Flæddi inn á sjúkrahús og Bæjarbrekkan varð að stórfljóti Fanney Birna Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. febrúar 2015 07:07 Starfsmenn Ísafjarðarbæjar og fleiri stóðu í ströngu um helgina. vísir/hafþór Ljóst er að mikið tjón hefur orðið vegna vatnavaxta og óveðurs í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi og í nótt með þeim afleiðinngum að niðurföll höfðu ekki undan og vatn flæddi inn í mörg hús í bænum. Bæjarstarfsmenn, björgunarmenn og slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við dælingu frá því í gærmorgun og eru enn að dæla. Í gærkvöldi var sumstaðar mittisdjúpt vatn þar sem á að vera þurrt, og um tíma virkuðu holræsin öfugt, því vatn flæddi upp úr þeim. Það hætti að rigna vestra upp úr miðnætti þannig að vatn er víða farið að sjatna. Töluvert tjón varð líka á sundlaugarsvæðinu á Suðureyri þar sem mannvirki sekmmdust í geysi hvössum vindhviðum. Búast má við að frekara tjón komi í ljós með birtingu og hætt er við að vegir séu víða skemmdir, þótt þeir teljist færir.Frá Ísafirði í gær.Vísir/HafþórVersta veðrið á norðanverðu landinu „Hæstu mælingar okkar voru tæplega 40 metrar á sekúndu í hviðum. Við gerðum ráð fyrir allt að 55 metrum á sekúndu og kunnugir menn hafa sagt okkur að það hafi verið mun hvassara en þeir hafa áður séð á ákveðnum stöðum. En það er auðvitað erfitt að meta það,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í gær. Aftakaveður gerði um land allt í gær með miklum vindi og talsverðum leysingum. Elín segir veðrið hafa verið verst á norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi og svo austur eftir allri norðurströndinni. Mikill hiti fylgi hvassviðrinu. „Það hefur líka verið mjög hlýtt á Austfjörðunum, hitinn fór upp í 16,6 gráður í Neskaupstað. Loftið hlýnar mjög mikið á leiðinni niður dalina.“Flæddi inn í sjúkrahús „Þetta gerist oft í svona miklum leysingum. Þá liggur við að öll hlíðin komi hérna niður í einum vatnselg og það sem við köllum Bæjarbrekku er núna eins og stórfljót. Það er svo mikill snjór í fjöllum og í byggð líka. Svo er mikil asahláka og háflæði og mikið og hátt í, svo að niðurföllin hafa ekki við,“ sagði Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði. Slökkviliðið var með starfsmenn að störfum víða um bæinn og björgunarsveitarmenn voru einnig fengnir til hjálpar. „Við reynum að fá sem flestar hendur til dæmis til þess að setja sandpoka og reyna að beina vatni frá húsum og þess háttar,“ sagði Þorbjörn. Vindstyrkurinn náði hámarki milli sex og tíu í gærkvöldi og varaði Veðurstofan við ferðum að óþörfu. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna veðurofsans víða um land. Fyrsta útkallið barst skömmu fyrir hádegi í gær á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar hafði bæjarlækurinn tekið að flæða yfir bakka sína eftir að ræsi stíflaðist. Minna var um útköll á Suðurlandi en þau voru þó einhver. Í einu þeirra valt björgunarsveitarbíll á Sólheimaheiði en engan sakaði.Vísir/Hafþór Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Ljóst er að mikið tjón hefur orðið vegna vatnavaxta og óveðurs í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi og í nótt með þeim afleiðinngum að niðurföll höfðu ekki undan og vatn flæddi inn í mörg hús í bænum. Bæjarstarfsmenn, björgunarmenn og slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við dælingu frá því í gærmorgun og eru enn að dæla. Í gærkvöldi var sumstaðar mittisdjúpt vatn þar sem á að vera þurrt, og um tíma virkuðu holræsin öfugt, því vatn flæddi upp úr þeim. Það hætti að rigna vestra upp úr miðnætti þannig að vatn er víða farið að sjatna. Töluvert tjón varð líka á sundlaugarsvæðinu á Suðureyri þar sem mannvirki sekmmdust í geysi hvössum vindhviðum. Búast má við að frekara tjón komi í ljós með birtingu og hætt er við að vegir séu víða skemmdir, þótt þeir teljist færir.Frá Ísafirði í gær.Vísir/HafþórVersta veðrið á norðanverðu landinu „Hæstu mælingar okkar voru tæplega 40 metrar á sekúndu í hviðum. Við gerðum ráð fyrir allt að 55 metrum á sekúndu og kunnugir menn hafa sagt okkur að það hafi verið mun hvassara en þeir hafa áður séð á ákveðnum stöðum. En það er auðvitað erfitt að meta það,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í gær. Aftakaveður gerði um land allt í gær með miklum vindi og talsverðum leysingum. Elín segir veðrið hafa verið verst á norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi og svo austur eftir allri norðurströndinni. Mikill hiti fylgi hvassviðrinu. „Það hefur líka verið mjög hlýtt á Austfjörðunum, hitinn fór upp í 16,6 gráður í Neskaupstað. Loftið hlýnar mjög mikið á leiðinni niður dalina.“Flæddi inn í sjúkrahús „Þetta gerist oft í svona miklum leysingum. Þá liggur við að öll hlíðin komi hérna niður í einum vatnselg og það sem við köllum Bæjarbrekku er núna eins og stórfljót. Það er svo mikill snjór í fjöllum og í byggð líka. Svo er mikil asahláka og háflæði og mikið og hátt í, svo að niðurföllin hafa ekki við,“ sagði Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði. Slökkviliðið var með starfsmenn að störfum víða um bæinn og björgunarsveitarmenn voru einnig fengnir til hjálpar. „Við reynum að fá sem flestar hendur til dæmis til þess að setja sandpoka og reyna að beina vatni frá húsum og þess háttar,“ sagði Þorbjörn. Vindstyrkurinn náði hámarki milli sex og tíu í gærkvöldi og varaði Veðurstofan við ferðum að óþörfu. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna veðurofsans víða um land. Fyrsta útkallið barst skömmu fyrir hádegi í gær á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar hafði bæjarlækurinn tekið að flæða yfir bakka sína eftir að ræsi stíflaðist. Minna var um útköll á Suðurlandi en þau voru þó einhver. Í einu þeirra valt björgunarsveitarbíll á Sólheimaheiði en engan sakaði.Vísir/Hafþór
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira