Heimilisvinur bregst Elín Hirst skrifar 2. október 2014 07:00 MS eða Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem ég hef lengi litið á sem heimilisvin með gott vöruframboð og góða vöru. Íslenskir kúabændur hafa staðið sig vel á liðnum árum í sinni vöruþróun, á því er ekki vafi. Mér fannst einnig gott, sem neytanda, að geta verslað við önnur mjólkurfyrirtæki en MS, til dæmis Baulu og Mjólku, á meðan þeirra naut við sem sjálfstæðra fyrirtækja. Ekki síst til að geta borið saman verð og gæði milli framleiðenda. MS var lengi vel í mínum huga ímynd hreinleika og hollustu í íslenskum matvælaiðnaði. En svo komst ég að því mér til mikilla vonbrigða að margar af þeim „hollu“ mjólkurvörum sem boðið var upp á í verslunum innihéldu viðbættan sykur í slíku magni að nærri var að tala um sælgæti en hollustuvörur. Sú mynd er mjög skýr í huga mér þegar íslenskur fréttaskýringaþáttur sýndi þennan viðbætta sykur með því að hlaða sykurmolum við hlið vörutegundanna. Góðu fréttirnar voru hins vegar þær að þessi umræða um sykurinn virtist hafa jákvæð áhrif á fyrirtækið og MS setti á markaðinn skyr og e.t.v. fleiri vörur sem merktar voru án viðbætts sykurs og smakkast alveg ljómandi vel. En nú hafa alvarleg tíðindi borist. MS hefur samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins brotið af sér í skjóli þeirrar verndar sem það býr við og framið alvarleg samkeppnisbrot. Ef úrskurður Samkeppniseftirlitsins verður staðfestur við áfrýjun hefur MS brugðist þeim ríku skyldum sem fylgja því að hafa slíkt einkaleyfi með höndum. Fjárhæð sektarinnar sem lögð er á MS gefur til kynna alvarleika brotsins, ekki síst í því hvernig með kerfisbundnum hætti var grafið undan félögum í samkeppni. Auðvitað er einbúið að ráðist verður í lagabreytingar sem tryggja bæði hag neytenda og framleiðenda, en þar sem neytendur hafa meira vægi eins og í almennri löggjöf. Ég fagna einnig viðbrögðum Haraldar Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formanns Bændasamtakanna, í þessu máli þar sem hann hvetur til að félagið opni bækur sínar og hugi að eigin trúverðugleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
MS eða Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem ég hef lengi litið á sem heimilisvin með gott vöruframboð og góða vöru. Íslenskir kúabændur hafa staðið sig vel á liðnum árum í sinni vöruþróun, á því er ekki vafi. Mér fannst einnig gott, sem neytanda, að geta verslað við önnur mjólkurfyrirtæki en MS, til dæmis Baulu og Mjólku, á meðan þeirra naut við sem sjálfstæðra fyrirtækja. Ekki síst til að geta borið saman verð og gæði milli framleiðenda. MS var lengi vel í mínum huga ímynd hreinleika og hollustu í íslenskum matvælaiðnaði. En svo komst ég að því mér til mikilla vonbrigða að margar af þeim „hollu“ mjólkurvörum sem boðið var upp á í verslunum innihéldu viðbættan sykur í slíku magni að nærri var að tala um sælgæti en hollustuvörur. Sú mynd er mjög skýr í huga mér þegar íslenskur fréttaskýringaþáttur sýndi þennan viðbætta sykur með því að hlaða sykurmolum við hlið vörutegundanna. Góðu fréttirnar voru hins vegar þær að þessi umræða um sykurinn virtist hafa jákvæð áhrif á fyrirtækið og MS setti á markaðinn skyr og e.t.v. fleiri vörur sem merktar voru án viðbætts sykurs og smakkast alveg ljómandi vel. En nú hafa alvarleg tíðindi borist. MS hefur samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins brotið af sér í skjóli þeirrar verndar sem það býr við og framið alvarleg samkeppnisbrot. Ef úrskurður Samkeppniseftirlitsins verður staðfestur við áfrýjun hefur MS brugðist þeim ríku skyldum sem fylgja því að hafa slíkt einkaleyfi með höndum. Fjárhæð sektarinnar sem lögð er á MS gefur til kynna alvarleika brotsins, ekki síst í því hvernig með kerfisbundnum hætti var grafið undan félögum í samkeppni. Auðvitað er einbúið að ráðist verður í lagabreytingar sem tryggja bæði hag neytenda og framleiðenda, en þar sem neytendur hafa meira vægi eins og í almennri löggjöf. Ég fagna einnig viðbrögðum Haraldar Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formanns Bændasamtakanna, í þessu máli þar sem hann hvetur til að félagið opni bækur sínar og hugi að eigin trúverðugleika.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar