Áfengishöft ein mikilvægasta forvörnin Lára G. Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2014 10:00 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur frá árinu 1979 lagt til við aðildarþjóðir (þar á meðal Ísland) að vinna markvisst að því að minnka heildarneyslu áfengis en ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi flokkast sem „geðvirkt efni“ samkvæmt sjúkdómsgreiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Áfengi er þannig skilgreint sem vímu- eða fíkniefni sem ásamt tóbaki eru einu löglegu vímuefnin. Áfengi er algengasti vímugjafinn meðal almennings og oft undirrót heimilisofbeldis, vanrækslu barna, geðsjúkdóma, örorku, alvarlegra bílslysa, líkamsárása, sjálfsvíga og glæpa. Áfengi hefur þannig ekki einungis áhrif á líf þess sem neytir þess heldur einnig á líf maka, aðstandenda og annarra. Nú telja nokkrir alþingismenn að það að gera áfengissölu frjálsa bæti vínmenningu landans. Í ríkjum OECD þar sem höft eru á sölu áfengis er áfengisneysla 30% minni en í ríkjum þar sem sala er leyfð í matvörubúðum. Drykkja ungmenna er einnig minni í þeim löndum sem eru með höft eins og tíðkast hefur á Íslandi. Etanól krabbameinsvaldandi Tengsl áfengisneyslu og krabbameins hafa verið þekkt í meira en öld og nú er vitað að áfengi eykur líkur á krabbameini í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum kvenna. Einnig eru nokkrar vísbendingar um að það auki líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini og fleiri tegundum krabbameins en of fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að hægt sé að staðfesta það. Alþjóðakrabbameinsstofnunin (IARC) gaf út yfirlýsingu árið 1988 um að áfengi væri þekktur áhættuþáttur krabbameins. Þessi yfirlýsing var áréttuð 2007 og 2010. Áfengi inniheldur nokkur krabbameinsvaldandi efni svo sem etanól, asetaldehýð, aflatoxín og etýlkarbamat. Etanól hvarfast í lifrinni í asetaldehýð sem er aðalkrabbameinsvaldandi efnið í áfengi. Almennt gildir að því meira áfengis sem neytt er því meiri eru líkurnar á að þróa með sér krabbamein. Þeir sem aldrei hafa drukkið áfengi eru í minnstri áhættu en áhættan minnkar einnig við það að hætta að drekka.Þrjár milljónir dauðsfalla árlega Árið 2010 voru hátt í 3 milljónir dauðsfalla í heiminum af völdum áfengisneyslu. Áfengisneysla eykur á einn eða annan hátt líkur á yfir 200 sjúkdómum. Auk krabbameins eykur áfengisdrykkja líkur á smitsjúkdómum, sykursýki, geðsjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum og meltingarfærasjúkdómum auk þess að geta haft skaðleg áhrif á fóstur.Sannreyndar leiðir Áhrifaríkar leiðir til að minnka áfengisneyslu eru einkum þrjár. Í fyrsta lagi er það takmörkun á framboði áfengis eins og tíðkast hér á landi ásamt nágrannalöndunum Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Síðan er verðstýring með því að hækka áfengisverð, hækka skatta, hækka áfengisgjald eða setja lágmarksverð afar mikilvæg. Í þriðja lagi hefur bann við áfengisauglýsingum mikið að segja. Lagt var til að auka fjárframlög til lýðheilsusjóðs til að auka forvarnir sem svar við auknu aðgengi áfengis. Það er ákveðin mótsögn í þessari tillögu því áhrifaríkustu forvarnirnar eru einmitt fengnar með höftum á aðgengi, verðstýringu og auglýsingabanni. Þessar aðgerðir eru ekki á verksviði forvarna sem lýðheilsusjóður úthlutar til og þrátt fyrir að mikilvægt sé að halda fræðslu á lofti hafa rannsóknir sýnt að fræðsla í forvarnarskyni gegn áfengisneyslu hefur einkum áhrif til skamms tíma.Stjórnvöld bera þunga ábyrgð Allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir eru þannig lagðar í hendur stjórnvalda. Það yrði stigið stórt skref aftur á bak með tilheyrandi afleiðingum ef frumvarp þetta yrði samþykkt og vegið að hinu góða forvarnarstarfi og lýðheilsuaðgerðum sem staðið hefur verið að hjá okkar þjóð. Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr neyslunni en ekki auka hana. Þannig stöndum við vörð um heilsu fólksins í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur frá árinu 1979 lagt til við aðildarþjóðir (þar á meðal Ísland) að vinna markvisst að því að minnka heildarneyslu áfengis en ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi flokkast sem „geðvirkt efni“ samkvæmt sjúkdómsgreiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Áfengi er þannig skilgreint sem vímu- eða fíkniefni sem ásamt tóbaki eru einu löglegu vímuefnin. Áfengi er algengasti vímugjafinn meðal almennings og oft undirrót heimilisofbeldis, vanrækslu barna, geðsjúkdóma, örorku, alvarlegra bílslysa, líkamsárása, sjálfsvíga og glæpa. Áfengi hefur þannig ekki einungis áhrif á líf þess sem neytir þess heldur einnig á líf maka, aðstandenda og annarra. Nú telja nokkrir alþingismenn að það að gera áfengissölu frjálsa bæti vínmenningu landans. Í ríkjum OECD þar sem höft eru á sölu áfengis er áfengisneysla 30% minni en í ríkjum þar sem sala er leyfð í matvörubúðum. Drykkja ungmenna er einnig minni í þeim löndum sem eru með höft eins og tíðkast hefur á Íslandi. Etanól krabbameinsvaldandi Tengsl áfengisneyslu og krabbameins hafa verið þekkt í meira en öld og nú er vitað að áfengi eykur líkur á krabbameini í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum kvenna. Einnig eru nokkrar vísbendingar um að það auki líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini og fleiri tegundum krabbameins en of fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að hægt sé að staðfesta það. Alþjóðakrabbameinsstofnunin (IARC) gaf út yfirlýsingu árið 1988 um að áfengi væri þekktur áhættuþáttur krabbameins. Þessi yfirlýsing var áréttuð 2007 og 2010. Áfengi inniheldur nokkur krabbameinsvaldandi efni svo sem etanól, asetaldehýð, aflatoxín og etýlkarbamat. Etanól hvarfast í lifrinni í asetaldehýð sem er aðalkrabbameinsvaldandi efnið í áfengi. Almennt gildir að því meira áfengis sem neytt er því meiri eru líkurnar á að þróa með sér krabbamein. Þeir sem aldrei hafa drukkið áfengi eru í minnstri áhættu en áhættan minnkar einnig við það að hætta að drekka.Þrjár milljónir dauðsfalla árlega Árið 2010 voru hátt í 3 milljónir dauðsfalla í heiminum af völdum áfengisneyslu. Áfengisneysla eykur á einn eða annan hátt líkur á yfir 200 sjúkdómum. Auk krabbameins eykur áfengisdrykkja líkur á smitsjúkdómum, sykursýki, geðsjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum og meltingarfærasjúkdómum auk þess að geta haft skaðleg áhrif á fóstur.Sannreyndar leiðir Áhrifaríkar leiðir til að minnka áfengisneyslu eru einkum þrjár. Í fyrsta lagi er það takmörkun á framboði áfengis eins og tíðkast hér á landi ásamt nágrannalöndunum Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Síðan er verðstýring með því að hækka áfengisverð, hækka skatta, hækka áfengisgjald eða setja lágmarksverð afar mikilvæg. Í þriðja lagi hefur bann við áfengisauglýsingum mikið að segja. Lagt var til að auka fjárframlög til lýðheilsusjóðs til að auka forvarnir sem svar við auknu aðgengi áfengis. Það er ákveðin mótsögn í þessari tillögu því áhrifaríkustu forvarnirnar eru einmitt fengnar með höftum á aðgengi, verðstýringu og auglýsingabanni. Þessar aðgerðir eru ekki á verksviði forvarna sem lýðheilsusjóður úthlutar til og þrátt fyrir að mikilvægt sé að halda fræðslu á lofti hafa rannsóknir sýnt að fræðsla í forvarnarskyni gegn áfengisneyslu hefur einkum áhrif til skamms tíma.Stjórnvöld bera þunga ábyrgð Allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir eru þannig lagðar í hendur stjórnvalda. Það yrði stigið stórt skref aftur á bak með tilheyrandi afleiðingum ef frumvarp þetta yrði samþykkt og vegið að hinu góða forvarnarstarfi og lýðheilsuaðgerðum sem staðið hefur verið að hjá okkar þjóð. Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr neyslunni en ekki auka hana. Þannig stöndum við vörð um heilsu fólksins í landinu.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar