Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 8. mars 2015 00:01 Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. KR-ingar tóku við deildarmeistaratitlinum eftir leikinn en liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu og þykja gríðarlega sigurstranglegir í úrslitakeppninni sem framundan er í Dominos-deildinni.Hér að ofan má sjá myndband af því þegar KR-ingar lyftu deildarmeistaratitlinum. Leikurinn hófst vel fyrir deildarmeistara KR en þeir ætluðu sér greinilega að vinna þennan leik fyrir framan sína áhorfendur. Strax á upphafsmínútunum náðu þeir nokkra stiga forystu og létu hana ekki af hendi. Sóknarlega voru Þórsarar út á túni og lítið sem ekkert gekk upp hjá gestunum. Enda skoraði liðið aðeins 13 stig í fyrsta leikhlutanum. Staðan eftir tíu mínútna leik var 25-13. Áfram hélt sama þróun á leiknum í öðrum leikhluta og voru Þórsarar einfaldlega ekki rétt innstilltir fyrir þetta verkefni. KR-ingar sýndu af hverju liðið er aðeins búið að tapa tveimur leikjum á tímabilinu og náði mest 22 stiga forskoti, 50-28, í leikhlutanum. Staðan í hálfleik var 52-31 og þurftu Þórsarar frá Þorlákshöfn á kraftaverki að halda. Í upphafi síðari hálfleiks byrjuðu KR-ingar strax á því að ná 30 stiga forskoti, 63-33, og gaf það heldur betur tóninn fyrir það sem koma skildi. Það er skemmst frá því að segja að Þórsarar áttu aldrei möguleika í þennan leik. Liðið var nokkrum skrefum á eftir KR-ingum á öllum sviðum körfuboltans. Á tíma voru KR-ingar að leika sér að þeim grænu og sýndu oft á tíðum skemmtileg tilþrif. KR vann að lokum öruggan sigur, 120-78, og tóku síðan við deildarmeistaratitlinum eftir leikinn. KR-ingar náðu mest 42 stiga forskoti í leiknum og var það þegar hann var flautaður af. Michael Craion var frábær í liði KR í kvöld og gerði 30 stig. Tölfræði leiks: KR-Þór Þ. 120-78 (25-13, 27-18, 35-19, 33-28)KR: Michael Craion 30/19 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Björn Kristjánsson 17/11 fráköst, Darri Hilmarsson 17, Brynjar Þór Björnsson 12/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 10, Illugi Steingrímsson 9, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6, Helgi Már Magnússon 6/6 stoðsendingar, Þorgeir Kristinn Blöndal 5, Vilhjálmur Kári Jensson 2, Darri Freyr Atlason 0.Þór Þ.: Grétar Ingi Erlendsson 18/9 fráköst, Oddur Ólafsson 12, Tómas Heiðar Tómasson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10, Darrin Govens 8/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Nemanja Sovic 4, Davíð Arnar Ágústsson 3, Halldór Garðar Hermannsson 2, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 1, Jón Jökull Þráinsson 0. Benedikt: Himinn og haf á milli þessara liða„Við vorum bara teknir í bakaríið í kvöld,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór Þ., eftir tapið í kvöld. „Það var bara himinn og haf á milli þessara liða í kvöld, það er ekki spurning. Ég held að menn hafi verið að reyna en við áttum bara við ofurefli að etja í kvöld.“ Benedikt segir að Michael Craion hafi verið erfiður undir körfunni og KR liðið hafi allt hitt vel fyrir utan teig. „Munurinn var bara svona mikill í kvöld þegar við erum að spila illa og þeir mjög vel. Við töpuðum illa fyrir þeim fyrr í vetur og þeir eru bara töluvert betri en öll lið í deildinni.“ Hann segir að liðið þurfi að spila mun betur á móti Njarðvíkingum í næstu umferð en það er síðasti leikur Þórsara í deildarkeppninni. Finnur: Pavel líklega ekki með í 8-liða úrslitunum„Þetta var bara virkilega góð frammistaða, alveg frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Þetta far bara kærkominn endir á deildarkeppninni hér í DHL-höllinni. Við kunnum mjög vel við þennan titil og höfum lagt hart að okkur allt tímabilið til að ná fyrsta sætinu og heimaleikjaréttinum.“ Finnur segir að deildarmeistaratitillinn segi að liðið sé búið að vera jafnbest allt tímabilið. Pavel Ermolinskij meiddist illa í bikarúrslitunum gegn Stjörnunni og hefur ekki leikið síðan. „Það kæmi mér á óvart ef hann myndi ná 8-liða úrslitunum með okkur. Hann hvílir líklega í fyrstu umferð og menn verða þá bara að stíga upp og við þurfum að koma okkur áfram.“ Leiklýsing: KR - Þór Þ.Leik lokið (120-78): Öruggt frá fyrstu mínútu.4. leikhluti (101-61) KR-ingar komnir með fjörutíu stiga forskot. Magnað. 4. leikhluti (95-58): Finnur Atli að setja niður sinn annan þrist í leiknum. 3. leikhluta lokið (87-50): Ekki mikil spenna hér í Vesturbænum. Hjá KR eru ungu strákarnir komnir inn á og eiga greinilega að klára leikinn. 3. leikhluti (80-46): Svakalegur leikur hjá KR. Þeir eru bara að leika sér að andstæðingnum. Þetta er með ólíkindum. Að hugsa sér að Þór Þ. hafi unnið Stjörnuna á dögunum en Stjarnan vann KR í bikarúrslitunum. 3. leikhluti (72-41): Michael Craion með svakalega troðslu. Fín stemning á pöllunum. Enda sést í bikar sem KR-ingar taka við eftir leik. Þeir eru deildarmeistarar og ekki á leiðinni að tapa þessum leik. Hann er í raun búinn. Craion kominn með 21 stig. 3. leikhluti (67-35): Þetta er að breytast í algjöra martröð fyrir Þórsara. Brynjar Þór með þrist, enda kallaður Brynjar þristur. 3. leikhluti (60-33): Þá er síðari hálfleikurinn farinn af stað og ekki byrjar þetta vel fyrir Þórsarar. Það munar núna 27 stiga á þessum liðum. Hálfleikur (52-31): Ekki er það spennandi hér í Vesturbænum og Þórsarar fara með skelfilega stöðu inn til búningsherbergja. 2. leikhluti (50-28): KR-ingar með 22 stiga forskot þegar lítið er eftir af fyrri hálfleiknum. 2. leikhluti (46-28): KR-ingar með föst tök á þessum leik og virðast ekki ætla gefa neitt eftir. 2. leikhluti (37-27): Oddur Ólafsson með flottan þrist fyrir Þórsara. Tíu stiga munur. 2. leikhluti (34-22): Pawel er enn fjarri góðu gamni hjá KR eftir að hafa meiðst í bikarúrslitunum. Hann heldur sér samt heitum og hjólar fyrir aftan varamannabekk KR-inga. 2. leikhluti (29-19): Það er smá líf í gestunum frá Þorlákshöfn í upphafi annars leikhluta. 1. leikhluta lokið (25-13): KR-ingar með fín tök á þessum leik og lítið að gerast hjá gestunum. Það eru flest allir leikmenn KR að taka vel þátt í þessum leik. 1. leikhluti (18-11): Björn Kristjánsson með fína takta hjá KR. Setur niður sniðskot og fær vítaskot að auki. Það fer að sjálfsögðu niður. 1. leikhluti (11-4): KR-ingar byrja leikinn vel. Þórsarar í vandræðum sóknarlega. 1. leikhluti (4-0): Michael Craion með fyrstu fjögur stig leiksins. 1. leikhluti (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað. Fyrir leik: Áhorfendur farnir að mæta í höllina, enda fer bikar á loft í kvöld. Fyrir leik: Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og hreinlega völtuðu yfir nýkrýnda bikarsmeistara Stjörnunnar á dögunum og geta svo sannarlega staðið í öllum liðum. Fyrir leik: Þórsarar eru aftur á móti í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppninni en liðið er í sjöunda sætinu með 20 stiga. Keflvíkingar eru í 6. sæti með sama stigafjölda og Grindvíkingar í sæti fyrir neðan Þórsara einnig með sama stigafjölda. Þessi þrjú lið með 20 stig og því væri frábært fyrir Þór. Þ. að vinna hér í kvöld. Fyrir leik: Leikur sem skiptir kannski ekki öllu fyrir heimamenn í KR en þeir eru orðnir deildarmeistarar.Fyrir leik: Góða kvöldið. Hér verður fylgst með leik KR og Þórs Þorlákshafnar í 21. umferð Domino's deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. KR-ingar tóku við deildarmeistaratitlinum eftir leikinn en liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu og þykja gríðarlega sigurstranglegir í úrslitakeppninni sem framundan er í Dominos-deildinni.Hér að ofan má sjá myndband af því þegar KR-ingar lyftu deildarmeistaratitlinum. Leikurinn hófst vel fyrir deildarmeistara KR en þeir ætluðu sér greinilega að vinna þennan leik fyrir framan sína áhorfendur. Strax á upphafsmínútunum náðu þeir nokkra stiga forystu og létu hana ekki af hendi. Sóknarlega voru Þórsarar út á túni og lítið sem ekkert gekk upp hjá gestunum. Enda skoraði liðið aðeins 13 stig í fyrsta leikhlutanum. Staðan eftir tíu mínútna leik var 25-13. Áfram hélt sama þróun á leiknum í öðrum leikhluta og voru Þórsarar einfaldlega ekki rétt innstilltir fyrir þetta verkefni. KR-ingar sýndu af hverju liðið er aðeins búið að tapa tveimur leikjum á tímabilinu og náði mest 22 stiga forskoti, 50-28, í leikhlutanum. Staðan í hálfleik var 52-31 og þurftu Þórsarar frá Þorlákshöfn á kraftaverki að halda. Í upphafi síðari hálfleiks byrjuðu KR-ingar strax á því að ná 30 stiga forskoti, 63-33, og gaf það heldur betur tóninn fyrir það sem koma skildi. Það er skemmst frá því að segja að Þórsarar áttu aldrei möguleika í þennan leik. Liðið var nokkrum skrefum á eftir KR-ingum á öllum sviðum körfuboltans. Á tíma voru KR-ingar að leika sér að þeim grænu og sýndu oft á tíðum skemmtileg tilþrif. KR vann að lokum öruggan sigur, 120-78, og tóku síðan við deildarmeistaratitlinum eftir leikinn. KR-ingar náðu mest 42 stiga forskoti í leiknum og var það þegar hann var flautaður af. Michael Craion var frábær í liði KR í kvöld og gerði 30 stig. Tölfræði leiks: KR-Þór Þ. 120-78 (25-13, 27-18, 35-19, 33-28)KR: Michael Craion 30/19 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Björn Kristjánsson 17/11 fráköst, Darri Hilmarsson 17, Brynjar Þór Björnsson 12/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 10, Illugi Steingrímsson 9, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6, Helgi Már Magnússon 6/6 stoðsendingar, Þorgeir Kristinn Blöndal 5, Vilhjálmur Kári Jensson 2, Darri Freyr Atlason 0.Þór Þ.: Grétar Ingi Erlendsson 18/9 fráköst, Oddur Ólafsson 12, Tómas Heiðar Tómasson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10, Darrin Govens 8/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Nemanja Sovic 4, Davíð Arnar Ágústsson 3, Halldór Garðar Hermannsson 2, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 1, Jón Jökull Þráinsson 0. Benedikt: Himinn og haf á milli þessara liða„Við vorum bara teknir í bakaríið í kvöld,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór Þ., eftir tapið í kvöld. „Það var bara himinn og haf á milli þessara liða í kvöld, það er ekki spurning. Ég held að menn hafi verið að reyna en við áttum bara við ofurefli að etja í kvöld.“ Benedikt segir að Michael Craion hafi verið erfiður undir körfunni og KR liðið hafi allt hitt vel fyrir utan teig. „Munurinn var bara svona mikill í kvöld þegar við erum að spila illa og þeir mjög vel. Við töpuðum illa fyrir þeim fyrr í vetur og þeir eru bara töluvert betri en öll lið í deildinni.“ Hann segir að liðið þurfi að spila mun betur á móti Njarðvíkingum í næstu umferð en það er síðasti leikur Þórsara í deildarkeppninni. Finnur: Pavel líklega ekki með í 8-liða úrslitunum„Þetta var bara virkilega góð frammistaða, alveg frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Þetta far bara kærkominn endir á deildarkeppninni hér í DHL-höllinni. Við kunnum mjög vel við þennan titil og höfum lagt hart að okkur allt tímabilið til að ná fyrsta sætinu og heimaleikjaréttinum.“ Finnur segir að deildarmeistaratitillinn segi að liðið sé búið að vera jafnbest allt tímabilið. Pavel Ermolinskij meiddist illa í bikarúrslitunum gegn Stjörnunni og hefur ekki leikið síðan. „Það kæmi mér á óvart ef hann myndi ná 8-liða úrslitunum með okkur. Hann hvílir líklega í fyrstu umferð og menn verða þá bara að stíga upp og við þurfum að koma okkur áfram.“ Leiklýsing: KR - Þór Þ.Leik lokið (120-78): Öruggt frá fyrstu mínútu.4. leikhluti (101-61) KR-ingar komnir með fjörutíu stiga forskot. Magnað. 4. leikhluti (95-58): Finnur Atli að setja niður sinn annan þrist í leiknum. 3. leikhluta lokið (87-50): Ekki mikil spenna hér í Vesturbænum. Hjá KR eru ungu strákarnir komnir inn á og eiga greinilega að klára leikinn. 3. leikhluti (80-46): Svakalegur leikur hjá KR. Þeir eru bara að leika sér að andstæðingnum. Þetta er með ólíkindum. Að hugsa sér að Þór Þ. hafi unnið Stjörnuna á dögunum en Stjarnan vann KR í bikarúrslitunum. 3. leikhluti (72-41): Michael Craion með svakalega troðslu. Fín stemning á pöllunum. Enda sést í bikar sem KR-ingar taka við eftir leik. Þeir eru deildarmeistarar og ekki á leiðinni að tapa þessum leik. Hann er í raun búinn. Craion kominn með 21 stig. 3. leikhluti (67-35): Þetta er að breytast í algjöra martröð fyrir Þórsara. Brynjar Þór með þrist, enda kallaður Brynjar þristur. 3. leikhluti (60-33): Þá er síðari hálfleikurinn farinn af stað og ekki byrjar þetta vel fyrir Þórsarar. Það munar núna 27 stiga á þessum liðum. Hálfleikur (52-31): Ekki er það spennandi hér í Vesturbænum og Þórsarar fara með skelfilega stöðu inn til búningsherbergja. 2. leikhluti (50-28): KR-ingar með 22 stiga forskot þegar lítið er eftir af fyrri hálfleiknum. 2. leikhluti (46-28): KR-ingar með föst tök á þessum leik og virðast ekki ætla gefa neitt eftir. 2. leikhluti (37-27): Oddur Ólafsson með flottan þrist fyrir Þórsara. Tíu stiga munur. 2. leikhluti (34-22): Pawel er enn fjarri góðu gamni hjá KR eftir að hafa meiðst í bikarúrslitunum. Hann heldur sér samt heitum og hjólar fyrir aftan varamannabekk KR-inga. 2. leikhluti (29-19): Það er smá líf í gestunum frá Þorlákshöfn í upphafi annars leikhluta. 1. leikhluta lokið (25-13): KR-ingar með fín tök á þessum leik og lítið að gerast hjá gestunum. Það eru flest allir leikmenn KR að taka vel þátt í þessum leik. 1. leikhluti (18-11): Björn Kristjánsson með fína takta hjá KR. Setur niður sniðskot og fær vítaskot að auki. Það fer að sjálfsögðu niður. 1. leikhluti (11-4): KR-ingar byrja leikinn vel. Þórsarar í vandræðum sóknarlega. 1. leikhluti (4-0): Michael Craion með fyrstu fjögur stig leiksins. 1. leikhluti (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað. Fyrir leik: Áhorfendur farnir að mæta í höllina, enda fer bikar á loft í kvöld. Fyrir leik: Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og hreinlega völtuðu yfir nýkrýnda bikarsmeistara Stjörnunnar á dögunum og geta svo sannarlega staðið í öllum liðum. Fyrir leik: Þórsarar eru aftur á móti í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppninni en liðið er í sjöunda sætinu með 20 stiga. Keflvíkingar eru í 6. sæti með sama stigafjölda og Grindvíkingar í sæti fyrir neðan Þórsara einnig með sama stigafjölda. Þessi þrjú lið með 20 stig og því væri frábært fyrir Þór. Þ. að vinna hér í kvöld. Fyrir leik: Leikur sem skiptir kannski ekki öllu fyrir heimamenn í KR en þeir eru orðnir deildarmeistarar.Fyrir leik: Góða kvöldið. Hér verður fylgst með leik KR og Þórs Þorlákshafnar í 21. umferð Domino's deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira