Sonur Snoop Dogg spilar fyrir erkifjendur uppáhaldsliðs föður síns Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. febrúar 2015 22:30 Cordell Broadus og Calvin Broadus yngri (Snoop Dogg). vísir/getty „Ég stend 1.000 prósent með honum og mun nú henda USC-nærbuxunum mínum,“ sagði rapparinn Snoop Dogg við ESPN í dag eftir að sonur hans valdi sér háskóla til að spila amerískan fótbolta fyrir. Í dag völdu bestu leikmenn menntaskóla Bandaríkjanna sér háskóla til að spila fyrir, en Cordell Broadus, sonur Snoop Doog, var merktur sem fjögurra stjörnu útherji og sá 26. besti í Bandaríkjunum. Margir bjuggust við því að Cordell myndi velja USC-háskólann (University of Southern California) sem er mikið stórveldi. Ekki síst vegna þess að faðir hans er gríðarlegur stuðningsmaður USC og missir helst ekki af leik. Mörg frábær háskólalið á borð við Arizona State, LSU, USC, Florida State, Nebraska, Miami og Notre Dame voru á eftir Cordell sem gæti átt framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Það kom mörgum á óvart þegar Cordell valdi ekki USC og enn óvæntara var að hann valdi annan skóla í Los Angeles. Hann kaus á endanum að taka við háskólastyrk hjá UCLA (University of California). Þetta gæti í rauninni ekki verið mikið verra fyrir greyið Snoop Dogg því UCLA spilar í hinni sterku PAC-12 deild með USC. Þó hann hafi sagst í dag ætla að styðja strákinn að fullu þarf hann að taka stóra ákvörðun um hvort liðið hann styður þegar þau mætast næsta vetur.Cordell Broadus, (#130 in #ESPN300, #14 WR), son of @SnoopDogg, commits to @UCLAFootball #SigningDay pic.twitter.com/6GpxFnL5e3— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015 "I'm gonna back him up 1000% and throw out my USC drawers" - @SnoopDogg on his son's decision #SigningDay pic.twitter.com/9tUuUTXii1— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015 NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
„Ég stend 1.000 prósent með honum og mun nú henda USC-nærbuxunum mínum,“ sagði rapparinn Snoop Dogg við ESPN í dag eftir að sonur hans valdi sér háskóla til að spila amerískan fótbolta fyrir. Í dag völdu bestu leikmenn menntaskóla Bandaríkjanna sér háskóla til að spila fyrir, en Cordell Broadus, sonur Snoop Doog, var merktur sem fjögurra stjörnu útherji og sá 26. besti í Bandaríkjunum. Margir bjuggust við því að Cordell myndi velja USC-háskólann (University of Southern California) sem er mikið stórveldi. Ekki síst vegna þess að faðir hans er gríðarlegur stuðningsmaður USC og missir helst ekki af leik. Mörg frábær háskólalið á borð við Arizona State, LSU, USC, Florida State, Nebraska, Miami og Notre Dame voru á eftir Cordell sem gæti átt framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Það kom mörgum á óvart þegar Cordell valdi ekki USC og enn óvæntara var að hann valdi annan skóla í Los Angeles. Hann kaus á endanum að taka við háskólastyrk hjá UCLA (University of California). Þetta gæti í rauninni ekki verið mikið verra fyrir greyið Snoop Dogg því UCLA spilar í hinni sterku PAC-12 deild með USC. Þó hann hafi sagst í dag ætla að styðja strákinn að fullu þarf hann að taka stóra ákvörðun um hvort liðið hann styður þegar þau mætast næsta vetur.Cordell Broadus, (#130 in #ESPN300, #14 WR), son of @SnoopDogg, commits to @UCLAFootball #SigningDay pic.twitter.com/6GpxFnL5e3— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015 "I'm gonna back him up 1000% and throw out my USC drawers" - @SnoopDogg on his son's decision #SigningDay pic.twitter.com/9tUuUTXii1— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira