Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór 114-97 | Stórgóður þriðji leikhluti Keflvíkinga var kláraði Þór Árni Jóhannsson í Sláturhúsinu skrifar 23. janúar 2015 18:30 Valur Orri Valsson. Vísir/Daníel Keflvíkingar unnu Þór í TM-höllinni í kvöld 114-97. Sigurinn varð miklu óþægilegri en hann þurfti að vera fyrir heimamenn en þeir leiddu með 33 stigum í þriðja leikhluta. Þeir náðu þó að klára leikinn og hækka sig í töflunni upp í fjórða sæti og eru komnir með 16 stig. Leikurinn byrjaði með miklum látum í kvöld og voru liðin að skora vel fyrstu mínúturnar. Leikurinn var í miklu jafnvægi og var til að mynda staðan 11-12 fyrir Þór þegar tæpar fjórar mínútur voru búnar af leiknum. Þá skoruðu heimamenn 12 stig á móti fjórum stigum gestanna og lokuðu fyrsta leikhluta með fimm stiga forystu. Þórsarar voru fyrri á blað í öðrum fjórðung en heimamenn voru þó fljótir að kveikja á sér og náðu að auka forskotið um fimm stig í tíu um miðjan leikhlutann. Það sem var að koma gestunum í koll var léleg nýting fyrir aftan þriggja stiga línuna en í hálfleik voru þeir búnir að hitta þremur skotum af 15 og voru mörg þeirra galopin og einhver hittu ekki einu sinni á hringinn. Tapaðir boltar spiluðu líka inn í en gestirnir töpuðu 11 boltum á móti sex töpuðum boltum heimamanna í hálfleik. Þór náði mest að minnka muninn niður í þrjú stig í öðrum leikhluta en heimamenn kláruðu hálfleikinn sterkari og héldu til búningsklefa með 11 stiga forskot, 48-37. Stigahæstu menn í hálfleik voru Damon Johnson með 14 stig fyrir heimamenn og Darren Govens hafði skorað 13 stig fyrir Þórsara. Heimamenn voru fljótari úr startholunum í seinni hálfleik og skoruðu til að mynda fyrstu fimm stig hálfleiksins áður en Þór kom sér á blað. Fljótlega eftir það var munurinn kominn í 18 stig fyrir Keflavík en þeir léku á als oddi heimamenn, vörn þeirra var mjög sterk og í kjölfarið varð sóknarleikurinn góður. Heimamenn tóku fótinn ekki af bensíngjöfinni og þegar rúm mínútar var eftir af leiknum var staðan orðin 83-50 Keflavík í vil og Þórsar virtust vera steinrotaðir og stutt í að hægt væri að lýsa leiknum lokið. Gestirnir tóku þó við sér og náðu að skora 11 stig á seinustu mínútunni og laga stöðuna í 83-61 þegar þriðja leikhluta lauk. Sá sem ritar þetta var alveg tilbúinn að lýsa yfir lokum leiksins áður en fjórði leikhluti var spilaður en hafði virkilega rangt fyrir. Þjálfari Þórs hefur náð að berja eldmóð í brjóst sinna manna en allt annað Þórslið kom út í fjórða leikhluta en það sem hafði spilað þann þriðja. Gestirnir skiptu í pressuvörn sem setti heimamenn út af laginu og skot þeirra fóru að rata ofan í. Munurinn var bara orðinn of mikill og tíminn of lítill þegar upp var staðið. Þór náði mest að minnka muninn í 11 stig en lokamínútur leiksins spiluðu heimamenn af mikilli skynsemi og beittu löngum sóknum sem margar hverjar rötuðu rétta leið. Lokatölur urður 114-97 fyrir Keflavík sem lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar en Þór fellur niður um eitt sæti í það áttunda. Stigahæstir voru Damon Johnson fyrir Keflavík með 24 stig og Darrin Govens með 27 stig fyrir gestina. Þá skal ekki undanskilinn þáttur Arnars Freys Jónssonar leikmanns Keflavíkur en hann fórnaði líkama sínum í gríð og erg í leiknum og fiskaði hátt í tíu ruðninga á leikmenn Þórsara.Valur Orri Valsson: Fjórða sætið lágmarks krafan í Keflavík „Við slökuðum heldur betur á í síðasta leikhlutanum en vissum það að þessi sigur myndi skila okkur nær þriðja sætinu, sem okkur langar í, en það hefur vantað liðsbolta hjá okkur undanfarið en hann skein í gegn hjá okkur í þriðja leikhlutanum. Þannig ættum við að spila körfubolta“, sagði Valur Orri Valsson þegar blaðamaður spurði hvort fjórði leikhluti hefði ekki verið óþægilegri heldur en þurfti. „Liðsboltinn skilaði þessu hjá okkur og þó mest vörnin. Liðið stóð sig mjög vel hjá okkur á báðum endum vallarins og ég man ekki hvenær við spiluðum svona bolta síðast.“ Um markmið Keflvíkinga í lok leiktíðar sagði Valur: „Markmiðið er að komast eins hátt og við getum, fjórða sætið er lágmarks krafan í Keflavík og maður spilar alltaf undir þeirri pressu að ná allavega fjórða sætinu og jafnvel hærra en það í Keflavík.“Benedikt Guðmundsson: Yfirnáttúrulega lélegt en við komum alltaf til baka Þjálfari Þórs var að vonum fúll eftir leikinn í kvöld en var spurður hvort hann gæti verið ánægður með baráttu sinna manna í fjórða leikhlutanum eða hvort þriðji leikhluti skyggði á allt í þessum leik. „Manni var farið að líða skelfilega á tíma í þriðja leikhluta en við settum okkur markmið fyrir restina af leiknum eftir að hafa verið búnir að grafa okkur í djúpa holu. Þrátt fyrir tap þá líður mér örlítið betur að menn hafi sýnt baráttu og karakter sem var bara ekki til staðar lengi vel í leiknum. Þannig að mér líður örlítið betur þó maður hafi tapað enda var þetta bara skelfilegt lengi vel.“ Benedikt hafði fáar útskýringar fyrir þriðja leikhluta og sagði að það þyrfti að leggjast vel og lengi yfir hann: „Þetta var svo yfirnáttúrulega lélegt að það á eftir að taka tíma að finna út úr því. Það er ekkert hægt að sjá eitthvað eitt eða tvennt, það var bara ekkert að frétta og það var skorað á menn hægri vinstri og við náðum ekki einu stoppi varnarlega fyrstu átta mínúturnar í þriðja leikhluta. Þá er bara verið að drepa þig.“ Um framhaldið sagði Benedikt: „Við höfum sagt það í allan vetur að við ætlum í úrslitakeppnina og við erum brattir. Ég bjóst alveg við því að liðið þyrfti að taka eitt skref aftur á bak en við gerðum breytingu á liðinu í vikunni og við trúum því að liðið verði betra til lengri tíma litið. Það er samt ekkert óeðlilegt að lið þurfi að taka eitt skref til baka til að byrja með. Ég veit það þó að menn eiga eftir að koma sterkir til baka, við höfum lent í svona afhroðum áður og menn hafa afskrifað okkur og við komum alltaf til baka.“Leiklýsing: Keflavík - Þór4. leikhluti | 114-97: Heimamenn náðu að klára leikinn af miklum krafti 11-4. Lokaskot þeirra fór ofan í og er munurinn 17 stig í leikslok. Sterkur sigur sem hefði verið hægt að sigla með meiri þægindum heim.4. leikhluti | 105-93: Sókn heimamanna eftir tæknivítið geigaði og Govens komst á línuna fyrir gestina og setti bæði vítin ofan í. 1:20 eftir.4. leikhluti | 105-91: Þórsarar verja skot Keflvíkinga og bruna í sókn en enn einu sinni nær Arnar Freyr Jónsson í ruðning. Tæknivilla er síðan dæmd á Þórsara og Damon Johnson setur niður vítið. 1:41 eftir.4. leikhluti | 102-91: 2:51 eftir og Emil Einarsson nær í villu og setur boltann ofan í. Hann nýtti vítið og munurinn er kominn í 11 stig. Pressuvörn gestanna er að virka að einhverju leyti.4. leikhluti | 102-88: Annar þristur frá Þór en Keflvíkingar svara um hæl með tveimur stigum. Þór tapar síðan boltanum í næstu sókn. Þessi leikur er langt í frá búinn 3:06 eftir.4. leikhluti | 100-85: Guðmundur Jónsson nýtti eitt víti af tveimur en í sóknarfrákastabaráttu eftir seinna vítið var brotið á Usher og fékk hann tvö víti sem fóru bæði ofan í. Þór svaraði með þriggja stiga körfu og 3:40 eftir.4. leikhluti | 97-82: Þór nýtti bæði vítin og fengu boltann aftur. Þeir nýttu hinsvegar ekki sóknina sem þeir fengu. 4:08 eftir.4. leikhluti | 97-80: Keflvíkingar tapa boltanum og Damon Johnson brýtur af sér og fær á sig dæmda óíþróttamannslega villu. Leikhlé tekið þegar 4:22 eru eftir.4. leikhluti | 97-80: Keflavík tók leikhlé en náðu ekki að nýta sóknina eftir það og Govens setti niður þrist og kemur forskoti heimamanna undir 20 stigin. Það gæti verið líf í þessum leik ennþá. 5:03 eftir.4. leikhluti | 97-75: Nú fær Davon Usher dæmda á sig tæknivillu en báðir leikmennirnir voru að misbjóða dómurum leiksins með kjaftbrúki. Nú nýtti Govens vítið. Þór fékk boltann aftur en náðu ekki að nýta sér það. 5:48 eftir4. leikhluti | 94-72: Valur Valsson fær dæmda á sig tæknivillu og Govens fer á línuna en misnotar vítið. Þór fékk boltann aftur og Halldór Hermannsson setti niður þrist. 6:34 eftir.4. leikhluti | 91-67: Heimamenn ná að auka forskot sitt í 24 stig. Ég hef ekki tölu á því hversu oft heimamenn hafa fiskað ruðninga á Þórsarana en það er komið hátt í 10 skipti. 8:03 eftir.4. leikhluti | 85-63: Seinasti fjórðungurinn er hafinn og Govens var fyrstur á blað fyrir Þór en Damon Johnson var snöggur að kvitta fyrir það og munurinn helst í 22 stigum. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 83-61: Leikhlutanum er lokið. 11 stig í röð frá Þórsurum á seinustu mínútu fjórðungsins. Það lagar stöðuna örlítið en það er langur vegur fyrir gestina til baka.3. leikhluti | 83-50: Þá er aftur skipst á að skora og eins og áður hefur komið fram þá hentar það heimamönnum betur eins og staðan er núna. Enn einu sinni brjóta Þórsarar af sér á sóknarhelmingnum. 1:15 eftir.3. leikhluti | 81-48: Heimamenn bæta við þremur stigum af vítalínunni en Govens svaraði fyrir það með þriggja stiga körfu. Heimamenn voru fljótir að kvitta fyrir það. 2:23 eftir.3. leikhluti | 76-46: Tómas Tómasson neglir niður þrist og minnkar muninn í 30 stig. Vonandi vakna gestirnir af værum blundi núna. Leikurinn þarfnast þess. 3:20 eftir.3. leikhluti | 76-43: Þórsarar settu niður körfu en um hæl rataði þristur ofan í hjá Keflvíkingum og anna þristur skömmu seinna og munurinn er 33 stig fyrir heimamenn. Þór tekur annað leikhlé þegar 4:08 eru eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 70-41: Enn eru Þórsarar að misnota sóknir sínar og heimamenn ganga á lagið. Valur Valsson setur boltann í körfuna og dæmd er óíþróttamannsleg villa, vítið ratar rétta leið. Keflvíkingar skorar síðan eftir að hafa fengið boltann aftur. 5:13 eftir.3. leikhluti | 65-41: Keflvíkingar ná muninum upp í 24 stig, tvær sóknir í röð tapa gestirnir boltanum og heimamenn ná sóknarfrákasti og nýta sér það með tveimur þristum. 6:15 eftir.3. leikhluti | 59-41: Nú skiptast liðin á að skora, það hentar heimamönnum betur en Þórsarar ná að finna leið allavega núna að körfunni. Þórsarar taka leikhlé þegar 7:27 eru eftir. Benedikt er klárlega óánægður með sína menn og má vera það.3. leikhluti | 53-37: Keflvíkingar skorar fyrstu fimm stig hálfleiksins, vörn þeirra er mjög góð í upphafi fjórðungs. Gestirnir fá engan frið fyrir Keflvíkingum. 8:45 eftir.3. leikhluti | 48-37: Seinni hálfleikur er byrjaður og það eru heimamenn sem eiga fyrstu sókn. 9:58 eftir.2. leikhluti | 48-37: HÁLFLEIKUR!! Gestirnir náðu að bæta við tveimur stigum af vítalínunni og minnka muninn niður í níu stig, Keflvíkingar svöruðu þó með tveimur stigum og Þór fékk lokasóknina þar sem lokaskotið geigaði. Heimamenn hafa verið ögn sterkari í leiknum og hafa 11 stiga forskot þegar við fáum okkur kaffisopa.2. leikhluti | 46-35: Gamlinginn Damon Johnson er kominn með 14 stig og hefur skorað fimm síðustu stig heimamanna. 11 stiga forskot Keflvíkinga þegar 1:08 eru eftir af hálfleiknum.2. leikhluti | 41-33: Þórsarar náðu að minnka muninn í 3 stig en heimamenn svöruðu með fimm stigum um hæl og endurheimta átta stiga forskot. 2:33 eftir.2. leikhluti | 36-31: Liðin skiptast á körfum. Keflvíkingar tapa boltanum, fá á sig dæmda sóknarvillu, Þórsarar ná ekki að nýta sér það en fá boltann aftur þar sem boltanum er kastað útaf og þá skorar Þór þriggja stiga körfu og minnka muninn í fimm stig. 3:54 eftir.2. leikhluti | 34-24: Heimamenn hafa verið sterkari undanfarnar mínútur og hafa komið sér í 10 stiga forskot á skömmum tíma. 5:26 eftir.2. leikhluti | 30-22: Varnarleikur liðanna hefur batnað og gerir það að verkum að skota vilja ekki ofan í. Rétt í þessu var Valur Valsson að næla sér í þrjú vítaskot. Öll rötuðu rétta leið. 7:01 eftir.2. leikhluti | 25-20: Gestirnir fyrri á blað en Keflvíkingar svara um hæl og halda fimm stigum í forskot. 8:30 eftir.2. leikhluti | 23-18: Annar leikhluti er hafinn og bæði lið eru skítköld. Nokkur skot hafa farið í loftið en ekkert ofan í. 9 mín. eftir.1. leikhluti | 23-18: Keflvíkingar enduðu leikhlutann sterkari, skot Þórsara vildu ekki ofan í og gerir þa að verkum að heimamenn leiða með fimm stigum í skemmtilegum leik hingað til.1. leikhluti | 18-16: Liðin skiptast á körfum og halda heimamenn tveimur stigum í forystu. 2:14 eftir.1. leikhluti | 16-14: Þór tapar boltanum en dæmdur var ruðningur á þá og jafnar Valur Valsson metin með þrist. Þórsarar tapa síðan boltanum aftur og Valur nær sér í tvö víti, nýtir bæði og kemur heimamönnum tveimur stigum yfir þegar 3:55 eru eftir.1. leikhluti | 11-14: Gestirnir eru komnir í bónus og fá að skjóta vítum við hverja villu í þessum leikhluta. Heimamenn hafa farið óvarlega í sakirnar í byrjun leiks. Þór leiðir með þremur þegar 5:15 eru eftir.1. leikhluti | 11-12: Arnar Freyr Jónsson gerir það að sínu fyrsta verki í leiknum að negla niður þrist og minnka muninn í eitt stig. 5:50 eftir.1. leikhluti | 8-12: Bæði lið herða varnarleikinn örlítið. Varin skot og stolnir boltar en gestirnir bæta við tveimur stigum og ná fjögurra stiga forskoti. 6:08 eftir.1. leikhluti | 8-10: Önnur þriggja stiga karfa frá Þór eftir að Keflavík tapar boltanum og þessi leikur byrjar með látum. 7:23 eftir.1. leikhluti | 8-7: Liðin skiptast á körfum og er munurinn eitt stig eftir að Þórsarar drekkja þriggja stigakörfu. 7:45 eftir1. leikhluti | 4-0: Keflavík á fyrstu tvær körfur leiksins og í bæði skiptin er Valur Valsson að finna sína menn beint undir körfunni. 9:10 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem ná uppkastinu og fá fyrstu sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Craig Pedersen landsliðsþjálfari Íslands og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ eru í salnum og munu líklega vera að kíkja á leikmenn og sjá hvort einhver þeirra heilli enda til mikils að vinna fyrir Íslenska leikmenn sem standa sig vel á þessu tímabili. Jafnvel farmiði til Berlínar í september.Fyrir leik: Bæði lið lentu í hörkuleik í seinustu umferð Dominos-deildarinnar. Þór Þ. vann Tindastól á heimavelli í rafmögnuðum leik sem endaði 97-95 fyrir Þór. Þar var Tómas Heiðar Tómasson stigahæstur heimamanna með 24 stig. Í sömu umferð fór Keflavík í heimsókn í Garðabæinn og spilaði við Stjörnuna. Þeir töpuðu leiknum með sjö stigum 99-92 og setti nýr Bandaríkjamaður Keflavíkur, Davon Usher, sýningu á svið og skoraði 39 stig.Fyrir leik: Við búumst við hörkuleik en liðin sem mæta hér í dag eru jöfn að stigum með 14 punkta í 7. og 8. sæti Dominos deildarinnar. Liðið sem vinnur í kvöld getur fært sig úr neðstu sætunum sem gefa sæti í úrslitakeppni og í miðjan pakkann. Þau eru tvö af fimm liðum sem hafa 14 stig sem sitja í sætum fimm til níu.Fyrir leik: Leikmenn beggja liða eru mættir út á völlinn og hita upp, mest eru menn að teygja og skjóta boltanum áður en skipulögð upphitun með klassísku sniðskotsröðunum frægu, sem allir sem einhvern tímann hafa æft skipulagðan körfubolta kannast við.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Keflavíkur og Þórs lýst.3. leikhluti | 83-61: Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu Þór í TM-höllinni í kvöld 114-97. Sigurinn varð miklu óþægilegri en hann þurfti að vera fyrir heimamenn en þeir leiddu með 33 stigum í þriðja leikhluta. Þeir náðu þó að klára leikinn og hækka sig í töflunni upp í fjórða sæti og eru komnir með 16 stig. Leikurinn byrjaði með miklum látum í kvöld og voru liðin að skora vel fyrstu mínúturnar. Leikurinn var í miklu jafnvægi og var til að mynda staðan 11-12 fyrir Þór þegar tæpar fjórar mínútur voru búnar af leiknum. Þá skoruðu heimamenn 12 stig á móti fjórum stigum gestanna og lokuðu fyrsta leikhluta með fimm stiga forystu. Þórsarar voru fyrri á blað í öðrum fjórðung en heimamenn voru þó fljótir að kveikja á sér og náðu að auka forskotið um fimm stig í tíu um miðjan leikhlutann. Það sem var að koma gestunum í koll var léleg nýting fyrir aftan þriggja stiga línuna en í hálfleik voru þeir búnir að hitta þremur skotum af 15 og voru mörg þeirra galopin og einhver hittu ekki einu sinni á hringinn. Tapaðir boltar spiluðu líka inn í en gestirnir töpuðu 11 boltum á móti sex töpuðum boltum heimamanna í hálfleik. Þór náði mest að minnka muninn niður í þrjú stig í öðrum leikhluta en heimamenn kláruðu hálfleikinn sterkari og héldu til búningsklefa með 11 stiga forskot, 48-37. Stigahæstu menn í hálfleik voru Damon Johnson með 14 stig fyrir heimamenn og Darren Govens hafði skorað 13 stig fyrir Þórsara. Heimamenn voru fljótari úr startholunum í seinni hálfleik og skoruðu til að mynda fyrstu fimm stig hálfleiksins áður en Þór kom sér á blað. Fljótlega eftir það var munurinn kominn í 18 stig fyrir Keflavík en þeir léku á als oddi heimamenn, vörn þeirra var mjög sterk og í kjölfarið varð sóknarleikurinn góður. Heimamenn tóku fótinn ekki af bensíngjöfinni og þegar rúm mínútar var eftir af leiknum var staðan orðin 83-50 Keflavík í vil og Þórsar virtust vera steinrotaðir og stutt í að hægt væri að lýsa leiknum lokið. Gestirnir tóku þó við sér og náðu að skora 11 stig á seinustu mínútunni og laga stöðuna í 83-61 þegar þriðja leikhluta lauk. Sá sem ritar þetta var alveg tilbúinn að lýsa yfir lokum leiksins áður en fjórði leikhluti var spilaður en hafði virkilega rangt fyrir. Þjálfari Þórs hefur náð að berja eldmóð í brjóst sinna manna en allt annað Þórslið kom út í fjórða leikhluta en það sem hafði spilað þann þriðja. Gestirnir skiptu í pressuvörn sem setti heimamenn út af laginu og skot þeirra fóru að rata ofan í. Munurinn var bara orðinn of mikill og tíminn of lítill þegar upp var staðið. Þór náði mest að minnka muninn í 11 stig en lokamínútur leiksins spiluðu heimamenn af mikilli skynsemi og beittu löngum sóknum sem margar hverjar rötuðu rétta leið. Lokatölur urður 114-97 fyrir Keflavík sem lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar en Þór fellur niður um eitt sæti í það áttunda. Stigahæstir voru Damon Johnson fyrir Keflavík með 24 stig og Darrin Govens með 27 stig fyrir gestina. Þá skal ekki undanskilinn þáttur Arnars Freys Jónssonar leikmanns Keflavíkur en hann fórnaði líkama sínum í gríð og erg í leiknum og fiskaði hátt í tíu ruðninga á leikmenn Þórsara.Valur Orri Valsson: Fjórða sætið lágmarks krafan í Keflavík „Við slökuðum heldur betur á í síðasta leikhlutanum en vissum það að þessi sigur myndi skila okkur nær þriðja sætinu, sem okkur langar í, en það hefur vantað liðsbolta hjá okkur undanfarið en hann skein í gegn hjá okkur í þriðja leikhlutanum. Þannig ættum við að spila körfubolta“, sagði Valur Orri Valsson þegar blaðamaður spurði hvort fjórði leikhluti hefði ekki verið óþægilegri heldur en þurfti. „Liðsboltinn skilaði þessu hjá okkur og þó mest vörnin. Liðið stóð sig mjög vel hjá okkur á báðum endum vallarins og ég man ekki hvenær við spiluðum svona bolta síðast.“ Um markmið Keflvíkinga í lok leiktíðar sagði Valur: „Markmiðið er að komast eins hátt og við getum, fjórða sætið er lágmarks krafan í Keflavík og maður spilar alltaf undir þeirri pressu að ná allavega fjórða sætinu og jafnvel hærra en það í Keflavík.“Benedikt Guðmundsson: Yfirnáttúrulega lélegt en við komum alltaf til baka Þjálfari Þórs var að vonum fúll eftir leikinn í kvöld en var spurður hvort hann gæti verið ánægður með baráttu sinna manna í fjórða leikhlutanum eða hvort þriðji leikhluti skyggði á allt í þessum leik. „Manni var farið að líða skelfilega á tíma í þriðja leikhluta en við settum okkur markmið fyrir restina af leiknum eftir að hafa verið búnir að grafa okkur í djúpa holu. Þrátt fyrir tap þá líður mér örlítið betur að menn hafi sýnt baráttu og karakter sem var bara ekki til staðar lengi vel í leiknum. Þannig að mér líður örlítið betur þó maður hafi tapað enda var þetta bara skelfilegt lengi vel.“ Benedikt hafði fáar útskýringar fyrir þriðja leikhluta og sagði að það þyrfti að leggjast vel og lengi yfir hann: „Þetta var svo yfirnáttúrulega lélegt að það á eftir að taka tíma að finna út úr því. Það er ekkert hægt að sjá eitthvað eitt eða tvennt, það var bara ekkert að frétta og það var skorað á menn hægri vinstri og við náðum ekki einu stoppi varnarlega fyrstu átta mínúturnar í þriðja leikhluta. Þá er bara verið að drepa þig.“ Um framhaldið sagði Benedikt: „Við höfum sagt það í allan vetur að við ætlum í úrslitakeppnina og við erum brattir. Ég bjóst alveg við því að liðið þyrfti að taka eitt skref aftur á bak en við gerðum breytingu á liðinu í vikunni og við trúum því að liðið verði betra til lengri tíma litið. Það er samt ekkert óeðlilegt að lið þurfi að taka eitt skref til baka til að byrja með. Ég veit það þó að menn eiga eftir að koma sterkir til baka, við höfum lent í svona afhroðum áður og menn hafa afskrifað okkur og við komum alltaf til baka.“Leiklýsing: Keflavík - Þór4. leikhluti | 114-97: Heimamenn náðu að klára leikinn af miklum krafti 11-4. Lokaskot þeirra fór ofan í og er munurinn 17 stig í leikslok. Sterkur sigur sem hefði verið hægt að sigla með meiri þægindum heim.4. leikhluti | 105-93: Sókn heimamanna eftir tæknivítið geigaði og Govens komst á línuna fyrir gestina og setti bæði vítin ofan í. 1:20 eftir.4. leikhluti | 105-91: Þórsarar verja skot Keflvíkinga og bruna í sókn en enn einu sinni nær Arnar Freyr Jónsson í ruðning. Tæknivilla er síðan dæmd á Þórsara og Damon Johnson setur niður vítið. 1:41 eftir.4. leikhluti | 102-91: 2:51 eftir og Emil Einarsson nær í villu og setur boltann ofan í. Hann nýtti vítið og munurinn er kominn í 11 stig. Pressuvörn gestanna er að virka að einhverju leyti.4. leikhluti | 102-88: Annar þristur frá Þór en Keflvíkingar svara um hæl með tveimur stigum. Þór tapar síðan boltanum í næstu sókn. Þessi leikur er langt í frá búinn 3:06 eftir.4. leikhluti | 100-85: Guðmundur Jónsson nýtti eitt víti af tveimur en í sóknarfrákastabaráttu eftir seinna vítið var brotið á Usher og fékk hann tvö víti sem fóru bæði ofan í. Þór svaraði með þriggja stiga körfu og 3:40 eftir.4. leikhluti | 97-82: Þór nýtti bæði vítin og fengu boltann aftur. Þeir nýttu hinsvegar ekki sóknina sem þeir fengu. 4:08 eftir.4. leikhluti | 97-80: Keflvíkingar tapa boltanum og Damon Johnson brýtur af sér og fær á sig dæmda óíþróttamannslega villu. Leikhlé tekið þegar 4:22 eru eftir.4. leikhluti | 97-80: Keflavík tók leikhlé en náðu ekki að nýta sóknina eftir það og Govens setti niður þrist og kemur forskoti heimamanna undir 20 stigin. Það gæti verið líf í þessum leik ennþá. 5:03 eftir.4. leikhluti | 97-75: Nú fær Davon Usher dæmda á sig tæknivillu en báðir leikmennirnir voru að misbjóða dómurum leiksins með kjaftbrúki. Nú nýtti Govens vítið. Þór fékk boltann aftur en náðu ekki að nýta sér það. 5:48 eftir4. leikhluti | 94-72: Valur Valsson fær dæmda á sig tæknivillu og Govens fer á línuna en misnotar vítið. Þór fékk boltann aftur og Halldór Hermannsson setti niður þrist. 6:34 eftir.4. leikhluti | 91-67: Heimamenn ná að auka forskot sitt í 24 stig. Ég hef ekki tölu á því hversu oft heimamenn hafa fiskað ruðninga á Þórsarana en það er komið hátt í 10 skipti. 8:03 eftir.4. leikhluti | 85-63: Seinasti fjórðungurinn er hafinn og Govens var fyrstur á blað fyrir Þór en Damon Johnson var snöggur að kvitta fyrir það og munurinn helst í 22 stigum. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 83-61: Leikhlutanum er lokið. 11 stig í röð frá Þórsurum á seinustu mínútu fjórðungsins. Það lagar stöðuna örlítið en það er langur vegur fyrir gestina til baka.3. leikhluti | 83-50: Þá er aftur skipst á að skora og eins og áður hefur komið fram þá hentar það heimamönnum betur eins og staðan er núna. Enn einu sinni brjóta Þórsarar af sér á sóknarhelmingnum. 1:15 eftir.3. leikhluti | 81-48: Heimamenn bæta við þremur stigum af vítalínunni en Govens svaraði fyrir það með þriggja stiga körfu. Heimamenn voru fljótir að kvitta fyrir það. 2:23 eftir.3. leikhluti | 76-46: Tómas Tómasson neglir niður þrist og minnkar muninn í 30 stig. Vonandi vakna gestirnir af værum blundi núna. Leikurinn þarfnast þess. 3:20 eftir.3. leikhluti | 76-43: Þórsarar settu niður körfu en um hæl rataði þristur ofan í hjá Keflvíkingum og anna þristur skömmu seinna og munurinn er 33 stig fyrir heimamenn. Þór tekur annað leikhlé þegar 4:08 eru eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 70-41: Enn eru Þórsarar að misnota sóknir sínar og heimamenn ganga á lagið. Valur Valsson setur boltann í körfuna og dæmd er óíþróttamannsleg villa, vítið ratar rétta leið. Keflvíkingar skorar síðan eftir að hafa fengið boltann aftur. 5:13 eftir.3. leikhluti | 65-41: Keflvíkingar ná muninum upp í 24 stig, tvær sóknir í röð tapa gestirnir boltanum og heimamenn ná sóknarfrákasti og nýta sér það með tveimur þristum. 6:15 eftir.3. leikhluti | 59-41: Nú skiptast liðin á að skora, það hentar heimamönnum betur en Þórsarar ná að finna leið allavega núna að körfunni. Þórsarar taka leikhlé þegar 7:27 eru eftir. Benedikt er klárlega óánægður með sína menn og má vera það.3. leikhluti | 53-37: Keflvíkingar skorar fyrstu fimm stig hálfleiksins, vörn þeirra er mjög góð í upphafi fjórðungs. Gestirnir fá engan frið fyrir Keflvíkingum. 8:45 eftir.3. leikhluti | 48-37: Seinni hálfleikur er byrjaður og það eru heimamenn sem eiga fyrstu sókn. 9:58 eftir.2. leikhluti | 48-37: HÁLFLEIKUR!! Gestirnir náðu að bæta við tveimur stigum af vítalínunni og minnka muninn niður í níu stig, Keflvíkingar svöruðu þó með tveimur stigum og Þór fékk lokasóknina þar sem lokaskotið geigaði. Heimamenn hafa verið ögn sterkari í leiknum og hafa 11 stiga forskot þegar við fáum okkur kaffisopa.2. leikhluti | 46-35: Gamlinginn Damon Johnson er kominn með 14 stig og hefur skorað fimm síðustu stig heimamanna. 11 stiga forskot Keflvíkinga þegar 1:08 eru eftir af hálfleiknum.2. leikhluti | 41-33: Þórsarar náðu að minnka muninn í 3 stig en heimamenn svöruðu með fimm stigum um hæl og endurheimta átta stiga forskot. 2:33 eftir.2. leikhluti | 36-31: Liðin skiptast á körfum. Keflvíkingar tapa boltanum, fá á sig dæmda sóknarvillu, Þórsarar ná ekki að nýta sér það en fá boltann aftur þar sem boltanum er kastað útaf og þá skorar Þór þriggja stiga körfu og minnka muninn í fimm stig. 3:54 eftir.2. leikhluti | 34-24: Heimamenn hafa verið sterkari undanfarnar mínútur og hafa komið sér í 10 stiga forskot á skömmum tíma. 5:26 eftir.2. leikhluti | 30-22: Varnarleikur liðanna hefur batnað og gerir það að verkum að skota vilja ekki ofan í. Rétt í þessu var Valur Valsson að næla sér í þrjú vítaskot. Öll rötuðu rétta leið. 7:01 eftir.2. leikhluti | 25-20: Gestirnir fyrri á blað en Keflvíkingar svara um hæl og halda fimm stigum í forskot. 8:30 eftir.2. leikhluti | 23-18: Annar leikhluti er hafinn og bæði lið eru skítköld. Nokkur skot hafa farið í loftið en ekkert ofan í. 9 mín. eftir.1. leikhluti | 23-18: Keflvíkingar enduðu leikhlutann sterkari, skot Þórsara vildu ekki ofan í og gerir þa að verkum að heimamenn leiða með fimm stigum í skemmtilegum leik hingað til.1. leikhluti | 18-16: Liðin skiptast á körfum og halda heimamenn tveimur stigum í forystu. 2:14 eftir.1. leikhluti | 16-14: Þór tapar boltanum en dæmdur var ruðningur á þá og jafnar Valur Valsson metin með þrist. Þórsarar tapa síðan boltanum aftur og Valur nær sér í tvö víti, nýtir bæði og kemur heimamönnum tveimur stigum yfir þegar 3:55 eru eftir.1. leikhluti | 11-14: Gestirnir eru komnir í bónus og fá að skjóta vítum við hverja villu í þessum leikhluta. Heimamenn hafa farið óvarlega í sakirnar í byrjun leiks. Þór leiðir með þremur þegar 5:15 eru eftir.1. leikhluti | 11-12: Arnar Freyr Jónsson gerir það að sínu fyrsta verki í leiknum að negla niður þrist og minnka muninn í eitt stig. 5:50 eftir.1. leikhluti | 8-12: Bæði lið herða varnarleikinn örlítið. Varin skot og stolnir boltar en gestirnir bæta við tveimur stigum og ná fjögurra stiga forskoti. 6:08 eftir.1. leikhluti | 8-10: Önnur þriggja stiga karfa frá Þór eftir að Keflavík tapar boltanum og þessi leikur byrjar með látum. 7:23 eftir.1. leikhluti | 8-7: Liðin skiptast á körfum og er munurinn eitt stig eftir að Þórsarar drekkja þriggja stigakörfu. 7:45 eftir1. leikhluti | 4-0: Keflavík á fyrstu tvær körfur leiksins og í bæði skiptin er Valur Valsson að finna sína menn beint undir körfunni. 9:10 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem ná uppkastinu og fá fyrstu sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Craig Pedersen landsliðsþjálfari Íslands og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ eru í salnum og munu líklega vera að kíkja á leikmenn og sjá hvort einhver þeirra heilli enda til mikils að vinna fyrir Íslenska leikmenn sem standa sig vel á þessu tímabili. Jafnvel farmiði til Berlínar í september.Fyrir leik: Bæði lið lentu í hörkuleik í seinustu umferð Dominos-deildarinnar. Þór Þ. vann Tindastól á heimavelli í rafmögnuðum leik sem endaði 97-95 fyrir Þór. Þar var Tómas Heiðar Tómasson stigahæstur heimamanna með 24 stig. Í sömu umferð fór Keflavík í heimsókn í Garðabæinn og spilaði við Stjörnuna. Þeir töpuðu leiknum með sjö stigum 99-92 og setti nýr Bandaríkjamaður Keflavíkur, Davon Usher, sýningu á svið og skoraði 39 stig.Fyrir leik: Við búumst við hörkuleik en liðin sem mæta hér í dag eru jöfn að stigum með 14 punkta í 7. og 8. sæti Dominos deildarinnar. Liðið sem vinnur í kvöld getur fært sig úr neðstu sætunum sem gefa sæti í úrslitakeppni og í miðjan pakkann. Þau eru tvö af fimm liðum sem hafa 14 stig sem sitja í sætum fimm til níu.Fyrir leik: Leikmenn beggja liða eru mættir út á völlinn og hita upp, mest eru menn að teygja og skjóta boltanum áður en skipulögð upphitun með klassísku sniðskotsröðunum frægu, sem allir sem einhvern tímann hafa æft skipulagðan körfubolta kannast við.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Keflavíkur og Þórs lýst.3. leikhluti | 83-61:
Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira