Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 22-20 | Valur í úrslit sjötta árið í röð Tómas Þór Þórðarson í Laugardalshöll skrifar 26. febrúar 2015 13:02 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Vilhelm Valur er kominn í úrslit Coca Cola-bikars kvenna í handbolta eftir sigur á Haukum, 22-20, í fyrri undanúrslitaleiknum í Laugardalshöll í kvöld. Haukarnir virtust langt frá því tilbúnir þegar flautað var til leiks og var eins og sviðið væri of stórt fyrir stúlkurnar úr Hafnarfirðinum. Valskonur, sem voru ekkert að spila neitt sérstakan sóknarleik, skoruðu fimm fyrstu mörkin og staðan 5-0 eftir átta mínútna leik. Skot Haukanna fyrstu mínúturnar voru algjörlega galin; annað hvort var Berglind Íris Hansdóttir löngu mætt í horninu sem Haukarnir skutu í eða skotin fóru margra metra framhjá eða yfir. Ragnheiður Ragnarsdóttir skoraði fyrsta mark Hauka eftir níu mínútur og 30 sekúndur og þá komust Hafnfirðingarnir strax í gang. Eftir að skora ekki í fyrstu sjö sóknum leiksins settu Haukar fimm í röð og jöfnuðu leikinn, 5-5. Á þeim tíma fóru Valsstúlkur einnig með sjö sóknir í röð og hjálpaði það Haukunum að Sólveig Ásmundsdóttir hitnaði í markinu. Hún lauk fyrri hálfleiknum með níu varin skot á móti ellefu vörðum skotum Berglindar sem var frábær í marki Vals. Valur stillti upp reynsluboltum í leiknum og var Ágústa Edda Björnsdóttir mætt til leiks, en hún spilaði síðast með Stjörnunni fyrir tveimur árum síðan. Hún sýndi strax hvað hún kann og fiskaði vítakast. Kristín Guðmundsdóttir skaut og skaut á markið fyrir Val og var komin með sjö mörk í fyrri hálfleik úr 14 skotum. Sóknarleikur Vals var sem fyrr segir ekkert frábær en hann dugði til að ná tveggja marka forystu í hálfleik, 11-9.vísir/vilhelmHaukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur. Þeir skoruðu þrjú mörk á móti einu og jöfnuðu leikinn í 12-12. Sóknarleikur Vals var virkilega slakur til að byrja með í seinni hálfleik og virtist sem sumar í Valsliðinu væru alveg sprungnar. Þær gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum; köstuðu boltanum annað hvort út af eða skutu slökum skotum í varnarvegginn. Þetta nýttu Haukarnir sér og komust inn í leikinn. En ólseigt Valsliðið var ekkert að fara að gefa neitt eftir og náði aftur þriggja marka forystu, 16-13. Haukarnir voru í eltingarleik nær allan tímann sem átti eftir að segja til sín á endanum. Í stöðunni 19-16 var útlitið ekki gott fyrir Haukana sem börðust þó fyrir sínu, skoruðu fjögur mörk á móti einu og jöfnuðu leikinn í 20-20 þegar þegar rétt rúm mínúta var eftir af leiknum. Svakaleg spenna og Haukunum til mikils hróss hversu sterkar þær komu til baka. Þegar tæp mínúta var eftir skoraði Morgan Marie Þorkelsdóttir 21. mark Hauka með glæsilegu skoti úr horninu. Haukarnir gerðu einn af fjölmörgum tæknifeilum sínum í síðustu sókn sinni og leikurinn því sama og búinn. Sigurlaug Rúnarsdóttir innsiglaði sigurinn fyrir Val með síðasta marki leiksins og Berglind Íris Hansdóttir kórónaði frábæran leik sinn með vörslu til að klára leikinn. Hún varði alls 20 skot eða 51 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Sólveg Ásmundsdóttir varði 21 skot í Haukamarkinu og var með sama hlutfall varið. Kristín Guðmundsdóttir skoraði ellefu mörk fyrir Val en Marija Gedriot sjö fyrir Hauka.Ágústa Edda Björnsdóttir sneri óvænt aftur í lið Vals.vísir/vilhelmAlfreð Örn: Leikirnir stundum verið að renna í gjaldþrot "Ég hélt þetta væri komið fyrr en við leyfðum þeim alltaf að koma inn í leikinn aftur. En það er hluti af þessu," sagði sigurreifur Alfreð Örn Finnsson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir leikinn. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hafði ekki tíma til að ræða við blaðamenn eftir leik þar sem hann þurfti að rjúka í Vodafone-höllina að þjálfa karlaliðið sem mætir FH í undanúrslitum á morgun. Hvað skóp sigurinn hjá Val í kvöld? "Vörnin og markvarslan var mjög góð allan leikinn og við erum aldrei að gefa neitt eftir þar. Svo erum við að mjatla inn mörkum jafnt og þétt og erum að spila agað," sagði Alfreð. Þrátt fyrir að gera urmul tæknifeila í seinni hálfleik rúlluðu Valsþjálfararnir ekki mikið á liðinu. Alfreð var ekki alveg sammála þeirri fullyrðingu. En hann var ánægður með karakterinn í liðinu að klára dæmið. "Við rúlluðum ágætlega og leyfðum leikmönnum að fá nokkrar mínútur. Við vorum svona aðeins að hugsa um það. Þessar stelpur hafa verið svo oft í þessu. Bara í vetur hafa leikirnir stundum verið eins og þeir væru að renna í gjaldþrot en alltaf koma stelpurnar til baka," sagði hann. "Þess vegna var ég ekkert stressaður. Mér fannst við alltaf vera skrefinu á undan." "Það var mikill karakter á bakvið þessi 2-3 síðustu mörk og það lýsir þessum stelpum. Það er ótrúlega dýrmætt fyrir félagið að eiga svona reynslumikla leikmenn sem geta alltaf komið til baka," sagði Alfreð Örn Finnsson.Berglind Íris átti frábæran leik.vísir/vilhelmBerglind Íris: Leist ekkert á blikuna "Þetta er svo skemmtilegt. Þegar maður fær tækifæri til að vera með í svona þá getur maður ekkert annað en sagt já," sagði Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals, sem fór á kostum í leiknum. Annað tímabilið í röð hefur hún verið neydd til að rífa skóna úr hillunni og spilar nú úrslitaleikinn á morgun. Berglind spilar yfirleitt vel í Höllinni og það var engin breyting á því í kvöld. "Það er svo mikilvægt að standa sig þegar maður er kominn hérna. Ég spilaði minn fyrsta bikarúrslitaleik 2000 og síðan liðu tíu ár fram að þeim næsta. Þess vegna ætla ég að njóta stundarinnar þegar ég fæ loksins að komast hingað aftur," sagði Berglind Íris. "Mér leist ekkert á blikuna þegar við vorum orðnar einum færri undir lokin. En mér fannst þetta frábær sigur liðsheildarinnar." Sóknarleikur Vals var ekki upp á marga fiska í kvöld en varnarleikurinn þeim mun betri. "Sóknarleikurinn hefur oft verið aðeins stirrðari, en við spiluðum fína vörn og það fleytti okkur áfram. Svo þarf alltaf að gera ráð fyrir sveiflum í svona bikarleikjum," sagði markvörðurinn sem segir liðið í góðu formi fyrir úrslitaleikinn. "Okkur líður bara vel og við ætlum að njóta laugardagsins. En við ætlum auðvitað að vinna leikinn. Maður fer ekki í úrslitaleik til að tapa."Karen Helga brýst í gegn.vísir/vilhelmKaren Helga: Langt síðan ég hef verið jafnléleg "Þetta var rosalega svekkjandi. Ég get ekki sagt annað," sagði Karen Helga Díönudóttir, leikstjórnandi Hauka, við Vísi eftir leikinn. "Við erum bara að fá okkur 22 mörk í leiknum og erum að spila frábæran varnarleik allan tímann. Það var skrekkur í okkur fyrst en síðan spiluðum við vel. Sóknarleikurinn var samt langt frá því sem hann á að vera." Haukarnir byrjuðu skelfilega í leiknum og lentu 5-0 undir. Karen kennir stressinu um. "Spennustigið var aðeins of hátt. Við náðum samt að sýna smá karakter að koma til baka og stilla það rétt. En það tekur á að vera alltaf að elta. Samt eigum við bara að gera betur." Karen Helga gerði nokkra tæknifeila í leiknum eins og allt Haukaliðið. Hún er sjálfgagnrýnin og tekur slakan sóknarleik síns liðs á sínar herðar. "Sóknarleikurinn var óagaður og ég tek það á mig. Það vantaði betri stjórn á hann á tímabili. Það er langt síðan ég hef verið jafnléleg í sókninni. Við vorum að taka fáránleg skot fyrir utan og engin steig upp. Það var eiginlega vandamálið," sagði Karen Helga. Íslenski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Valur er kominn í úrslit Coca Cola-bikars kvenna í handbolta eftir sigur á Haukum, 22-20, í fyrri undanúrslitaleiknum í Laugardalshöll í kvöld. Haukarnir virtust langt frá því tilbúnir þegar flautað var til leiks og var eins og sviðið væri of stórt fyrir stúlkurnar úr Hafnarfirðinum. Valskonur, sem voru ekkert að spila neitt sérstakan sóknarleik, skoruðu fimm fyrstu mörkin og staðan 5-0 eftir átta mínútna leik. Skot Haukanna fyrstu mínúturnar voru algjörlega galin; annað hvort var Berglind Íris Hansdóttir löngu mætt í horninu sem Haukarnir skutu í eða skotin fóru margra metra framhjá eða yfir. Ragnheiður Ragnarsdóttir skoraði fyrsta mark Hauka eftir níu mínútur og 30 sekúndur og þá komust Hafnfirðingarnir strax í gang. Eftir að skora ekki í fyrstu sjö sóknum leiksins settu Haukar fimm í röð og jöfnuðu leikinn, 5-5. Á þeim tíma fóru Valsstúlkur einnig með sjö sóknir í röð og hjálpaði það Haukunum að Sólveig Ásmundsdóttir hitnaði í markinu. Hún lauk fyrri hálfleiknum með níu varin skot á móti ellefu vörðum skotum Berglindar sem var frábær í marki Vals. Valur stillti upp reynsluboltum í leiknum og var Ágústa Edda Björnsdóttir mætt til leiks, en hún spilaði síðast með Stjörnunni fyrir tveimur árum síðan. Hún sýndi strax hvað hún kann og fiskaði vítakast. Kristín Guðmundsdóttir skaut og skaut á markið fyrir Val og var komin með sjö mörk í fyrri hálfleik úr 14 skotum. Sóknarleikur Vals var sem fyrr segir ekkert frábær en hann dugði til að ná tveggja marka forystu í hálfleik, 11-9.vísir/vilhelmHaukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur. Þeir skoruðu þrjú mörk á móti einu og jöfnuðu leikinn í 12-12. Sóknarleikur Vals var virkilega slakur til að byrja með í seinni hálfleik og virtist sem sumar í Valsliðinu væru alveg sprungnar. Þær gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum; köstuðu boltanum annað hvort út af eða skutu slökum skotum í varnarvegginn. Þetta nýttu Haukarnir sér og komust inn í leikinn. En ólseigt Valsliðið var ekkert að fara að gefa neitt eftir og náði aftur þriggja marka forystu, 16-13. Haukarnir voru í eltingarleik nær allan tímann sem átti eftir að segja til sín á endanum. Í stöðunni 19-16 var útlitið ekki gott fyrir Haukana sem börðust þó fyrir sínu, skoruðu fjögur mörk á móti einu og jöfnuðu leikinn í 20-20 þegar þegar rétt rúm mínúta var eftir af leiknum. Svakaleg spenna og Haukunum til mikils hróss hversu sterkar þær komu til baka. Þegar tæp mínúta var eftir skoraði Morgan Marie Þorkelsdóttir 21. mark Hauka með glæsilegu skoti úr horninu. Haukarnir gerðu einn af fjölmörgum tæknifeilum sínum í síðustu sókn sinni og leikurinn því sama og búinn. Sigurlaug Rúnarsdóttir innsiglaði sigurinn fyrir Val með síðasta marki leiksins og Berglind Íris Hansdóttir kórónaði frábæran leik sinn með vörslu til að klára leikinn. Hún varði alls 20 skot eða 51 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Sólveg Ásmundsdóttir varði 21 skot í Haukamarkinu og var með sama hlutfall varið. Kristín Guðmundsdóttir skoraði ellefu mörk fyrir Val en Marija Gedriot sjö fyrir Hauka.Ágústa Edda Björnsdóttir sneri óvænt aftur í lið Vals.vísir/vilhelmAlfreð Örn: Leikirnir stundum verið að renna í gjaldþrot "Ég hélt þetta væri komið fyrr en við leyfðum þeim alltaf að koma inn í leikinn aftur. En það er hluti af þessu," sagði sigurreifur Alfreð Örn Finnsson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir leikinn. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hafði ekki tíma til að ræða við blaðamenn eftir leik þar sem hann þurfti að rjúka í Vodafone-höllina að þjálfa karlaliðið sem mætir FH í undanúrslitum á morgun. Hvað skóp sigurinn hjá Val í kvöld? "Vörnin og markvarslan var mjög góð allan leikinn og við erum aldrei að gefa neitt eftir þar. Svo erum við að mjatla inn mörkum jafnt og þétt og erum að spila agað," sagði Alfreð. Þrátt fyrir að gera urmul tæknifeila í seinni hálfleik rúlluðu Valsþjálfararnir ekki mikið á liðinu. Alfreð var ekki alveg sammála þeirri fullyrðingu. En hann var ánægður með karakterinn í liðinu að klára dæmið. "Við rúlluðum ágætlega og leyfðum leikmönnum að fá nokkrar mínútur. Við vorum svona aðeins að hugsa um það. Þessar stelpur hafa verið svo oft í þessu. Bara í vetur hafa leikirnir stundum verið eins og þeir væru að renna í gjaldþrot en alltaf koma stelpurnar til baka," sagði hann. "Þess vegna var ég ekkert stressaður. Mér fannst við alltaf vera skrefinu á undan." "Það var mikill karakter á bakvið þessi 2-3 síðustu mörk og það lýsir þessum stelpum. Það er ótrúlega dýrmætt fyrir félagið að eiga svona reynslumikla leikmenn sem geta alltaf komið til baka," sagði Alfreð Örn Finnsson.Berglind Íris átti frábæran leik.vísir/vilhelmBerglind Íris: Leist ekkert á blikuna "Þetta er svo skemmtilegt. Þegar maður fær tækifæri til að vera með í svona þá getur maður ekkert annað en sagt já," sagði Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals, sem fór á kostum í leiknum. Annað tímabilið í röð hefur hún verið neydd til að rífa skóna úr hillunni og spilar nú úrslitaleikinn á morgun. Berglind spilar yfirleitt vel í Höllinni og það var engin breyting á því í kvöld. "Það er svo mikilvægt að standa sig þegar maður er kominn hérna. Ég spilaði minn fyrsta bikarúrslitaleik 2000 og síðan liðu tíu ár fram að þeim næsta. Þess vegna ætla ég að njóta stundarinnar þegar ég fæ loksins að komast hingað aftur," sagði Berglind Íris. "Mér leist ekkert á blikuna þegar við vorum orðnar einum færri undir lokin. En mér fannst þetta frábær sigur liðsheildarinnar." Sóknarleikur Vals var ekki upp á marga fiska í kvöld en varnarleikurinn þeim mun betri. "Sóknarleikurinn hefur oft verið aðeins stirrðari, en við spiluðum fína vörn og það fleytti okkur áfram. Svo þarf alltaf að gera ráð fyrir sveiflum í svona bikarleikjum," sagði markvörðurinn sem segir liðið í góðu formi fyrir úrslitaleikinn. "Okkur líður bara vel og við ætlum að njóta laugardagsins. En við ætlum auðvitað að vinna leikinn. Maður fer ekki í úrslitaleik til að tapa."Karen Helga brýst í gegn.vísir/vilhelmKaren Helga: Langt síðan ég hef verið jafnléleg "Þetta var rosalega svekkjandi. Ég get ekki sagt annað," sagði Karen Helga Díönudóttir, leikstjórnandi Hauka, við Vísi eftir leikinn. "Við erum bara að fá okkur 22 mörk í leiknum og erum að spila frábæran varnarleik allan tímann. Það var skrekkur í okkur fyrst en síðan spiluðum við vel. Sóknarleikurinn var samt langt frá því sem hann á að vera." Haukarnir byrjuðu skelfilega í leiknum og lentu 5-0 undir. Karen kennir stressinu um. "Spennustigið var aðeins of hátt. Við náðum samt að sýna smá karakter að koma til baka og stilla það rétt. En það tekur á að vera alltaf að elta. Samt eigum við bara að gera betur." Karen Helga gerði nokkra tæknifeila í leiknum eins og allt Haukaliðið. Hún er sjálfgagnrýnin og tekur slakan sóknarleik síns liðs á sínar herðar. "Sóknarleikurinn var óagaður og ég tek það á mig. Það vantaði betri stjórn á hann á tímabili. Það er langt síðan ég hef verið jafnléleg í sókninni. Við vorum að taka fáránleg skot fyrir utan og engin steig upp. Það var eiginlega vandamálið," sagði Karen Helga.
Íslenski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira