki að beita verndartollum á innflutning. Það er líka rétt hjá henni að það þarf að endurskoða landbúnaðarpólitíkina eins og hún leggur sig; hún virkar svo augljóslega ekki.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun