Frekar afskipt ef mönnun er of lítil Linda Blöndal skrifar 9. febrúar 2015 19:30 Laura Scheving Thorsteinsson Búast má við að tilhneiging sé meiri til þess að láta vistmenn á hjúkrunarheimilum sitja aðgerðarlausa fyrir framan sjónvarpið þar sem ekki hefur tekist að uppfylla gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna. Þetta segir Laura Scheving Thorsteinsson, staðgengill sviðstjóra á Eftirlits-og gæðasviði Landlæknisembættisins. Hörð gagnrýni kom fram um helgina á þjónustu við aldraða vistmenn á hjúkrunarheimilum. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina segja þrjár konur frá reynslu sinni og aldraðra foreldra sinna sem lögðust inn á hjúkrunarheimili og að þar hafi foreldrið fengið niðurbrjótandi umönnun. Gamla fólkið hafi þurft að þola niðurlægjandi og vanvirðandi framkomu. Móðir einnar konunnar var samstundis sett í sjúkrarúm og bundin í hjólastól og fékk enga aðstoð til að ganga um eftir það. Þá beið hún iðulega svo lengi eftir hjálp að hún lá oft, ein og lengi, hlandblaut í rúminu og orðum hreytt í hana. Oftast kvartað undan of fáum starfskröftumAðstandendur geta ekki sent kvartanir til Landlæknis, heldur bara vistmaðurinn sjálfur og er það fátítt. Óformlegar ábendingar berast þó, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, og fjalla þær oft um að mönnun sé ábótavant. „Það kvartar undan því að því finnist starfsfólkið vera of fátt og því finnist það hafa svo mikið að gera og hafi ekki nægan tíma til að sinna þeim skjólstæðingum sem búa á viðkomandi hjúkrunarheimili,“ segir Lára.Ná ekki nýjum viðmiðum Öldruðum fjölgar og fleiri eru mjög veikir inni á hjúkrunarheimilunum sem eru orðnir að miklu leyti líknandi stofnanir. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri forgangsatriði að endurskoða mönnun á heimilinum. Landlæknir hefur einmitt sett ný mönnunarviðmið á hjúkrunarheimilum um að fjölga starfsfólki en án fjármagns geta sum þeirra alls ekki náð þeim þótt ekki sé vitað hve mörg eru svo illa stödd. „Það er ekki skylda að fara eftir mönnunarviðmiðunum,“ segir Lára. „Þetta eru fagleg viðmið sem við höfum sett og við vitum að það eru mjög mörg hjúkrunarheimili sem hafa ekki bolmagn til að fara eftir þeim vegna fjárskorts.“ Hún bendir á að Landlæknir hafi haft mikið eftirlit með hjúkrunarheimilum að undanförnu og gert mikið af úttektum og farið hafi verið inn á langflest hjúkrunarheimili á landinu. „Við skoðum mönnunina í hverri einustu úttekt og eins og fjárhagur margra heimila er núna, þá hafa mörg heimilanna klárlega ekki getu til að auka við faglært starfsfólk eða fjölga umönnunarstundum.“ Mikil lyfjagjöf almenntÍ Fréttablaðinu segir ein kvennanna þetta líka: „Móður minni var ítrekað rúllað upp að glugga eða sjónvarpi með stillimyndinni og þar sat hún bara, mig grunar að það hafi verið dælt í hana töflum, hún var svo sljó.“ Lára segir hjúkrunarheimili mjög í ólík í þessum efnum en almennt megi segja að fólk á hjúkrunarheimilum fái umtalsvert af lyfjum. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Margir taka mjög mörg lyf. Þegar það er lítil mönnun, þá er líklegra að fólk sé bara sett fyrir framan sjónvarpið.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Búast má við að tilhneiging sé meiri til þess að láta vistmenn á hjúkrunarheimilum sitja aðgerðarlausa fyrir framan sjónvarpið þar sem ekki hefur tekist að uppfylla gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna. Þetta segir Laura Scheving Thorsteinsson, staðgengill sviðstjóra á Eftirlits-og gæðasviði Landlæknisembættisins. Hörð gagnrýni kom fram um helgina á þjónustu við aldraða vistmenn á hjúkrunarheimilum. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina segja þrjár konur frá reynslu sinni og aldraðra foreldra sinna sem lögðust inn á hjúkrunarheimili og að þar hafi foreldrið fengið niðurbrjótandi umönnun. Gamla fólkið hafi þurft að þola niðurlægjandi og vanvirðandi framkomu. Móðir einnar konunnar var samstundis sett í sjúkrarúm og bundin í hjólastól og fékk enga aðstoð til að ganga um eftir það. Þá beið hún iðulega svo lengi eftir hjálp að hún lá oft, ein og lengi, hlandblaut í rúminu og orðum hreytt í hana. Oftast kvartað undan of fáum starfskröftumAðstandendur geta ekki sent kvartanir til Landlæknis, heldur bara vistmaðurinn sjálfur og er það fátítt. Óformlegar ábendingar berast þó, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, og fjalla þær oft um að mönnun sé ábótavant. „Það kvartar undan því að því finnist starfsfólkið vera of fátt og því finnist það hafa svo mikið að gera og hafi ekki nægan tíma til að sinna þeim skjólstæðingum sem búa á viðkomandi hjúkrunarheimili,“ segir Lára.Ná ekki nýjum viðmiðum Öldruðum fjölgar og fleiri eru mjög veikir inni á hjúkrunarheimilunum sem eru orðnir að miklu leyti líknandi stofnanir. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri forgangsatriði að endurskoða mönnun á heimilinum. Landlæknir hefur einmitt sett ný mönnunarviðmið á hjúkrunarheimilum um að fjölga starfsfólki en án fjármagns geta sum þeirra alls ekki náð þeim þótt ekki sé vitað hve mörg eru svo illa stödd. „Það er ekki skylda að fara eftir mönnunarviðmiðunum,“ segir Lára. „Þetta eru fagleg viðmið sem við höfum sett og við vitum að það eru mjög mörg hjúkrunarheimili sem hafa ekki bolmagn til að fara eftir þeim vegna fjárskorts.“ Hún bendir á að Landlæknir hafi haft mikið eftirlit með hjúkrunarheimilum að undanförnu og gert mikið af úttektum og farið hafi verið inn á langflest hjúkrunarheimili á landinu. „Við skoðum mönnunina í hverri einustu úttekt og eins og fjárhagur margra heimila er núna, þá hafa mörg heimilanna klárlega ekki getu til að auka við faglært starfsfólk eða fjölga umönnunarstundum.“ Mikil lyfjagjöf almenntÍ Fréttablaðinu segir ein kvennanna þetta líka: „Móður minni var ítrekað rúllað upp að glugga eða sjónvarpi með stillimyndinni og þar sat hún bara, mig grunar að það hafi verið dælt í hana töflum, hún var svo sljó.“ Lára segir hjúkrunarheimili mjög í ólík í þessum efnum en almennt megi segja að fólk á hjúkrunarheimilum fái umtalsvert af lyfjum. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Margir taka mjög mörg lyf. Þegar það er lítil mönnun, þá er líklegra að fólk sé bara sett fyrir framan sjónvarpið.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira