Finn ekki fyrir löppunum og held fyrir andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2014 07:00 Íslenska kvennalandsliðið sést hér í dansinum á fimmtudagskvöldið. vísir/Valli Íris Mist Magnúsdóttir hefur tvisvar orðið Evrópumeistari með íslenska liðinu en núna fylgist hún bara með stelpunum úr stúkunni þar sem hún ákvað að hætta á síðasta ári. Íslenska liðið náði öðrum besta árangri í undankeppninni og keppir til úrslita í nýju „Fimleikahöllinni“ í Laugardalnum í dag. Íris er á fullu að vinna í kringum mótið og fylgdist að sjálfsögðu með undanúrslitakvöldinu. „Þær voru rosalega flottar og sannfærandi. Það voru þarna smá hnökrar sem er gott því það er gott að hafa eitthvað sem hægt er að laga fyrir úrslitin. Það heldur líka stressinu frá þegar maður getur verið að hugsa um einhverja lykilpunkta,“ sagði Íris Mist. Hún telur að keppnin um gullið verði á milli Íslands og Svíþjóðar. „Þær voru mjög nálægt Svíunum þannig að þetta verður svakalega spennandi keppni á morgun (í dag). Þetta snýst um hvort liðið tekur réttar ákvarðanir um stökk og hverju þær ætla að tefla fram á mótsdag,“ segir Íris Mist. „Mótið í gær skipti engu máli því þær voru alltaf að fara að komast í úrslit. Þær byrja á núlli á laugardaginn (í dag) og þetta var því góð æfing fyrir þær að vera inni í salnum, að vera með áhorfendum, prófa stökkin og allt svoleiðis í þessari adrenalínsupplifun. Það er ekkert gott við að eiga fullkominn dag í undankeppninni því þá getur fólk kannski orðið of rólegt,“ segir Íris Mist og hún talar þar af reynslu. Íslensku stelpurnar fengu mikinn stuðning í Höllinni og það má jafnvel búast við enn fleira fólki á úrslitunum í dag. „Við höfum alltaf verið með gott stuðningslið þegar við höfum keppt úti en aldrei svona rosalegt. Þær vissu að það voru allir sem þær þekktu að horfa á þær. Þær eru óvanar því af því að þær eru alltaf að keppa í útlöndum þar sem bara fólk tengt fimleikunum mætir en ekki vinir og vandamenn. Það er mjög skemmtilegt fyrir þær að fá þá upplifun en þessar stelpur eru bara það flottar að þær eru ekki að láta það trufla sig,“ segir hún. Íris Mist er vön því að keppa með íslenska liðinu en nú er hún í nýju hlutverki uppi á pöllum. „Ég finn ekki fyrir löppunum og held eiginlega bara fyrir andlitið allan tímann,“ segir Íris Mist hlæjandi og bætir svo við: „Það er miklu meira stress sem fylgir því að horfa á í staðinn fyrir að vera inni á gólfinu. Maður er nefnilega svo ósjálfsbjarga að horfa á,“ sagði Íris á lokum. Keppnin hjá íslensku stelpunum hefst klukkan 13.30 í dag. Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira
Íris Mist Magnúsdóttir hefur tvisvar orðið Evrópumeistari með íslenska liðinu en núna fylgist hún bara með stelpunum úr stúkunni þar sem hún ákvað að hætta á síðasta ári. Íslenska liðið náði öðrum besta árangri í undankeppninni og keppir til úrslita í nýju „Fimleikahöllinni“ í Laugardalnum í dag. Íris er á fullu að vinna í kringum mótið og fylgdist að sjálfsögðu með undanúrslitakvöldinu. „Þær voru rosalega flottar og sannfærandi. Það voru þarna smá hnökrar sem er gott því það er gott að hafa eitthvað sem hægt er að laga fyrir úrslitin. Það heldur líka stressinu frá þegar maður getur verið að hugsa um einhverja lykilpunkta,“ sagði Íris Mist. Hún telur að keppnin um gullið verði á milli Íslands og Svíþjóðar. „Þær voru mjög nálægt Svíunum þannig að þetta verður svakalega spennandi keppni á morgun (í dag). Þetta snýst um hvort liðið tekur réttar ákvarðanir um stökk og hverju þær ætla að tefla fram á mótsdag,“ segir Íris Mist. „Mótið í gær skipti engu máli því þær voru alltaf að fara að komast í úrslit. Þær byrja á núlli á laugardaginn (í dag) og þetta var því góð æfing fyrir þær að vera inni í salnum, að vera með áhorfendum, prófa stökkin og allt svoleiðis í þessari adrenalínsupplifun. Það er ekkert gott við að eiga fullkominn dag í undankeppninni því þá getur fólk kannski orðið of rólegt,“ segir Íris Mist og hún talar þar af reynslu. Íslensku stelpurnar fengu mikinn stuðning í Höllinni og það má jafnvel búast við enn fleira fólki á úrslitunum í dag. „Við höfum alltaf verið með gott stuðningslið þegar við höfum keppt úti en aldrei svona rosalegt. Þær vissu að það voru allir sem þær þekktu að horfa á þær. Þær eru óvanar því af því að þær eru alltaf að keppa í útlöndum þar sem bara fólk tengt fimleikunum mætir en ekki vinir og vandamenn. Það er mjög skemmtilegt fyrir þær að fá þá upplifun en þessar stelpur eru bara það flottar að þær eru ekki að láta það trufla sig,“ segir hún. Íris Mist er vön því að keppa með íslenska liðinu en nú er hún í nýju hlutverki uppi á pöllum. „Ég finn ekki fyrir löppunum og held eiginlega bara fyrir andlitið allan tímann,“ segir Íris Mist hlæjandi og bætir svo við: „Það er miklu meira stress sem fylgir því að horfa á í staðinn fyrir að vera inni á gólfinu. Maður er nefnilega svo ósjálfsbjarga að horfa á,“ sagði Íris á lokum. Keppnin hjá íslensku stelpunum hefst klukkan 13.30 í dag.
Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira