Þorsteinn Hjaltested ekki eini réttmæti erfingi Vatnsendajarðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2015 16:41 Hæstiréttur felldi úr gildi dóm héraðsdóms vegna Vatnsenda í Kópavogi. Vísir/Valli Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Þorsteinn Hjaltested sé réttmætur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Héraðsdómur hafði áður staðfest skipti á búi Sigurðar Hjaltested sem kváðu á um að Þorsteinn væri eini réttmæti erfingi jarðarinnar. Skiptastjóri taldi sig ekki geta farið gegn erfðaskrá sem gerð var árið 1938 og kvað meðal annars á um að jörðin skyldi erfast í beinan karllegg, ekki mætti selja hana og þar þyrfti ávallt að halda bú. Samkvæmt erfðaskránni var Þorsteinn erfingi jarðarinnar en Hæstiréttur metur það sem svo að ómögulegt sé að framkvæma erfðaskrána. Því beri að ráðstafa beinum eignarréttindum jarðarinnar til lögerfingja Sigurðar Hjaltested eftir almennum reglum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þorsteinn er í raun einn þeirra, auk fjórtán annarra. Milljarðar eru í húfi en Þorsteinn Hjaltested hefur fengið gríðarlega háar bætur greiddar frá Kópavogsbæ vegna þess að bærinn hefur tekið hluta jarðarinnar eignarnámi undir byggingarland. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór því svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966. Þá fór sonur hans af fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem enduðu með því að ekkja Sigurðar þurfti að flytja af jörðinni. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltested, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferli þau sem nú hafa verið leidd til lykta hófust árið 2007 og hafa því staðið í 8 ár. Málinu er þó í raun ekki lokið þar sem skipta þarf búi Sigurðar Hjaltested frá árinu 1966 aftur. Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Þorsteinn Hjaltested sé réttmætur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Héraðsdómur hafði áður staðfest skipti á búi Sigurðar Hjaltested sem kváðu á um að Þorsteinn væri eini réttmæti erfingi jarðarinnar. Skiptastjóri taldi sig ekki geta farið gegn erfðaskrá sem gerð var árið 1938 og kvað meðal annars á um að jörðin skyldi erfast í beinan karllegg, ekki mætti selja hana og þar þyrfti ávallt að halda bú. Samkvæmt erfðaskránni var Þorsteinn erfingi jarðarinnar en Hæstiréttur metur það sem svo að ómögulegt sé að framkvæma erfðaskrána. Því beri að ráðstafa beinum eignarréttindum jarðarinnar til lögerfingja Sigurðar Hjaltested eftir almennum reglum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þorsteinn er í raun einn þeirra, auk fjórtán annarra. Milljarðar eru í húfi en Þorsteinn Hjaltested hefur fengið gríðarlega háar bætur greiddar frá Kópavogsbæ vegna þess að bærinn hefur tekið hluta jarðarinnar eignarnámi undir byggingarland. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór því svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966. Þá fór sonur hans af fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem enduðu með því að ekkja Sigurðar þurfti að flytja af jörðinni. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltested, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferli þau sem nú hafa verið leidd til lykta hófust árið 2007 og hafa því staðið í 8 ár. Málinu er þó í raun ekki lokið þar sem skipta þarf búi Sigurðar Hjaltested frá árinu 1966 aftur. Dóm Hæstaréttar má nálgast hér.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira