Geir: Held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2014 06:00 Sepp Blatter mun sitja sem forseti FIFA eins og lengi og honum sýnist. Hann er hér með Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ vísir/pjetur „Þú veist hvernig bresku blöðin vinna stundum. Það er ekkert til í þessu,“ segir GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, en breski miðillinn Daily Mail hélt því fram að Ísland og Finnland stæðu í vegi fyrir því að fulltrúi frá UEFA byði sig fram í forsetakjöri FIFA á næsta ári. „Ég held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA ef þeir halda að ég hafi getað talað þessa hugmynd niður.“Michel Platini, forseti UEFA, hafði íhugað að bjóða sig fram gegn Blatter. Hann hefur nú látið af þeim hugleiðingum og hefur þess í stað boðið sig fram til þess að stýra UEFA áfram. „Ég steig þarna í pontu og það eina sem ég mælti með var að menn sýndu samstöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er mjög mikilvægt.“ Eftir forsetakjörið hjá FIFA árið 1998, þar sem Blatter lagði þáverandi forseta UEFA, Lennart Johansson, ríkti mikill kuldi í samskiptum FIFA og UEFA í tíu ár. Geir segir ekki gott að slíkt ástand komi upp aftur. Það kom mörgum á óvart að Platini skyldi ekki taka slaginn við Blatter en það var þó ljóst á heimsþingi FIFA fyrir HM í sumar að Platini myndi ekki eiga möguleika gegn Blatter.UEFA stendur ekki saman Á þinginu kom UEFA fram með tvær tillögur, aðra um aldurstakmark á forseta FIFA. Þá tillögu studdu aðeins 33 af 54 fulltrúum UEFA á þinginu. Enginn fulltrúi annarrar heimsálfu studdi þá tillögu. UEFA var því ekki einu sinni sameinað í andstöðu sinni gegn Blatter. „Það var hægt að lesa á milli línanna og í stöðuna eftir þetta þing,“ segir Geir, en ljóst má vera að fyrst Platini á ekki möguleika gegn Blatter þá á það líklega enginn. Þess vegna hefði ekki verið neitt vit í því hjá UEFA að senda annan óþekktari fulltrúa og um leið koma óróa á samband UEFA og FIFA. Það virðist því ekkert geta komið í veg fyrir að Blatter muni hefja sitt fimmta kjörtímabil á næsta ári. Þess utan hafa fimm af sex samböndum FIFA lýst yfir stuðningi við Blatter. Aðeins Evrópa hefur þorað að setja sig að einhverju leyti upp á móti honum. „Það er mjög mikilvægt að standa saman og á bak við þau mál sem skipta okkur máli. Það er hversu mörg sæti Evrópa hefur í lokakeppni HM og hversu marga fulltrúa við eigum í stjórn FIFA. Við þurfum að verja okkar stöðu,“ segir formaður KSÍ. Þótt formannstíð Blatters hafi verið skrautleg og ásakanir um spillingu séu út um allt er staða Blatters í knattspyrnuheiminum ótrúlega sterk. Bakland hans innan hreyfingarinnar er þess eðlis að aðrir geta allt eins sleppt því að bjóða sig fram. Það á enginn möguleika gegn honum. Blatter virðist geta setið á forsetastóli nákvæmlega eins lengi og honum sýnist og klári hann næsta kjörtímabil verður hann búinn að vera forseti sambandsins í 21 ár. Blatter verður þá orðinn 83 ára gamall. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira
„Þú veist hvernig bresku blöðin vinna stundum. Það er ekkert til í þessu,“ segir GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, en breski miðillinn Daily Mail hélt því fram að Ísland og Finnland stæðu í vegi fyrir því að fulltrúi frá UEFA byði sig fram í forsetakjöri FIFA á næsta ári. „Ég held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA ef þeir halda að ég hafi getað talað þessa hugmynd niður.“Michel Platini, forseti UEFA, hafði íhugað að bjóða sig fram gegn Blatter. Hann hefur nú látið af þeim hugleiðingum og hefur þess í stað boðið sig fram til þess að stýra UEFA áfram. „Ég steig þarna í pontu og það eina sem ég mælti með var að menn sýndu samstöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er mjög mikilvægt.“ Eftir forsetakjörið hjá FIFA árið 1998, þar sem Blatter lagði þáverandi forseta UEFA, Lennart Johansson, ríkti mikill kuldi í samskiptum FIFA og UEFA í tíu ár. Geir segir ekki gott að slíkt ástand komi upp aftur. Það kom mörgum á óvart að Platini skyldi ekki taka slaginn við Blatter en það var þó ljóst á heimsþingi FIFA fyrir HM í sumar að Platini myndi ekki eiga möguleika gegn Blatter.UEFA stendur ekki saman Á þinginu kom UEFA fram með tvær tillögur, aðra um aldurstakmark á forseta FIFA. Þá tillögu studdu aðeins 33 af 54 fulltrúum UEFA á þinginu. Enginn fulltrúi annarrar heimsálfu studdi þá tillögu. UEFA var því ekki einu sinni sameinað í andstöðu sinni gegn Blatter. „Það var hægt að lesa á milli línanna og í stöðuna eftir þetta þing,“ segir Geir, en ljóst má vera að fyrst Platini á ekki möguleika gegn Blatter þá á það líklega enginn. Þess vegna hefði ekki verið neitt vit í því hjá UEFA að senda annan óþekktari fulltrúa og um leið koma óróa á samband UEFA og FIFA. Það virðist því ekkert geta komið í veg fyrir að Blatter muni hefja sitt fimmta kjörtímabil á næsta ári. Þess utan hafa fimm af sex samböndum FIFA lýst yfir stuðningi við Blatter. Aðeins Evrópa hefur þorað að setja sig að einhverju leyti upp á móti honum. „Það er mjög mikilvægt að standa saman og á bak við þau mál sem skipta okkur máli. Það er hversu mörg sæti Evrópa hefur í lokakeppni HM og hversu marga fulltrúa við eigum í stjórn FIFA. Við þurfum að verja okkar stöðu,“ segir formaður KSÍ. Þótt formannstíð Blatters hafi verið skrautleg og ásakanir um spillingu séu út um allt er staða Blatters í knattspyrnuheiminum ótrúlega sterk. Bakland hans innan hreyfingarinnar er þess eðlis að aðrir geta allt eins sleppt því að bjóða sig fram. Það á enginn möguleika gegn honum. Blatter virðist geta setið á forsetastóli nákvæmlega eins lengi og honum sýnist og klári hann næsta kjörtímabil verður hann búinn að vera forseti sambandsins í 21 ár. Blatter verður þá orðinn 83 ára gamall.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira