Hefur unga fólkið ógeð á pólitík? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. ágúst 2014 07:00 Reykjavíkurborg birti í vikunni afar athyglisverða úttekt á kosningaþátttöku í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þar er kjörsóknin skoðuð eftir aldri og kyni, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem teknar eru saman áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri á Íslandi. Niðurstöðurnar eru sláandi. Kjörsókn var víðast hvar óvenjulítil í síðustu sveitarstjórnarkosningum og borgarstjórnarkosningarnar voru þar ekki undantekning. Kjörsóknin var sú minnsta frá árinu 1928, aðeins tæp 63 prósent. Það sem vekur þó enn meiri athygli er lítil kjörsókn ungs fólks. Innan við helmingur fólks á aldrinum 18-29 ára nýtti kosningarétt sinn. Upp undir 80 prósent í aldurshópnum 60-79 ára mættu hins vegar á kjörstað. Vegna þess að haldgóðan samanburð vantar er út af fyrir sig ekki hægt að fullyrða að dræm kjörsókn ungs fólks sé stærsta skýringin á afleitri kosningaþátttöku. En það er líklegt og svo mikið er víst að þessar tölur eru mikið áhyggjuefni út frá þróun lýðræðis í landinu. Nú er vitað að eldra fólk mætir alla jafna betur á kjörstað en þeir yngri, en þessi munur er svo mikill að hann hlýtur að kveikja vangaveltur um hvort hér hafi nú vaxið úr grasi kynslóðir sem að stórum hluta sjái ekki tilganginn í því að nýta rétt sinn til að kjósa sér fulltrúa í lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Og þá hljótum við að spyrja um ástæðuna. Um hana er erfitt að fullyrða. Hugsanlega er kynslóðin, sem var að mótast í hruninu, einfaldlega fráhverf pólitík. Stjórnmálastéttin fékk stóran skell í hruninu og kannanir hafa síðan sýnt að traust fólks til stofnana samfélagsins hefur ekki jafnað sig. Stjórnmálamennirnir hafa líka að mörgu leyti ekki staðið við þau fyrirheit sem voru gefin eftir hrun að bæta stjórnmálin. Vinnubrögð og umræðuhættir í pólitík virðast ekkert hafa breytzt. Kannski er eitthvað til í því að ungt fólk sé ekki áhugalaust um pólitík sem slíka; það hafi áhuga á mikilvægu málefnum, en hafi ógeð á vinnubrögðum og ásýnd hins pólitíska kerfis. Svo mikið er víst að í borgarstjórnarkosningunum voru ýmis mál sem snertu hagsmuni og áhugamál ungs fólks til umræðu. Húsnæðismálin voru mjög í deiglunni, sömuleiðis dagvistar- og skólamál, sem varða að minnsta kosti eldri hluta kjósendahópsins undir þrítugu miklu. En stjórnmálaflokkarnir hafa hugsanlega ekki náð tökum á þeim nýju aðferðum sem þarf að beita til að ná til yngstu kjósendanna, sem hrærast í meiri mæli í stafrænum heimi en þeir eldri. Ný framboð sem hafa komið fram eftir hrun, sum hver í beinni andstöðu við hefðbundna pólitík, til dæmis Bezti flokkurinn og Píratar, virðast þrátt fyrir það ekki hafa megnað að draga meirihluta yngstu kjósendanna á kjörstað. Þessi staða hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir starfandi stjórnmálaflokka og þeir verða að leggjast rækilega yfir það hvernig þeir ná til yngra fólks. En hún gæti líka verið stórkostlegt tækifæri fyrir ný stjórnmálaöfl sem kunna að hlusta á og tala við ungt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg birti í vikunni afar athyglisverða úttekt á kosningaþátttöku í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þar er kjörsóknin skoðuð eftir aldri og kyni, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem teknar eru saman áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri á Íslandi. Niðurstöðurnar eru sláandi. Kjörsókn var víðast hvar óvenjulítil í síðustu sveitarstjórnarkosningum og borgarstjórnarkosningarnar voru þar ekki undantekning. Kjörsóknin var sú minnsta frá árinu 1928, aðeins tæp 63 prósent. Það sem vekur þó enn meiri athygli er lítil kjörsókn ungs fólks. Innan við helmingur fólks á aldrinum 18-29 ára nýtti kosningarétt sinn. Upp undir 80 prósent í aldurshópnum 60-79 ára mættu hins vegar á kjörstað. Vegna þess að haldgóðan samanburð vantar er út af fyrir sig ekki hægt að fullyrða að dræm kjörsókn ungs fólks sé stærsta skýringin á afleitri kosningaþátttöku. En það er líklegt og svo mikið er víst að þessar tölur eru mikið áhyggjuefni út frá þróun lýðræðis í landinu. Nú er vitað að eldra fólk mætir alla jafna betur á kjörstað en þeir yngri, en þessi munur er svo mikill að hann hlýtur að kveikja vangaveltur um hvort hér hafi nú vaxið úr grasi kynslóðir sem að stórum hluta sjái ekki tilganginn í því að nýta rétt sinn til að kjósa sér fulltrúa í lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Og þá hljótum við að spyrja um ástæðuna. Um hana er erfitt að fullyrða. Hugsanlega er kynslóðin, sem var að mótast í hruninu, einfaldlega fráhverf pólitík. Stjórnmálastéttin fékk stóran skell í hruninu og kannanir hafa síðan sýnt að traust fólks til stofnana samfélagsins hefur ekki jafnað sig. Stjórnmálamennirnir hafa líka að mörgu leyti ekki staðið við þau fyrirheit sem voru gefin eftir hrun að bæta stjórnmálin. Vinnubrögð og umræðuhættir í pólitík virðast ekkert hafa breytzt. Kannski er eitthvað til í því að ungt fólk sé ekki áhugalaust um pólitík sem slíka; það hafi áhuga á mikilvægu málefnum, en hafi ógeð á vinnubrögðum og ásýnd hins pólitíska kerfis. Svo mikið er víst að í borgarstjórnarkosningunum voru ýmis mál sem snertu hagsmuni og áhugamál ungs fólks til umræðu. Húsnæðismálin voru mjög í deiglunni, sömuleiðis dagvistar- og skólamál, sem varða að minnsta kosti eldri hluta kjósendahópsins undir þrítugu miklu. En stjórnmálaflokkarnir hafa hugsanlega ekki náð tökum á þeim nýju aðferðum sem þarf að beita til að ná til yngstu kjósendanna, sem hrærast í meiri mæli í stafrænum heimi en þeir eldri. Ný framboð sem hafa komið fram eftir hrun, sum hver í beinni andstöðu við hefðbundna pólitík, til dæmis Bezti flokkurinn og Píratar, virðast þrátt fyrir það ekki hafa megnað að draga meirihluta yngstu kjósendanna á kjörstað. Þessi staða hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir starfandi stjórnmálaflokka og þeir verða að leggjast rækilega yfir það hvernig þeir ná til yngra fólks. En hún gæti líka verið stórkostlegt tækifæri fyrir ný stjórnmálaöfl sem kunna að hlusta á og tala við ungt fólk.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun