Teigsskógur á vogarskálarnar Elín Hirst skrifar 21. október 2014 07:00 Deilan um lagningu vegar í gegnum Teigsskóg í Austur-Barðastrandarsýslu hefur verið löng og erfið, sérstaklega fyrir heimamenn. Deilan snýst um umhverfisáhrif nýs vegarkafla í gegnum Teigsskóg, sem er fallegur birkikjarrskógur með fjölbreyttu náttúrufari og einn stærsti samfelldi skógur á Íslandi af þessari gerð. Það sama á við um áhrif á fuglalíf á svæðinu í tengslum við þverun Djúpadals og Gufudals. Nýi vegurinn um Teigsskóg mun leysa af hólmi hættulega fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Daglega þurfa sex grunnskólabörn að fara þessa leið með rútubíl, klukkutíma hvora leið í öllum veðrum, til þess að geta sótt skóla. Meirihluti heimamanna talar mjög skýrt. Þeir vilja fá umræddan láglendisveg um Teigsskóg sem yrði mun öruggari en núverandi hálendisvegur. Nýi vegurinn myndi enn fremur stytta leiðina milli Reykhólasveitar og Gufudalssveitar um rúma 20 kílómetra. Kostnaður við Teigsskógsleiðina er þremur milljörðum lægri en ef næsti valkostur er tekinn, sem eru jarðgöng undir Hjallaháls og Gufudalsháls. Augljóslega er hægt að nýta svo mikið fjármagn til marga góðra hluta svo sem til samgöngubóta á Vestfjörðum og annars staðar. Ég tel mig umhverfissinna og vil vernda einstaka náttúru Íslands. En ég geri mér líka grein fyrir því að öruggar og góðar samgöngur eru höfuðatriði fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Stjórnmál snúast í mínum huga ekki síst um það að velja þá leið sem er réttust og skynsamlegust fyrir samfélagið í heild. Ef við leggjum á vogarskálarnar atriði sem mæla með og á móti umræddum vegi, þá tel ég að Teigsskógurinn verði fyrir það litlum umhverfisáhrifum að ég get samþykkt það miðað við hvað er í húfi fyrir heimamenn og aðra sem þurfa að fara um svæðið. Mín skoðun er enn fremur sú að Vegagerðin búi yfir þeirri faglegu kunnáttu í þverun fjarða að leirurnar í Gufufirði og Djúpafirði og þar með fuglalíf, verði ekki fyrir óæskilegum umhverfisáhrifum. Niðurstaða mín er því tvímælalaust sú að ráðast beri í þessa vegarlagningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Deilan um lagningu vegar í gegnum Teigsskóg í Austur-Barðastrandarsýslu hefur verið löng og erfið, sérstaklega fyrir heimamenn. Deilan snýst um umhverfisáhrif nýs vegarkafla í gegnum Teigsskóg, sem er fallegur birkikjarrskógur með fjölbreyttu náttúrufari og einn stærsti samfelldi skógur á Íslandi af þessari gerð. Það sama á við um áhrif á fuglalíf á svæðinu í tengslum við þverun Djúpadals og Gufudals. Nýi vegurinn um Teigsskóg mun leysa af hólmi hættulega fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Daglega þurfa sex grunnskólabörn að fara þessa leið með rútubíl, klukkutíma hvora leið í öllum veðrum, til þess að geta sótt skóla. Meirihluti heimamanna talar mjög skýrt. Þeir vilja fá umræddan láglendisveg um Teigsskóg sem yrði mun öruggari en núverandi hálendisvegur. Nýi vegurinn myndi enn fremur stytta leiðina milli Reykhólasveitar og Gufudalssveitar um rúma 20 kílómetra. Kostnaður við Teigsskógsleiðina er þremur milljörðum lægri en ef næsti valkostur er tekinn, sem eru jarðgöng undir Hjallaháls og Gufudalsháls. Augljóslega er hægt að nýta svo mikið fjármagn til marga góðra hluta svo sem til samgöngubóta á Vestfjörðum og annars staðar. Ég tel mig umhverfissinna og vil vernda einstaka náttúru Íslands. En ég geri mér líka grein fyrir því að öruggar og góðar samgöngur eru höfuðatriði fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Stjórnmál snúast í mínum huga ekki síst um það að velja þá leið sem er réttust og skynsamlegust fyrir samfélagið í heild. Ef við leggjum á vogarskálarnar atriði sem mæla með og á móti umræddum vegi, þá tel ég að Teigsskógurinn verði fyrir það litlum umhverfisáhrifum að ég get samþykkt það miðað við hvað er í húfi fyrir heimamenn og aðra sem þurfa að fara um svæðið. Mín skoðun er enn fremur sú að Vegagerðin búi yfir þeirri faglegu kunnáttu í þverun fjarða að leirurnar í Gufufirði og Djúpafirði og þar með fuglalíf, verði ekki fyrir óæskilegum umhverfisáhrifum. Niðurstaða mín er því tvímælalaust sú að ráðast beri í þessa vegarlagningu.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar