Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 100-103 | Hádramatík og umdeild atvik Elvar Geir Magnússon í Ásgarði skrifar 5. mars 2015 21:45 Frá bikarúrslitaleiknum. vísir/þórdís KR-ingar hafa aldrei tapað fyrir Stjörnunni í deildarkeppni þegar leikið er í Garðabæ og það breyttist ekki í kvöld þó litlu hafi munað. KR tryggði sér sigurinn á síðustu sekúndunum í hreint mögnuðum og sveiflukenndum körfuboltaleik. 100-103 enduðu leikar fyrir KR sem hafði fyrir leikinn tryggt sér deildarmeistaratitilinn en var gírað í að hefna fyrir tapið gegn Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Stjarnan hefur tapað báðum leikjum sínum eftir bikarúrslitin en Garðabæjarliðið er í harðri baráttu um heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Stjarnan var með forystuna í hálfleik og voru í raun klaufar að hafa ekki náð að ýta KR-ingum lengra aftur frá sér. En þegar Dagur Kár Jónsson fékk óíþróttamannslega villu og var kominn með fjórar villur fóru hlutirnir að vinna með KR. Þjálfari Stjörnunnar ekki sáttur við dómarana eins og sjá má í viðtali hér að neðan. Stjörnumenn geta sjálfum sér um kennt því byrjun þeirra á fjórða leikhluta var ekki boðleg. KR-ingar léku á als oddi og náðu góðri forystu. En Stjarnan kom til baka og lokasekúndur leiksins voru hádramatískar. Darri Hilmarsson skoraði sigurkörfuna örfáum sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan reyndi skot til að koma leiknum í framlengingu en ekki vildi það fara ofan í. Stoltið og bikarhefndin gerðu það að verkum að KR-ingar, þegar orðnir deildarmeistarar, náðu að gíra sig í þennan leik. Michael Craion fór hamförum og var án nokkurs vafa maður leiksins. Stjarnan átti í tómu basli með manninn. Dagur Kár Jónsson var bestur Stjörnumanna en hann hélt flugeldasýningu í fyrri hálfleik.Hrafn Kristjáns: Þá er ekki mikið eftir af tilþrifunum og ástinni„KR-ingar komu inn eins og við ætluðumst til að þeir gerðu. Þeir tóku vel á því og sýndu mikinn karakter. Þeir eiga hrós skilið fyrir leikinn. Ég vil meina að við höfum í rauninni gert það líka í rauninni," segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar. „Ég vil meina að við höfum lent í hvirfilbyl í þriðja leikhluta. Þá gerast hlutir sem gerast ekki oft. Þá komu stolnir boltar og ásetningsvilla og fjórða villa á nánast sömu sekúndunni á Dag Kár sem var búinn að vera að öllum ólöstuðum besti maður vallarins fram að því." Þessi atburðarás setti áætlanir Stjörnunnar algjörlega úr skorðum og KR-ingar komust á bragðið. Hrafn var ekki sammála dómurunum. „Ungur drengur sem er að reyna að vinna upp fyrir mistök pinnar boltann á spjaldið og kemur aðeins við líkama andstæðingsins með skrokknum á sér. Ef það er orðin óíþróttamannsleg villa í dag þá er ekki mikið eftir af tilþrifunum og ástinni sem maður á að bera fyrir þessum leik." „Ég þarf að skoða það aftur hvort hann hafi ekki bara í fjórðu villunni potað löngutöng í boltann. Að vera á 20 sekúndum kominn með fjórar villur á besta leikmann vallarins það breytir óneitanlega plönunum. Ég ætla ekki að tuða yfir villunum á móti Craion, stóru mennirnir voru með villurnar af ástæðu, hann er erfiður." Um framhaldið segir Hrafn að liðið þurfi tvo sigra til að eiga einhverja möguleika á heimaleikjaréttinum. „Þá er bara málið að ná í þá leiki. Við erum pínu fáliðaðir og höfum allavega misst Jón (Orra Kristjánsson) út tímabilið og svo þarf að sjá til með Tómas (Hilmarsson). Þetta getur orðið erfitt en það sagði enginn að þetta yrði auðvelt," segir Hrafn.Finnur Freyr: Liðið fór út úr „sóló"-heimi„Þetta var þungt í byrjun en svo komu góð tilþrif á báða bóga," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. Undirritaður bað hann um að lýsa byrjuninni á fjórða leikhlutanum. „Við létum loksins hafa fyrir okkur og vorum tilbúnir að ýta frá okkur og berjast fyrir hvorn annan. Menn lögðu sig fram fyrir liðið í stað þess að vera í einhverjum „sóló"-heimi. Liðið vaknaði." „Við vorum að gera skelfileg mistök inni á milli, heimskuleg mistök. Að sama skapi var Stjarnan að spila vel útfærðar sóknir oft á tíðum. Dagur var gjörsamlega á eldi í fyrri hálfleik. Þetta var flottur körfuboltaleikur og hefði dottið hvoru megin sem var." Michael Craion var hreinlega magnaður með KR. Skoraði hann 37 stig og tók 20 fráköst. „Hann var frábær þegar við komum boltanum á hann. Eins og oft áður var vandamálið að koma boltanum nógu andskoti oft inn á hann. Alltaf þegar við hittum á hann fengum við gott skot eða körfu," segir Finnur. „Nú er bara hratt prógramm. Við erum búnir að æfa vel síðan í síðasta leik. Við eigum Þórsarana í næsta leik og svo Fjölni. Við þurfum að halda áfram að gíra okkur upp og bæta okkur."Stjarnan-KR 100-103 (25-21, 30-29, 22-28, 23-25)Stjarnan: Jeremy Martez Atkinson 32/15 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 28, Marvin Valdimarsson 19, Justin Shouse 12/4 fráköst/11 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 4, Tómas Þórður Hilmarsson 3, Elías Orri Gíslason 2.KR: Michael Craion 37/20 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 18/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 10/5 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 8, Darri Hilmarsson 8/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 5, Finnur Atli Magnússon 2/5 fráköst.Leiklýsing: Stjarnan - KR LEIK LOKIÐ - STJARNAN 100-103 KR: ÞESSAR SEKÚNDUR DUGÐU KR! Darri Hilmarsson setti niður þrist! Vá! Viðtöl og nánari umfjöllun á leiðinni ásamt tölfræði. 4. leikhluti - Stjarnan 100-100 KR: GEGGJAÐUR KÖRFUBOLTALEIKUR! Þvílík leið til að eyða fimmtudagskvöldi. Stjarnan þurfti þrist og Dagur Kár smellti honum niður!!! 6 sekúndur eftir. KR með leikhlé! Förum við í framlengingu? 4. leikhluti - Stjarnan 97-100 KR: Stjarnan klúðraði sókn og KR fór upp. Brynjar Þór Björnsson skoraði tvö stig. 12 sekúndur eftir. Stjarnan tekur leikhlé. Sú spenna. Endurtek: 12 sekúndur eftir! 4. leikhluti - Stjarnan 97-98 KR: Jeremy skorar og minnkar muninn. Mínúta eftir. 4. leikhluti - Stjarnan 95-98 KR: Michael Craion kominn með 37 stig. Sýning frá honum í kvöld. Stjarnan tekur leikhlé! 1:24 eftir. 4. leikhluti - Stjarnan 95-96 KR: Helgi Már með þrist fyrir KR og Marvin svo með þrist fyrir Stjörnuna. VÁ!!! 4. leikhluti - Stjarnan 92-93 KR: Jeremy Atkinson á vítalínunni, setti annað skotið ofan í. Magni Hafsteinsson kominn með fimm villur. Geggjaður leikur! Ég er að svitna hérna í fréttamannastúkunni. 2:20 eftir. 4. leikhluti - Stjarnan 91-93 KR: Stjarnan að eiga draumakafla núna! Sveiflur og stemning. 3:00 eftir. 4. leikhluti - Stjarnan 89-93 KR: Dagur Kár var að setja tvö af vítalínunni. Spennan heldur sér alveg! 4:10 eftir. Leikhlé áðan og Finnur Freyr þjálfari KR þrumaði yfir sínum mönnum. Svo var Stjarnan að ræna boltanum í þessum skrifuðu orðum! Munurinn bara fjögur stig. 4. leikhluti - Stjarnan 82-93 KR: Maður er enn að ná áttum! Rosalegt hvernig þessi leikur stökkbreyttist á svipstundu í upphafi fjórðungsins. 5:30 eftir. Minni á að Stjarnan hefur aldrei unnið KR í deildarleik í Garðabæ. Virðist ekki ætla að breytast, eða hvað? 4. leikhluti - Stjarnan 79-89 KR: Loksins skoraði Stjarnan í fjórða leikhluta. Finnur Atli Magnússon KR-ingur var að fá sína fimmtu villu. 4. leikhluti - Stjarnan 77-89 KR: Þetta heldur áfram! 4. leikhluti - Stjarnan 77-87 KR: ÓSKABYRJUN KR á fjórða leikhlutanum! Stjarnan er í molum. Vesturbæjarliðið er komið með tíu stiga forystu skyndilega. Liðið hefur ekki verið með svona mikla forystu áður í leiknum. Craion verið á eldi og er kominn með 31 stig, þvílíkur leikur hjá kallinum, og Helgi 15. Stjarnan tekur leikhlé! 4. leikhluti - Stjarnan 77-83 KR: Helgi Már setur fjórða leikhlutann á því að henda niður þrigga stiga og Magni Hafsteinsson skoraði svo tvö auk þess að fá víti. Vítaskotið fór ekki ofaní! 3. leikhluta lokið - Stjarnan 77-78 KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson jafnaði í 75-75 en Justin Shouse svaraði með tveimur stigum hinumegin. KR setti svo niður körfu auk þess að fá víti og leiðir með einu fyrir lokafjórðunginn. Hann verður einhver skemmtun. 3. leikhluti - Stjarnan 73-70 KR: Eftir frábært áhlaup KR komast Garðbæingar aftur upp á tærnar. Þessi leikur! 3. leikhluti - Stjarnan 68-70 KR: Taflinu snúið! Gestirnir hafa náð forystunni. Meistaraflokkur Stjörnunnar í fótbolta er búinn að ljúka æfingu og hópur úr þeim flokki mættur að horfa á. Þar á meðal Daníel Laxdal, Halldór Orri og Ólafur Karl Finsen. 3. leikhluti - Stjarnan 68-68 KR: KR á mann sem heitir Michael Craion og var að jafna. Hann er nú kominn með 26 stig alls. Spenna, spenna og spenna! Hvar ert þú? 3. leikhluti - Stjarnan 66-65 KR: Dýrmætt! Björn Kristjánsson náði að ræna boltanum í tvígang með stuttu millibili! Skoraði fyrst tvö stig og krækti svo í villu á Dag Kár! Setti niður bæði vítin. KR heldur boltanum. Gæti reynst afar dýrmætt þegar upp verður staðið! Vel gert Björn. 3. leikhluti - Stjarnan 64-56 KR: Stærsta forysta sem náðst hefur í leiknum. 3. leikhluti - Stjarnan 59-52 KR: Miðað við fjörið á vellinum sjálfum er áhorfendur óvenju rólegir. Er eins og það sé sunnudagur. Hljóta að fara að gíra sig betur upp þegar fer að nálgast leikslokin. Seinni hálfleikur að hefjast - Ég er svo ólýsanlega tilbúinn í seinni hálfleik! Þetta verður eitthvað ákaflega gómsætt. Stjörnumenn leiða verðskuldað eftir góða byrjun KR á leiknum. HÁLFLEIKUR - Stjarnan 55-50 KR: ROSALEGUR endir á fyrri hálfleiknum. Dagur Kár Jónsson setti niður þrist af löngu færi og kláraði hálfleikinn með 24 stig. Jeremy Atkinson með 16 stig. Craion með 15 fyrir KR og Helgi Már 12. Stjarnan hefur mest náð 7 stiga forystu í leiknum en KR 5. Jeremy Atkinson er frákastahæstur á vellinum með 4 fráköst. 2. leikhluti - Stjarnan 49-44 KR: Michael Craion búinn að vera ansi öflugur hjá KR og er kominn með 15 stig. Helgi Már Magnússon með 8 stig. Nákvæmlega mínúta til hálfleiks. 2. leikhluti - Stjarnan 45-40 KR: Darri Hilmarsson setti niður þrist fyrir KR og þá svaraði bara Dagur Kár Jónsson og gerði slíkt hið sama. Fagnaði með því að þykast skjóta úr boga. Dagur kominn með 18 stig fyrir Stjörnustráka. 2. leikhluti - Stjarnan 42-35 KR: Justin Shouse virðist vera að detta í fluggírinn og er ansi naskur að finna vini sína og félaga núna. Flottar sóknir að sjást. 2. leikhluti - Stjarnan 36-31 KR: Jeremy Martez Atkinson að stela boltanum á skemmtilegan hátt og henti svo boltanum í körfuna við mikla kátínu áhorfenda á bandi Stjörnunnar. Skemmtanagildið í leiknum í hámarki þó körfuboltinn sé alls ekki fullkominn og mistök gerð hjá báðum liðum. KR tekur leikhlé! 2. leikhluti - Stjarnan 27-29 KR: "Hvaða rugl er þetta? Þið eruð alltaf að búa til eitthvað! Hann kom ekki við hann!" heyrist af bekknum hjá KR. Menn þar eru ekki alveg sáttir við dómgæsluna hér í byrjun. Annars var Stjarnan að klúðra víti og KR refsaði með því að skora strax í næstu sókn. 2. leikhluti - Stjarnan 26-25 KR: Dagur Kár Jónsson stigahæstur Stjörnumanna með tíu stig. Michael Craion með níu stig fyrir KR. 1. leikhluta lokið - Stjarnan 25-21 KR: "Hann er algjör snillingur þessi maður!" segir sessunautur minn um Justin Shouse sem átti lokaorðið í fjórðungnum með afar huggulegri körfu! Stjarnan með fjögurra stiga forystu þegar menn fá hlé til að fá sér eins og 3 vatnssopa. Tek annars undir þetta. Justin er snillingur.1. leikhluti - Stjarnan 19-19 KR: Maður fær flassbakk í gamla fréttatímann á Stöð 2! 19-19 og mikil spenna. Svona á þetta að vera. Lofandi byrjun á leiknum og rúmar 2 mínútur í að fjórðungurinn klárist. 1. leikhluti - Stjarnan 15-16 KR: Sveiflukennt í byrjun og liðin skiptast á að taka forystuna. Fer fjörlega af stað og ákefðarstigið er mikið eins og Guðjón Þórðarson myndi segja. 1. leikhluti - Stjarnan 10-8 KR: Stjarnan tekur forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Dagur Kár Jónsson á heiðurinn af því. Setti niður þrist. 1. leikhluti - Stjarnan 3-5 KR: Farið af stað. Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu körfu leiksins og setti Helgi Már Magnússon þrist. Marvin Valdimarsson með fyrstu stig Stjörnunnar og það var þristur frá kappanum. Fyrir leik: Jæja leikmenn að gera sig klára... ef við ætlum að fá spennandi leik er ljóst að Stjarnan þarf að gera mun betur en liðið gerði í fyrsta leik eftir bikarúrslitin. Þá tapaðist illa gegn Þór Þorlákshöfn. Talsvert fleiri Garðbæingar mættir í stúkuna en það á vonandi eftir að fjölga frekar þega líður á fyrsta fjórðung. Fyrir leik: Það má ekki gleyma þriðja liðinu! Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Einar Þór Skarphéðinsson flautuleikarar kvöldsins. Ég var að vonast eftir Leifi Garðarssyni en maður fær ekki allt sem maður vill. Fyrir leik: Keppnislýsingin er komin á og spekingar farnir að spá í spilin í stúkunni. Nú vantar bara kaffi í fréttamannastúkuna... og aðeins fleiri í stúkuna... og þá má flauta þetta á! Fyrir leik: Sturluð staðreynd leiksins: KR hefur aldrei tapað deildarleik gegn Stjörnunni í Garðabæ! Stjarnan hefur aðeins unnið KR á heimavelli í úrslitakeppni. Viðurkenni þó að ég var ekki að fletta upp í stílabókum Óskars Ófeigs til að finna þetta út. Staðreyndinni er rænt af karfan.is. Fyrir leik: Pavel Ermolinskij mun ekki vera með KR-liðinu í þremur síðustu leikjum liðsins í Dominos-deildinni en ætti að geta spilað með KR-liðinu í úrslitakeppninni. Lesið nánar um málið hér. Fyrir leik: Það fer ekki framhjá nokkrum manni í Garðabæ að það eru hamborgarar á grillinu hér fyrir utan. Lyktin er yfirgnæfandi og berst alla leið til IKEA. Þó það sé ekki bikar undir í kvöld hlýtur meginþorri þeirra sem mætti á bikarúrslitin að vilja skella sér á þennan leik. Fyrir leik: Þó Stjarnan þurfi klárlega mun meira á stigunum að halda í kvöld þá er ekki við öðru að búast en að KR-ingar gefi allt í þetta. Þeir muna vel eftir bikarúrslitaleiknum þar sem þessi lið mættust fyrir tæplega tveimur vikum. Stjarnan vann afar dramatískan sigur. Sá leikur. Ég er ekki kröfuharður maður en fer fram á svipaða spennu í kvöld. Fyrir leik: Það er ákveðið þema í gangi hjá DJ kvöldsins í Ásgarði. Spiluð er tónlist sem átti miklum vinsældum að fagna á Vegamótum þegar frægð staðarins sem skemmtistaður stóð sem hæst. Góðar minningar fyrir marga lesendur Vísis án nokkurs vafa.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og KR lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
KR-ingar hafa aldrei tapað fyrir Stjörnunni í deildarkeppni þegar leikið er í Garðabæ og það breyttist ekki í kvöld þó litlu hafi munað. KR tryggði sér sigurinn á síðustu sekúndunum í hreint mögnuðum og sveiflukenndum körfuboltaleik. 100-103 enduðu leikar fyrir KR sem hafði fyrir leikinn tryggt sér deildarmeistaratitilinn en var gírað í að hefna fyrir tapið gegn Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Stjarnan hefur tapað báðum leikjum sínum eftir bikarúrslitin en Garðabæjarliðið er í harðri baráttu um heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Stjarnan var með forystuna í hálfleik og voru í raun klaufar að hafa ekki náð að ýta KR-ingum lengra aftur frá sér. En þegar Dagur Kár Jónsson fékk óíþróttamannslega villu og var kominn með fjórar villur fóru hlutirnir að vinna með KR. Þjálfari Stjörnunnar ekki sáttur við dómarana eins og sjá má í viðtali hér að neðan. Stjörnumenn geta sjálfum sér um kennt því byrjun þeirra á fjórða leikhluta var ekki boðleg. KR-ingar léku á als oddi og náðu góðri forystu. En Stjarnan kom til baka og lokasekúndur leiksins voru hádramatískar. Darri Hilmarsson skoraði sigurkörfuna örfáum sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan reyndi skot til að koma leiknum í framlengingu en ekki vildi það fara ofan í. Stoltið og bikarhefndin gerðu það að verkum að KR-ingar, þegar orðnir deildarmeistarar, náðu að gíra sig í þennan leik. Michael Craion fór hamförum og var án nokkurs vafa maður leiksins. Stjarnan átti í tómu basli með manninn. Dagur Kár Jónsson var bestur Stjörnumanna en hann hélt flugeldasýningu í fyrri hálfleik.Hrafn Kristjáns: Þá er ekki mikið eftir af tilþrifunum og ástinni„KR-ingar komu inn eins og við ætluðumst til að þeir gerðu. Þeir tóku vel á því og sýndu mikinn karakter. Þeir eiga hrós skilið fyrir leikinn. Ég vil meina að við höfum í rauninni gert það líka í rauninni," segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar. „Ég vil meina að við höfum lent í hvirfilbyl í þriðja leikhluta. Þá gerast hlutir sem gerast ekki oft. Þá komu stolnir boltar og ásetningsvilla og fjórða villa á nánast sömu sekúndunni á Dag Kár sem var búinn að vera að öllum ólöstuðum besti maður vallarins fram að því." Þessi atburðarás setti áætlanir Stjörnunnar algjörlega úr skorðum og KR-ingar komust á bragðið. Hrafn var ekki sammála dómurunum. „Ungur drengur sem er að reyna að vinna upp fyrir mistök pinnar boltann á spjaldið og kemur aðeins við líkama andstæðingsins með skrokknum á sér. Ef það er orðin óíþróttamannsleg villa í dag þá er ekki mikið eftir af tilþrifunum og ástinni sem maður á að bera fyrir þessum leik." „Ég þarf að skoða það aftur hvort hann hafi ekki bara í fjórðu villunni potað löngutöng í boltann. Að vera á 20 sekúndum kominn með fjórar villur á besta leikmann vallarins það breytir óneitanlega plönunum. Ég ætla ekki að tuða yfir villunum á móti Craion, stóru mennirnir voru með villurnar af ástæðu, hann er erfiður." Um framhaldið segir Hrafn að liðið þurfi tvo sigra til að eiga einhverja möguleika á heimaleikjaréttinum. „Þá er bara málið að ná í þá leiki. Við erum pínu fáliðaðir og höfum allavega misst Jón (Orra Kristjánsson) út tímabilið og svo þarf að sjá til með Tómas (Hilmarsson). Þetta getur orðið erfitt en það sagði enginn að þetta yrði auðvelt," segir Hrafn.Finnur Freyr: Liðið fór út úr „sóló"-heimi„Þetta var þungt í byrjun en svo komu góð tilþrif á báða bóga," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. Undirritaður bað hann um að lýsa byrjuninni á fjórða leikhlutanum. „Við létum loksins hafa fyrir okkur og vorum tilbúnir að ýta frá okkur og berjast fyrir hvorn annan. Menn lögðu sig fram fyrir liðið í stað þess að vera í einhverjum „sóló"-heimi. Liðið vaknaði." „Við vorum að gera skelfileg mistök inni á milli, heimskuleg mistök. Að sama skapi var Stjarnan að spila vel útfærðar sóknir oft á tíðum. Dagur var gjörsamlega á eldi í fyrri hálfleik. Þetta var flottur körfuboltaleikur og hefði dottið hvoru megin sem var." Michael Craion var hreinlega magnaður með KR. Skoraði hann 37 stig og tók 20 fráköst. „Hann var frábær þegar við komum boltanum á hann. Eins og oft áður var vandamálið að koma boltanum nógu andskoti oft inn á hann. Alltaf þegar við hittum á hann fengum við gott skot eða körfu," segir Finnur. „Nú er bara hratt prógramm. Við erum búnir að æfa vel síðan í síðasta leik. Við eigum Þórsarana í næsta leik og svo Fjölni. Við þurfum að halda áfram að gíra okkur upp og bæta okkur."Stjarnan-KR 100-103 (25-21, 30-29, 22-28, 23-25)Stjarnan: Jeremy Martez Atkinson 32/15 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 28, Marvin Valdimarsson 19, Justin Shouse 12/4 fráköst/11 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 4, Tómas Þórður Hilmarsson 3, Elías Orri Gíslason 2.KR: Michael Craion 37/20 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 18/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 10/5 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 8, Darri Hilmarsson 8/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 5, Finnur Atli Magnússon 2/5 fráköst.Leiklýsing: Stjarnan - KR LEIK LOKIÐ - STJARNAN 100-103 KR: ÞESSAR SEKÚNDUR DUGÐU KR! Darri Hilmarsson setti niður þrist! Vá! Viðtöl og nánari umfjöllun á leiðinni ásamt tölfræði. 4. leikhluti - Stjarnan 100-100 KR: GEGGJAÐUR KÖRFUBOLTALEIKUR! Þvílík leið til að eyða fimmtudagskvöldi. Stjarnan þurfti þrist og Dagur Kár smellti honum niður!!! 6 sekúndur eftir. KR með leikhlé! Förum við í framlengingu? 4. leikhluti - Stjarnan 97-100 KR: Stjarnan klúðraði sókn og KR fór upp. Brynjar Þór Björnsson skoraði tvö stig. 12 sekúndur eftir. Stjarnan tekur leikhlé. Sú spenna. Endurtek: 12 sekúndur eftir! 4. leikhluti - Stjarnan 97-98 KR: Jeremy skorar og minnkar muninn. Mínúta eftir. 4. leikhluti - Stjarnan 95-98 KR: Michael Craion kominn með 37 stig. Sýning frá honum í kvöld. Stjarnan tekur leikhlé! 1:24 eftir. 4. leikhluti - Stjarnan 95-96 KR: Helgi Már með þrist fyrir KR og Marvin svo með þrist fyrir Stjörnuna. VÁ!!! 4. leikhluti - Stjarnan 92-93 KR: Jeremy Atkinson á vítalínunni, setti annað skotið ofan í. Magni Hafsteinsson kominn með fimm villur. Geggjaður leikur! Ég er að svitna hérna í fréttamannastúkunni. 2:20 eftir. 4. leikhluti - Stjarnan 91-93 KR: Stjarnan að eiga draumakafla núna! Sveiflur og stemning. 3:00 eftir. 4. leikhluti - Stjarnan 89-93 KR: Dagur Kár var að setja tvö af vítalínunni. Spennan heldur sér alveg! 4:10 eftir. Leikhlé áðan og Finnur Freyr þjálfari KR þrumaði yfir sínum mönnum. Svo var Stjarnan að ræna boltanum í þessum skrifuðu orðum! Munurinn bara fjögur stig. 4. leikhluti - Stjarnan 82-93 KR: Maður er enn að ná áttum! Rosalegt hvernig þessi leikur stökkbreyttist á svipstundu í upphafi fjórðungsins. 5:30 eftir. Minni á að Stjarnan hefur aldrei unnið KR í deildarleik í Garðabæ. Virðist ekki ætla að breytast, eða hvað? 4. leikhluti - Stjarnan 79-89 KR: Loksins skoraði Stjarnan í fjórða leikhluta. Finnur Atli Magnússon KR-ingur var að fá sína fimmtu villu. 4. leikhluti - Stjarnan 77-89 KR: Þetta heldur áfram! 4. leikhluti - Stjarnan 77-87 KR: ÓSKABYRJUN KR á fjórða leikhlutanum! Stjarnan er í molum. Vesturbæjarliðið er komið með tíu stiga forystu skyndilega. Liðið hefur ekki verið með svona mikla forystu áður í leiknum. Craion verið á eldi og er kominn með 31 stig, þvílíkur leikur hjá kallinum, og Helgi 15. Stjarnan tekur leikhlé! 4. leikhluti - Stjarnan 77-83 KR: Helgi Már setur fjórða leikhlutann á því að henda niður þrigga stiga og Magni Hafsteinsson skoraði svo tvö auk þess að fá víti. Vítaskotið fór ekki ofaní! 3. leikhluta lokið - Stjarnan 77-78 KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson jafnaði í 75-75 en Justin Shouse svaraði með tveimur stigum hinumegin. KR setti svo niður körfu auk þess að fá víti og leiðir með einu fyrir lokafjórðunginn. Hann verður einhver skemmtun. 3. leikhluti - Stjarnan 73-70 KR: Eftir frábært áhlaup KR komast Garðbæingar aftur upp á tærnar. Þessi leikur! 3. leikhluti - Stjarnan 68-70 KR: Taflinu snúið! Gestirnir hafa náð forystunni. Meistaraflokkur Stjörnunnar í fótbolta er búinn að ljúka æfingu og hópur úr þeim flokki mættur að horfa á. Þar á meðal Daníel Laxdal, Halldór Orri og Ólafur Karl Finsen. 3. leikhluti - Stjarnan 68-68 KR: KR á mann sem heitir Michael Craion og var að jafna. Hann er nú kominn með 26 stig alls. Spenna, spenna og spenna! Hvar ert þú? 3. leikhluti - Stjarnan 66-65 KR: Dýrmætt! Björn Kristjánsson náði að ræna boltanum í tvígang með stuttu millibili! Skoraði fyrst tvö stig og krækti svo í villu á Dag Kár! Setti niður bæði vítin. KR heldur boltanum. Gæti reynst afar dýrmætt þegar upp verður staðið! Vel gert Björn. 3. leikhluti - Stjarnan 64-56 KR: Stærsta forysta sem náðst hefur í leiknum. 3. leikhluti - Stjarnan 59-52 KR: Miðað við fjörið á vellinum sjálfum er áhorfendur óvenju rólegir. Er eins og það sé sunnudagur. Hljóta að fara að gíra sig betur upp þegar fer að nálgast leikslokin. Seinni hálfleikur að hefjast - Ég er svo ólýsanlega tilbúinn í seinni hálfleik! Þetta verður eitthvað ákaflega gómsætt. Stjörnumenn leiða verðskuldað eftir góða byrjun KR á leiknum. HÁLFLEIKUR - Stjarnan 55-50 KR: ROSALEGUR endir á fyrri hálfleiknum. Dagur Kár Jónsson setti niður þrist af löngu færi og kláraði hálfleikinn með 24 stig. Jeremy Atkinson með 16 stig. Craion með 15 fyrir KR og Helgi Már 12. Stjarnan hefur mest náð 7 stiga forystu í leiknum en KR 5. Jeremy Atkinson er frákastahæstur á vellinum með 4 fráköst. 2. leikhluti - Stjarnan 49-44 KR: Michael Craion búinn að vera ansi öflugur hjá KR og er kominn með 15 stig. Helgi Már Magnússon með 8 stig. Nákvæmlega mínúta til hálfleiks. 2. leikhluti - Stjarnan 45-40 KR: Darri Hilmarsson setti niður þrist fyrir KR og þá svaraði bara Dagur Kár Jónsson og gerði slíkt hið sama. Fagnaði með því að þykast skjóta úr boga. Dagur kominn með 18 stig fyrir Stjörnustráka. 2. leikhluti - Stjarnan 42-35 KR: Justin Shouse virðist vera að detta í fluggírinn og er ansi naskur að finna vini sína og félaga núna. Flottar sóknir að sjást. 2. leikhluti - Stjarnan 36-31 KR: Jeremy Martez Atkinson að stela boltanum á skemmtilegan hátt og henti svo boltanum í körfuna við mikla kátínu áhorfenda á bandi Stjörnunnar. Skemmtanagildið í leiknum í hámarki þó körfuboltinn sé alls ekki fullkominn og mistök gerð hjá báðum liðum. KR tekur leikhlé! 2. leikhluti - Stjarnan 27-29 KR: "Hvaða rugl er þetta? Þið eruð alltaf að búa til eitthvað! Hann kom ekki við hann!" heyrist af bekknum hjá KR. Menn þar eru ekki alveg sáttir við dómgæsluna hér í byrjun. Annars var Stjarnan að klúðra víti og KR refsaði með því að skora strax í næstu sókn. 2. leikhluti - Stjarnan 26-25 KR: Dagur Kár Jónsson stigahæstur Stjörnumanna með tíu stig. Michael Craion með níu stig fyrir KR. 1. leikhluta lokið - Stjarnan 25-21 KR: "Hann er algjör snillingur þessi maður!" segir sessunautur minn um Justin Shouse sem átti lokaorðið í fjórðungnum með afar huggulegri körfu! Stjarnan með fjögurra stiga forystu þegar menn fá hlé til að fá sér eins og 3 vatnssopa. Tek annars undir þetta. Justin er snillingur.1. leikhluti - Stjarnan 19-19 KR: Maður fær flassbakk í gamla fréttatímann á Stöð 2! 19-19 og mikil spenna. Svona á þetta að vera. Lofandi byrjun á leiknum og rúmar 2 mínútur í að fjórðungurinn klárist. 1. leikhluti - Stjarnan 15-16 KR: Sveiflukennt í byrjun og liðin skiptast á að taka forystuna. Fer fjörlega af stað og ákefðarstigið er mikið eins og Guðjón Þórðarson myndi segja. 1. leikhluti - Stjarnan 10-8 KR: Stjarnan tekur forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Dagur Kár Jónsson á heiðurinn af því. Setti niður þrist. 1. leikhluti - Stjarnan 3-5 KR: Farið af stað. Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu körfu leiksins og setti Helgi Már Magnússon þrist. Marvin Valdimarsson með fyrstu stig Stjörnunnar og það var þristur frá kappanum. Fyrir leik: Jæja leikmenn að gera sig klára... ef við ætlum að fá spennandi leik er ljóst að Stjarnan þarf að gera mun betur en liðið gerði í fyrsta leik eftir bikarúrslitin. Þá tapaðist illa gegn Þór Þorlákshöfn. Talsvert fleiri Garðbæingar mættir í stúkuna en það á vonandi eftir að fjölga frekar þega líður á fyrsta fjórðung. Fyrir leik: Það má ekki gleyma þriðja liðinu! Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Einar Þór Skarphéðinsson flautuleikarar kvöldsins. Ég var að vonast eftir Leifi Garðarssyni en maður fær ekki allt sem maður vill. Fyrir leik: Keppnislýsingin er komin á og spekingar farnir að spá í spilin í stúkunni. Nú vantar bara kaffi í fréttamannastúkuna... og aðeins fleiri í stúkuna... og þá má flauta þetta á! Fyrir leik: Sturluð staðreynd leiksins: KR hefur aldrei tapað deildarleik gegn Stjörnunni í Garðabæ! Stjarnan hefur aðeins unnið KR á heimavelli í úrslitakeppni. Viðurkenni þó að ég var ekki að fletta upp í stílabókum Óskars Ófeigs til að finna þetta út. Staðreyndinni er rænt af karfan.is. Fyrir leik: Pavel Ermolinskij mun ekki vera með KR-liðinu í þremur síðustu leikjum liðsins í Dominos-deildinni en ætti að geta spilað með KR-liðinu í úrslitakeppninni. Lesið nánar um málið hér. Fyrir leik: Það fer ekki framhjá nokkrum manni í Garðabæ að það eru hamborgarar á grillinu hér fyrir utan. Lyktin er yfirgnæfandi og berst alla leið til IKEA. Þó það sé ekki bikar undir í kvöld hlýtur meginþorri þeirra sem mætti á bikarúrslitin að vilja skella sér á þennan leik. Fyrir leik: Þó Stjarnan þurfi klárlega mun meira á stigunum að halda í kvöld þá er ekki við öðru að búast en að KR-ingar gefi allt í þetta. Þeir muna vel eftir bikarúrslitaleiknum þar sem þessi lið mættust fyrir tæplega tveimur vikum. Stjarnan vann afar dramatískan sigur. Sá leikur. Ég er ekki kröfuharður maður en fer fram á svipaða spennu í kvöld. Fyrir leik: Það er ákveðið þema í gangi hjá DJ kvöldsins í Ásgarði. Spiluð er tónlist sem átti miklum vinsældum að fagna á Vegamótum þegar frægð staðarins sem skemmtistaður stóð sem hæst. Góðar minningar fyrir marga lesendur Vísis án nokkurs vafa.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og KR lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira