Busarnir boðnir velkomnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Eftir nokkra daga byrja þúsundir ólögráða unglinga í nýjum skóla, framhaldsskóla. Foreldrarnir gera væntanlega ráð fyrir að vel verði tekið á móti þeim, enda geta margir verið dálítið litlir í sér þótt þeir séu orðnir sextán ára og telji sig færa í flestan sjó. Það er líka raunin víðast hvar, að minnsta kosti af hálfu skólayfirvalda og kennara. Hins vegar er ekki hægt að gera ráð fyrir að eldri samnemendur fagni þeim sem koma nýir í skólann, alltént ekki í öllum skólum. Sums staðar er tekið á móti nýnemum með kaffi og kökum, kvöldvökum og skoðunarferðum, en ennþá tíðkast í sumum framhaldsskólum fáránlegar „busavígslur“, þar sem börn eru atyrt, niðurlægð á ýmsan hátt og í sumum tilvikum hreinlega beitt ofbeldi. Til upprifjunar má tína til sumt af því sem hefur verið gert við „busana“ á allra síðustu árum. Væga útgáfan er að segja nýnemunum að þeir séu „óæðri“, megi ekki koma á ákveðin svæði í skólanum, eigi að hneigja sig fyrir eldri nemum eða sýna þeim undirgefni á annan hátt. Í svæsnari tilfellum er fólk gegnbleytt með garðslöngu, því er dýft ofan í fiskikör með slori, látið drekka ógeðsdrykki, margir í einu eru hífðir upp í neti með krana, fólk er bundið eða lokað inni. Margt af þessu væri ekki á röngum stað í ákæru fyrir frelsissviptingu og líkamsárás. Í ákveðnum skólum hefur gætt tregðu til að breyta þessari ómenningu. Fyrir tveimur árum fjallaði Fréttablaðið um busavígslur í skóla, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir voru látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu. Skólameistarinn sagði í viðtali við blaðið: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er uppbyggilegt.“ Hefðir af þessu tagi eru samt svo augljóslega vondar. Það er galin röksemdafærsla að eldri nemar eigi einhvern rétt á að koma illa fram við nýnema af því að einu sinni var komið þannig fram við þá sjálfa. Og skólameistari sem firrir sig ábyrgð á slíku athæfi í sínum skóla er ekki starfi sínu vaxinn. Það er þess vegna sérstaklega jákvætt að í ár hafa Skólameistarafélag Íslands og Félag íslenzkra framhaldsskóla skorið upp herör gegn ofbeldi og niðurlægingu í tengslum við busavígslur. Hjalti Jón Sveinsson, formaður beggja félaga og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði í Fréttablaðinu í gær að leggja ætti áherzlu á að halda til haga skemmtilegum siðum og venjum þar sem nemendur væru boðnir velkomnir en hætta hinum niðurlægjandi busavígslum. Í sumum skólum gæti það þýtt afturhvarf til upprunans; í Menntaskólanum í Reykjavík er til dæmis eldgömul hefð fyrir „tolleringum“ en á seinni áratugum hefur hlaðizt utan á hana alls konar leikaraskapur, ómenning og vitleysa sem gjarnan má afnema. Kjarni málsins er sá að framhaldsskólarnir eru menntastofnanir, sem eiga að byggja fólk upp en ekki brjóta það niður. Í þeim anda á að sjálfsögðu að taka á móti nýnemum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga byrja þúsundir ólögráða unglinga í nýjum skóla, framhaldsskóla. Foreldrarnir gera væntanlega ráð fyrir að vel verði tekið á móti þeim, enda geta margir verið dálítið litlir í sér þótt þeir séu orðnir sextán ára og telji sig færa í flestan sjó. Það er líka raunin víðast hvar, að minnsta kosti af hálfu skólayfirvalda og kennara. Hins vegar er ekki hægt að gera ráð fyrir að eldri samnemendur fagni þeim sem koma nýir í skólann, alltént ekki í öllum skólum. Sums staðar er tekið á móti nýnemum með kaffi og kökum, kvöldvökum og skoðunarferðum, en ennþá tíðkast í sumum framhaldsskólum fáránlegar „busavígslur“, þar sem börn eru atyrt, niðurlægð á ýmsan hátt og í sumum tilvikum hreinlega beitt ofbeldi. Til upprifjunar má tína til sumt af því sem hefur verið gert við „busana“ á allra síðustu árum. Væga útgáfan er að segja nýnemunum að þeir séu „óæðri“, megi ekki koma á ákveðin svæði í skólanum, eigi að hneigja sig fyrir eldri nemum eða sýna þeim undirgefni á annan hátt. Í svæsnari tilfellum er fólk gegnbleytt með garðslöngu, því er dýft ofan í fiskikör með slori, látið drekka ógeðsdrykki, margir í einu eru hífðir upp í neti með krana, fólk er bundið eða lokað inni. Margt af þessu væri ekki á röngum stað í ákæru fyrir frelsissviptingu og líkamsárás. Í ákveðnum skólum hefur gætt tregðu til að breyta þessari ómenningu. Fyrir tveimur árum fjallaði Fréttablaðið um busavígslur í skóla, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir voru látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu. Skólameistarinn sagði í viðtali við blaðið: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er uppbyggilegt.“ Hefðir af þessu tagi eru samt svo augljóslega vondar. Það er galin röksemdafærsla að eldri nemar eigi einhvern rétt á að koma illa fram við nýnema af því að einu sinni var komið þannig fram við þá sjálfa. Og skólameistari sem firrir sig ábyrgð á slíku athæfi í sínum skóla er ekki starfi sínu vaxinn. Það er þess vegna sérstaklega jákvætt að í ár hafa Skólameistarafélag Íslands og Félag íslenzkra framhaldsskóla skorið upp herör gegn ofbeldi og niðurlægingu í tengslum við busavígslur. Hjalti Jón Sveinsson, formaður beggja félaga og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði í Fréttablaðinu í gær að leggja ætti áherzlu á að halda til haga skemmtilegum siðum og venjum þar sem nemendur væru boðnir velkomnir en hætta hinum niðurlægjandi busavígslum. Í sumum skólum gæti það þýtt afturhvarf til upprunans; í Menntaskólanum í Reykjavík er til dæmis eldgömul hefð fyrir „tolleringum“ en á seinni áratugum hefur hlaðizt utan á hana alls konar leikaraskapur, ómenning og vitleysa sem gjarnan má afnema. Kjarni málsins er sá að framhaldsskólarnir eru menntastofnanir, sem eiga að byggja fólk upp en ekki brjóta það niður. Í þeim anda á að sjálfsögðu að taka á móti nýnemum.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun