Umfjöllun og viðtöl: Þór - Njarðvík 89-84 | Þór náði að forðast KR Elvar Geir Magnússon í Þorlákshöfn skrifar 12. mars 2015 21:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs. vísir/vilhelm Þórsarar unnu Njarðvík 89-84 í lokaumferð Dominos deildarinnar í Þorlákshöfn í kvöld. Með sigrinum náði Þór að lyfta sér upp um eitt sæti, í sjöunda sæti deildarinnar sem þýðir að liðið mun mæta Tindastóli en ekki KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Njarðvík mun mæta Stjörnunni. Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi. Njarðvíkingar byrjuðu betur en Þórsarar nörtuðu í hælana á þeim allan tímann og komust svo yfir í fyrsta sinn í leiknum í þriðja leikhluta. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að Þór landaði sigri þó Njarðvíkingar hafi ekki verið langt undan í lokin. Skemmtilegur og spennandi leikur.Logi Gunnarsson: Skemmtilegasti tíminn að byrja Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, hafði þetta að segja eftir leikinn: „Við byrjuðum vel og náðum góðri forystu en svo eru þeir bara góðir. Þeir eru með marga góða leikmenn sem geta hitt, sérstaklega hérna á heimavelli. Þeir eru góðir fyrir utan þriggja stiga línuna. Við áttum fínan sprett í lokin en þetta gekk ekki," sagði Logi. „Núna byrjar bara alvaran og við notum vikuna í að undirbúa okkur fyrir það. Það er mikilvægt að vera með heimavallarréttinn. Við hefðum viljað þriðja sætið en það er ekki hægt að fá allt sem maður vill. Ég er mjög ánægður með að hafa tryggt heimavallarréttinn í síðasta leik gegn Stjörnunni." „Nú er skemmtilegasti tíminn að byrja."Benedikt Guðmundsson: Fínt að fá sigur eftir erfiða dagaBenedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, hafði þetta að segja: „Ég get ekki verið annað en ánægður með að hafa unnið sterkt lið Njarðvíkur á heimavelli. Vikan hefur verið erfið. Síðasta helgi var léleg hjá okkur og ég var frekar ósáttur með frammistöðu okkar í KR-heimilinu. Maður vill ekki mæta á gamla heimavöllinn sinn með allt niður um sig," sagði Benedikt. „Þetta hafa verið erfiðir dagar og fínt að fá sigur núna. Það skiptir ekki máli hvort við fáum Stólana eða aðra. Þetta snýst um okkur sjálfa. Við erum helvíti góðir þegar við fáum baráttuna eins og í kvöld og framlagið frá mörgum. Ef við erum flatir og andlausir erum við alveg hræðilegir." Hvernig lýst honum á að mæta Tindastóli? „Ég hef spilað við þá tvisvar í vetur. Ég er ekkert með þá í kollinum. Nú fer maður að spá í þeim og skoða þá. Þeir hafa verið fulltrúaar landsbyggðarinnar í toppbaráttunni og náðu þessum Könum með íslenska ríkisfangið. Þeir eru með flotta og sterka heimamenn þannig að þetta er hörku lið sem við ætlum að eiga í fullu tré við."Þór Þ.-Njarðvík 89-84 (19-25, 22-21, 30-17, 18-21)Þór Þ.: Tómas Heiðar Tómasson 24/10 fráköst, Nemanja Sovic 18/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 16/8 fráköst, Darrin Govens 11/8 fráköst/12 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 11/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 3/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Oddur Ólafsson 3.Njarðvík: Stefan Bonneau 33/8 fráköst, Logi Gunnarsson 14/9 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 10/10 fráköst, Elvar Már Friðriksson 10, Ólafur Helgi Jónsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/4 fráköst, Ágúst Orrason 3, Maciej Stanislav Baginski 2, Snorri Hrafnkelsson 2.Leiklýsing: Þór - NjarðvíkLEIK LOKIÐ 89-84: Þórsarar tryggja sér sjöunda sætið. Njarðvík endar í fjórða sætinu. Skynsamlega siglt í land hjá Þórsurum. Þriðji leikhlutinn það sem skar helst á milli. 4. leikhluti 89-84: Tvö stig af vítalínunni frá Þórsurum. 30 sek eftir. 4. leikhluti 87-84: Tómas Heiðar sem hefur átt frábæran leik setti glæsilegan þrist og Stefan Bonneau svaraði strax. 50 sek eftir. 4. leikhluti 84-81: Stefan Bonneau að setja frábæra körfu og minnka muninn í þrjú stig. 2:29 eftir. Karfa góð og fær víti að auki. Leikhlé. Tveggja stiga munur ef hann setur vítið niður. 4. leikhluti 82-77: Þrjár mínútur eftir. Aðeins fimm stiga munur. Það getur allt gerst. 4. leikhluti 82-73: Grétar Ingi Erlendsson einnig kominn með útilokun. Slæmt fyrir Þórsara enda mikilvægur leikmaður. Lýkur leik með 16 stig. 4:25 eftir. 4. leikhluti 73-71: Logi Gunnarsson með þrist! Oddur Ólafsson í liði Þórs kominn með sína fimmtu villu og þar með útilokun. 4. leikhluti 73-68: Greinilegt að Þórsarar eru ákveðnir í að sleppa við að þurfa að mæta deildarmeisturum KR í úrslitakeppninni. Það er mikið undir hér í kvöld. Menn vilja eins hagstæða leiki í úrslitakeppninni og hægt er. Rosaleg barátta. 4. leikhluti 71-65: Njarðvíkingar hafa verið að gera of mörg klaufamistök en Stefan Bonneau var að setja niður körfu af miklu harðfylgi. 3. leikhluta lokið 71-63: Þór vann þennan fjórðung 30-17. Vel gert hjá þeim. Emil Karel setti niður mikilvægan þrist fyrir Þórsara. Hann er kominn með 11 stig líkt og Darren Govins. Grétar Ingi Erlendsson stigahæstur hjá Þór með 12 stig. Stefan Bonneau með 23 stig fyrir Njarðvík. 3. leikhluti 66-61: Þórsarar að eiga hörkuflottan þriðja fjórðung! Njarðvíkingar taka leikhlé eftir að Darrin Govins kom Þórsurum í sjö stiga forystu. Gestirnir þurfa að skerpa á áherslum sínum. 3. leikhluti 62-61: Nú eru það Njarðvíkingar sem eru farnir að elta. Hitastigið í húsinu hefur skyndilega hitnað allverulega og meira líf er komið í áhorfendur eins og þjálfarana á bekknum. Svona á þetta að vera! 3. leikhluti 57-56: Þarna kom það! Þórsarar komast yfir í fyrsta sinn í leiknum og það kveikir í heimafólki í stúkunni. Emil Karel Einarsson kom Þór yfir. 3. leikhluti 55-56: Darrin Govins virðist vera að hitna fyrir Þórsara. Ekki veitir af. Þórsarar bíta í hælana á gestum sínum og halda sér þar. Hafa enn ekki náð að fara alla leið og komast yfir. 3. leikhluti 47-51: Stefan Bonneau með rosalegan þrist. 17 stig komin hjá honum. 3. leikhluti 41-46: Þetta er farið af stað á ný hér í Þorlákshöfninni og tölfræðin komin aftur í gang. Tómas Heiðar Tómasson með 12 stig fyrir Þór og Grétar Ingi Erlendsson 10 stig. Stefan Bonneau er með 14 stig fyrir Njarðvík og 6 fráköst, Logi Gunnarsson með 7 stig fyrir Njarðvík. Hálfleikur 41-46: Frábær vörn hjá Þórsurum og gestirnir náðu ekki að nýta lokasekúndurnar til að setja niður körfu. Kaflaskiptur en skemmtilegur hálfleikur að baki þar sem bæði lið hafa átt sínar rispur. 2. leikhluti 41-46: Aðeins 18 sekúndur til hálfleiks. Njarðvík með boltann og tekur leikhlé. 2. leikhluti 39-45: Logi Gunnarsson að setja hreinan þrist fyrir Njarðvík. Oddur Ólafsson og Grétar Ingi Erlendsson komnir með þrjár villur hvor hjá heimamönnum. Kaflaskiptur leikur heldur betur. 2. leikhluti 39-40: Mikil spenna í gangi. Það getur þurft mikla þolinmæði til að skrifa um kappleiki þegar netið er sífellt hikstandi. Óþolandi. 2. leikhluti 36-38: Flottur kafli frá Þórsurum í gangi. Stemningin þeirra megin í augnablikinu! 2. leikhluti 30-38: Þórsarar að klikka á of mörgum auðveldum skotum. Ólafur Helgi Jónsson var að setja eitraðan þrist. 2. leikhluti 26-35: Oddur Ólafsson með glæsilegan þrist og minnkaði muninn í fimm stig en Elvar Már svaraði með tveimur glæsilegum körfum. Er að sýna mikla baráttu og setja niður flott stig. 2. leikhluti 21-29: Tæknilegir örðugleikar á ritaraborðinu gera það að verkum að stigaskor manna er ekki að detta inn. Ég held samt ótrauður áfram að flytja fregnir úr þessum leik. 2. leikhluti 21-25: Tómas Heiðar Tómasson stal boltanum fyrir heimamenn og kláraði dæmið. Þórsarar á fínni siglingu núna. 1. leikhluta lokið 19-25: Grétar Ingi Erlendsson á síðustu körfu fyrsta leikhlutans og klórar í bakkann fyrir Þórsarana. Hörkubyrjun á þessum leik. 1. leikhluti 12-22: Elvar Már er mættur inn á völlinn og byrjar strax á að koma sér á blað með tveimur stigum. Gríðarlega spennandi leikmaður. Logi Gunnarsson fær að hvíla sig. Mirko Virijevic setti laglegan þrist rétt áðan. 1. leikhluti 10-15: Elvar Már Friðriksson er aftur í leikmannahópi Njarðvíkur. Er á bekknum og til taks að hjálpa gestunum að tryggja sér þriðja sætið í deildinni. Hann var óvænt í hópnum í sigrinum gegn Stjörnunni og klárar þennan leik í kvöld en fer svo aftur til Bandaríkjanna þar sem hann er hjá LIU Brooklyn-háskólanum. Verður því ekki með í úrslitakeppninni. 1. leikhluti 5-9: Heimamenn eru farnir af stað einnig eftir að Njarðvíkingar voru heitari í byrjun. 1. leikhluti 0-7: Leikurinn er hafinn. Njarðvíkingar settu fyrstu stigin. Hjörtur Rafn Einarsson með tvö stig og svo kom þristur sem Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður, setti áður en Mirko Virijevic skoraði tvö til viðbótar. Fyrir leik: Nettengingin er að detta inn og út. Vonandi helst hún í góðum gír meðan á leik stendur. Fjölgar jafnt og þétt í stúkunni en fólk virkar í rólegri kantinum. Fyrir leik: Bæði lið hita upp af miklum móð. Vonandi fáum við æsispennandi leik hér í þessu karaktersmikla íþróttahúsi í Þorlákshöfninni. Afar smekkleg íþróttamiðstöð í þessu bæjarfélagi. Fyrir leik: Dómarar í kvöld eru Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og síðast og andstæðan við síst Leifur Garðarsson. Með öðrum orðum: Við þurfum ekki að hafa nokkrar áhyggjur af dómgæslunni. Fyrir leik: Allir körfuboltaáhugamenn eru með reiknisvélarnar á lofti í kvöld enda getur ýmislegt breyst áður en klukkan slær 21 í kvöld. Njarðvíkingar vonast eftir sigri til að innsigla þriðja sætið en Þórsarar óska þess að geta hirt sjötta sætið ef allt gengur upp. Fyrir leik: 40 mínútur í leik og þegar komnir tveir áhorfendur í stúkuna. Kona ásamt ungu barn með snuð. Mikil spenna hjá þeim. Fyrir leik: Lokaumferð deildarinnar dömur mínar og herrar! Aksturinn úr höfuðborginni og til Þorlákshafnar gekk eins og í ævintýri. Ekkert minna enda lægðin ekki komin. Verið er að gera tímavarðaborðið klárt, ég er allavega kominn í nettengingu og ekkert sem ætti að geta klikkað núna.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Þórs og Njarðvíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Þórsarar unnu Njarðvík 89-84 í lokaumferð Dominos deildarinnar í Þorlákshöfn í kvöld. Með sigrinum náði Þór að lyfta sér upp um eitt sæti, í sjöunda sæti deildarinnar sem þýðir að liðið mun mæta Tindastóli en ekki KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Njarðvík mun mæta Stjörnunni. Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi. Njarðvíkingar byrjuðu betur en Þórsarar nörtuðu í hælana á þeim allan tímann og komust svo yfir í fyrsta sinn í leiknum í þriðja leikhluta. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að Þór landaði sigri þó Njarðvíkingar hafi ekki verið langt undan í lokin. Skemmtilegur og spennandi leikur.Logi Gunnarsson: Skemmtilegasti tíminn að byrja Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, hafði þetta að segja eftir leikinn: „Við byrjuðum vel og náðum góðri forystu en svo eru þeir bara góðir. Þeir eru með marga góða leikmenn sem geta hitt, sérstaklega hérna á heimavelli. Þeir eru góðir fyrir utan þriggja stiga línuna. Við áttum fínan sprett í lokin en þetta gekk ekki," sagði Logi. „Núna byrjar bara alvaran og við notum vikuna í að undirbúa okkur fyrir það. Það er mikilvægt að vera með heimavallarréttinn. Við hefðum viljað þriðja sætið en það er ekki hægt að fá allt sem maður vill. Ég er mjög ánægður með að hafa tryggt heimavallarréttinn í síðasta leik gegn Stjörnunni." „Nú er skemmtilegasti tíminn að byrja."Benedikt Guðmundsson: Fínt að fá sigur eftir erfiða dagaBenedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, hafði þetta að segja: „Ég get ekki verið annað en ánægður með að hafa unnið sterkt lið Njarðvíkur á heimavelli. Vikan hefur verið erfið. Síðasta helgi var léleg hjá okkur og ég var frekar ósáttur með frammistöðu okkar í KR-heimilinu. Maður vill ekki mæta á gamla heimavöllinn sinn með allt niður um sig," sagði Benedikt. „Þetta hafa verið erfiðir dagar og fínt að fá sigur núna. Það skiptir ekki máli hvort við fáum Stólana eða aðra. Þetta snýst um okkur sjálfa. Við erum helvíti góðir þegar við fáum baráttuna eins og í kvöld og framlagið frá mörgum. Ef við erum flatir og andlausir erum við alveg hræðilegir." Hvernig lýst honum á að mæta Tindastóli? „Ég hef spilað við þá tvisvar í vetur. Ég er ekkert með þá í kollinum. Nú fer maður að spá í þeim og skoða þá. Þeir hafa verið fulltrúaar landsbyggðarinnar í toppbaráttunni og náðu þessum Könum með íslenska ríkisfangið. Þeir eru með flotta og sterka heimamenn þannig að þetta er hörku lið sem við ætlum að eiga í fullu tré við."Þór Þ.-Njarðvík 89-84 (19-25, 22-21, 30-17, 18-21)Þór Þ.: Tómas Heiðar Tómasson 24/10 fráköst, Nemanja Sovic 18/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 16/8 fráköst, Darrin Govens 11/8 fráköst/12 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 11/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 3/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Oddur Ólafsson 3.Njarðvík: Stefan Bonneau 33/8 fráköst, Logi Gunnarsson 14/9 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 10/10 fráköst, Elvar Már Friðriksson 10, Ólafur Helgi Jónsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/4 fráköst, Ágúst Orrason 3, Maciej Stanislav Baginski 2, Snorri Hrafnkelsson 2.Leiklýsing: Þór - NjarðvíkLEIK LOKIÐ 89-84: Þórsarar tryggja sér sjöunda sætið. Njarðvík endar í fjórða sætinu. Skynsamlega siglt í land hjá Þórsurum. Þriðji leikhlutinn það sem skar helst á milli. 4. leikhluti 89-84: Tvö stig af vítalínunni frá Þórsurum. 30 sek eftir. 4. leikhluti 87-84: Tómas Heiðar sem hefur átt frábæran leik setti glæsilegan þrist og Stefan Bonneau svaraði strax. 50 sek eftir. 4. leikhluti 84-81: Stefan Bonneau að setja frábæra körfu og minnka muninn í þrjú stig. 2:29 eftir. Karfa góð og fær víti að auki. Leikhlé. Tveggja stiga munur ef hann setur vítið niður. 4. leikhluti 82-77: Þrjár mínútur eftir. Aðeins fimm stiga munur. Það getur allt gerst. 4. leikhluti 82-73: Grétar Ingi Erlendsson einnig kominn með útilokun. Slæmt fyrir Þórsara enda mikilvægur leikmaður. Lýkur leik með 16 stig. 4:25 eftir. 4. leikhluti 73-71: Logi Gunnarsson með þrist! Oddur Ólafsson í liði Þórs kominn með sína fimmtu villu og þar með útilokun. 4. leikhluti 73-68: Greinilegt að Þórsarar eru ákveðnir í að sleppa við að þurfa að mæta deildarmeisturum KR í úrslitakeppninni. Það er mikið undir hér í kvöld. Menn vilja eins hagstæða leiki í úrslitakeppninni og hægt er. Rosaleg barátta. 4. leikhluti 71-65: Njarðvíkingar hafa verið að gera of mörg klaufamistök en Stefan Bonneau var að setja niður körfu af miklu harðfylgi. 3. leikhluta lokið 71-63: Þór vann þennan fjórðung 30-17. Vel gert hjá þeim. Emil Karel setti niður mikilvægan þrist fyrir Þórsara. Hann er kominn með 11 stig líkt og Darren Govins. Grétar Ingi Erlendsson stigahæstur hjá Þór með 12 stig. Stefan Bonneau með 23 stig fyrir Njarðvík. 3. leikhluti 66-61: Þórsarar að eiga hörkuflottan þriðja fjórðung! Njarðvíkingar taka leikhlé eftir að Darrin Govins kom Þórsurum í sjö stiga forystu. Gestirnir þurfa að skerpa á áherslum sínum. 3. leikhluti 62-61: Nú eru það Njarðvíkingar sem eru farnir að elta. Hitastigið í húsinu hefur skyndilega hitnað allverulega og meira líf er komið í áhorfendur eins og þjálfarana á bekknum. Svona á þetta að vera! 3. leikhluti 57-56: Þarna kom það! Þórsarar komast yfir í fyrsta sinn í leiknum og það kveikir í heimafólki í stúkunni. Emil Karel Einarsson kom Þór yfir. 3. leikhluti 55-56: Darrin Govins virðist vera að hitna fyrir Þórsara. Ekki veitir af. Þórsarar bíta í hælana á gestum sínum og halda sér þar. Hafa enn ekki náð að fara alla leið og komast yfir. 3. leikhluti 47-51: Stefan Bonneau með rosalegan þrist. 17 stig komin hjá honum. 3. leikhluti 41-46: Þetta er farið af stað á ný hér í Þorlákshöfninni og tölfræðin komin aftur í gang. Tómas Heiðar Tómasson með 12 stig fyrir Þór og Grétar Ingi Erlendsson 10 stig. Stefan Bonneau er með 14 stig fyrir Njarðvík og 6 fráköst, Logi Gunnarsson með 7 stig fyrir Njarðvík. Hálfleikur 41-46: Frábær vörn hjá Þórsurum og gestirnir náðu ekki að nýta lokasekúndurnar til að setja niður körfu. Kaflaskiptur en skemmtilegur hálfleikur að baki þar sem bæði lið hafa átt sínar rispur. 2. leikhluti 41-46: Aðeins 18 sekúndur til hálfleiks. Njarðvík með boltann og tekur leikhlé. 2. leikhluti 39-45: Logi Gunnarsson að setja hreinan þrist fyrir Njarðvík. Oddur Ólafsson og Grétar Ingi Erlendsson komnir með þrjár villur hvor hjá heimamönnum. Kaflaskiptur leikur heldur betur. 2. leikhluti 39-40: Mikil spenna í gangi. Það getur þurft mikla þolinmæði til að skrifa um kappleiki þegar netið er sífellt hikstandi. Óþolandi. 2. leikhluti 36-38: Flottur kafli frá Þórsurum í gangi. Stemningin þeirra megin í augnablikinu! 2. leikhluti 30-38: Þórsarar að klikka á of mörgum auðveldum skotum. Ólafur Helgi Jónsson var að setja eitraðan þrist. 2. leikhluti 26-35: Oddur Ólafsson með glæsilegan þrist og minnkaði muninn í fimm stig en Elvar Már svaraði með tveimur glæsilegum körfum. Er að sýna mikla baráttu og setja niður flott stig. 2. leikhluti 21-29: Tæknilegir örðugleikar á ritaraborðinu gera það að verkum að stigaskor manna er ekki að detta inn. Ég held samt ótrauður áfram að flytja fregnir úr þessum leik. 2. leikhluti 21-25: Tómas Heiðar Tómasson stal boltanum fyrir heimamenn og kláraði dæmið. Þórsarar á fínni siglingu núna. 1. leikhluta lokið 19-25: Grétar Ingi Erlendsson á síðustu körfu fyrsta leikhlutans og klórar í bakkann fyrir Þórsarana. Hörkubyrjun á þessum leik. 1. leikhluti 12-22: Elvar Már er mættur inn á völlinn og byrjar strax á að koma sér á blað með tveimur stigum. Gríðarlega spennandi leikmaður. Logi Gunnarsson fær að hvíla sig. Mirko Virijevic setti laglegan þrist rétt áðan. 1. leikhluti 10-15: Elvar Már Friðriksson er aftur í leikmannahópi Njarðvíkur. Er á bekknum og til taks að hjálpa gestunum að tryggja sér þriðja sætið í deildinni. Hann var óvænt í hópnum í sigrinum gegn Stjörnunni og klárar þennan leik í kvöld en fer svo aftur til Bandaríkjanna þar sem hann er hjá LIU Brooklyn-háskólanum. Verður því ekki með í úrslitakeppninni. 1. leikhluti 5-9: Heimamenn eru farnir af stað einnig eftir að Njarðvíkingar voru heitari í byrjun. 1. leikhluti 0-7: Leikurinn er hafinn. Njarðvíkingar settu fyrstu stigin. Hjörtur Rafn Einarsson með tvö stig og svo kom þristur sem Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður, setti áður en Mirko Virijevic skoraði tvö til viðbótar. Fyrir leik: Nettengingin er að detta inn og út. Vonandi helst hún í góðum gír meðan á leik stendur. Fjölgar jafnt og þétt í stúkunni en fólk virkar í rólegri kantinum. Fyrir leik: Bæði lið hita upp af miklum móð. Vonandi fáum við æsispennandi leik hér í þessu karaktersmikla íþróttahúsi í Þorlákshöfninni. Afar smekkleg íþróttamiðstöð í þessu bæjarfélagi. Fyrir leik: Dómarar í kvöld eru Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og síðast og andstæðan við síst Leifur Garðarsson. Með öðrum orðum: Við þurfum ekki að hafa nokkrar áhyggjur af dómgæslunni. Fyrir leik: Allir körfuboltaáhugamenn eru með reiknisvélarnar á lofti í kvöld enda getur ýmislegt breyst áður en klukkan slær 21 í kvöld. Njarðvíkingar vonast eftir sigri til að innsigla þriðja sætið en Þórsarar óska þess að geta hirt sjötta sætið ef allt gengur upp. Fyrir leik: 40 mínútur í leik og þegar komnir tveir áhorfendur í stúkuna. Kona ásamt ungu barn með snuð. Mikil spenna hjá þeim. Fyrir leik: Lokaumferð deildarinnar dömur mínar og herrar! Aksturinn úr höfuðborginni og til Þorlákshafnar gekk eins og í ævintýri. Ekkert minna enda lægðin ekki komin. Verið er að gera tímavarðaborðið klárt, ég er allavega kominn í nettengingu og ekkert sem ætti að geta klikkað núna.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Þórs og Njarðvíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira