Arion og Íslandsbanki voru í 100 prósent eigu ríkisins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. janúar 2015 16:46 Aðstoðarmaður forsætisráðherra hefur svarað fyrir hann. VÍSIR/DANÍEL Arion banki og Íslandsbanki voru báðir skráðir sem 100 prósent eign ríkissjóðs í árslok 2008. Þetta kemur fram í svari aðstoðarmanns forsætisráðherra sem hann sendi frá sér vegna spurningar Katrínar Júlíusdóttur, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem hún varpaði fram á alþingi í gær. Í ræðu bað hún Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og framsóknarmenn að segja frá því hvenær Arion banki og Íslandsbanki hafi verið í eigu íslenska ríkisins. Upplýsingar um það segir Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður að komi fram í ríkisreikningi 2008.Sjá einnig: Þingmenn takast á um hvort ríkið hafi átt Arion og ÍslandsbankaKatrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVAJóhannes segir í svarinu að eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka og í Nýja Kaupþingi sé skráð 100 prósent í ríkisreikningi við lok árs 2008. Þá segir hann að eignarhaldið sé horfið úr ríkisreikningi ári síðar. Sé ríkisreikningur ársins 2008, sem birtur er á vef Fjársýslu ríkisins, skoðaður sést glögglega að Íslandsbanki og Nýi Kaupþing banki eru báðir skráðir sem eign ríkisins. Í töflu yfir eignir í sameignarfélögum og hlutafélögum kemur fram að eignarhlutur ríkisins í bönkunum tveimur sé 100 prósent. Í ríkisreikningi 2009 eru bankarnir ekki taldir upp með eignum ríkisins. Jóhannes vitnar einnig í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins. Þar segir að ríkið hafi stofnað og veitt fé til þriggja nýrra viðskiptabanka sem tóku yfir innlenda starfsemi Glitnis banka hf., Kaupþings banka hf. og Landsbanka Íslands hf. og að ríkissjóður hafi í upphafi lagt hverjum nýju bankanna til 775 milljónir króna, sem sé lágmark eigin fjár við stofnun nýs banka. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Arion banki og Íslandsbanki voru báðir skráðir sem 100 prósent eign ríkissjóðs í árslok 2008. Þetta kemur fram í svari aðstoðarmanns forsætisráðherra sem hann sendi frá sér vegna spurningar Katrínar Júlíusdóttur, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem hún varpaði fram á alþingi í gær. Í ræðu bað hún Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og framsóknarmenn að segja frá því hvenær Arion banki og Íslandsbanki hafi verið í eigu íslenska ríkisins. Upplýsingar um það segir Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður að komi fram í ríkisreikningi 2008.Sjá einnig: Þingmenn takast á um hvort ríkið hafi átt Arion og ÍslandsbankaKatrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVAJóhannes segir í svarinu að eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka og í Nýja Kaupþingi sé skráð 100 prósent í ríkisreikningi við lok árs 2008. Þá segir hann að eignarhaldið sé horfið úr ríkisreikningi ári síðar. Sé ríkisreikningur ársins 2008, sem birtur er á vef Fjársýslu ríkisins, skoðaður sést glögglega að Íslandsbanki og Nýi Kaupþing banki eru báðir skráðir sem eign ríkisins. Í töflu yfir eignir í sameignarfélögum og hlutafélögum kemur fram að eignarhlutur ríkisins í bönkunum tveimur sé 100 prósent. Í ríkisreikningi 2009 eru bankarnir ekki taldir upp með eignum ríkisins. Jóhannes vitnar einnig í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins. Þar segir að ríkið hafi stofnað og veitt fé til þriggja nýrra viðskiptabanka sem tóku yfir innlenda starfsemi Glitnis banka hf., Kaupþings banka hf. og Landsbanka Íslands hf. og að ríkissjóður hafi í upphafi lagt hverjum nýju bankanna til 775 milljónir króna, sem sé lágmark eigin fjár við stofnun nýs banka.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira