Hefurðu heyrt um K2-vítamínið? 12. desember 2014 14:00 Mikilvægt er að borða reglulega góðan skammt af salati. visir/getty Fyrir 60 árum uppgötvaðist vítamín-líkt efni sem virtist spila stórt hlutverk í nýtingu steinefna, vörn gegn tannskemmdum, vörn gegn hjartasjúkdómum og ýmislegt fleira. Þetta nýja efni var kallað Activator-X og var í raun ekki skilgreint sem K2-vítamín fyrr en árið 1997, næstum 40 árum eftir uppgötvun. Það er svo að koma betur og betur í ljós hversu gríðarlega mikilvægt þetta efni er fyrir heilbrigða líkamsstarfsemi. Efnafræðilegt hlutverk K2 er að hjálpa kalki að komast á rétta staði í líkamanum, eins og t.d. til tanna og beina. Það stuðlar einnig að því að hindra kalkmyndun á óæskilegum stöðum, eins og í æðum og mjúkvef og er því mikilvæg forvörn t.d. gegn æðakölkun. K-vítamín eru tvenns konar; K1 og K2. Þau hafa ekki sömu virkni, en bæði vinna þau gegn beinþynningu og vinna gegn áverkum en K1-vítamín hefur ekki sömu eiginleika til að flytja kalk og K2-vítamín. Helsta uppspretta K1-vítamíns er úr blaðgrænmeti en K2 má helst finna í dýrum sem éta gras og jurtir og framleiða K2-vítamín úr K1-vítamínum sem þau innbyrða. Í hinum vestræna heimi okkar er almennt mikill skortur á K2-vítamíni en hér á Íslandi er mikið af grasfóðruðum dýrum og því ætti að vera nóg af K2-vítamíni í innlendu dýrakjöti og mjólkurvörum. Sú fæðutegund sem er ríkust af K2 er sennilega gæsalifur, feitt kjöt og innmatur úr dýrum en eggjarauða, smjör (eða ghee), kjúklingur og mygluostar eru líka stútfullir af K2-vítamíni. Grænmetisætur geta fengið K2 úr natto, sem er japanskt að uppruna og búið til úr sojabaunum með vissri bakteríu, eða úr súrkáli. Flest bætiefni með K2 eru unnin úr natto. Það er enn þá erfitt að mæla magn K2-vítamíns í líkamanum og því erfitt að segja til um hvort skortur sé á því hjá þér. Áður en þú ferð og kaupir þér fullt af bætiefnum skaltu byrja á að skoða mataræðið. Þú þarft ekki mikið til að fá fullnægjandi magn af K2-vítamínum, t.d. eru tvær eggjarauður með fínan dagskammt af K2. Ef þú borðar hollt fæði ættirðu að fá nóg af K2 en sem forvörn gegn áðurnefndum kvillum gætirðu bætt K2-vítamíni við sem fæðubót. Heilsa Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fyrir 60 árum uppgötvaðist vítamín-líkt efni sem virtist spila stórt hlutverk í nýtingu steinefna, vörn gegn tannskemmdum, vörn gegn hjartasjúkdómum og ýmislegt fleira. Þetta nýja efni var kallað Activator-X og var í raun ekki skilgreint sem K2-vítamín fyrr en árið 1997, næstum 40 árum eftir uppgötvun. Það er svo að koma betur og betur í ljós hversu gríðarlega mikilvægt þetta efni er fyrir heilbrigða líkamsstarfsemi. Efnafræðilegt hlutverk K2 er að hjálpa kalki að komast á rétta staði í líkamanum, eins og t.d. til tanna og beina. Það stuðlar einnig að því að hindra kalkmyndun á óæskilegum stöðum, eins og í æðum og mjúkvef og er því mikilvæg forvörn t.d. gegn æðakölkun. K-vítamín eru tvenns konar; K1 og K2. Þau hafa ekki sömu virkni, en bæði vinna þau gegn beinþynningu og vinna gegn áverkum en K1-vítamín hefur ekki sömu eiginleika til að flytja kalk og K2-vítamín. Helsta uppspretta K1-vítamíns er úr blaðgrænmeti en K2 má helst finna í dýrum sem éta gras og jurtir og framleiða K2-vítamín úr K1-vítamínum sem þau innbyrða. Í hinum vestræna heimi okkar er almennt mikill skortur á K2-vítamíni en hér á Íslandi er mikið af grasfóðruðum dýrum og því ætti að vera nóg af K2-vítamíni í innlendu dýrakjöti og mjólkurvörum. Sú fæðutegund sem er ríkust af K2 er sennilega gæsalifur, feitt kjöt og innmatur úr dýrum en eggjarauða, smjör (eða ghee), kjúklingur og mygluostar eru líka stútfullir af K2-vítamíni. Grænmetisætur geta fengið K2 úr natto, sem er japanskt að uppruna og búið til úr sojabaunum með vissri bakteríu, eða úr súrkáli. Flest bætiefni með K2 eru unnin úr natto. Það er enn þá erfitt að mæla magn K2-vítamíns í líkamanum og því erfitt að segja til um hvort skortur sé á því hjá þér. Áður en þú ferð og kaupir þér fullt af bætiefnum skaltu byrja á að skoða mataræðið. Þú þarft ekki mikið til að fá fullnægjandi magn af K2-vítamínum, t.d. eru tvær eggjarauður með fínan dagskammt af K2. Ef þú borðar hollt fæði ættirðu að fá nóg af K2 en sem forvörn gegn áðurnefndum kvillum gætirðu bætt K2-vítamíni við sem fæðubót.
Heilsa Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira