Vonin um betra líf Ásdís Sigmundsdóttir skrifar 6. desember 2014 17:30 Kristín Steinsdóttir Bækur: Vonarlandið Kristín Steinsdóttir Vaka-Helgafell Líf alþýðukvenna á Íslandi fyrr á öldum virðist vera Kristínu Steinsdóttur hugleikið. Síðustu bækur hennar hafa allar fjallað um aðstæður og örlög kvenna í heimi sem er þeim í flestu andsnúinn. Í nýjustu bók sinni, Vonarlandinu, beinir Kristín athyglinni frá aðstæðum kvenna í sveit yfir í líf þeirra í hinum ört stækkandi þéttbýliskjarna sem Reykjavík var á seinni hluta nítjándu aldar. Vonarlandið er saga um vonina um betra líf en líka um vonbrigðin þegar raunveruleikinn stendur ekki undir væntingum eða vonir bresta. Vinkonurnar Guðfinna og Stefanía taka sig upp, yfirgefa sveitina og flytjast til Reykjavíkur í von um betra líf. Möguleikar þeirra reynast takmarkaðir en þó veitir lífið í bænum þeim meira frelsi og sjálfstæði en það sem þær flúðu. Bók Kristínar dregur upp raunsæja mynd af stritinu, óréttlætinu og hjartasárunum sem fátækar konur þurftu að takast á við í lífinu en líka fallega mynd af vináttu og samtakamætti, gleði og frelsisþrá. Sagan byggir augljóslega á mikilli rannsóknarvinnu um líf og aðstæður almúgafólks í Reykjavík um 1870-80. Heimildavinnan ber söguna ofurliði á köflum, en það er að vissu leyti skiljanlegt þar sem þær sögulegu upplýsingar sem Kristín hefur safnað að sér eru oft og tíðum einstaklega áhugaverðar. Þetta er samt fyrst og fremst saga um fólk. Það er augljóst að markmið Kristínar er að beina sjónum að fólki sem hefur yfirleitt ekki verið í sviðsljósinu í sögulegum skáldsögum. Samúð hennar með persónunum skín alltaf í gegn og litar söguna og framsetningu hennar á þeim. Kristín bregður upp myndum af íslenskum alþýðukonum sem verða í meðförum hennar meira heldur en hlutverk þeirra. Vinnukonurnar sem flýja úr striti sveitanna eru líka ekki bara týpur heldur einstaklingar sem hafa ólík persónueinkenni og örlög. Vatnsberarnir í Reykjavík eru dæmi um skrítnar aukapersónur sem oft koma fyrir í frásögnum frá þessum tíma, og svo er einnig hér, en Kristín beinir athygli að einni þeirra og gerir hana að einstaklingi. Þessi samúð höfundar gerir persónurnar kannski aðeins of fullkomnar, en Kristín nær að skapa persónur sem manni er ekki sama um. Þrátt fyrir erfiðleika sýna þær viljastyrk, hugrekki, samtakamátt og húmor þannig að það er auðvelt fyrir lesendur að halda með þeim í lífsbaráttunni. Aðrar persónur, sérstaklega karlmennirnir í sögunni, eru hins vegar upp til hópa afskaplega einhliða persónur. Illgjarna en hlægilega yfirvaldið, pasturslitla undirtyllan, drykkfelldi eiginmaðurinn og sjarmerandi útlendingurinn þjóna sögu kvennanna en verða eiginlega aldrei að alvöru persónum. Að einhverju leyti stafar það kannski af því að lesandinn fær ekki að sjá atburði frá sjónarhorni þeirra, á meðan sjónarhornið færist á milli allra helstu kvenpersónanna. Í síðustu bók Kristínar, Bjarna-Dísu, þar sem hún beitti svipaðri aðferð, fengu aðrar persónur en titilpersónan ekki nægilegt rými til að verða raunverulegar persónur í huga lesenda en hér nær Kristín að gera mun betur þegar kemur að konunum fimm sem mest koma við sögu. Vonarlandið er sem sagt falleg lýsing á konum sem þurftu að takast á við erfitt líf en gátu líka sýnt hver annarri vináttu og umhyggju og tendrað vonarneista í brjóstum hver annarrar.Niðurstaða: Falleg saga um vináttu og von. Gagnrýni Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Vonarlandið Kristín Steinsdóttir Vaka-Helgafell Líf alþýðukvenna á Íslandi fyrr á öldum virðist vera Kristínu Steinsdóttur hugleikið. Síðustu bækur hennar hafa allar fjallað um aðstæður og örlög kvenna í heimi sem er þeim í flestu andsnúinn. Í nýjustu bók sinni, Vonarlandinu, beinir Kristín athyglinni frá aðstæðum kvenna í sveit yfir í líf þeirra í hinum ört stækkandi þéttbýliskjarna sem Reykjavík var á seinni hluta nítjándu aldar. Vonarlandið er saga um vonina um betra líf en líka um vonbrigðin þegar raunveruleikinn stendur ekki undir væntingum eða vonir bresta. Vinkonurnar Guðfinna og Stefanía taka sig upp, yfirgefa sveitina og flytjast til Reykjavíkur í von um betra líf. Möguleikar þeirra reynast takmarkaðir en þó veitir lífið í bænum þeim meira frelsi og sjálfstæði en það sem þær flúðu. Bók Kristínar dregur upp raunsæja mynd af stritinu, óréttlætinu og hjartasárunum sem fátækar konur þurftu að takast á við í lífinu en líka fallega mynd af vináttu og samtakamætti, gleði og frelsisþrá. Sagan byggir augljóslega á mikilli rannsóknarvinnu um líf og aðstæður almúgafólks í Reykjavík um 1870-80. Heimildavinnan ber söguna ofurliði á köflum, en það er að vissu leyti skiljanlegt þar sem þær sögulegu upplýsingar sem Kristín hefur safnað að sér eru oft og tíðum einstaklega áhugaverðar. Þetta er samt fyrst og fremst saga um fólk. Það er augljóst að markmið Kristínar er að beina sjónum að fólki sem hefur yfirleitt ekki verið í sviðsljósinu í sögulegum skáldsögum. Samúð hennar með persónunum skín alltaf í gegn og litar söguna og framsetningu hennar á þeim. Kristín bregður upp myndum af íslenskum alþýðukonum sem verða í meðförum hennar meira heldur en hlutverk þeirra. Vinnukonurnar sem flýja úr striti sveitanna eru líka ekki bara týpur heldur einstaklingar sem hafa ólík persónueinkenni og örlög. Vatnsberarnir í Reykjavík eru dæmi um skrítnar aukapersónur sem oft koma fyrir í frásögnum frá þessum tíma, og svo er einnig hér, en Kristín beinir athygli að einni þeirra og gerir hana að einstaklingi. Þessi samúð höfundar gerir persónurnar kannski aðeins of fullkomnar, en Kristín nær að skapa persónur sem manni er ekki sama um. Þrátt fyrir erfiðleika sýna þær viljastyrk, hugrekki, samtakamátt og húmor þannig að það er auðvelt fyrir lesendur að halda með þeim í lífsbaráttunni. Aðrar persónur, sérstaklega karlmennirnir í sögunni, eru hins vegar upp til hópa afskaplega einhliða persónur. Illgjarna en hlægilega yfirvaldið, pasturslitla undirtyllan, drykkfelldi eiginmaðurinn og sjarmerandi útlendingurinn þjóna sögu kvennanna en verða eiginlega aldrei að alvöru persónum. Að einhverju leyti stafar það kannski af því að lesandinn fær ekki að sjá atburði frá sjónarhorni þeirra, á meðan sjónarhornið færist á milli allra helstu kvenpersónanna. Í síðustu bók Kristínar, Bjarna-Dísu, þar sem hún beitti svipaðri aðferð, fengu aðrar persónur en titilpersónan ekki nægilegt rými til að verða raunverulegar persónur í huga lesenda en hér nær Kristín að gera mun betur þegar kemur að konunum fimm sem mest koma við sögu. Vonarlandið er sem sagt falleg lýsing á konum sem þurftu að takast á við erfitt líf en gátu líka sýnt hver annarri vináttu og umhyggju og tendrað vonarneista í brjóstum hver annarrar.Niðurstaða: Falleg saga um vináttu og von.
Gagnrýni Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira