Flautukarfa felldi Atlanta - LeBron tróð yfir gömlu félagana | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2015 07:30 LeBron James og Dwayne Wade unnu tvo NBA-titla saman. vísir/epa Í annað sinn á örfáum dögum tapaði topplið austurdeildarinnar í NBA, Atlanta Hawks, en í nótt lá það óvænt í valnum gegn frekar döpru liði Boston Celtics á útivelli, 89-88. Evan Turner var hetja heimamanna í leiknum eins stundum og áður á tímabilinu, en þessi hæfileikaríki bakvörður skoraði sigurkörfuna þegar 2/100 úr sekúndu voru eftir af leiktímanum. Turner fíflaði kraftframherjann DeMarre Carroll upp úr skónum og sökkti niður ilmandi fínu flotskoti sem tryggði Boston dýrmætan sigur. Turner skoraði í heildina 12 stig, tók 7 fráköst og gaf 9 stoðsendingar, en Jared Sullinger var stigahæstur heimamanna með 17 stig. Stóri maðurinn Al Horford var stigahæstur gestanna með 22 stig auk þess sem hann tók 12 fráköst. Sigurkarfa Evans Turners: Cleveland Cavaliers er í miklu stuði um þessar mundir og virðast vera búið að finna taktinn aftur. Það vann Miami Heat, 113-93, á heimavelli í nótt og er nú búið að vinna 14 af síðustu 15 leikjum sínum í NBA-deildinni. Allt byrjunarlið Cleveland skoraði 10 stig eða meira. Þess stigahæstur var miðherjinn Timofey Mozgov sem skoraði 20 stig. LeBron James skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 12 stigum. LeBron James sýndi sínum gömlu félögum enga miskunn og tróð nær látlaust yfir þá. Samherjar hans í Cleveland voru líka til í að láta ljós sitt skína og hélt Cleveland-liðið einskonar troðslusýningu allan leikinn. Cleveland er komið upp í fjórða sæti austurdeildarinnar með 33 sigra og 21 tap, en það myndi tryggja því heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Troðslusýning Cleveland: Bensínið virðist vera að tæmast hjá toppliði vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, og því fínt að leikur liðsins í gær var sá síðasti fyrir stjörnuleikinn. Það vann engu að síður Minnesota Timberwolves, 94-91, en þurfti að hafa fyrir hlutunum. Stephen Curry fór fyrir sínum mönnum og skoraði 25 stig, en hann var ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna og hitti aðeins úr tveimur þristum í tíu tilraunum. Golden State hefur aldrei í sögu félagsins byrjað betur, en eftir 51 leik af 82 er það búið að vinna 42 og tapa aðeins níu. Það virðist þó ólíklegt að það vinni 72 og tapi tíu eins og Chicago Bulls gerði 1995/1996. Golden State er með fjögurra leikja forystu á Memphis sem er í öðru sætinu, en Portland, sem vann auðveldan sigur á LA Lakers í nótt, er í þriðja sæti vestursins með sama sigurhlutfall og Houston Rockets.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - New York Knicks 89-83 Boston Celtics - Atlanta Hawks 89-88 Detroit Pistons - San Antonio Spurs 87-104 Toronto Raptors - Washington Wizards 95-93 Milwaukee Bucks - Sacramento Kings 111-103 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 91-94 New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 93-106 Oklahoma City Thunder - Memphis Grizzlies 105-89 Cleveland Cavaliers - Miami Heat 113-93 Dallas Mavericks - Utah Hazz 82-72 Portland Trail Blazers - LA Lakers 102-86 LA Clippers - Houston Rockets 110-95Staðan í deildinni.Vörn Portland skilar troðslu frá Lillard: DeMar DeRozan klárar Washington með flottri körfu: Geggjuð stoðsending Papanikolaous: NBA Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Í annað sinn á örfáum dögum tapaði topplið austurdeildarinnar í NBA, Atlanta Hawks, en í nótt lá það óvænt í valnum gegn frekar döpru liði Boston Celtics á útivelli, 89-88. Evan Turner var hetja heimamanna í leiknum eins stundum og áður á tímabilinu, en þessi hæfileikaríki bakvörður skoraði sigurkörfuna þegar 2/100 úr sekúndu voru eftir af leiktímanum. Turner fíflaði kraftframherjann DeMarre Carroll upp úr skónum og sökkti niður ilmandi fínu flotskoti sem tryggði Boston dýrmætan sigur. Turner skoraði í heildina 12 stig, tók 7 fráköst og gaf 9 stoðsendingar, en Jared Sullinger var stigahæstur heimamanna með 17 stig. Stóri maðurinn Al Horford var stigahæstur gestanna með 22 stig auk þess sem hann tók 12 fráköst. Sigurkarfa Evans Turners: Cleveland Cavaliers er í miklu stuði um þessar mundir og virðast vera búið að finna taktinn aftur. Það vann Miami Heat, 113-93, á heimavelli í nótt og er nú búið að vinna 14 af síðustu 15 leikjum sínum í NBA-deildinni. Allt byrjunarlið Cleveland skoraði 10 stig eða meira. Þess stigahæstur var miðherjinn Timofey Mozgov sem skoraði 20 stig. LeBron James skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 12 stigum. LeBron James sýndi sínum gömlu félögum enga miskunn og tróð nær látlaust yfir þá. Samherjar hans í Cleveland voru líka til í að láta ljós sitt skína og hélt Cleveland-liðið einskonar troðslusýningu allan leikinn. Cleveland er komið upp í fjórða sæti austurdeildarinnar með 33 sigra og 21 tap, en það myndi tryggja því heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Troðslusýning Cleveland: Bensínið virðist vera að tæmast hjá toppliði vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, og því fínt að leikur liðsins í gær var sá síðasti fyrir stjörnuleikinn. Það vann engu að síður Minnesota Timberwolves, 94-91, en þurfti að hafa fyrir hlutunum. Stephen Curry fór fyrir sínum mönnum og skoraði 25 stig, en hann var ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna og hitti aðeins úr tveimur þristum í tíu tilraunum. Golden State hefur aldrei í sögu félagsins byrjað betur, en eftir 51 leik af 82 er það búið að vinna 42 og tapa aðeins níu. Það virðist þó ólíklegt að það vinni 72 og tapi tíu eins og Chicago Bulls gerði 1995/1996. Golden State er með fjögurra leikja forystu á Memphis sem er í öðru sætinu, en Portland, sem vann auðveldan sigur á LA Lakers í nótt, er í þriðja sæti vestursins með sama sigurhlutfall og Houston Rockets.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - New York Knicks 89-83 Boston Celtics - Atlanta Hawks 89-88 Detroit Pistons - San Antonio Spurs 87-104 Toronto Raptors - Washington Wizards 95-93 Milwaukee Bucks - Sacramento Kings 111-103 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 91-94 New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 93-106 Oklahoma City Thunder - Memphis Grizzlies 105-89 Cleveland Cavaliers - Miami Heat 113-93 Dallas Mavericks - Utah Hazz 82-72 Portland Trail Blazers - LA Lakers 102-86 LA Clippers - Houston Rockets 110-95Staðan í deildinni.Vörn Portland skilar troðslu frá Lillard: DeMar DeRozan klárar Washington með flottri körfu: Geggjuð stoðsending Papanikolaous:
NBA Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira