Teitur: Hlakka til að koma aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2014 06:00 Teitur er aðstoðarþjálfari Friðriks Inga Rúnarssonar hjá Njarðvík. fréttablaðið/valli Tíundu umferð Domino's-deildar karla lýkur í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Njarðvík í Ásgarði í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, snýr aftur í Garðabæinn í fyrsta sinn eftir að hann lét af störfum sem þjálfari Stjörnunnar í sumar. „Ég hlakka fyrst og fremst til að hitta gott fólk,“ segir Teitur sem hefur beðið lengi eftir þessum leik. „Ég leitaði eftir þessum leik í dagskrá vetrarins og svo skemmir ekki fyrir að þetta er sjónvarpsleikur líka. Það gerir þetta allt saman stærra,“ segir hann. Teitur átti stóran þátt í þeim mikla uppgangi sem verið hefur í Stjörnunni síðustu árin. Stjarnan varð bikarmeistari í tvígang undir stjórn Teits og komst tvívegis í lokaúrslitin í úrslitakeppninni. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við í desember árið 2008, er liðið var í fallsæti úrvalsdeildar karla. Liðin eru bæði með tíu stig í þéttum pakka um miðja deild og því mikilvæg stig í boði í kvöld. Stjörnumenn töpuðu fyrir toppliði KR í síðustu umferð en hafa verið á fínum skriði að undanförnu. Njarðvíkingar eru hins vegar að sleikja sárin eftir að hafa fallið óvænt úr leik gegn Skallagrími í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Þetta er heljarinnar pakki. Það eru nú tveir leikir eftir þar til að vetrarfríið hefst og getum við allt eftir gengi okkar komist upp í þriðja sætið eða fallið niður í það níunda,“ segir Teitur en Njarðvíkingar leita sér nú að nýjum Bandaríkjamanni eftir að samningi Dustins Salisbery var sagt upp. Salisbery spilar þó með Njarðvík fram að vetrarfríi. „Það er óskandi að hann stígi upp og láti okkur þjálfarana líta illa út. Mér heyrist að hann vilji gera það sjálfur,“ segir Teitur og bætir við að samskiptin við Salisbery hafi verið góð. „Það voru engin leiðindi í kringum þetta enda algjör toppdrengur.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Tíundu umferð Domino's-deildar karla lýkur í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Njarðvík í Ásgarði í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, snýr aftur í Garðabæinn í fyrsta sinn eftir að hann lét af störfum sem þjálfari Stjörnunnar í sumar. „Ég hlakka fyrst og fremst til að hitta gott fólk,“ segir Teitur sem hefur beðið lengi eftir þessum leik. „Ég leitaði eftir þessum leik í dagskrá vetrarins og svo skemmir ekki fyrir að þetta er sjónvarpsleikur líka. Það gerir þetta allt saman stærra,“ segir hann. Teitur átti stóran þátt í þeim mikla uppgangi sem verið hefur í Stjörnunni síðustu árin. Stjarnan varð bikarmeistari í tvígang undir stjórn Teits og komst tvívegis í lokaúrslitin í úrslitakeppninni. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við í desember árið 2008, er liðið var í fallsæti úrvalsdeildar karla. Liðin eru bæði með tíu stig í þéttum pakka um miðja deild og því mikilvæg stig í boði í kvöld. Stjörnumenn töpuðu fyrir toppliði KR í síðustu umferð en hafa verið á fínum skriði að undanförnu. Njarðvíkingar eru hins vegar að sleikja sárin eftir að hafa fallið óvænt úr leik gegn Skallagrími í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Þetta er heljarinnar pakki. Það eru nú tveir leikir eftir þar til að vetrarfríið hefst og getum við allt eftir gengi okkar komist upp í þriðja sætið eða fallið niður í það níunda,“ segir Teitur en Njarðvíkingar leita sér nú að nýjum Bandaríkjamanni eftir að samningi Dustins Salisbery var sagt upp. Salisbery spilar þó með Njarðvík fram að vetrarfríi. „Það er óskandi að hann stígi upp og láti okkur þjálfarana líta illa út. Mér heyrist að hann vilji gera það sjálfur,“ segir Teitur og bætir við að samskiptin við Salisbery hafi verið góð. „Það voru engin leiðindi í kringum þetta enda algjör toppdrengur.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira