Fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. mars 2015 20:00 Ákvörðun utanríkisráðherra um að afhenda utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, bréf þess efnis að ríkisstjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB hefur vakið upp mikil og hörð viðbrögð bæði í þinginu og meðal almennings. Helst er gagnrýnt að utanríkismálanefnd hafi ekki fjallað um málið og að engin þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram um að hætta viðræðunum á þessu þingi. En hefur ráðherra umboð til að taka slíka ákvarðanir upp á eigin spítur? Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands segir svo vera. „Lagalega séð og út frá sjónarhóli stjórnskipunarinnar stenst þetta. En mér þykir þetta óeðlilegt í pólitísku samhengi og hvernig væri eðlilegt að virða samráð við alþingi sem þarna hefði átt að eiga sér stað,“ segir hún. Björg segir að í flestum ríkjum sem við berum okkur saman við sé skýrt ákvæði um utanríkisstefnu í stjórnarskrá. Svo sé ekki hér á landi, og á meðal lagaumhverfið sé svo óljóst geti utanríkisráðherra farið fram með þessum hætti. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar. „Ef að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar stendur þá er hún fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir í framtíðinni. Þá geta ríkisstjórnir framtíðarinnar túlkað sinn þingmeirihluta á alþingi bara eftir sínum hag, og mótað utanríkisstefnuna sjálfa. Það gengur beint gegn þingræðishefð landsmanna,“ segir Baldur. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Biföst segir aftur á móti að tíðindin í málinu séu á annan veg en umræðan hefur verið. Stóra málið sé að Gunnar Bragi hafi ekki dregið umsóknina sem slíka formlega til baka. „Ef að það væri viljinn og það sem menn ætluðu sér að gera, þá væri það væntanlega það sem þeir hefðu gert, en gerðu það ekki. Í því finnst mér vera stóru skilaboðin, að þó svo að þeir segi í bréfinu að þeir líti svo á að þeir séu ekki í aðildaviðræðum, þá er umsóknin einfaldlega ekkeri formlega afturkölluð“. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ákvörðun utanríkisráðherra um að afhenda utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, bréf þess efnis að ríkisstjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB hefur vakið upp mikil og hörð viðbrögð bæði í þinginu og meðal almennings. Helst er gagnrýnt að utanríkismálanefnd hafi ekki fjallað um málið og að engin þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram um að hætta viðræðunum á þessu þingi. En hefur ráðherra umboð til að taka slíka ákvarðanir upp á eigin spítur? Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands segir svo vera. „Lagalega séð og út frá sjónarhóli stjórnskipunarinnar stenst þetta. En mér þykir þetta óeðlilegt í pólitísku samhengi og hvernig væri eðlilegt að virða samráð við alþingi sem þarna hefði átt að eiga sér stað,“ segir hún. Björg segir að í flestum ríkjum sem við berum okkur saman við sé skýrt ákvæði um utanríkisstefnu í stjórnarskrá. Svo sé ekki hér á landi, og á meðal lagaumhverfið sé svo óljóst geti utanríkisráðherra farið fram með þessum hætti. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar. „Ef að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar stendur þá er hún fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir í framtíðinni. Þá geta ríkisstjórnir framtíðarinnar túlkað sinn þingmeirihluta á alþingi bara eftir sínum hag, og mótað utanríkisstefnuna sjálfa. Það gengur beint gegn þingræðishefð landsmanna,“ segir Baldur. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Biföst segir aftur á móti að tíðindin í málinu séu á annan veg en umræðan hefur verið. Stóra málið sé að Gunnar Bragi hafi ekki dregið umsóknina sem slíka formlega til baka. „Ef að það væri viljinn og það sem menn ætluðu sér að gera, þá væri það væntanlega það sem þeir hefðu gert, en gerðu það ekki. Í því finnst mér vera stóru skilaboðin, að þó svo að þeir segi í bréfinu að þeir líti svo á að þeir séu ekki í aðildaviðræðum, þá er umsóknin einfaldlega ekkeri formlega afturkölluð“.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira