Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 94-80 | Vorhreingerningar í Vesturbæ Eiríkur Stefán Ásgeirsson í DHL-höllinni skrifar 26. mars 2015 15:41 Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR. vísir/ernir KR er komið áfram í undanúrslit úrslitakeppni Domino's-deildar karla eftir sigur á Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld. KR vann alla þrjá leiki liðanna í 8-liða úrslitum. Eftir kröftuga byrjun gestanna náðu KR-ingar að hægja á Grindvíkingum og eftir að munurinn varð tíu stig snemma í þriðja leikhluta voru Grindvíkingar í raun aldrei nálægt að ógna forystu heimamanna. Michael Craion átti frábæran leik og gríðarlega mikið fór í gegnum hann í sókninni, auk þess sem hann var öflugur í vörn sömuleiðis og hélt aftur af Rodney Alexander, leikmanni Grindavíkur, sem fann sig illa. Craion skoraði 38 stig en Helgi Már Magnússon kom næstur með 22 stig, þar af átján utan þriggja stiga línunnar. Jón Axel Guðmundsson var í stóru hlutverki í góðri byrjun Grindavíkur en þegar að KR-ingar náðu að stöðva hann og draga úr hraða gestanna komust þeir gulklæddu aldrei almennilega í gang. Alexander var stigahæstur í liðinu með sautján stig, þar af fjögur í síðari hálfleik, sem segir margt um leikinn. Fyrri hálfleikur var þó í járnum en þeir Helgi Már, sem setti niður fjóra þrista í fyrri hálfleik, og Björn Kristinsson, skoruðu báðir þriggja stiga körfu á lokamínútunni sem kveikti vel í heimamönnum. Grindavík svaraði í upphafi síðari hálfleiks en það reyndist vera fölsk von. KR svaraði í sömu mynd og var fljótt að byggja upp forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Það var lítil ógn af Alexander í teignum og bakvarðasveitin lenti í miklu basli með skotin sín. Á meðan héldu KR-ingar að salla niður stigum, hægt og rólega, með Craion sem sitt helsta vopn en menn eins og Finnur Atli Magnússon átti einnig góða innkomu í seinni hálfleik auk þess sem að byrjunarliðsmennirnir stóðu fyrir sínu eins og svo oft áður. Grindavík fór illa að ráði í öðrum leik liðanna er það missti niður forystuna á lokamínútunum og þeir ætluðu að bæta fyrir það í kvöld. En verkefnið reyndist of erfitt fyrir gestina af Suðurnesjunum, þó svo að KR-ingar hafi verið án hins meidda Pavel Ermolinskij í kvöld. KR fá nú hvíld fram að næstu rimmu og þurfa að bíða eftir því að sjá hverjir verða andstæðingar liðsins í undanúrslitunum.Finnur Freyr: Bara kjaftæði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sagði að sú staðreynd að KR hafi unnið Grindavík 3-0 og það nánast án Pavel Ermolinskij hafi verið mikið afrek. „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í kvöld og hvernig menn komu til leiks. Einbeitingin var góð og eftir mikla slagsmálaleiki í hinum tveimur leikjunum fékk sóknin að njóta sín í kvöld,“ sagði Finnur Freyr við Vísi eftir leikinn. „Michael [Craion] var auðvitað frábær í kvöld og maður var stressaður að fara inn í þessa seríu án Pavels en það eru margir góðir leikmenn í liðinu og þeir stigu upp í fjarveru hans.“ Hann var ánægður með sína menn en veit að þeir geta betur. „Maður er svo klikkaður að maður vill fá meira úr þessum strákum. Maður hefur trú á því að þeir geti gert meira. En þetta var flott. Finnur Atli og Björn skiluðu til dæmis góðu framlagi á þeim mínútum sem þeir fengu.“ Finnur sagði að Pavel hefði orðið fyrir bakslagi á sunnudaginn en að hann reiknaði með að hann verði klár þegar undanúrslitin hefjast. „Fyrst við vorum 2-0 yfir ákváðum við að hvíla hann í kvöld. Nú fáum við hvíld í nokkra daga og ég held að hún komi sér mjög vel fyrir Pavel.“ Hann hrósaði liði Grindavíkur sem veitti KR harða samkeppni, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum. „Það er fáránlegt að þetta lið hafi endað í áttunda sæti. Þeir eru með allt of góða leikmenn og flotta sögu á bak við sig til að enda svo neðarlega. Að vinna 3-0 og hafa Pavel í bara 20 mínútur í allri rimmunni er bara kjaftæði.“Sverrir Þór: Hefðum unnið öll önnur lið en KR Þjálfari Grindavíkur var vitanlega niðurlútur eftir tapið gegn KR í kvöld enda er hans lið nú komið í sumarfrí. „Við gáfum þeim frí skot í fyrri hálfleik sem þeir nýttu sér, sérstaklega Helgi Már. Á meðan gekk okkur illa að hitta,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Það vantaði einfaldlega að herða varnarleikinn okkar. Mér fannst við alltaf aðeins eftir á þó svo að munurinn hafi ekki verið mikill.“ „Auðvitað ætluðum við að vinna hér í kvöld en mér fannst að vanta meiri kraft í okkur. Útlendingurinn okkar virkaði líka þreyttur og þungur og munaði um það líka. Þetta var því erfitt fyrir okkur og við spiluðum því miður ekki nógu vel í kvöld.“ Hann sér eftir miklu í þessari rimmu, ekki síst hvernig fyrstu tveir leikirnir fóru. „Það er fáránlegt að hafa lent 2-0 undir, sérstaklega eftir síðasta leik. Með smá heppni hefðum við getað komist 2-0 yfir þó svo að það hefði verið eilítið rán að vinna fyrsta leikinn. Við vorum þó nálægt því.“ „Það er svekkjandi að detta út núna og ekkert hægt að gera í því. Við vorum í miklum vandræðum á tímabilinu vegna meiðsla auk þess sem að Jón Axel var bara með eftir áramót.“ „Við erum með allt annað lið í dag en fyrir áramót. Þá vorum við einfaldlega ekki með gott lið en það er allt annað að sjá okkur í dag. Ég er nokkuð viss um að við hefðum örugglega farið í gegnum öll önnur lið en KR miðað við spilamennsku okkar í þessum leikjum.“ „Ég held að ég geti sagt það án þess að vera með nokkurn hroka,“ sagði Sverrir Þór og bætti við að hann reiknaði ekki með öðru en að verða áfram með Grindavíkurliðið. „Ég á ekki von á öðru en að vera áfram enda á ég eitt ár eftir af mínum samningi.“Helgi Már: Vinnum vonandi sex í röð „Ef maður setur fyrstu tvö niður þá vill þetta oft enda vel hjá manni og þetta gekk vel í kvöld,“ sagði Helgi Már Magnússon sem setti niður sex þriggja stiga körfur í kvöld og endaði með 22 stig. KR var án Pavel Ermolinskij í kvöld en hann er enn að glíma við meiðsli sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni. „Auðvitað er það aðlögun að spila án hans. Það eru margir kostir sem fylgja því að vera með tveggja metra leikstjórnanda sem hirðir 15-16 fráköst í hverjum leik.“ „En okkur hefur tekist ágætlega að gera það og erum nú búnir að vinna þrjá leiki. Vonandi vinnum við nú sex í viðbót.“ Helgi Már hrósaði Grindavíkurliðinu sem er líklega eitt það sterkasta sem hefur farið inn í úrslitakeppnina sem lægst skrifaða liðið. „Þeir lentu í miklum vandræðum í haust. Það voru mikil meiðsli, kanavandræði og svo fór Siggi Þorsteins út rétt fyrir mót.“ „En miðað við mannskapinn í liðinu tel ég Grindavík eitt af þremur sterkustu liðum deildarinnar. Enda veittu þeir okkur þrjá hörkuleiki og mátti ekki miklu muna að við myndum tapa fyrstu tveimur.“ Grindavík byrjaði vel í kvöld en KR tók svo völdin í seinni hálfleik. „Við viljum að lið bregðast við okkar varnarleik en í upphafi vorum við að bregðast við þeirra leik. Við leyfðum þeim í raun bara að gera það sem þeir vildu og þannig viljum við ekki spila.“Bein textalýsing:Leik lokið | 94-80: Öruggur sigur KR í höfn en Grindavík var aldrei nálægt þessu í lokin. Skotin þeirra hér í lokin voru alls ekki góð. Vel útfærður leikur hjá KR-ingum og var ekki að sjá á þeim í kvöld að þeir söknuðu Pavel.38. mín | 87-75: Jóhann Árni náði að minnka muninn í tíu stig með þristi þegar þrjár mínútur voru eftir. En næstu tveir klikkuðu hjá Grindavík og Craion heldur bara áfram að kvelja þá undir körfunni. Þvílíkur leikur hjá honum. Kominn með 36 stig.37. mín | 83-70: Helgi Már, enn og aftur, með þrist. Hans sjötti í leiknum. Þetta er orðið afar erfitt fyrir Grindavík. Helga er vel fagnað af heimamönnum.35. mín | 80-68: Grindavík reynir að brúa bilið með þriggja stiga skotum en það hefur ekkert gengið. Tíminn er að renna út fyrir gestina. Helgi Már er hins vegar enn heitur fyrir utan og eykur muninn í tólf stig.Þriðja leikhluta lokið | 73-62: KR-ingar í góðum málum. Munurinn ellefu stig og þeir stjórna algjörlega leiknum. Rodney Alexander stigalaus hjá Grindavík í leikhlutanum og þegar ógnin er lítil í teignum er auðveldara að stöðva skytturnar. KR-ingar góðir með magnaðan Craion fremstan í flokki. Hann er kominn með 28 stig.28. mín | 69-56: KR-ingar skynsamir, spila góða vörn og þvinga gestina í erfið skot. Ná að halda undirtökunum með öguðum sóknarleik.24. mín | 59-49: KR kemst í gang með frábærri hittni og er komið tíu stigum yfir. Grindvíkingar láta mótlætið og dómgæsluna fara í taugarnar á sér og fá tvær tæknivillur á sig í sömu sókn KR-inga.21. mín | 48-47: Jón Axel opnar síðari hálfleikinn með sniðskoti. Tekur svo frákast, gefur á Þorleif sem skýtur niður þristi.Hvernig þróast seinni hálfleikur?: Ef KR ætla að stóla meira en 50% hittni utan þriggja stiga línunnar gæti það orðið hættulegt. Craion er skrímsli í teignum eins og alltaf en það þarf meira að fylgja með. Grindavík keyrði mikið á hröðum sóknum og hafa verið skilvirkir inn í teignum. Lykillinn að þeirra leik er að stöðva sóknir KR og halda keyrslunni uppi. Ef það tekst eru gestirnir í góðum málum.Tölfræði fyrri hálfleiks: Grindvíkingar góðir í teignum (64%) gegn 39% 2ja stiga skotnýtingu heimamanna. KR-ingar, með Helga Má fremstan í flokki, hafa bætt fyrir þetta utan þriggja stiga línunnar (6/11, 55%) en Grindavík er með helmingi færri þrista (3/11, 27%). Fráköst: 22-18. Tapaðir boltar: 4-7.Fyrri hálfleik lokið | 48-42: Tveir þristar hjá KR-ingum, fyrst frá Birni og svo Helga Má, kveiktu í húsinu á hárréttum tíma. Vel spilaður leikur og mikill hiti. Alexander steig upp hjá Grindavík og Oddur Rúnar átti frábæra innkomu en hann er kominn með tíu stig. Craion mikilvægur eins og alltaf hjá KR með sextán sti gog Helgi Már fjórtán, þar af fjóra þrista. Verður skemmtilegur seinni hálfleikur.17. mín | 38-38: Grindvíkingar ósáttir við að fá ekki brot dæmt og bekkurinn tryllist. Tæknivilla dæmd. Áframhaldandi barátta.14. mín | 32-29: KR að spila góðan sóknarleik en Grindvíkingar svara jafn harðan. Bæði lið sækja grimmt inn í teig og heilmikil barátta í leiknum.Fyrsta leikhluta lokið | 22-22: Helgi Már með sinn þriðja þrist og jafnar metin á lokamínútunni. Mikil barátta og Grindvíkingar ætla sér ekki í sumarfrí í kvöld. Enginn sýnir meiri vilja en Jón Axel sem er með sex stig eins og Alexander. Bandaríkjamaðurinn hefur þó ekki verið nógu öflugur í kvöld, virkar hægur og kærulaus. Gestirnir þurfa meira frá honum.9. mín | 18-20: Mikil barátta og nú er Þorleifur kominn með tvær villur, eins og bróðir hans, og fyrirliðinn er ekki sáttur.6. mín | 11-14: Sex stig í röð hjá Grindavík, sem er að keyra hraðar sóknir grimmt. Alexander setti svo niður baráttukörfu í teignum sem var mikilvæg. KR-ingar þurfa að ná áttum í varnarleiknum.5. mín | 11-8: Craion nær tveimur sóknarfráköstum í röð og Ólafur Ólafsson tvær villur í sömu sókn KR-inga. Hann fer af velli. Craion setur niður aukastigið.3. mín | 8-8: Helgi Már gefur tóninn með tveimur þristum en Grindvíkingar keyra upp hraðann og skora undir körfunni eftir stuttar sóknir.1. mín | 2-0: Jón Axel klikkar á fyrsta skoti leiksins og Craion kemur KR-ingum yfir.Fyrir leik: Það var afar umdeild villa í lok síðasta leik. Ólafur Ólafsson fékk á sig villu fyrir meint brot á Brynjari Þór Björnssyni en sá síðarnefndi viðurkenndi í viðtali eftir leik að honum hafi þótt það rangur dómur. Brynjar Þór tryggði KR sigur af vítalínunni eftir umrædda villu.Fyrir leik: Þetta er úrslitakeppnin og ekki endilega málið að spila vel. Heldur vinna leikinn, sama hvernig það gerist. Hljómar kannski furðulega en þannig er það bara. Fyrstu tveir leikirnir í seríunni hafa ekki verið frábærir körfuboltaleikir, allra síst fyrsti leikurinn. Sjáum hvað við fáum í kvöld.Fyrir leik: Síðast þegar Grindavík spilaði í þessu húsi settu þeir gulu niður fjögur þriggja stiga skot af 24. Þá var 2ja stiga nýtingin undir 40 prósentum. Þeir verða að gera betur í kvöld.Fyrir leik: Pavel spilaði lítið í fyrsta leiknum en svo skoraði hann ellefu stig á átján mínútum í leiknum í Grindavík. Það mun mæða meira á Birni Kristjánssyni í kvöld vegna fjarveru Pavels.Fyrir leik: KR var með örugga forystu framan af í fyrsta leiknum en Grindvíkingar náðu þó að hleypa spennu í leikinn á lokamínútunum. Svo í leik tvö þá leiddu Grindvíkingar lengi vel en KR-ingar sigu fram úr í lokin. Þeir gulu verða að vera á tánum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu í kvöld.Fyrir leik: Nú klukkan 18.50 er áhorfendum hleypt inn og þeir verða fljótir að fylla pallana í kvöld. Vonumst eftir frábærri stemningu hér í kvöld og ég hef reyndar litlar áhyggjur af öðru.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij er á leikskýrslu KR í kvöld. Það gæti verið að það hafi komið bakslag hjá honum en öllu líklegra er að hann sé einfaldlega hvíldur í kvöld þar sem að KR hefur 2-0 forystu í einvíginu.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í DHL-höllina þar sem KR og Grindavík mætast þriðja sinni í úrslitakeppninni. Staðan er 2-0 fyrir KR sem getur klárað einvígið í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
KR er komið áfram í undanúrslit úrslitakeppni Domino's-deildar karla eftir sigur á Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld. KR vann alla þrjá leiki liðanna í 8-liða úrslitum. Eftir kröftuga byrjun gestanna náðu KR-ingar að hægja á Grindvíkingum og eftir að munurinn varð tíu stig snemma í þriðja leikhluta voru Grindvíkingar í raun aldrei nálægt að ógna forystu heimamanna. Michael Craion átti frábæran leik og gríðarlega mikið fór í gegnum hann í sókninni, auk þess sem hann var öflugur í vörn sömuleiðis og hélt aftur af Rodney Alexander, leikmanni Grindavíkur, sem fann sig illa. Craion skoraði 38 stig en Helgi Már Magnússon kom næstur með 22 stig, þar af átján utan þriggja stiga línunnar. Jón Axel Guðmundsson var í stóru hlutverki í góðri byrjun Grindavíkur en þegar að KR-ingar náðu að stöðva hann og draga úr hraða gestanna komust þeir gulklæddu aldrei almennilega í gang. Alexander var stigahæstur í liðinu með sautján stig, þar af fjögur í síðari hálfleik, sem segir margt um leikinn. Fyrri hálfleikur var þó í járnum en þeir Helgi Már, sem setti niður fjóra þrista í fyrri hálfleik, og Björn Kristinsson, skoruðu báðir þriggja stiga körfu á lokamínútunni sem kveikti vel í heimamönnum. Grindavík svaraði í upphafi síðari hálfleiks en það reyndist vera fölsk von. KR svaraði í sömu mynd og var fljótt að byggja upp forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Það var lítil ógn af Alexander í teignum og bakvarðasveitin lenti í miklu basli með skotin sín. Á meðan héldu KR-ingar að salla niður stigum, hægt og rólega, með Craion sem sitt helsta vopn en menn eins og Finnur Atli Magnússon átti einnig góða innkomu í seinni hálfleik auk þess sem að byrjunarliðsmennirnir stóðu fyrir sínu eins og svo oft áður. Grindavík fór illa að ráði í öðrum leik liðanna er það missti niður forystuna á lokamínútunum og þeir ætluðu að bæta fyrir það í kvöld. En verkefnið reyndist of erfitt fyrir gestina af Suðurnesjunum, þó svo að KR-ingar hafi verið án hins meidda Pavel Ermolinskij í kvöld. KR fá nú hvíld fram að næstu rimmu og þurfa að bíða eftir því að sjá hverjir verða andstæðingar liðsins í undanúrslitunum.Finnur Freyr: Bara kjaftæði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sagði að sú staðreynd að KR hafi unnið Grindavík 3-0 og það nánast án Pavel Ermolinskij hafi verið mikið afrek. „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í kvöld og hvernig menn komu til leiks. Einbeitingin var góð og eftir mikla slagsmálaleiki í hinum tveimur leikjunum fékk sóknin að njóta sín í kvöld,“ sagði Finnur Freyr við Vísi eftir leikinn. „Michael [Craion] var auðvitað frábær í kvöld og maður var stressaður að fara inn í þessa seríu án Pavels en það eru margir góðir leikmenn í liðinu og þeir stigu upp í fjarveru hans.“ Hann var ánægður með sína menn en veit að þeir geta betur. „Maður er svo klikkaður að maður vill fá meira úr þessum strákum. Maður hefur trú á því að þeir geti gert meira. En þetta var flott. Finnur Atli og Björn skiluðu til dæmis góðu framlagi á þeim mínútum sem þeir fengu.“ Finnur sagði að Pavel hefði orðið fyrir bakslagi á sunnudaginn en að hann reiknaði með að hann verði klár þegar undanúrslitin hefjast. „Fyrst við vorum 2-0 yfir ákváðum við að hvíla hann í kvöld. Nú fáum við hvíld í nokkra daga og ég held að hún komi sér mjög vel fyrir Pavel.“ Hann hrósaði liði Grindavíkur sem veitti KR harða samkeppni, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum. „Það er fáránlegt að þetta lið hafi endað í áttunda sæti. Þeir eru með allt of góða leikmenn og flotta sögu á bak við sig til að enda svo neðarlega. Að vinna 3-0 og hafa Pavel í bara 20 mínútur í allri rimmunni er bara kjaftæði.“Sverrir Þór: Hefðum unnið öll önnur lið en KR Þjálfari Grindavíkur var vitanlega niðurlútur eftir tapið gegn KR í kvöld enda er hans lið nú komið í sumarfrí. „Við gáfum þeim frí skot í fyrri hálfleik sem þeir nýttu sér, sérstaklega Helgi Már. Á meðan gekk okkur illa að hitta,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Það vantaði einfaldlega að herða varnarleikinn okkar. Mér fannst við alltaf aðeins eftir á þó svo að munurinn hafi ekki verið mikill.“ „Auðvitað ætluðum við að vinna hér í kvöld en mér fannst að vanta meiri kraft í okkur. Útlendingurinn okkar virkaði líka þreyttur og þungur og munaði um það líka. Þetta var því erfitt fyrir okkur og við spiluðum því miður ekki nógu vel í kvöld.“ Hann sér eftir miklu í þessari rimmu, ekki síst hvernig fyrstu tveir leikirnir fóru. „Það er fáránlegt að hafa lent 2-0 undir, sérstaklega eftir síðasta leik. Með smá heppni hefðum við getað komist 2-0 yfir þó svo að það hefði verið eilítið rán að vinna fyrsta leikinn. Við vorum þó nálægt því.“ „Það er svekkjandi að detta út núna og ekkert hægt að gera í því. Við vorum í miklum vandræðum á tímabilinu vegna meiðsla auk þess sem að Jón Axel var bara með eftir áramót.“ „Við erum með allt annað lið í dag en fyrir áramót. Þá vorum við einfaldlega ekki með gott lið en það er allt annað að sjá okkur í dag. Ég er nokkuð viss um að við hefðum örugglega farið í gegnum öll önnur lið en KR miðað við spilamennsku okkar í þessum leikjum.“ „Ég held að ég geti sagt það án þess að vera með nokkurn hroka,“ sagði Sverrir Þór og bætti við að hann reiknaði ekki með öðru en að verða áfram með Grindavíkurliðið. „Ég á ekki von á öðru en að vera áfram enda á ég eitt ár eftir af mínum samningi.“Helgi Már: Vinnum vonandi sex í röð „Ef maður setur fyrstu tvö niður þá vill þetta oft enda vel hjá manni og þetta gekk vel í kvöld,“ sagði Helgi Már Magnússon sem setti niður sex þriggja stiga körfur í kvöld og endaði með 22 stig. KR var án Pavel Ermolinskij í kvöld en hann er enn að glíma við meiðsli sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni. „Auðvitað er það aðlögun að spila án hans. Það eru margir kostir sem fylgja því að vera með tveggja metra leikstjórnanda sem hirðir 15-16 fráköst í hverjum leik.“ „En okkur hefur tekist ágætlega að gera það og erum nú búnir að vinna þrjá leiki. Vonandi vinnum við nú sex í viðbót.“ Helgi Már hrósaði Grindavíkurliðinu sem er líklega eitt það sterkasta sem hefur farið inn í úrslitakeppnina sem lægst skrifaða liðið. „Þeir lentu í miklum vandræðum í haust. Það voru mikil meiðsli, kanavandræði og svo fór Siggi Þorsteins út rétt fyrir mót.“ „En miðað við mannskapinn í liðinu tel ég Grindavík eitt af þremur sterkustu liðum deildarinnar. Enda veittu þeir okkur þrjá hörkuleiki og mátti ekki miklu muna að við myndum tapa fyrstu tveimur.“ Grindavík byrjaði vel í kvöld en KR tók svo völdin í seinni hálfleik. „Við viljum að lið bregðast við okkar varnarleik en í upphafi vorum við að bregðast við þeirra leik. Við leyfðum þeim í raun bara að gera það sem þeir vildu og þannig viljum við ekki spila.“Bein textalýsing:Leik lokið | 94-80: Öruggur sigur KR í höfn en Grindavík var aldrei nálægt þessu í lokin. Skotin þeirra hér í lokin voru alls ekki góð. Vel útfærður leikur hjá KR-ingum og var ekki að sjá á þeim í kvöld að þeir söknuðu Pavel.38. mín | 87-75: Jóhann Árni náði að minnka muninn í tíu stig með þristi þegar þrjár mínútur voru eftir. En næstu tveir klikkuðu hjá Grindavík og Craion heldur bara áfram að kvelja þá undir körfunni. Þvílíkur leikur hjá honum. Kominn með 36 stig.37. mín | 83-70: Helgi Már, enn og aftur, með þrist. Hans sjötti í leiknum. Þetta er orðið afar erfitt fyrir Grindavík. Helga er vel fagnað af heimamönnum.35. mín | 80-68: Grindavík reynir að brúa bilið með þriggja stiga skotum en það hefur ekkert gengið. Tíminn er að renna út fyrir gestina. Helgi Már er hins vegar enn heitur fyrir utan og eykur muninn í tólf stig.Þriðja leikhluta lokið | 73-62: KR-ingar í góðum málum. Munurinn ellefu stig og þeir stjórna algjörlega leiknum. Rodney Alexander stigalaus hjá Grindavík í leikhlutanum og þegar ógnin er lítil í teignum er auðveldara að stöðva skytturnar. KR-ingar góðir með magnaðan Craion fremstan í flokki. Hann er kominn með 28 stig.28. mín | 69-56: KR-ingar skynsamir, spila góða vörn og þvinga gestina í erfið skot. Ná að halda undirtökunum með öguðum sóknarleik.24. mín | 59-49: KR kemst í gang með frábærri hittni og er komið tíu stigum yfir. Grindvíkingar láta mótlætið og dómgæsluna fara í taugarnar á sér og fá tvær tæknivillur á sig í sömu sókn KR-inga.21. mín | 48-47: Jón Axel opnar síðari hálfleikinn með sniðskoti. Tekur svo frákast, gefur á Þorleif sem skýtur niður þristi.Hvernig þróast seinni hálfleikur?: Ef KR ætla að stóla meira en 50% hittni utan þriggja stiga línunnar gæti það orðið hættulegt. Craion er skrímsli í teignum eins og alltaf en það þarf meira að fylgja með. Grindavík keyrði mikið á hröðum sóknum og hafa verið skilvirkir inn í teignum. Lykillinn að þeirra leik er að stöðva sóknir KR og halda keyrslunni uppi. Ef það tekst eru gestirnir í góðum málum.Tölfræði fyrri hálfleiks: Grindvíkingar góðir í teignum (64%) gegn 39% 2ja stiga skotnýtingu heimamanna. KR-ingar, með Helga Má fremstan í flokki, hafa bætt fyrir þetta utan þriggja stiga línunnar (6/11, 55%) en Grindavík er með helmingi færri þrista (3/11, 27%). Fráköst: 22-18. Tapaðir boltar: 4-7.Fyrri hálfleik lokið | 48-42: Tveir þristar hjá KR-ingum, fyrst frá Birni og svo Helga Má, kveiktu í húsinu á hárréttum tíma. Vel spilaður leikur og mikill hiti. Alexander steig upp hjá Grindavík og Oddur Rúnar átti frábæra innkomu en hann er kominn með tíu stig. Craion mikilvægur eins og alltaf hjá KR með sextán sti gog Helgi Már fjórtán, þar af fjóra þrista. Verður skemmtilegur seinni hálfleikur.17. mín | 38-38: Grindvíkingar ósáttir við að fá ekki brot dæmt og bekkurinn tryllist. Tæknivilla dæmd. Áframhaldandi barátta.14. mín | 32-29: KR að spila góðan sóknarleik en Grindvíkingar svara jafn harðan. Bæði lið sækja grimmt inn í teig og heilmikil barátta í leiknum.Fyrsta leikhluta lokið | 22-22: Helgi Már með sinn þriðja þrist og jafnar metin á lokamínútunni. Mikil barátta og Grindvíkingar ætla sér ekki í sumarfrí í kvöld. Enginn sýnir meiri vilja en Jón Axel sem er með sex stig eins og Alexander. Bandaríkjamaðurinn hefur þó ekki verið nógu öflugur í kvöld, virkar hægur og kærulaus. Gestirnir þurfa meira frá honum.9. mín | 18-20: Mikil barátta og nú er Þorleifur kominn með tvær villur, eins og bróðir hans, og fyrirliðinn er ekki sáttur.6. mín | 11-14: Sex stig í röð hjá Grindavík, sem er að keyra hraðar sóknir grimmt. Alexander setti svo niður baráttukörfu í teignum sem var mikilvæg. KR-ingar þurfa að ná áttum í varnarleiknum.5. mín | 11-8: Craion nær tveimur sóknarfráköstum í röð og Ólafur Ólafsson tvær villur í sömu sókn KR-inga. Hann fer af velli. Craion setur niður aukastigið.3. mín | 8-8: Helgi Már gefur tóninn með tveimur þristum en Grindvíkingar keyra upp hraðann og skora undir körfunni eftir stuttar sóknir.1. mín | 2-0: Jón Axel klikkar á fyrsta skoti leiksins og Craion kemur KR-ingum yfir.Fyrir leik: Það var afar umdeild villa í lok síðasta leik. Ólafur Ólafsson fékk á sig villu fyrir meint brot á Brynjari Þór Björnssyni en sá síðarnefndi viðurkenndi í viðtali eftir leik að honum hafi þótt það rangur dómur. Brynjar Þór tryggði KR sigur af vítalínunni eftir umrædda villu.Fyrir leik: Þetta er úrslitakeppnin og ekki endilega málið að spila vel. Heldur vinna leikinn, sama hvernig það gerist. Hljómar kannski furðulega en þannig er það bara. Fyrstu tveir leikirnir í seríunni hafa ekki verið frábærir körfuboltaleikir, allra síst fyrsti leikurinn. Sjáum hvað við fáum í kvöld.Fyrir leik: Síðast þegar Grindavík spilaði í þessu húsi settu þeir gulu niður fjögur þriggja stiga skot af 24. Þá var 2ja stiga nýtingin undir 40 prósentum. Þeir verða að gera betur í kvöld.Fyrir leik: Pavel spilaði lítið í fyrsta leiknum en svo skoraði hann ellefu stig á átján mínútum í leiknum í Grindavík. Það mun mæða meira á Birni Kristjánssyni í kvöld vegna fjarveru Pavels.Fyrir leik: KR var með örugga forystu framan af í fyrsta leiknum en Grindvíkingar náðu þó að hleypa spennu í leikinn á lokamínútunum. Svo í leik tvö þá leiddu Grindvíkingar lengi vel en KR-ingar sigu fram úr í lokin. Þeir gulu verða að vera á tánum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu í kvöld.Fyrir leik: Nú klukkan 18.50 er áhorfendum hleypt inn og þeir verða fljótir að fylla pallana í kvöld. Vonumst eftir frábærri stemningu hér í kvöld og ég hef reyndar litlar áhyggjur af öðru.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij er á leikskýrslu KR í kvöld. Það gæti verið að það hafi komið bakslag hjá honum en öllu líklegra er að hann sé einfaldlega hvíldur í kvöld þar sem að KR hefur 2-0 forystu í einvíginu.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í DHL-höllina þar sem KR og Grindavík mætast þriðja sinni í úrslitakeppninni. Staðan er 2-0 fyrir KR sem getur klárað einvígið í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira