Fékk ekki að fljúga í dag út af óveðrinu í gær Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2015 16:38 Anna Kristín missti af skírn barnabarns síns vegna mistaka hjá Icelandair. Vísir/Pjetur Kona sem var á leið með Icelandair til London í morgun til að vera viðstödd skírn barnabarn síns fékk ekki að fljúga með félaginu vegna óveðursins í gær. Það kom ekki í ljós fyrr en hún reyndi að skrá sig inn í flugið á Keflavíkurflugvelli í morgun en hún fékk engar skýringar á breytingunum. „Það er verið að fara að skíra barnabarnið mitt,“ segir Anna Kristín Kristinsdóttir sem átti bókað flug til London með Icelandair um klukkan níu í morgun. „Ég er með veisluföngin fyrir skírnarveisluna í töskunni minni,“ segir hún en sérstök íslensk messa var klukkan tvö í dag þar sem barnið var skírt. Var ekki látin vita Anna segist hafa reynt að skrá sig inn í flugið í sjálfsafgreiðsluvél sem er á flugvellinum en það hafi ekki gengið. Þá hafi hún beðið í röð þar við innskráningarborðin og þegar kom að henni var henni tilkynnt að hún fengi ekki sæti í vélinni. „Ég spurði hvernig stæði á því og fékk þau svör að það væri út af veðrinu í gær,“ segir hún. Þjónustufulltrúinn gaf henni kost á að fá flug klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Hún segist ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju tafir á flugi í gær hefðu áhrif á hennar bókun. „Ég er búin að eiga bókað far síðan 18. nóvember,“ segir Anna sem furðar sig á vinnubrögðum Icelandair . Hún segist hafa farið fram á endurgreiðslu á miðanum en fengið þau svör að beiðni um slíkt tæki fjórar til fimm vikur í afgreiðslu. Mannleg mistök segir Icelandair Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair , segir félagið harma mistökin. „Það voru gerð mistök í tölvuvinnslu sem veldur því að fólk sem átti bókað var sett á biðlista á sínu flugi,“ segir hann. „En þetta eru mistök sem við hörmum og við reynum að bæta fyrir.“ Guðjón segir að mistökin hafi haft áhrif á fáa, um tíu manns. Hann segir að það verði unnið úr því með hverjum og einum hvernig félagið bætir fyrir mistökin. „Þetta eru mannleg mistök við tölvuvinnslu,“ segir upplýsingafulltrúinn . Samkvæmt upplýsingum frá Önnu hefur ekki verið haft samband við hana eftir að hún fór af Keflavíkurflugvelli í dag. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Kona sem var á leið með Icelandair til London í morgun til að vera viðstödd skírn barnabarn síns fékk ekki að fljúga með félaginu vegna óveðursins í gær. Það kom ekki í ljós fyrr en hún reyndi að skrá sig inn í flugið á Keflavíkurflugvelli í morgun en hún fékk engar skýringar á breytingunum. „Það er verið að fara að skíra barnabarnið mitt,“ segir Anna Kristín Kristinsdóttir sem átti bókað flug til London með Icelandair um klukkan níu í morgun. „Ég er með veisluföngin fyrir skírnarveisluna í töskunni minni,“ segir hún en sérstök íslensk messa var klukkan tvö í dag þar sem barnið var skírt. Var ekki látin vita Anna segist hafa reynt að skrá sig inn í flugið í sjálfsafgreiðsluvél sem er á flugvellinum en það hafi ekki gengið. Þá hafi hún beðið í röð þar við innskráningarborðin og þegar kom að henni var henni tilkynnt að hún fengi ekki sæti í vélinni. „Ég spurði hvernig stæði á því og fékk þau svör að það væri út af veðrinu í gær,“ segir hún. Þjónustufulltrúinn gaf henni kost á að fá flug klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Hún segist ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju tafir á flugi í gær hefðu áhrif á hennar bókun. „Ég er búin að eiga bókað far síðan 18. nóvember,“ segir Anna sem furðar sig á vinnubrögðum Icelandair . Hún segist hafa farið fram á endurgreiðslu á miðanum en fengið þau svör að beiðni um slíkt tæki fjórar til fimm vikur í afgreiðslu. Mannleg mistök segir Icelandair Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair , segir félagið harma mistökin. „Það voru gerð mistök í tölvuvinnslu sem veldur því að fólk sem átti bókað var sett á biðlista á sínu flugi,“ segir hann. „En þetta eru mistök sem við hörmum og við reynum að bæta fyrir.“ Guðjón segir að mistökin hafi haft áhrif á fáa, um tíu manns. Hann segir að það verði unnið úr því með hverjum og einum hvernig félagið bætir fyrir mistökin. „Þetta eru mannleg mistök við tölvuvinnslu,“ segir upplýsingafulltrúinn . Samkvæmt upplýsingum frá Önnu hefur ekki verið haft samband við hana eftir að hún fór af Keflavíkurflugvelli í dag.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira