Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 79-86 | Keflavík tók frumkvæðið Ingvi Þór Sæmundsson í DB Schenker-höllinni skrifar 20. mars 2015 16:33 Emil Barja skoraði 12 stig, tók 12 fráköst og gaf níu stoðsendingar í kvöld. Vísir/Valli Keflavík tók forystuna í einvíginu við Hauka í átta-liða úrslitum úrslitakeppninnar með sjö stiga sigri, 79-86, í framlengdum leik í Schenker-höllinni í kvöld. Haukarnir geta nagað sig í handarbökin en þeir voru sjálfum sér verstir í kvöld. Heimamenn töpuðu boltanum 19 sinnum (gegn 13 hjá Keflavík) og skutu aðeins 54% af vítalínunni. Það breytti engu þótt þeir hefðu unnið frákastabaráttuna með miklum yfirburðum, 57-36. Keflvíkingar voru lengi í gang í en sýndu styrk þegar á reyndi. Í liðinu býr gríðarleg reynsla sem fleytti því eflaust yfir erfiðustu hjallana í kvöld. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en aldrei munaði meira en sex stigum á þeim. Alex Francis var öflugur í byrjun leiks og skoraði sex af fyrstu tíu stigum Hauka. Sóknarleikur Keflavíkur var slakur framan af 1. leikhluta en varamaðurinn Reggie Dupree kveikti neistann hjá gestunum en hann setti niður fjóra þrista í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 39-35, fyrir Hauka, sem voru sterkari aðilinn á lokakafla fyrri hálfleiksins. Haukur Óskarsson var stigahæstur heimamanna í hálfleik með 12 stig en Francis kom næstur með 10 og sjö fráköst. Haukar voru öflugir í byrjun seinni hálfleiks og náðu mest tíu stiga forskoti, 50-40. Francis var í miklum ham í 3. leikhluta þar sem hann skoraði 12 stig. Hann skoraði hins vegar aðeins fjögur stig það sem eftir lifði leiks og hefði mátt vera meira afgerandi undir lokin. Haukar leiddu með sjö stigum þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af 3. leikhluta en þökk sé flautukörfu frá Þresti Leó Jóhannssyni var munurinn aðeins fjögur stig, 60-56, fyrir lokaleikhlutann. Þröstur byrjaði 4. leikhlutann eins og hann lauk þeim þriðja og eftir tvö vítaskot frá Arnari Frey Jónssyni voru Keflvíkingar skyndilega komnir yfir, 60-61. Sama baráttan hélst út leikinn en dómararnir áttu fullt í fangi með að hafa stjórn á leiknum. Keflvíkingar virtust vera búnir að landa sigrinum þegar Davon Usher lagði boltann smekklega ofan í þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. En Emil Barja, leikstjórnandi Hauka, tryggði sínum mönnum framlengingu með þristi 26 sekúndum fyrir leikslok. Staðan eftir venjulegan leiktíma, 76-76. Í framlengingunni reyndust Keflvíkingar svo sterkari, skoruðu 10 stig gegn þremur Hauka og lönduðu sjö stiga sigri, 79-86. Davon Usher var stigahæstur í liði Keflavíkur með 21 stig en hann var sérlega mikilvægur á lokakaflanum. Dupree og Valur Orri Valsson komu næstir með 15 stig hvor, en sá síðarnefndi gaf einnig fimm stoðsendingar. Francis var atkvæðamestur hjá Haukum með 26 stig og 12 fráköst. Hann tapaði boltanum hins vegar sex sinnum auk þess sem ófarir hans á vítalínunni héldu áfram. Haukur kom næstur með 16 stig og þá átti hinn 17 ára Kári Jónsson skínandi leik, skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Emil var með 12 stig, 12 fráköst og níu stoðsendingar en tapaði boltanum hins vegar sjö sinnum. Liðin mætast öðru sinni á mánudaginn suður með sjó.Ívar: Töpuðum alltof mörgum boltum Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sagði að sóknarleikurinn hefði orðið sínu liði að falli gegn Keflavík í kvöld. "Við vorum ekki góðir sóknarlega í seinni hálfleik, og þá sérstaklega í 4. leikhluta. Við fórum að dripla of mikið og héngum of mikið á boltanum. Það vantaði allt flæði í sóknina. "Svo töpuðum við boltanum 19 sinnum, þar af 18 sinnum í hendurnar á þeim, sem er alveg skelfilegt og það var í raun ótrúlegt að við skyldum vera inni í leiknum miðað við það. "Svo vorum við með 50% vítanýtingu," sagði Ívar sem var þó ánægður með framlag sinna manna í kvöld. "Vörnin var þokkaleg og við börðumst og lögðum okkur fram. Það er ekki hægt að skamma menn fyrir það. "En við gerðum alltof mikið af grundvallarmistökum í leiknum og það er dýrt gegn reynslumiklu liði eins og Keflavík." Alex Francis var öflugur framan af leik en skoraði aðeins fjögur stig í 4. leikhluta og framlengingunni. "Boltinn var svolítið fyrir utan hjá okkur en hann vann sér heldur ekki stöðu. Þetta var beggja blands. Hann brenndi nokkrum sinnum af og lét þá fara í taugarnar á sér," sagði Ívar að lokum.Usher: Samherjarnir höfðu trú á mér Davon Usher, leikmaður Keflavíkur, fór mikinn í seinni hálfleik í sigrinum á Haukum í kvöld. Hann var að vonum sáttur eftir leikinn og hrósaði liðsfélögum sínum. "Samherjar mínir höfðu trú á mér, að ég gæti tekið leikinn í mínar hendur. Þeir létu mig fá boltann og hvöttu mig til að keyra að körfunni. "Ég er ánægður að hafa hjálpað liðinu að vinna leikinn," sagði Davon sem var ánægður með stuðninginn sem Keflvíkingar fengu úr stúkunni á Ásvöllum í kvöld. "Stuðningsmennirnir gáfu okkur auka orku og meira sjálfstraust," sagði Davon en hvaða þýðingu hefur þessi sigur fyrir Keflavík, fyrir utan að vera komnir 1-0 yfir í einvíginu? "Sigurinn gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir leikinn í Keflavík á mánudaginn. Við vitum hverjir veikleikar þeirra eru og öfugt. "Við þurfum að vinna í því að bæta okkar leik," sagði Davon og bætti við að Keflvíkingar þyrftu að vera grimmari í sóknarfráköstunum á mánudaginn en þeir voru í kvöld.Tölfræði leiksins:Haukar-Keflavík 79-86 (19-19, 20-16, 21-21, 16-20, 3-10)Haukar: Alex Francis 26/12 fráköst, Haukur Óskarsson 16, Kári Jónsson 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Barja 12/12 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 3, Kristinn Marinósson 3/9 fráköst, Kristinn Jónasson 2, Hjálmar Stefánsson 2/4 fráköst.Keflavík: Davon Usher 21/5 fráköst, Reggie Dupree 15, Valur Orri Valsson 15/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 10/6 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 8, Damon Johnson 8/7 fráköst.Bein textalýsingLeik lokið | 79-86 | Kári hittir ekki úr þriggja stiga skoti og Damon klárar leikinn með tveimur vítaskotum. Keflvíkingar eru komnir 1-0 yfir í einvíginu.45. mín | 79-84 | Emil kastar boltanum beint í hendurnar á Damon. Arnar Freyr böðlar svo boltanum einhvern veginn ofan í í næstu sókn. Fimm stiga munur. Átta sekúndur eftir.44. mín | 79-82 | Kári setur niður annað af tveimur vítaskotum. Usher keyrir upp að körfunni í næstu sókn og skorar. Keflvíkingar brjóta í kjölfarið á Francis. Hvað gerir hann á vítalínunni?44. mín | 78-80 | Haukur fær dæmdan á sig ruðning. Það er skjálfti í Haukaliðinu - boltinn er eins og heit kartafla í höndunum á þeim.43. mín | 78-80 | Francis skorar sín fyrstu stig í langan tíma. Valur svarar með körfu.42. mín | 76-78 | Davíð Páll, fyrrum Haukamaður, skorar fyrstu stig framlengingarinnar.Venjulegum leiktíma lokið | 76-76 | Emil neglir niður þristi! Við erum á leið í framlengingu! Sigurður bað um leikhlé strax eftir körfuna frá Emil en talaði fyrir daufum eyrum. Allt mjög undarlegt.40. mín | 73-76 | Usher ver skot frá Francis og skorar í kjölfarið. Þriggja stiga munur.39. mín | 73-74 | Valur skrefar og Haukar fá boltann. 70 sekúndur eftir. Kristinn kemur inn fyrir Helga.39. mín | 73-74 | Haukur skorar en Usher svarar með fallegu stökkskoti.38. mín | 71-72 | Valur Orri, sem var nýkominn aftur inn á, skorar eftir langa "outlet" sendingu frá Þresti Leó og fær víti að auki. Hann setur það niður og kemur Keflavík yfir.36. mín | 71-67 | Emil setur niður sinn fyrsta þrist og eykur muninn í fjögur stig.35. mín | 68-67 | Það er allt að verða vitlaust. Það er spurning hvort liðið höndlar spennuna betur. Reynslan er allavega með Keflvíkingum í liði. "Þessi dómgæsla er til skammar!" heyrist úr stúkunni, Keflavíkurmegin.33. mín | 66-64 | Francis tapar sínum sjötta bolta. Það er allt á suðupunkti hér á Ásvöllum.31. mín | 60-61 | Þröstur byrjar 4. leikhluta eins og hann lauk þeim þriðja: með þristi. Valur kemur svo gestunum yfir með tveimur vítaskotum.Þriðja leikhluta lokið | 60-56 | Þröstur tekur skorar flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna! Þetta gæti heldur betur kveikt í Keflvíkingum. Dupree er enn stigahæstur hjá gestunum með 15 stig en Francis er kominn með 22/10 hjá heimamönnum. Haukar eru með mikla yfirburði í frákastabaráttunni, 38-23.29. mín | 58-53 | Vörnin hjá Keflavík er fín þessa stundina. Þeir hitta hins vegar sama og ekki neitt. Munurinn ennþá fimm stig.27. mín | 56-49 | Kári keyrir upp að körfunni og eykur muninn aftur í sjö stig. Hann er svo flottur sóknarmaður, aðeins 17 ára gamall.26. mín | 52-45 | Emil setur niður stökkskot. Hann er kominn með 6 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar.22. mín | 45-37 | Kári slakar einum silkimjúkum þristi niður. Haukar byrja seinni hálfleikinn á 6-2 spretti.Seinni hálfleikur hafinn | 40-35 | Keflvíkingar byrja á því að brjóta á Francis. Hann setur annað vítið niður. Fimm stiga munur.Fyrri hálfleik lokið | 39-35 | Haukarnir fara með fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn. Haukur er þeirra stigahæstur með 12 stig en Francis kemur næstur með 10 stig og 7 fráköst. Hann er hins vegar búinn að tapa boltanum 5 sinnum. Dupree hefur skorað 12 stig fyrir Keflavík og Davon, Damon og Valur sex hver.19. mín | 35-35 | Valur setur niður þrist eftir glæsilega sendingu frá Damon. Hann kann þetta ennþá, nýorðinn 41 árs. Haukar eru að vinna frákastabaráttuna 24-13.18. mín | 30-30 | Ég var rétt búinn að sleppa orðinu þegar Haukur setur stökkskot niður. Kári keyrir svo upp að körfunni og jafnar metin.17. mín | 26-30 | Kristinn Jónasson setur niður tvö víti. Haukarnir eiga í bölvuðum vandræðum með að skora í opnum leik. Usher kemur inn á fyrir Dupree.16. mín | 24-30 | Dupree setur sinn fjórða þrist niður! Hann er maður þessa leiks hingað til. Helgi Björn tapar boltanum í næstu sókn. Ívar tekur leikhlé. Haukarnir virka stressaðir og hafa tapað boltanum klaufalega á síðustu mínútum.14. mín | 24-25 | Emil setur tvö víti niður. Haukarnir eru komnir í bónus, þegar sjö mínútur eru til hálfleiks. Þeir eru vissulega slakt vítalið en það er sama. Gunnar Einarsson fékk óíþróttamannslega villu áðan. Sigurður kippti honum strax af velli. Stuðningsmenn Hauka létu gamla manninn heyra það á leiðinni út af.13. mín | 21-25 | Dupree er sjóðheitur og setur sinn þriðja þrist niður. Francis tapaði áðan sínum fjórða bolta. Emil kemur aftur inn á fyrir Hauka.12. mín | 21-19 | Sigurður Þór með svakalegan loftbolta. Dupree skorar þrist í kjölfarið og kemur Keflvíkingum í fyrsta sinn yfir.Fyrsta leikhluta lokið | 19-19 | Þröstur jafnaði metin í 16-16, Kári setti í kjölfarið niður þrist en Reggie Dupree svaraði með öðrum slíkum. Keflvíkingar hafa unnið sig inn í leikinn eftir erfiða byrjun. Damon og Davon eru báðir komnir með fjögur stig en Francis er stigahæstur í liði Hauka með 6 stig.10. mín | 16-14 | Arnar Freyr neglir niður þrist og minnkar muninn í eitt stig. Hjálmar setur svo annað af tveimur vítaskotum niður.8. mín | 14-11 | Valur Orri setur niður þrist og minnkar muninn í þrjú stig. Francis er þegar búinn að tapa boltanum í þrígang.6. mín | 12-6 | Francis treður eftir að Keflavíkurvörnin riðlaðist og Haukur bætir svo tveimur stigum við eftir hraðaupphlaup. Sigurður tekur leikhlé. Sóknarleikur Keflvíkinga er ekki góður, staður og tilviljunarkenndur.4. mín | 4-2 | Liðin skiptast á að klúðra skotum hér í byrjun leiks. Francis er með öll fjögur stig Hauka en Damon skoraði einu körfu Keflvíkinga.2. mín | 2-2 | Keflvíkingar senda Francis á vítalínuna. Hann klikkar á báðum, enda aðeins 49% vítaskytta í vetur.Leikurinn hafinn | 0-0 | Emil, Francis, Kári, Kristinn og Haukur hefja leik hjá heimamönnum. Þröstur, Usher, Valur, Damon og Guðmundur skipa byrjunarlið Keflavíkur.Fyrir leik: Davon Usher, bandarískur leikmaður Keflavíkur, var í talsverðri tilvistarkreppu í nótt, ef marka má Twitter. Í færslu sem hann setti inn korter í fjögur velti hann því fyrir sér hvort hann ætti að fara á fætur og keyra á Subway eða ekki. Að fara á Subway eða ekki, þar er efinn, eins og þeir segja.Fyrir leik: Haukar hafa einu sinni orðið Íslandsmeistarar, árið 1988. Þá slógu þeir Keflavík út í undanúrslitunum og unnu svo Njarðvík í úrslitarimmunni. Þjálfari Hauka var Pálmar Sigurðsson, faðir Arons landsliðs- og atvinnumanns í handbolta, en hann lék einnig með liðinu. Meðal annarra leikmanna í liði Hauka voru Henning Henningsson, Ólafur Rafnsson, Ívar Webster og nafni hans Ásgrímsson, núverandi þjálfari Hauka.Fyrir leik: Sigurður Ingimundarson hefur alls stýrt Keflvíkingum til fimm Íslandsmeistaratitla (1997, 1999, 2003, 2005 og 2008), en enginn þjálfari hefur gert lið jafn oft að meisturum frá því úrslitakeppnin var sett á laggirnar veturinn 1983-84.Fyrir leik: Þótt Keflvíkingar hafi leikið undir pari í vetur þá skyldi enginn vanmeta þá þegar út í alvöruna er komið. Það er mikil sigurreynsla í liði Keflavíkur og nokkrir leikmenn liðsins hafa orðið Íslandsmeistarar. Gunnar Einarsson og Damon Johnson urðu t.a.m. Íslandsmeistarar með Keflavík árið 1997, fyrir 18 árum. Þjálfari Keflavíkur þá, líkt og nú, var Sigurður Ingimundarson.Fyrir leik: Liðin mættust hér á Ásvöllum í lokaumferð Domino's deildarinnar, þar sem Haukar höfðu betur, 89-83, í heldur rislitlum leik. Við vonumst eftir betri leik í kvöld.Fyrir leik: Hér mætast liðin sem enduðu í 3. og 6. sæti Domino's deildarinnar. Haukar unnu 13 leiki og töpuðu níu á meðan Keflvíkingar voru með 50% vinningshlutfall, unnu 11 leiki og töpuðu 11.Fyrir leik: Góða kvöldið og gleðilega hátíð! Hér verður fylgst með fyrsta leik Hauka og Keflavíkur í átta-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Keflavík tók forystuna í einvíginu við Hauka í átta-liða úrslitum úrslitakeppninnar með sjö stiga sigri, 79-86, í framlengdum leik í Schenker-höllinni í kvöld. Haukarnir geta nagað sig í handarbökin en þeir voru sjálfum sér verstir í kvöld. Heimamenn töpuðu boltanum 19 sinnum (gegn 13 hjá Keflavík) og skutu aðeins 54% af vítalínunni. Það breytti engu þótt þeir hefðu unnið frákastabaráttuna með miklum yfirburðum, 57-36. Keflvíkingar voru lengi í gang í en sýndu styrk þegar á reyndi. Í liðinu býr gríðarleg reynsla sem fleytti því eflaust yfir erfiðustu hjallana í kvöld. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en aldrei munaði meira en sex stigum á þeim. Alex Francis var öflugur í byrjun leiks og skoraði sex af fyrstu tíu stigum Hauka. Sóknarleikur Keflavíkur var slakur framan af 1. leikhluta en varamaðurinn Reggie Dupree kveikti neistann hjá gestunum en hann setti niður fjóra þrista í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 39-35, fyrir Hauka, sem voru sterkari aðilinn á lokakafla fyrri hálfleiksins. Haukur Óskarsson var stigahæstur heimamanna í hálfleik með 12 stig en Francis kom næstur með 10 og sjö fráköst. Haukar voru öflugir í byrjun seinni hálfleiks og náðu mest tíu stiga forskoti, 50-40. Francis var í miklum ham í 3. leikhluta þar sem hann skoraði 12 stig. Hann skoraði hins vegar aðeins fjögur stig það sem eftir lifði leiks og hefði mátt vera meira afgerandi undir lokin. Haukar leiddu með sjö stigum þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af 3. leikhluta en þökk sé flautukörfu frá Þresti Leó Jóhannssyni var munurinn aðeins fjögur stig, 60-56, fyrir lokaleikhlutann. Þröstur byrjaði 4. leikhlutann eins og hann lauk þeim þriðja og eftir tvö vítaskot frá Arnari Frey Jónssyni voru Keflvíkingar skyndilega komnir yfir, 60-61. Sama baráttan hélst út leikinn en dómararnir áttu fullt í fangi með að hafa stjórn á leiknum. Keflvíkingar virtust vera búnir að landa sigrinum þegar Davon Usher lagði boltann smekklega ofan í þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. En Emil Barja, leikstjórnandi Hauka, tryggði sínum mönnum framlengingu með þristi 26 sekúndum fyrir leikslok. Staðan eftir venjulegan leiktíma, 76-76. Í framlengingunni reyndust Keflvíkingar svo sterkari, skoruðu 10 stig gegn þremur Hauka og lönduðu sjö stiga sigri, 79-86. Davon Usher var stigahæstur í liði Keflavíkur með 21 stig en hann var sérlega mikilvægur á lokakaflanum. Dupree og Valur Orri Valsson komu næstir með 15 stig hvor, en sá síðarnefndi gaf einnig fimm stoðsendingar. Francis var atkvæðamestur hjá Haukum með 26 stig og 12 fráköst. Hann tapaði boltanum hins vegar sex sinnum auk þess sem ófarir hans á vítalínunni héldu áfram. Haukur kom næstur með 16 stig og þá átti hinn 17 ára Kári Jónsson skínandi leik, skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Emil var með 12 stig, 12 fráköst og níu stoðsendingar en tapaði boltanum hins vegar sjö sinnum. Liðin mætast öðru sinni á mánudaginn suður með sjó.Ívar: Töpuðum alltof mörgum boltum Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sagði að sóknarleikurinn hefði orðið sínu liði að falli gegn Keflavík í kvöld. "Við vorum ekki góðir sóknarlega í seinni hálfleik, og þá sérstaklega í 4. leikhluta. Við fórum að dripla of mikið og héngum of mikið á boltanum. Það vantaði allt flæði í sóknina. "Svo töpuðum við boltanum 19 sinnum, þar af 18 sinnum í hendurnar á þeim, sem er alveg skelfilegt og það var í raun ótrúlegt að við skyldum vera inni í leiknum miðað við það. "Svo vorum við með 50% vítanýtingu," sagði Ívar sem var þó ánægður með framlag sinna manna í kvöld. "Vörnin var þokkaleg og við börðumst og lögðum okkur fram. Það er ekki hægt að skamma menn fyrir það. "En við gerðum alltof mikið af grundvallarmistökum í leiknum og það er dýrt gegn reynslumiklu liði eins og Keflavík." Alex Francis var öflugur framan af leik en skoraði aðeins fjögur stig í 4. leikhluta og framlengingunni. "Boltinn var svolítið fyrir utan hjá okkur en hann vann sér heldur ekki stöðu. Þetta var beggja blands. Hann brenndi nokkrum sinnum af og lét þá fara í taugarnar á sér," sagði Ívar að lokum.Usher: Samherjarnir höfðu trú á mér Davon Usher, leikmaður Keflavíkur, fór mikinn í seinni hálfleik í sigrinum á Haukum í kvöld. Hann var að vonum sáttur eftir leikinn og hrósaði liðsfélögum sínum. "Samherjar mínir höfðu trú á mér, að ég gæti tekið leikinn í mínar hendur. Þeir létu mig fá boltann og hvöttu mig til að keyra að körfunni. "Ég er ánægður að hafa hjálpað liðinu að vinna leikinn," sagði Davon sem var ánægður með stuðninginn sem Keflvíkingar fengu úr stúkunni á Ásvöllum í kvöld. "Stuðningsmennirnir gáfu okkur auka orku og meira sjálfstraust," sagði Davon en hvaða þýðingu hefur þessi sigur fyrir Keflavík, fyrir utan að vera komnir 1-0 yfir í einvíginu? "Sigurinn gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir leikinn í Keflavík á mánudaginn. Við vitum hverjir veikleikar þeirra eru og öfugt. "Við þurfum að vinna í því að bæta okkar leik," sagði Davon og bætti við að Keflvíkingar þyrftu að vera grimmari í sóknarfráköstunum á mánudaginn en þeir voru í kvöld.Tölfræði leiksins:Haukar-Keflavík 79-86 (19-19, 20-16, 21-21, 16-20, 3-10)Haukar: Alex Francis 26/12 fráköst, Haukur Óskarsson 16, Kári Jónsson 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Barja 12/12 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 3, Kristinn Marinósson 3/9 fráköst, Kristinn Jónasson 2, Hjálmar Stefánsson 2/4 fráköst.Keflavík: Davon Usher 21/5 fráköst, Reggie Dupree 15, Valur Orri Valsson 15/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 10/6 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 8, Damon Johnson 8/7 fráköst.Bein textalýsingLeik lokið | 79-86 | Kári hittir ekki úr þriggja stiga skoti og Damon klárar leikinn með tveimur vítaskotum. Keflvíkingar eru komnir 1-0 yfir í einvíginu.45. mín | 79-84 | Emil kastar boltanum beint í hendurnar á Damon. Arnar Freyr böðlar svo boltanum einhvern veginn ofan í í næstu sókn. Fimm stiga munur. Átta sekúndur eftir.44. mín | 79-82 | Kári setur niður annað af tveimur vítaskotum. Usher keyrir upp að körfunni í næstu sókn og skorar. Keflvíkingar brjóta í kjölfarið á Francis. Hvað gerir hann á vítalínunni?44. mín | 78-80 | Haukur fær dæmdan á sig ruðning. Það er skjálfti í Haukaliðinu - boltinn er eins og heit kartafla í höndunum á þeim.43. mín | 78-80 | Francis skorar sín fyrstu stig í langan tíma. Valur svarar með körfu.42. mín | 76-78 | Davíð Páll, fyrrum Haukamaður, skorar fyrstu stig framlengingarinnar.Venjulegum leiktíma lokið | 76-76 | Emil neglir niður þristi! Við erum á leið í framlengingu! Sigurður bað um leikhlé strax eftir körfuna frá Emil en talaði fyrir daufum eyrum. Allt mjög undarlegt.40. mín | 73-76 | Usher ver skot frá Francis og skorar í kjölfarið. Þriggja stiga munur.39. mín | 73-74 | Valur skrefar og Haukar fá boltann. 70 sekúndur eftir. Kristinn kemur inn fyrir Helga.39. mín | 73-74 | Haukur skorar en Usher svarar með fallegu stökkskoti.38. mín | 71-72 | Valur Orri, sem var nýkominn aftur inn á, skorar eftir langa "outlet" sendingu frá Þresti Leó og fær víti að auki. Hann setur það niður og kemur Keflavík yfir.36. mín | 71-67 | Emil setur niður sinn fyrsta þrist og eykur muninn í fjögur stig.35. mín | 68-67 | Það er allt að verða vitlaust. Það er spurning hvort liðið höndlar spennuna betur. Reynslan er allavega með Keflvíkingum í liði. "Þessi dómgæsla er til skammar!" heyrist úr stúkunni, Keflavíkurmegin.33. mín | 66-64 | Francis tapar sínum sjötta bolta. Það er allt á suðupunkti hér á Ásvöllum.31. mín | 60-61 | Þröstur byrjar 4. leikhluta eins og hann lauk þeim þriðja: með þristi. Valur kemur svo gestunum yfir með tveimur vítaskotum.Þriðja leikhluta lokið | 60-56 | Þröstur tekur skorar flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna! Þetta gæti heldur betur kveikt í Keflvíkingum. Dupree er enn stigahæstur hjá gestunum með 15 stig en Francis er kominn með 22/10 hjá heimamönnum. Haukar eru með mikla yfirburði í frákastabaráttunni, 38-23.29. mín | 58-53 | Vörnin hjá Keflavík er fín þessa stundina. Þeir hitta hins vegar sama og ekki neitt. Munurinn ennþá fimm stig.27. mín | 56-49 | Kári keyrir upp að körfunni og eykur muninn aftur í sjö stig. Hann er svo flottur sóknarmaður, aðeins 17 ára gamall.26. mín | 52-45 | Emil setur niður stökkskot. Hann er kominn með 6 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar.22. mín | 45-37 | Kári slakar einum silkimjúkum þristi niður. Haukar byrja seinni hálfleikinn á 6-2 spretti.Seinni hálfleikur hafinn | 40-35 | Keflvíkingar byrja á því að brjóta á Francis. Hann setur annað vítið niður. Fimm stiga munur.Fyrri hálfleik lokið | 39-35 | Haukarnir fara með fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn. Haukur er þeirra stigahæstur með 12 stig en Francis kemur næstur með 10 stig og 7 fráköst. Hann er hins vegar búinn að tapa boltanum 5 sinnum. Dupree hefur skorað 12 stig fyrir Keflavík og Davon, Damon og Valur sex hver.19. mín | 35-35 | Valur setur niður þrist eftir glæsilega sendingu frá Damon. Hann kann þetta ennþá, nýorðinn 41 árs. Haukar eru að vinna frákastabaráttuna 24-13.18. mín | 30-30 | Ég var rétt búinn að sleppa orðinu þegar Haukur setur stökkskot niður. Kári keyrir svo upp að körfunni og jafnar metin.17. mín | 26-30 | Kristinn Jónasson setur niður tvö víti. Haukarnir eiga í bölvuðum vandræðum með að skora í opnum leik. Usher kemur inn á fyrir Dupree.16. mín | 24-30 | Dupree setur sinn fjórða þrist niður! Hann er maður þessa leiks hingað til. Helgi Björn tapar boltanum í næstu sókn. Ívar tekur leikhlé. Haukarnir virka stressaðir og hafa tapað boltanum klaufalega á síðustu mínútum.14. mín | 24-25 | Emil setur tvö víti niður. Haukarnir eru komnir í bónus, þegar sjö mínútur eru til hálfleiks. Þeir eru vissulega slakt vítalið en það er sama. Gunnar Einarsson fékk óíþróttamannslega villu áðan. Sigurður kippti honum strax af velli. Stuðningsmenn Hauka létu gamla manninn heyra það á leiðinni út af.13. mín | 21-25 | Dupree er sjóðheitur og setur sinn þriðja þrist niður. Francis tapaði áðan sínum fjórða bolta. Emil kemur aftur inn á fyrir Hauka.12. mín | 21-19 | Sigurður Þór með svakalegan loftbolta. Dupree skorar þrist í kjölfarið og kemur Keflvíkingum í fyrsta sinn yfir.Fyrsta leikhluta lokið | 19-19 | Þröstur jafnaði metin í 16-16, Kári setti í kjölfarið niður þrist en Reggie Dupree svaraði með öðrum slíkum. Keflvíkingar hafa unnið sig inn í leikinn eftir erfiða byrjun. Damon og Davon eru báðir komnir með fjögur stig en Francis er stigahæstur í liði Hauka með 6 stig.10. mín | 16-14 | Arnar Freyr neglir niður þrist og minnkar muninn í eitt stig. Hjálmar setur svo annað af tveimur vítaskotum niður.8. mín | 14-11 | Valur Orri setur niður þrist og minnkar muninn í þrjú stig. Francis er þegar búinn að tapa boltanum í þrígang.6. mín | 12-6 | Francis treður eftir að Keflavíkurvörnin riðlaðist og Haukur bætir svo tveimur stigum við eftir hraðaupphlaup. Sigurður tekur leikhlé. Sóknarleikur Keflvíkinga er ekki góður, staður og tilviljunarkenndur.4. mín | 4-2 | Liðin skiptast á að klúðra skotum hér í byrjun leiks. Francis er með öll fjögur stig Hauka en Damon skoraði einu körfu Keflvíkinga.2. mín | 2-2 | Keflvíkingar senda Francis á vítalínuna. Hann klikkar á báðum, enda aðeins 49% vítaskytta í vetur.Leikurinn hafinn | 0-0 | Emil, Francis, Kári, Kristinn og Haukur hefja leik hjá heimamönnum. Þröstur, Usher, Valur, Damon og Guðmundur skipa byrjunarlið Keflavíkur.Fyrir leik: Davon Usher, bandarískur leikmaður Keflavíkur, var í talsverðri tilvistarkreppu í nótt, ef marka má Twitter. Í færslu sem hann setti inn korter í fjögur velti hann því fyrir sér hvort hann ætti að fara á fætur og keyra á Subway eða ekki. Að fara á Subway eða ekki, þar er efinn, eins og þeir segja.Fyrir leik: Haukar hafa einu sinni orðið Íslandsmeistarar, árið 1988. Þá slógu þeir Keflavík út í undanúrslitunum og unnu svo Njarðvík í úrslitarimmunni. Þjálfari Hauka var Pálmar Sigurðsson, faðir Arons landsliðs- og atvinnumanns í handbolta, en hann lék einnig með liðinu. Meðal annarra leikmanna í liði Hauka voru Henning Henningsson, Ólafur Rafnsson, Ívar Webster og nafni hans Ásgrímsson, núverandi þjálfari Hauka.Fyrir leik: Sigurður Ingimundarson hefur alls stýrt Keflvíkingum til fimm Íslandsmeistaratitla (1997, 1999, 2003, 2005 og 2008), en enginn þjálfari hefur gert lið jafn oft að meisturum frá því úrslitakeppnin var sett á laggirnar veturinn 1983-84.Fyrir leik: Þótt Keflvíkingar hafi leikið undir pari í vetur þá skyldi enginn vanmeta þá þegar út í alvöruna er komið. Það er mikil sigurreynsla í liði Keflavíkur og nokkrir leikmenn liðsins hafa orðið Íslandsmeistarar. Gunnar Einarsson og Damon Johnson urðu t.a.m. Íslandsmeistarar með Keflavík árið 1997, fyrir 18 árum. Þjálfari Keflavíkur þá, líkt og nú, var Sigurður Ingimundarson.Fyrir leik: Liðin mættust hér á Ásvöllum í lokaumferð Domino's deildarinnar, þar sem Haukar höfðu betur, 89-83, í heldur rislitlum leik. Við vonumst eftir betri leik í kvöld.Fyrir leik: Hér mætast liðin sem enduðu í 3. og 6. sæti Domino's deildarinnar. Haukar unnu 13 leiki og töpuðu níu á meðan Keflvíkingar voru með 50% vinningshlutfall, unnu 11 leiki og töpuðu 11.Fyrir leik: Góða kvöldið og gleðilega hátíð! Hér verður fylgst með fyrsta leik Hauka og Keflavíkur í átta-liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira