Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 101-88 | Stjarnan endar í fimmta sæti Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2015 18:30 vísir/daníel Stjarnan vann mikilvægan sigur á ÍR-ingum, 101-88, í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Ásgarði og er það orðið ljóst að Stjarnan mætir Njarðvík í 8-liða úrslitunum. Stjarnan hafnar í fimmta sæti í deildarkeppninni og Njarðvíkingar í því fjórða. Liðin mætast því í úrslitakeppninni og þá verða Njarðvíkingar með heimaleikjaréttinn. Jeremy Martez Atkinson var magnaður fyrir Stjörnumenn í kvöld og gerði hann 40 stig. ÍR-ingar voru sterkari til að byrja með í Ásgarðinum í kvöld og voru einu skrefi á undan heimamönnum. Ragnar Örn Bragason, ungur leikmaður ÍR, var að leika virkilega vel og voru Stjörnumenn í stökustu vandræðum með strákinn. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður var staðan 13-7 fyrir ÍR. Stjarnan vann sig hægt og bítandi inn í leikinn og hleyptu ÍR-ingum aldrei of langt frá sér. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 30-25 fyrir ÍR en þeir skoruðu lokakörfuna þegar leiktíminn rann út. Stjörnumenn hófu annan leikhluta vel og voru þeir búnir að jafna metin, 31-31, þegar tvær mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Jafnræði var á með liðunum næstu mínúturnar en þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum kom Marvin Valdimarsson Stjörnunni yfir, 43-41, í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútu. Þegar flautar var til hálfleiks var staðan orðin 55-47 fyrir Stjörnunni og hafði liðið algjörlega snúið dæminu við. Jeremy Martez Atkinson, leikmaður Stjörnunnar, var frábær í fyrri hálfleiknum og hafði hann gert 24 stig þegar leikmenn fóru til búningsherbergja. Stjarnan byrjaði þriðja leikhlutann vel og voru komnir með tíu stiga forskot strax í upphafi síðari hálfleiksins. ÍR-ingar voru aftur á móti ekki tilbúnir að fara í sumarfrí með tapaðan lokaleik á bakinu og náði liðið að jafna metin, 63-63, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Því næst komst liðið yfir og sýndu leikmenn liðsins einstakan baráttuvilja að koma sér aftur í leikinn. Breiðhyltingar ætluðu ekki að fara í sumarfrí með tapaðan lokaleik á bakinu. Stjörnumenn komu til baka undir lok þriðja leikhluta og var staðan 76-73 þegar lokafjórðungurinn var eftir. Í lokaleikhlutanum voru heimamenn betri aðilinn og það sást glögglega hvað lið var á leiðinni í úrslitakeppnina og hvaða lið var á leiðinni í sumarfrí. Leiknum lauk með þægilegum sigri Garðbæinga, 101-88, og hafnar liðið í fimmta sæti deildarinnar. Stjörnumenn mæta því Njarðvíkingum í 8-liða úrslitunum. Bjarni: Ætluðum að njóta þess að spila körfubolta„Við vildum bara njóta þess að spila körfubolta og skemmta okkur í kvöld,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Mér fannst það skína úr andlitum manna að ég voru við mættir til að njóta og hafa gaman.“ Friðrik Hjálmarsson, leikmaður ÍR, hneig niður rétt eftir að Bjarni hafði tekinn hann af velli í kvöld og var sjúkrabíll kallaður á staðinn. Bjarni vissi strax um hvað málið snérist en Friðrik hefur verið að glíma við óeðlilegt hjartaflökt að undanförnu. Friðrik var fluttur með sjúkrabíl og virtist hafa jafnað sig nokkuð vel þegar hann var á leiðinni út úr húsi. „Við erum kannski ekki sáttir með hversu marga leiki við unnum á tímabilinu en ég er ánægður með nokkra hluti í okkar spilamennsku og þá sérstaklega varnarleikinn.“Sjá einnig: Sjúkrabíll í Ásgarð: Leikmaður ÍR-inga hneig niður Bjarni segir það klárt markmið hjá ÍR-ingum að festa sig í sessi sem lið í topp átta í deildinni. Hrafn: Þurfum að skoða Njarðvíkingana vel„Þetta var nokkuð þungt hjá okkur í kvöld og ég veit ekki hvort maður þurfi að hafa einhverjar áhyggjur af því,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði smá kraft í okkur í byrjun og það var eins og við gerðum okkur ekki grein fyrir mikilvægi leiksins.“ Stjarnan mætir Njarðvík í átta liða úrslitum en Njarðvíkingar verða með heimaleikjaréttinn. „Mér líst bara vel á Njarðvík. Við vorum reyndar rosalega lélegir á móti þeim síðast og þurfum að skoða þann leik vel.“ Leiklýsing: Stjarnan - ÍR Leik lokið (101-88): Stjarnan vinnur flottan og mikilvægan sigur á ÍR-ingum. 4. leikhluti (94-80): Þetta er mun mikilvægari leikur fyrir Stjörnuna en ÍR og það sést núna. Liðið virðist vera sigla þessum sigri í hús. 4. leikhluti (88-80): Justin Shouse með mikilvægan þrist fyrir Stjörnuna. Hann er kominn með 14 stig. 4. leikhluti (82-77): Þegar sjö mínútur eru eftir af þessum leik hefur Stjarnan fimm stiga forskot. Ennþá töluverð spenna í Ásgarði. 4. leikhluti (78-75): Nú er bara spurning hvort Stjörnumenn haldi þetta út. Leikurinn vissulega mun mikilvægari fyrir þá. 3. leikhluta lokið (76-73): Galopinn leikur en Stjarnan er komin yfir á ný. 3. leikhluti (66-67): ÍR-ingar komnir yfir. Baráttulið úr Breiðholtinu. 3. leikhluti (63-63): Kristján Pétur Andrésson með þriggja stiga körfu og jafnar metin. 3. leikhluti (59-58): ÍR-ingar alls ekki hættir. Flottur kafli hjá gestunum. 3. leikhluti (55-49): Sveinbjörn Claessen með flottan körfu og fyrstu stig síðari hálfleiksins. Hálfleikur (55-47): Jeremy Martez Atkinson með flautukörfu undir lok fyrri hálfleiksins og Stjörnumenn hafa algjörlega snúið dæminum við. Liðið leiðir leikinn með átta stiga mun í hálfleik. 2. leikhluti (43-41): Marvin Valdimarsson kemur Stjörnunni yfir í fyrsta skipti síðan á fyrstu mínútu. 2. leikhluti (39-41): Svakaleg troðsla frá Trey Hampton, leikmanni ÍR. Hann flaug yfir hálfa vörn Stjörnunnar og hamraði boltann ofan í körfuna. 2. leikhluti (33-37): Heimamenn eru ekki að ná að komast yfir hér í Ásgarði. 2. leikhluti (31-31): Stjarnan hefur jafnað leikinn. 1. leihluta lokið (25-30): ÍR-ingar með körfu rétt undir lok fyrsta leikhluta og leiða með fimm stigum þegar tíu mínútur eru liðnar af leiknum. 1. leikhluti (25-27): Stjörnumenn að komast í gang. 1. leikhluti (7-13): Ragnar Örn Bragason, leikmaður ÍR, að leika virkilega vel hér í fyrsta leikhluta. Hann er fæddur árið 1994 og kominn með fimm stig. 1. leikhluti (4-8): ÍR-ingar ekki lengi að snúa þessu sér í vil. Þetta tók nokkrar sekúndur . 1. leikhluti (4-2): Heimamenn sterkari hér í blábyrjun. 1. leikhluti (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað. Fyrir leik: Korter í leik og nokkrir áhorfendur mættir á pallana. Vonandi verður fjör hér í kvöld. Fyrir leik: Fiskikóngurinn á DJ græjunum eins og vanalega í Ásgarði og það er alveg á hreinu að hann er besti DJ landsins á íþróttaviðburðum. Fyrir leik: Mikið er undir hjá Stjörnumönnum í kvölf og verða þeir að vinna leikinn. ÍR-ingar vilja væntanlega klára tímabilið með stæl. Fyrir leik: Þá er komið að því. Lokaumferðin í Dominos-deild karla og í kvöld skýrist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og ÍR lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Stjarnan vann mikilvægan sigur á ÍR-ingum, 101-88, í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Ásgarði og er það orðið ljóst að Stjarnan mætir Njarðvík í 8-liða úrslitunum. Stjarnan hafnar í fimmta sæti í deildarkeppninni og Njarðvíkingar í því fjórða. Liðin mætast því í úrslitakeppninni og þá verða Njarðvíkingar með heimaleikjaréttinn. Jeremy Martez Atkinson var magnaður fyrir Stjörnumenn í kvöld og gerði hann 40 stig. ÍR-ingar voru sterkari til að byrja með í Ásgarðinum í kvöld og voru einu skrefi á undan heimamönnum. Ragnar Örn Bragason, ungur leikmaður ÍR, var að leika virkilega vel og voru Stjörnumenn í stökustu vandræðum með strákinn. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður var staðan 13-7 fyrir ÍR. Stjarnan vann sig hægt og bítandi inn í leikinn og hleyptu ÍR-ingum aldrei of langt frá sér. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 30-25 fyrir ÍR en þeir skoruðu lokakörfuna þegar leiktíminn rann út. Stjörnumenn hófu annan leikhluta vel og voru þeir búnir að jafna metin, 31-31, þegar tvær mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Jafnræði var á með liðunum næstu mínúturnar en þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum kom Marvin Valdimarsson Stjörnunni yfir, 43-41, í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútu. Þegar flautar var til hálfleiks var staðan orðin 55-47 fyrir Stjörnunni og hafði liðið algjörlega snúið dæminu við. Jeremy Martez Atkinson, leikmaður Stjörnunnar, var frábær í fyrri hálfleiknum og hafði hann gert 24 stig þegar leikmenn fóru til búningsherbergja. Stjarnan byrjaði þriðja leikhlutann vel og voru komnir með tíu stiga forskot strax í upphafi síðari hálfleiksins. ÍR-ingar voru aftur á móti ekki tilbúnir að fara í sumarfrí með tapaðan lokaleik á bakinu og náði liðið að jafna metin, 63-63, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Því næst komst liðið yfir og sýndu leikmenn liðsins einstakan baráttuvilja að koma sér aftur í leikinn. Breiðhyltingar ætluðu ekki að fara í sumarfrí með tapaðan lokaleik á bakinu. Stjörnumenn komu til baka undir lok þriðja leikhluta og var staðan 76-73 þegar lokafjórðungurinn var eftir. Í lokaleikhlutanum voru heimamenn betri aðilinn og það sást glögglega hvað lið var á leiðinni í úrslitakeppnina og hvaða lið var á leiðinni í sumarfrí. Leiknum lauk með þægilegum sigri Garðbæinga, 101-88, og hafnar liðið í fimmta sæti deildarinnar. Stjörnumenn mæta því Njarðvíkingum í 8-liða úrslitunum. Bjarni: Ætluðum að njóta þess að spila körfubolta„Við vildum bara njóta þess að spila körfubolta og skemmta okkur í kvöld,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Mér fannst það skína úr andlitum manna að ég voru við mættir til að njóta og hafa gaman.“ Friðrik Hjálmarsson, leikmaður ÍR, hneig niður rétt eftir að Bjarni hafði tekinn hann af velli í kvöld og var sjúkrabíll kallaður á staðinn. Bjarni vissi strax um hvað málið snérist en Friðrik hefur verið að glíma við óeðlilegt hjartaflökt að undanförnu. Friðrik var fluttur með sjúkrabíl og virtist hafa jafnað sig nokkuð vel þegar hann var á leiðinni út úr húsi. „Við erum kannski ekki sáttir með hversu marga leiki við unnum á tímabilinu en ég er ánægður með nokkra hluti í okkar spilamennsku og þá sérstaklega varnarleikinn.“Sjá einnig: Sjúkrabíll í Ásgarð: Leikmaður ÍR-inga hneig niður Bjarni segir það klárt markmið hjá ÍR-ingum að festa sig í sessi sem lið í topp átta í deildinni. Hrafn: Þurfum að skoða Njarðvíkingana vel„Þetta var nokkuð þungt hjá okkur í kvöld og ég veit ekki hvort maður þurfi að hafa einhverjar áhyggjur af því,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði smá kraft í okkur í byrjun og það var eins og við gerðum okkur ekki grein fyrir mikilvægi leiksins.“ Stjarnan mætir Njarðvík í átta liða úrslitum en Njarðvíkingar verða með heimaleikjaréttinn. „Mér líst bara vel á Njarðvík. Við vorum reyndar rosalega lélegir á móti þeim síðast og þurfum að skoða þann leik vel.“ Leiklýsing: Stjarnan - ÍR Leik lokið (101-88): Stjarnan vinnur flottan og mikilvægan sigur á ÍR-ingum. 4. leikhluti (94-80): Þetta er mun mikilvægari leikur fyrir Stjörnuna en ÍR og það sést núna. Liðið virðist vera sigla þessum sigri í hús. 4. leikhluti (88-80): Justin Shouse með mikilvægan þrist fyrir Stjörnuna. Hann er kominn með 14 stig. 4. leikhluti (82-77): Þegar sjö mínútur eru eftir af þessum leik hefur Stjarnan fimm stiga forskot. Ennþá töluverð spenna í Ásgarði. 4. leikhluti (78-75): Nú er bara spurning hvort Stjörnumenn haldi þetta út. Leikurinn vissulega mun mikilvægari fyrir þá. 3. leikhluta lokið (76-73): Galopinn leikur en Stjarnan er komin yfir á ný. 3. leikhluti (66-67): ÍR-ingar komnir yfir. Baráttulið úr Breiðholtinu. 3. leikhluti (63-63): Kristján Pétur Andrésson með þriggja stiga körfu og jafnar metin. 3. leikhluti (59-58): ÍR-ingar alls ekki hættir. Flottur kafli hjá gestunum. 3. leikhluti (55-49): Sveinbjörn Claessen með flottan körfu og fyrstu stig síðari hálfleiksins. Hálfleikur (55-47): Jeremy Martez Atkinson með flautukörfu undir lok fyrri hálfleiksins og Stjörnumenn hafa algjörlega snúið dæminum við. Liðið leiðir leikinn með átta stiga mun í hálfleik. 2. leikhluti (43-41): Marvin Valdimarsson kemur Stjörnunni yfir í fyrsta skipti síðan á fyrstu mínútu. 2. leikhluti (39-41): Svakaleg troðsla frá Trey Hampton, leikmanni ÍR. Hann flaug yfir hálfa vörn Stjörnunnar og hamraði boltann ofan í körfuna. 2. leikhluti (33-37): Heimamenn eru ekki að ná að komast yfir hér í Ásgarði. 2. leikhluti (31-31): Stjarnan hefur jafnað leikinn. 1. leihluta lokið (25-30): ÍR-ingar með körfu rétt undir lok fyrsta leikhluta og leiða með fimm stigum þegar tíu mínútur eru liðnar af leiknum. 1. leikhluti (25-27): Stjörnumenn að komast í gang. 1. leikhluti (7-13): Ragnar Örn Bragason, leikmaður ÍR, að leika virkilega vel hér í fyrsta leikhluta. Hann er fæddur árið 1994 og kominn með fimm stig. 1. leikhluti (4-8): ÍR-ingar ekki lengi að snúa þessu sér í vil. Þetta tók nokkrar sekúndur . 1. leikhluti (4-2): Heimamenn sterkari hér í blábyrjun. 1. leikhluti (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað. Fyrir leik: Korter í leik og nokkrir áhorfendur mættir á pallana. Vonandi verður fjör hér í kvöld. Fyrir leik: Fiskikóngurinn á DJ græjunum eins og vanalega í Ásgarði og það er alveg á hreinu að hann er besti DJ landsins á íþróttaviðburðum. Fyrir leik: Mikið er undir hjá Stjörnumönnum í kvölf og verða þeir að vinna leikinn. ÍR-ingar vilja væntanlega klára tímabilið með stæl. Fyrir leik: Þá er komið að því. Lokaumferðin í Dominos-deild karla og í kvöld skýrist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og ÍR lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira