Blikar fengu bikar í Kórnum | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2015 22:04 Ellert Hreinsson kemst framhjá Ólafi Karl Finsen og Atla Jóhannssyni í leiknum. vísir/ernir Breiðablik hafði betur gegn Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolti.net-mótsins og fékk því fyrsta bikar ársins í fótboltanum, en í mótinu spila lið úr efstu tveimur deildum Íslandsmótsins utan Reykjavíkur. Blikar unnu leikinn, 2-1, með mörkum Arnþórs Ara Atlasonar og Arnór Sveins Aðalsteinssonar, en Veigar Páll Gunnarsson, sem hefur Pepsi-deildina í leikbanni, skoraði fyrir Íslandsmeistarana. Arnór Ari kom Breiðabliki yfir með skallamarki á 35. mínútu, en á 58. mínútu jafnaði Veigar Páll metin. Hann fylgdi þá eftir skoti Þórhalls Kára Knútssonar sem Gunnleifur Gunnleifsson varði. Aðeins fimm mínútum síðar féll Kári Ársælsson, miðvörður Breiðabliks, í teignum í baráttunni við Brynjar Gauta Guðjónsson, nýjan liðsmann Stjörnunnar, og Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, benti umsvifalaust á punktinn. Arnór Sveinn Aðalsteinsson, sem bar fyrirliðaband Breiðabliks í leiknum, lét Svein Sigurð Jóhannesson verja frá sér, en hann fylgdi eftir sjálfur og skoraði sigurmarkið. Stjarnan sótti stíft undir lokin og var gamli maðurinn í markinu, Gunnleifur Gunnleifsson, betri en enginn fyrir Blikaliðið. Hann varði tvö dauðafæri og svo skutu Garðbæingar einnig í stöngina. Þar var að verki Pablo Punyed. Þá var skalli Ólafs Karls Finsen varinn á línu. Þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem Breiðablik vinnur Fótbolti.net-mótið, en Stjarnan vann það í fyrra og fylgdi því eftir með Íslandsmeistaratitli.Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir Íslenski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Breiðablik hafði betur gegn Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolti.net-mótsins og fékk því fyrsta bikar ársins í fótboltanum, en í mótinu spila lið úr efstu tveimur deildum Íslandsmótsins utan Reykjavíkur. Blikar unnu leikinn, 2-1, með mörkum Arnþórs Ara Atlasonar og Arnór Sveins Aðalsteinssonar, en Veigar Páll Gunnarsson, sem hefur Pepsi-deildina í leikbanni, skoraði fyrir Íslandsmeistarana. Arnór Ari kom Breiðabliki yfir með skallamarki á 35. mínútu, en á 58. mínútu jafnaði Veigar Páll metin. Hann fylgdi þá eftir skoti Þórhalls Kára Knútssonar sem Gunnleifur Gunnleifsson varði. Aðeins fimm mínútum síðar féll Kári Ársælsson, miðvörður Breiðabliks, í teignum í baráttunni við Brynjar Gauta Guðjónsson, nýjan liðsmann Stjörnunnar, og Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, benti umsvifalaust á punktinn. Arnór Sveinn Aðalsteinsson, sem bar fyrirliðaband Breiðabliks í leiknum, lét Svein Sigurð Jóhannesson verja frá sér, en hann fylgdi eftir sjálfur og skoraði sigurmarkið. Stjarnan sótti stíft undir lokin og var gamli maðurinn í markinu, Gunnleifur Gunnleifsson, betri en enginn fyrir Blikaliðið. Hann varði tvö dauðafæri og svo skutu Garðbæingar einnig í stöngina. Þar var að verki Pablo Punyed. Þá var skalli Ólafs Karls Finsen varinn á línu. Þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem Breiðablik vinnur Fótbolti.net-mótið, en Stjarnan vann það í fyrra og fylgdi því eftir með Íslandsmeistaratitli.Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir
Íslenski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira