Alþingi undirbýr nýjan vef Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. febrúar 2015 16:25 Prófanir á lokastigi og stefnt að opnun fyrir lok mánaðarins. Vísir/Ernir Prófanir á nýrri vefsíðu Alþingis eru hafnar. Vefurinn er nær óþekkjanlegur frá því sem nú er starfræktur en allt efni af núverandi síðu virðist halda sér á þeirri nýju. Vefurinn hefur fengið talsverða andlitslyftingu en gömlu litirnir sem ríkt hafa á síðunni gefa enn sterkan svip. Nútíminn greindi fyrst frá málinu.Snjalltækjavæn útgáfa Ein af grundvallarbreytingunum sem gerðar eru á nýja vefnum er að hann er snjalltækjavænn. Vefurinn skalast niður eftir skjástærð þess tækis sem vefurinn er skoðaður í. Hægt er að skoða nýju útgáfuna á slóðinni beta.althingi.is en vefurinn er ekki fullbúinn. Vefurinn er hannaður af Hugsmiðjunni og keyrir á vefumsjónarkerfi fyrirtækisins, Eplica. Hugsmiðjan er með nokkurn fjölda opinberra vefja á sínum snærum og má þar meðal annarra nefna Fjársýslu ríkisins, Ríkisskattstjóra og Sjúkratryggingar Íslands.Vilja bæta vefinn „Við erum búin að vera að vinna að því um allnokkurt skeið að hressa upp á vefinn hjá okkur. Það er fyrst og fremst stefnt að því að hann verði með snjallvefsviðmóti,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Annað markmið hjá okkur að bæta leitina. Allir segja að það sé mikið efni á þessum vef og mikið að hafa þar en við höfum aðeins fengið kvartanir um leitina.“ „Svo höfum við það að markmiði að bæta aðgengi að öllum upplýsingum sem við höfum. Við reynum að hafa allt uppi á borðinu hjá okkur, eins og hægt er,“ segir hann og nefnir að unnið hafi verið að því að auka aðgengi að þeim upplýsingum sem eru til í þinginu og nefnir þar til að mynda gögn frá nefndum þingsins. „Þetta er komið mjög langt og það standa nú yfir innanhúsprófanir,“ segir Helgi en verið er að greiða úr síðustu hnútunum. Hann segir að stefnt sé að því að opna nýja vefinn á næstu vikum. „Þetta verður einfaldara og beittara,“ segir Helgi. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Prófanir á nýrri vefsíðu Alþingis eru hafnar. Vefurinn er nær óþekkjanlegur frá því sem nú er starfræktur en allt efni af núverandi síðu virðist halda sér á þeirri nýju. Vefurinn hefur fengið talsverða andlitslyftingu en gömlu litirnir sem ríkt hafa á síðunni gefa enn sterkan svip. Nútíminn greindi fyrst frá málinu.Snjalltækjavæn útgáfa Ein af grundvallarbreytingunum sem gerðar eru á nýja vefnum er að hann er snjalltækjavænn. Vefurinn skalast niður eftir skjástærð þess tækis sem vefurinn er skoðaður í. Hægt er að skoða nýju útgáfuna á slóðinni beta.althingi.is en vefurinn er ekki fullbúinn. Vefurinn er hannaður af Hugsmiðjunni og keyrir á vefumsjónarkerfi fyrirtækisins, Eplica. Hugsmiðjan er með nokkurn fjölda opinberra vefja á sínum snærum og má þar meðal annarra nefna Fjársýslu ríkisins, Ríkisskattstjóra og Sjúkratryggingar Íslands.Vilja bæta vefinn „Við erum búin að vera að vinna að því um allnokkurt skeið að hressa upp á vefinn hjá okkur. Það er fyrst og fremst stefnt að því að hann verði með snjallvefsviðmóti,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Annað markmið hjá okkur að bæta leitina. Allir segja að það sé mikið efni á þessum vef og mikið að hafa þar en við höfum aðeins fengið kvartanir um leitina.“ „Svo höfum við það að markmiði að bæta aðgengi að öllum upplýsingum sem við höfum. Við reynum að hafa allt uppi á borðinu hjá okkur, eins og hægt er,“ segir hann og nefnir að unnið hafi verið að því að auka aðgengi að þeim upplýsingum sem eru til í þinginu og nefnir þar til að mynda gögn frá nefndum þingsins. „Þetta er komið mjög langt og það standa nú yfir innanhúsprófanir,“ segir Helgi en verið er að greiða úr síðustu hnútunum. Hann segir að stefnt sé að því að opna nýja vefinn á næstu vikum. „Þetta verður einfaldara og beittara,“ segir Helgi.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira