Vigdís Hauks um pósta Landverndar: „Ég líð ekki svona netárásir“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2015 14:32 Rúmlega 700 póstar hafa verið sendir til þingmanna af einstaklingum í gegnum Landvernd. Vísir „Ég líð ekki svona netárásir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hefur látið loka á tölvupóstsendingar úr tilteknu netfangi Landverndar eftir að henni fóru að berast tölvupóstar í hundraðatali þaðan. „Þetta voru örugglega hátt í 500 póstar. Þetta byrjaði rúmlega tvö í gær, fyrir sólarhring síðan.“Hefur ekki opnað póstana Vigdís segist ekki vita hvað kom fram í tölvupóstunum. „Ég veit það ekki því þegar svona áhlaup er gert á mig sem þingmann þá opna ég ekki póstana. Það var sama „subjectið“ og sami sendandi. Ég gerði mínar ráðstafanir og fékk tölvudeildina til að loka þessu. Ég líð ekki svona netárásir.“ „Þetta hefur komið nokkrum sinnum fyrir eftir að ég varð þingmaður og þá hef ég bara beitt sömu brögðum. Þetta er nákvæmlega ekkert fengið með þessu og virkar algjörlega í hina áttina,“ segir hún. Póstarnir sem bárust Vigdísi hafa einnig verið sendir á aðra þingmenn. Vigdís segir að eina ráð þingmanna til að verjast slíkum sendingum sé að láta loka á netföng. „Þetta netfang, sem stóð að þessari netárás með fjöldapóstum á mig sem þingmann, getur ekki sent mér póst. Það er eina leiðin sem þingmenn geta farið, það er sú leið að láta loka fyrir viðkomandi email-addressu,“ segir hún.Guðmundur Hörður, formaður Landverndar.VísirSent af einstaklingum Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að póstarnir innihaldi áskorun frá einstaklingum á þingmenn að hafna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk rammaáætlunar. Hann segir að viðbrögðin hafi verið góð en þó hafi sumir stjórnarþingmenn lýst yfir óánægju sinni. „Við höfum fengið miklu betri viðbrögð en við þorðum að vona. Markmiðið var aldrei að fylla pósthólf þingmanna heldur að auðvelda fólki að koma skoðunum sínum á framfæri,“ segir Guðmundur um málið. Samkvæmt upplýsingum á vef Landverndar kemur fram að rúmlega 700 manns hafi tekið þátt í áskoruninni, og jafn margir póstar sendir. Guðmundur segir þó standa til að breyta tilhögun áskorunnar í dag. „Við söfnum þessum póstum þá saman og afhendum þingmönnum í einni sendingu þannig að þeir þurfi ekki að sitja undir þessu áreiti,“ segir hann.Misjöfn viðbrögð Aðspurður um viðbrögð þingmanna segir hann þau vera misjöfn. „Sumir taka þessum skilaboðum náttúrulega vel og ánægðir að heyra frá sínum kjósendum á meðan aðrir eru ekki eins ánægðir. Sumir hafa hringt á skrifstofu Landverndar og húðskammað starfsmennina þar,“ segir hann án þess að vilja gefa upp hver það hafi verið. „Ég held að það sé gott ef við auðveldum fólki að koma skoðunum sínum á framfæri. Til þess eru þingmenn, til að vera fulltrúar fólksins í landinu. Þá er eins gott að þeir viti hvað fólkið í landinu er að hugsa,“ segir Guðmundur. Alþingi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Ég líð ekki svona netárásir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hefur látið loka á tölvupóstsendingar úr tilteknu netfangi Landverndar eftir að henni fóru að berast tölvupóstar í hundraðatali þaðan. „Þetta voru örugglega hátt í 500 póstar. Þetta byrjaði rúmlega tvö í gær, fyrir sólarhring síðan.“Hefur ekki opnað póstana Vigdís segist ekki vita hvað kom fram í tölvupóstunum. „Ég veit það ekki því þegar svona áhlaup er gert á mig sem þingmann þá opna ég ekki póstana. Það var sama „subjectið“ og sami sendandi. Ég gerði mínar ráðstafanir og fékk tölvudeildina til að loka þessu. Ég líð ekki svona netárásir.“ „Þetta hefur komið nokkrum sinnum fyrir eftir að ég varð þingmaður og þá hef ég bara beitt sömu brögðum. Þetta er nákvæmlega ekkert fengið með þessu og virkar algjörlega í hina áttina,“ segir hún. Póstarnir sem bárust Vigdísi hafa einnig verið sendir á aðra þingmenn. Vigdís segir að eina ráð þingmanna til að verjast slíkum sendingum sé að láta loka á netföng. „Þetta netfang, sem stóð að þessari netárás með fjöldapóstum á mig sem þingmann, getur ekki sent mér póst. Það er eina leiðin sem þingmenn geta farið, það er sú leið að láta loka fyrir viðkomandi email-addressu,“ segir hún.Guðmundur Hörður, formaður Landverndar.VísirSent af einstaklingum Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að póstarnir innihaldi áskorun frá einstaklingum á þingmenn að hafna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk rammaáætlunar. Hann segir að viðbrögðin hafi verið góð en þó hafi sumir stjórnarþingmenn lýst yfir óánægju sinni. „Við höfum fengið miklu betri viðbrögð en við þorðum að vona. Markmiðið var aldrei að fylla pósthólf þingmanna heldur að auðvelda fólki að koma skoðunum sínum á framfæri,“ segir Guðmundur um málið. Samkvæmt upplýsingum á vef Landverndar kemur fram að rúmlega 700 manns hafi tekið þátt í áskoruninni, og jafn margir póstar sendir. Guðmundur segir þó standa til að breyta tilhögun áskorunnar í dag. „Við söfnum þessum póstum þá saman og afhendum þingmönnum í einni sendingu þannig að þeir þurfi ekki að sitja undir þessu áreiti,“ segir hann.Misjöfn viðbrögð Aðspurður um viðbrögð þingmanna segir hann þau vera misjöfn. „Sumir taka þessum skilaboðum náttúrulega vel og ánægðir að heyra frá sínum kjósendum á meðan aðrir eru ekki eins ánægðir. Sumir hafa hringt á skrifstofu Landverndar og húðskammað starfsmennina þar,“ segir hann án þess að vilja gefa upp hver það hafi verið. „Ég held að það sé gott ef við auðveldum fólki að koma skoðunum sínum á framfæri. Til þess eru þingmenn, til að vera fulltrúar fólksins í landinu. Þá er eins gott að þeir viti hvað fólkið í landinu er að hugsa,“ segir Guðmundur.
Alþingi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira