Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2015 14:26 Stefan Bonneau var magnaður í kvöld. vísir/ernir Stefan Bonneau sá til þess að Njarðvík jafnaði metin í undanúrslitarimmu sinni gegn deildarmeisturum KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla í kvöld. Þessi öflugi leikmaður skoraði magnaða þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiks liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld og tryggði heimamönnum eins stigs sigur. KR fékk tækifæri til að skora í síðustu sókninni en Michael Craion náði ekki að grípa boltann eftir innkast. Sigurinn skipti öllu máli fyrir þá grænklæddu því næsti leikur fer fram í DHL-höllinni í vesturbæ Reykjavíkur. Með sigrinum í kvöld tryggðu Njarðvíkingar sér að minnsta kosti einn heimaleik til viðbótar. Bonneau, sem skoraði aðeins ellefu stig i fyrsta leiknum, svaraði fyrir sig með því að skora 34 stig í kvöld og fór hann fyrir sínu liði þegar vandræði liðsins voru sem mest í síðari hálfleiknum. Njarðvík byrjaði miklu betur í leiknum og voru þeir Bonneau og Logi Gunnarsson sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvert skotið á fætur öðru fór niður og máttu KR-inga þakka fyrir að vera aðeins tólf stigum undir í hálfleik, 47-35. Ekkert virtist ganga hjá KR og í fyrsta sinn í nokkurn tíma sást hversu mikið liðið saknaði leikstjórnandans Pavel Ermolinskij. Hann hitaði upp fyrir leikinn en var þó ekki á skýrslu. Óvíst er hvort hann verði klár í næsta leik. Michael Craion var stigahæstur hjá KR með 28 stig og hans kraftar nýttust betur í síðari hálfleik en í þeim fyrri. KR náði að éta upp forystu Njarðvíkur strax í þriðja leikhluta með því að leita ítrekað til hans inn í teig. Það var svo kryddað með nokkrum þriggja stiga skotum, sem fóru loksins að ganga upp fyrir gestina, auk þess sem að Finnur Atli Magnússon átti magnaða innkomu og kom KR yfir nánast einn síns liðs á stuttum kafla en auk hans sýndi Darri Hilmarsson góð tilþrif í síðari hálfleik. En þrátt fyrir að KR-ingar hefðu tekið leikinn í sínar hendur með áhlaupinu gáfust heimamenn ekki upp. Það dró af Loga í síðari hálfleik en aðrir náðu að leggja sitt á vogarskálarnar auk þess sem að Bonneau hélt sínum takti. KR-ingar fengu færi til að tryggja sér sigur, bæði eftir sigurkörfu Bonneau í lokin og líka eftir hana. En þetta var ekki þeirra kvöld þegar uppi var staðið og misstu þeir af dauðafæri til að gerast nánast út um rimmu liðanna. En að sama skapi fengu Njarðvíkingar nýtt líf í kvöld og ætti það að gefa þeim bæði aukinn kraft og meiri sjálfstraust fyrir leik liðanna á sunnudagskvöld, en sá leikur mun væntanlega segja mikið um hvort liðið fái að spila um Íslandsmeistaratitilinn í ár.Njarðvík-KR 85-84 (23-12, 24-23, 14-30, 24-19)Njarðvík: Stefan Bonneau 34/8 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 15/4 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 12/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9/6 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 9, Ólafur Helgi Jónsson 4, Maciej Stanislav Baginski 2/4 fráköst.KR: Michael Craion 28/9 fráköst/7 stoðsendingar/4 varin skot, Helgi Már Magnússon 20/5 fráköst, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 10, Björn Kristjánsson 8, Brynjar Þór Björnsson 7/5 fráköst/5 stoðsendingar.Stefan BonneauVísir/ErnirBonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. KR fékk tækifæri til að komast aftur yfir en það gekk ekki og karfa Bonneau reyndist sigurkarfa leiksins. „Alla stráka dreymir um að taka svona skot. Sigurskotið á lokasekúndunum. Þetta er það sem við æfum allir sem smástrákar,“ sagði sigurreifur Bonneau við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Þetta var bara sjálfstraust. Ég trúi því að ég geti sett svona skot niður. Sem betur fer gekk það því þurftum að vinna þennan leik.“ Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir því hvað hafi klikkað í síðari hálfleik eftir góðan fyrri hálfleik hjá Njarðvík. „Við vissum að þeir myndu koma með áhlaup og við gáfum eftir í varnarleiknum.. En sem betur fer náðum við að hanga í þeim og vinna sigurinn.“ „Þetta er allt önnur sería fyrir vikið. Við vildum alls ekki fara til þeirra og þurfa að vinna þar til að halda lífi í þessu. Þetta var risastór sigur.“ Hann segir að það hafi verið gott að geta kvittað fyrir fyrsta leikinn, sem KR vann örugglega. „Þeir létu okkur finna fyrir því. En við börðumst fyrir okkar hlut í kvöld. Við ætlum að gefa þeim alvöru rimmu og hafa þetta erfitt fyrir þá. Við vitum að við höfum getuna til þess.“Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR.Vísir/ValliFinnur Freyr: Við gáfum þeim sénsinn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, viðurkenndi að það hafi verið svekkjandi að sjá sigurkörfu Bonneau í Ljónagryfjunni í kvöld en Njarðvík lagði þá KR að velli með eins stigs mun. „Körfubolti er leikur sem vinnast og tapast á skotum og hann fékk of opið færi fyrir minn smekk. Hann bara setti það en mér fannst við klikka í sókninni á undan þar sem við áttum að setja niður layup. Við gáfum þeim í raun sénsinn á að koma inn í þetta aftur,“ sagði Finnur. „Þetta var hörkuleikur gegn góðu liði Njarðvíkur í frábærri stemningu. Bæði lið hefðu getað unnið þennan leik.“ KR spilaði ekki sinn besta körfubolta í fyrri hálfleik á meðan að Bonneau og Logi skoruðu grimmt. Finnur sagði að KR-ingar hafi verið aðeins of ragir. „En þegar við spiluðum upp á okkar styrkleika í seinni hálfleik þá fór okkur að ganga betur. Mínir menn lögðu sig þó alla fram, það vantaði ekki.“ „Það er alltaf eitthvað sem hægt er að breyta. Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir svæðisvörnina þeirra í kvöld en við vorum of lengi að bregðast við henni í kvöld. En við þurfum bara að hafa hausinn í lagi og mæta vel gíraðir í næsta leik sem er á okkar heimavelli.“ Finnur sagði að það hafi ekki komið til greina að Pavel spilaði með í kvöld en hann tók þátt í upphituninni. „Það verður bara að koma í ljós hvort hann verði með í næsta leik. Hann verður fyrst að komast í gegnum almennilega æfingu til þess og við metum hann upp á nýtt á hverjum degi. Við vitum það því ekki eins og er.“Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/ValliFriðrik Ingi: Við trúum að við getum unnið Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, segir að það hafi verið mikil áhersla á að koma leikmönnum sínum í skilning um að þeir eigi fullt erindi í lið KR - sem þeir sýndu í kvöld. „Ef það er hægt að segja að annað liðið hafi fremur átt skilið að vinna þá fannst mér að það værum við. Þeir gerðu vel með því að koma til baka í seinni hálfleik en við náðum að halda sjó og gefa okkur tækifæri í restina til að vinna leikinn og það fannst mér mjög sterkt,“ sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi í kvöld. „Í kvöld vorum við betur á tánum í vörninni en í fyrsta leiknum og þá vann liðið einfaldlega betur saman. Við höfðum trú á verkefninu og í ljósi þess að við náðum að koma til baka eftir að hafa lent undir í seinni hálfleik sýndi það mér að leikmennirnir trúa því að þeir geta unnið KR.“ Hann sagði að hann hafi stillt upp nokkrum möguleikum fyrir sína menn í lokasókninni - einn af þeim var að Bonneau fengi þriggja stiga skot. „En við vorum líka með fleiri möguleika í stöðunni. Það var pínu heppni að hann fékk boltann á þessum stað en það gekk.“ Friðrik Ingi segir að dagskipunin fyrir næsta leik verði auðveld: „Við þurfum að spila vel og trúa því að við getum unnið. Þá getum við unnið.“Leiklýsing: Njarðvík - KRLeik lokið | 85-84: Craion fær sendingu undir körfunni, er frír en nær ekki að klófesta sendinguna almennilega. Sigur heimamanna og þvílík dramatík.40. mín | 85-84: Bonneau með þrist!!!!!!!!!!! Ein sekúnda eftir enn.40. mín | 82-84: Maður stressast allur upp með leikmönnunum. Logi klikkar á sniðskoti, ótrúlegt. Hann nýtir örugglega 99 af 100 í þessari stöðu. KR í sókn. Geta skilið átta eftir á skotkluikku. Craion klikkar og Njarðvík fær boltann. Craion var í opnu færi undir körfunni, svo gott sem. Að þessir tveir hafi klikkað er ótrúlegt. Leikhlé. Sjö sekúndur eftir.40. mín | 82-84: Bonneau keyrir inn, gengur ekki. Mirko í frákastinu en tapar þeirri baráttu. 45 sekúndur eftir. Craion fær sending undir körfunni, missir boltann út af. Njarðvík fær innkastið þegar 42 sekúndur eru eftir. Mótmælir en þetta var rétt. Leikhlé.39. mín | 82-84: Björn í þrist, gengur ekki. Logi með frákastið. 1:18 eftir. Logi nær í villu á Helga, hans fimmta! Helgi er out! 1:06 eftir.39. mín | 82-84: Craion með mikilvægt sóknarfrákast eftir misheppnað skot Helga. Hversu dýrt var það hjá Mirko að klikka á troðslu þegar tvær mínútur eru eftir. Leikhlé þegar 1:38 eru eftir. KR með boltann.38. mín | 82-84: Bonneau með erfiðan þrist, gengur ekki. Mirko nær að blaka honum inn. Darri svarar, þvílíkur seinni hálfleikur hjá honum. Tvær eftir. Mirko klikkar á troðslunni, troðslunni!!!37. mín | 80-82: Mirko með iðnaðartroðslu. Kveikir í kofanum. Tvö stig. Þrjár eftir. Brynjar í þrist, gengur ekki, Magic frákastar.36. mín | 78-82: Craion klikkar en það gerir Mirko líka undir körfunni. Björn í þrist, gengur. Það er allt annað að sjá þriggja stiga nýtinguna hjá KR í seinni hálfleik. Hjörtur svarar undir körfunni. Nú fjögurra stiga munur og það gæti verið mikilvægt. En Darri klikkar og Njarðvik kemst í sókn. Bonneau sækir villu á Helga, hans fjórða. Leikhlé. Þrjár og hálf eftir.35. mín | 76-79: Darri í skot og fær vinalegt skopp, gengur. Tapaður bolti hjá Njarðvík og Björn stillir upp. Brynjar út í horni, gengur en bara tveggja. Mirko undir körfunni, hefur betur í baráttunni við Helga. Enn þriggja stiga munur.34. mín | 74-75: Craion gerir sitt undir körfunni og eykur muninn aftur í þrjú stig. Bonneau sækir villu á Magna. Hann er kominn með þrjár, eins og Helgi Már og Darri. Enginn kominn með þrjár villur hjá Njarðvík, sem er enn í sókn. Bonneauí galið skot, gengur. Þvílíkur töframaður.33. mín | 72-73: Þrjár sekúndur dæmdar á Craion. Heimamenn fagna því vel og innilega. Magic í keyrslu, nær að skora. Minnkar í eitt. Craion fær sendingu frá Darra, tekur hana á flugi og setur þetta niður. Bonneau í erfiðan þrist, Magni blokkar hann. Njarðvík heldur boltanum. Snorri fær sendingu frá Hirti undir körfunni, gengur.32. mín | 68-71: Bonneau með þrist, gengur. Helgi Már með þrist, gengur. Rosalegar mínútur í gangi hérna. Snorri fær sendingu undir körfunni og missir af boltanum. KR í sókn. Logi ver frá Darra, Magni ver svo frá Loga. Snorri fer í frákastið, nær boltanum og fær svo Magna í sig af fullum krafti. Skellur með hnakkann í gólfið og missir boltann út af. Heimamenn eru brjálaðir. KR fær boltann.31. mín | 65-68: Hjörtur fær pláss, fer inn og skorar. Minnkar muninn í tvö. Magic fer svo í gott blokk á Craion. KR á innkastið. Brynjar í þrist, gengur ekki og Njarðvík fer í sókn. Bonneau með skot sem hann snýr í af spjaldinu og inn. Helgi Már svarar með þristi. Ja, hérna.Þriðja leikhluta lokið | 61-65: Björn upp í skot þegar skotklukkan rennur út, gengur ekki. Nú bara tæpar tvær sekúndur eftir? Það er skrýtin stærðfræði og Leifur athugar málið á ritaraborðinu. Ein aukasekúnda gefin. Finnur Atli ver skot frá Ágústi.Njarðvík: Bonneau 24, Logi 15, Snorri 7, Mirko 6, Hjörtur 5, Ólafur 4.KR: Craion 24, Helgi Már 14, Finnur Atli 10, Darri 7, Brynjar Þór 5, Björn 5.30. mín | 61-65: Nú er allt niðri. Björn með þrist sem gengur. Bonneau keyrir inn, hittir ekki og fær ekki villu. Njarðvík fær þó innkastið. Hjörtur keyrir inn, skorar og fær villu á Finn Atla. Setur vítið niður. 28 sekúndur eftir.30. mín | 58-62: Helgi Már upp í rándýran þrist, syngur í netinu. Sex stiga munur. Þvílík karfa fyrir gestina. Bonneau sækir villu, fer aftur á vítalínuna. Setur nú bæði niður.29. mín | 56-59: Brotið á Darra í skoti, hann setur niður bæði. Verið að hvíla nú Mirko og Loga. Sjáum hvað það gefur Njarðvík í fjórða leikhluta. Bonneau fær villu á Darra. Víti dæmt og hann setur bara annað.29. mín | 55-57: Enn er það Finnur Atli sem fer upp í skot, nú er þristur sem er góður. Finnur Atli kominn með sjö stig eftir leikhléð. Njarðvík á vítalínuna, skorar loksins stig.28. mín | 53-54: Finnur Atli skorar og kemur KR yfir. KR vinnur svo boltann og villa dæmd á Bonneau. Mótlætið mikið hjá heimamönnum núna. Darri í opið skot, klikkar. Njarðvík frákastar. Logi í þrist, gengur ekki.27. mín | 53-52: Vítið klikkar hjá Craion. KR nær frákastinu og Finnur Atli skorar. Minnkar muninn í eitt stig. Bonneau reynir skot úr miðjum teignum. Gengur ekki. KR með boltann og getur komist yfir.27. mín | 53-50: Tapaður bolti hjá Njarðvík. Þetta þarf KR að nýta sér. Craion undir körfunni, skorar og fær villu á Hjört. Vá. Hversu mikilvægt var þetta? Leikhlé. Back to the basics hjá KR og þeir voru enga stund að saxa á þetta.26. mín | 53-48: Craion blokkar skot frá Bonneau, sem berst þó fyrir frákastinu. Logi svo í skot, hittir ekki. KR fær annað tækifæri til að minnka muninn. Craion með sendingu sem Logi kemst inn í. Góð barátta samt í KR sem vinnur boltann strax til baka. Darri í þrist, gengur! Afar mikilvægt.25. mín | 53-45: Mirko klikkar, KR getur minnkað muninn en Björn klikkar á þristi. Mirko með frákastið. Snorri gegn Darra undir körfunni, Snorri hefur betur og skorar. Craion inn í teig, allt of auðvelt fyrir hann. Svarar strax fyrir KR. Mirko í skot, gengur ekki. Brynjar í þrist, gengur ekki heldur.24. mín | 51-43: Bonneau í erfiðan þrist með Darra í sér, klikkar. Helgi í layup, það klikkar líka. Magic gegn Craion undir körfunni, varið skot en Njarðvík fær innkast. Bonneau í stökkskot, gengur. Craion undir körfunni, gengur líka.23. mín | 49-41: Snorri klikkar úr opnu skoti, Brynjar klikkar svo á þristi. KR hélt þó boltanum. Darri klikkar en nær sóknafrákastinu og skorar. Þetta er betra hjá KR, nýtir sóknirnar mun betur.22. mín | 49-39: Bonneau gegn Helga. Fer auðveldlega framhjá honum. Setur boltann svo á milli tveggja KR-inga á dauðfrían Snorra sem skorar auðvelda körfu. Craion svo með tvo í sér undir körfunni í sókn KR, skorar.21. mín | 47-37: Mirko er að spila hörkuvörn á Craion. Sá síðarnefndi sleppur svo í gegn eftir langa sókn og fiskar villu á Magic. Setur bæði niður.Hálfleikur: Liðin eru svipuð í flestum tölfræðiþáttum nema að heimamenn eru að skjóta mun betur fyrir utan þriggja stiga línuna. Mikil barátta í þessum leik og langar sóknir en Njarðvíkingar eru einfaldlega að nýta sín skot betur. Tölfræði fyrri hálfleiks er hér fyrir neðan.Fyrri hálfleik lokið | 47-35: Bonneau upp í skot þegar lítið er eftir en gengur ekki. Tólf stiga munur í hálfleik. KR langt frá sínu besta, svo mikið er víst. Þetta er sýning hjá Bonneau (19 stig) og Loga (15 stig).Njarðvík: Bonneau 19/5 frák./4 stoðs., Logi 15/2/1, Snorri 7/0/0, Mirko 6/4/0, Hjörtur 0/1/3.KR: Craion 14/6 frák./5 stoðs., Helgi Már 11/4/3, Brynjar Þór 5/3/1, Finnur Atli 3/1/0, Björn 2/2/1, Darri 0/1/2.Skotnýting (Njarðvík-KR): 2ja: 12/20 - 13/21. 3ja: 7/16 - 2/12. Víti: 2/4 - 3/6.Fráköst: 18 (14/4) - 17 (13/4).Villur: 7-8 (Ólafur 2, Mirko 2 - Darri 2).Tapaðir boltar: 8-9.20. mín | 47-35: Bonneau upp í þrist, gengur enn og aftur hjá honum. KR í sókn þegar 30 sekúndur eru eftir. Tapa boltanum þegar 20 eru eftir og þá taka heimamenn leikhlé.20. mín | 44-35: Mirko er líka öflugur undir körfunni. Skorar. Helgi Már svarar starx. Bonneau fríar Mirko í þrist, hann klikkar. Helgi með vippu inn í teig á Craion sem skorar auðvelda körfu. Tæp mínúta eftir.19. mín | 42-31: Brynjar með þrist. Mikilvægt eftir fíaskóið áðan. Logi svo með enn eina körfuna. Craion klikkar undir körfunni og Njarðvík fær innkastið. Bonneau reynir sendingu en Helgi komst inn í hana. Björn fram en klikkar undir körfunni. KR fær samt innkastið. Craion setur niður tvö stig.18. mín | 40-26: Bonneu með körfu. Hann er kominn með þrettán, eins og Logi. Helgi nær að svara inni í teig. Bonneau upp í þrist - góður! Fjórtán stiga munur.17. mín | 35-24: Stolinn bolti hjá Helga og Brynjar setur niður körfu við þriggja stiga línuna. Hélt að það væri þristur en hann fær bara tvö stig á töfluna. Næsta sókn. Logi setur niður þrist og fiskar svo ruðning á Brynjar, sem er ekki sáttur. Logi er að gera frábæra hluti í þessum leik.16. mín | 32-22: Björn nýtir bara fyrra vítið og heimamenn ná frákastinu. Mikil barátta inn í teig og Logi ræður ekki við sendingu Hjartar sem var kominn í vandræði. KR í sókn. en enn og aftur eru þeir að tapa boltanum klaufalega. Nú missti Finnur af langri sendingu Brynjars yfir þveran teiginn.15. mín | 32-21: Darri reynir við þrist, klikkar. Snorri setur niður stutt skot eftir fína sókn. Craion missir boltann út af svo. Þetta lítur ekki vel út fyrir KR. Björn nær svo í villu sem er umdeild, Njarðvík var við það að fá boltann. Friðrik Ingi ekki sáttur og tekur leikhlé. Ræðir svo málin ítarlega við Leif.14. mín | 30-21: Helgi Már með þrist, loksins fyrir KR. Bonneau setur niður körfu eftir baráttu. Helgi Már reynir aftur við þriggja stiga, klikkar. Logi keyrir inn, setur niður og fiskar villu á Darra, hans önnur. Klikkar á vítinu reyndar.13. mín | 26-18: Hver annar en Logi nær að kveikja í þessu með því að setja niður þriggja stiga körfu? Helgi Már svarar með körfu og minnkar muninn í átta.12. mín | 23-16: Fyrstu þrjár sóknir Njarðvikur hafa klikkað. Craion skoraði fyrir KR undir körfunni og svo aftur eftir hraðaupphlaup. Darri reyndi líka þrist sem klikkaði.1. leikhluta lokið | 23-12: Bonneau kom sér í færi en skotið klikkaði. Algjörir yfirburðir Njarðvíkinga en maður fær það á tilfinninguna að þeir ættu að vera búnir að refsa KR-ingum enn frekar en þeir hafa gert. KR þarf að endurstilla sinn leik.Njarðvík: Bonneau 9, Snorri 5, Logi 5, Mirko 4.KR: Craion 6, Finnur Atli 3, Helgi Már 2, Björn 1.10. mín | 23-12: Magni klikkar á þristi. Bonneau setur svo niður skot með Magna í sér. Skref dæmt á KR-inga og Njarðvík fær boltann þegar fimm sekúndur eru eftir. Leikhlé tekið.10. mín | 21-12: Snorri setti niður vítið. Brynjar reyndi þrist í næstu sókn KR en klikkaði. Svo skref dæmt á Snorra og KR heldur í sókn þegar 50 sekúndur eru eftir af fyrsta leikhluta.9. mín | 20-12: Snorri setur niður skot. KR í sókn, Björn klikkar. Njarðvík í hraðaupphlaup þar sem Björn er fremstur. Hann skorar og fær snertingu frá Birni þar að auki. Villa dæmd. KR tekur leikhlé. Gestirnir ekki komnir í gang, svo mikið er víst.8. mín | 16-12: KR er einfaldlega að hitta illa. Mjög illa. Logi fer í sniðskot. Björn svo í þriggja sem klikkar en Finnur Atli nær frákastinu og skorar og fiskar villu þar að auki. Setur niður aukastigið.7. mín | 14-9: Það rignir í Njarðvík. Að minnsta kosti á öðrum vallarhelmingnum. Logi setur niður þrist en Helgi Már klikkar svo í næstu sókn.6. mín | 11-8: Bonneau með þrist og svo skorar Mirko undir körfunni í næstu sókn. Enn klikkar KR og þá setur Bonneau niður annan þrist. Þetta kveikir í húsinu. Craion skorar og ver svo skot frá Bonneau.4. mín | 3-6: Darri með misheppnaða sendingu á Brynjar. Innkast dæmt. Brynjar mótmæli kröftuglega og segir að boltinn hafi farið af heimamenni. Brynjar fær tiltal frá Leifi Garðarssyni dómara. Mirko stígur svo út af í sókn Njarðvíkur og því er enn sama staðan.3. mín | 3-6: Bonneau fær víti og hittir úr einu. Njarðvík nær frákastinu en þristur Loga klikkar. KR sækir enn inn í teig og Craion skorar. Mirko frákastar en það gerir Craion hinum megin líka. KR í sókn. Craion setur aftur niður undir körfunni.2. mín | 2-2: Helgi Már með fyrstu körfu kvöldsins. Craion stelur boltanum og KR kemst í sókn. Helgi með stutt skot. Njarðvík aftur fram. Mirko Stefán hefur betur gegn Craion og jafnar metin.1. mín | 0-0: Þetta er byrjað! KR vinnur uppkastið og heldur í sókn.Fyrir leik: Búið að kynna menn til leiks og allt til reiðu. Það er líklega enn hægt að fá sæti í stúkunni, að minnsta kosti er fólk enn að koma inn. Maður hefði haldið að heimamenn myndu fjölmenna á leikinn og leggja sitt af mörkum til að sjá til þess að þetta verði ekki síðasti heimaleikur vetrarins í Njarðvík.Fyrir leik: Pavel er ekki á skýrslu og spilar því ekki með KR hér í kvöld. Tók samt þátt í upphituninni.Fyrir leik: Það eru einhver vandræði með internetið hér inni. Ég er tengdur en mér skilst að það séu einhver vandræði með tölfræðilýsinguna á kki.is. KR TV átti að vera með útsendingu en það lítur ekki vel út með það eins og er.Fyrir leik: Ljónagryfjan er troðin, svo mikið er víst. KR-ingar eru löngu mættir og heimamenn líka. Það er þétt setið á pöllunum og menn telja niður mínúturnar í að þetta hefjist.Fyrir leik: Stigahæsti maðurinn í síðasta leik var Craion með 20 stig. Það var því enginn leikmaður sem tók leikinn algjörlega yfir. Það gæti breyst í kvöld.Fyrir leik: Bonneau var aðeins með ellefu stig í síðasta leik og var langt undir meðaltölum sínum í vetur sem er í kringum 35 stig. Það segir margt um leikinn. Einnig að eftir að Njarðvík komst í 33-22 forystu í byrjun annars leikhluta fór KR á ótrúlegan sprett, 43-11, sem gerði út um leikinn.Kanavaktin: KR-ingurinn Michael Craion og Njarðvíkingurinn Stefan Bonneau eru báðir í algjörum lykilhlutverkum fyrir sín lið. Craion er skrímslið inni í teignum sem KR-ingar leita óspart til, bæði til að skapa usla undir körfunni og gefa bakvarðasveit KR það pláss sem hún þarf til að láta ljós sitt skína. Bonneau er einfaldlega skemmtikraftur, lítill naggur sem getur bæði skotið og keyrt inn í teig. Ef hann er í stuði þá verður þetta góður dagur fyrir Njarðvík.Fyrir leik: KR varð deildarmeistari sem kunnugt er og af mörgum talið með yfirburðalið í deildinni. Maður skyldi ætla að það myndi veikja KR að missa mann eins og Pavel en það var ekki að sjá í fyrsta leik liðanna, þar sem KR fór ansi auðveldlega í gegnum Njarðvíkurliðið.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij tekur þátt í upphitun en hann hefur ekki spilað með KR síðan í öðrum leik gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. Hann meiddist í bikarúrslitaleiknum og var ekki bjartsýnn á að hann myndi spila mikið í fyrstu leikjum þessarar rimmu. Það er spurning hvort hann treystir sér til að taka einhverjar mínútur í dag.Fyrir leik: Kofinn er að fyllast, það er að segja Ljónagryfjan. Stórskemmtilegt hús og fyrir þá sem ekki vita þá sitjum við blaðamenn hér inni í áhaldageymslu við endann á vellinum. Það er ólíkt öllu öðru sem maður þekkir úr öðrum íþróttahúsum og í raun stórskemmtilegt. Hér er mikil saga, líka í áhaldageymslunni.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og KR lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Stefan Bonneau sá til þess að Njarðvík jafnaði metin í undanúrslitarimmu sinni gegn deildarmeisturum KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla í kvöld. Þessi öflugi leikmaður skoraði magnaða þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiks liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld og tryggði heimamönnum eins stigs sigur. KR fékk tækifæri til að skora í síðustu sókninni en Michael Craion náði ekki að grípa boltann eftir innkast. Sigurinn skipti öllu máli fyrir þá grænklæddu því næsti leikur fer fram í DHL-höllinni í vesturbæ Reykjavíkur. Með sigrinum í kvöld tryggðu Njarðvíkingar sér að minnsta kosti einn heimaleik til viðbótar. Bonneau, sem skoraði aðeins ellefu stig i fyrsta leiknum, svaraði fyrir sig með því að skora 34 stig í kvöld og fór hann fyrir sínu liði þegar vandræði liðsins voru sem mest í síðari hálfleiknum. Njarðvík byrjaði miklu betur í leiknum og voru þeir Bonneau og Logi Gunnarsson sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvert skotið á fætur öðru fór niður og máttu KR-inga þakka fyrir að vera aðeins tólf stigum undir í hálfleik, 47-35. Ekkert virtist ganga hjá KR og í fyrsta sinn í nokkurn tíma sást hversu mikið liðið saknaði leikstjórnandans Pavel Ermolinskij. Hann hitaði upp fyrir leikinn en var þó ekki á skýrslu. Óvíst er hvort hann verði klár í næsta leik. Michael Craion var stigahæstur hjá KR með 28 stig og hans kraftar nýttust betur í síðari hálfleik en í þeim fyrri. KR náði að éta upp forystu Njarðvíkur strax í þriðja leikhluta með því að leita ítrekað til hans inn í teig. Það var svo kryddað með nokkrum þriggja stiga skotum, sem fóru loksins að ganga upp fyrir gestina, auk þess sem að Finnur Atli Magnússon átti magnaða innkomu og kom KR yfir nánast einn síns liðs á stuttum kafla en auk hans sýndi Darri Hilmarsson góð tilþrif í síðari hálfleik. En þrátt fyrir að KR-ingar hefðu tekið leikinn í sínar hendur með áhlaupinu gáfust heimamenn ekki upp. Það dró af Loga í síðari hálfleik en aðrir náðu að leggja sitt á vogarskálarnar auk þess sem að Bonneau hélt sínum takti. KR-ingar fengu færi til að tryggja sér sigur, bæði eftir sigurkörfu Bonneau í lokin og líka eftir hana. En þetta var ekki þeirra kvöld þegar uppi var staðið og misstu þeir af dauðafæri til að gerast nánast út um rimmu liðanna. En að sama skapi fengu Njarðvíkingar nýtt líf í kvöld og ætti það að gefa þeim bæði aukinn kraft og meiri sjálfstraust fyrir leik liðanna á sunnudagskvöld, en sá leikur mun væntanlega segja mikið um hvort liðið fái að spila um Íslandsmeistaratitilinn í ár.Njarðvík-KR 85-84 (23-12, 24-23, 14-30, 24-19)Njarðvík: Stefan Bonneau 34/8 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 15/4 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 12/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9/6 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 9, Ólafur Helgi Jónsson 4, Maciej Stanislav Baginski 2/4 fráköst.KR: Michael Craion 28/9 fráköst/7 stoðsendingar/4 varin skot, Helgi Már Magnússon 20/5 fráköst, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 10, Björn Kristjánsson 8, Brynjar Þór Björnsson 7/5 fráköst/5 stoðsendingar.Stefan BonneauVísir/ErnirBonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. KR fékk tækifæri til að komast aftur yfir en það gekk ekki og karfa Bonneau reyndist sigurkarfa leiksins. „Alla stráka dreymir um að taka svona skot. Sigurskotið á lokasekúndunum. Þetta er það sem við æfum allir sem smástrákar,“ sagði sigurreifur Bonneau við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Þetta var bara sjálfstraust. Ég trúi því að ég geti sett svona skot niður. Sem betur fer gekk það því þurftum að vinna þennan leik.“ Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir því hvað hafi klikkað í síðari hálfleik eftir góðan fyrri hálfleik hjá Njarðvík. „Við vissum að þeir myndu koma með áhlaup og við gáfum eftir í varnarleiknum.. En sem betur fer náðum við að hanga í þeim og vinna sigurinn.“ „Þetta er allt önnur sería fyrir vikið. Við vildum alls ekki fara til þeirra og þurfa að vinna þar til að halda lífi í þessu. Þetta var risastór sigur.“ Hann segir að það hafi verið gott að geta kvittað fyrir fyrsta leikinn, sem KR vann örugglega. „Þeir létu okkur finna fyrir því. En við börðumst fyrir okkar hlut í kvöld. Við ætlum að gefa þeim alvöru rimmu og hafa þetta erfitt fyrir þá. Við vitum að við höfum getuna til þess.“Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR.Vísir/ValliFinnur Freyr: Við gáfum þeim sénsinn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, viðurkenndi að það hafi verið svekkjandi að sjá sigurkörfu Bonneau í Ljónagryfjunni í kvöld en Njarðvík lagði þá KR að velli með eins stigs mun. „Körfubolti er leikur sem vinnast og tapast á skotum og hann fékk of opið færi fyrir minn smekk. Hann bara setti það en mér fannst við klikka í sókninni á undan þar sem við áttum að setja niður layup. Við gáfum þeim í raun sénsinn á að koma inn í þetta aftur,“ sagði Finnur. „Þetta var hörkuleikur gegn góðu liði Njarðvíkur í frábærri stemningu. Bæði lið hefðu getað unnið þennan leik.“ KR spilaði ekki sinn besta körfubolta í fyrri hálfleik á meðan að Bonneau og Logi skoruðu grimmt. Finnur sagði að KR-ingar hafi verið aðeins of ragir. „En þegar við spiluðum upp á okkar styrkleika í seinni hálfleik þá fór okkur að ganga betur. Mínir menn lögðu sig þó alla fram, það vantaði ekki.“ „Það er alltaf eitthvað sem hægt er að breyta. Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir svæðisvörnina þeirra í kvöld en við vorum of lengi að bregðast við henni í kvöld. En við þurfum bara að hafa hausinn í lagi og mæta vel gíraðir í næsta leik sem er á okkar heimavelli.“ Finnur sagði að það hafi ekki komið til greina að Pavel spilaði með í kvöld en hann tók þátt í upphituninni. „Það verður bara að koma í ljós hvort hann verði með í næsta leik. Hann verður fyrst að komast í gegnum almennilega æfingu til þess og við metum hann upp á nýtt á hverjum degi. Við vitum það því ekki eins og er.“Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/ValliFriðrik Ingi: Við trúum að við getum unnið Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, segir að það hafi verið mikil áhersla á að koma leikmönnum sínum í skilning um að þeir eigi fullt erindi í lið KR - sem þeir sýndu í kvöld. „Ef það er hægt að segja að annað liðið hafi fremur átt skilið að vinna þá fannst mér að það værum við. Þeir gerðu vel með því að koma til baka í seinni hálfleik en við náðum að halda sjó og gefa okkur tækifæri í restina til að vinna leikinn og það fannst mér mjög sterkt,“ sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi í kvöld. „Í kvöld vorum við betur á tánum í vörninni en í fyrsta leiknum og þá vann liðið einfaldlega betur saman. Við höfðum trú á verkefninu og í ljósi þess að við náðum að koma til baka eftir að hafa lent undir í seinni hálfleik sýndi það mér að leikmennirnir trúa því að þeir geta unnið KR.“ Hann sagði að hann hafi stillt upp nokkrum möguleikum fyrir sína menn í lokasókninni - einn af þeim var að Bonneau fengi þriggja stiga skot. „En við vorum líka með fleiri möguleika í stöðunni. Það var pínu heppni að hann fékk boltann á þessum stað en það gekk.“ Friðrik Ingi segir að dagskipunin fyrir næsta leik verði auðveld: „Við þurfum að spila vel og trúa því að við getum unnið. Þá getum við unnið.“Leiklýsing: Njarðvík - KRLeik lokið | 85-84: Craion fær sendingu undir körfunni, er frír en nær ekki að klófesta sendinguna almennilega. Sigur heimamanna og þvílík dramatík.40. mín | 85-84: Bonneau með þrist!!!!!!!!!!! Ein sekúnda eftir enn.40. mín | 82-84: Maður stressast allur upp með leikmönnunum. Logi klikkar á sniðskoti, ótrúlegt. Hann nýtir örugglega 99 af 100 í þessari stöðu. KR í sókn. Geta skilið átta eftir á skotkluikku. Craion klikkar og Njarðvík fær boltann. Craion var í opnu færi undir körfunni, svo gott sem. Að þessir tveir hafi klikkað er ótrúlegt. Leikhlé. Sjö sekúndur eftir.40. mín | 82-84: Bonneau keyrir inn, gengur ekki. Mirko í frákastinu en tapar þeirri baráttu. 45 sekúndur eftir. Craion fær sending undir körfunni, missir boltann út af. Njarðvík fær innkastið þegar 42 sekúndur eru eftir. Mótmælir en þetta var rétt. Leikhlé.39. mín | 82-84: Björn í þrist, gengur ekki. Logi með frákastið. 1:18 eftir. Logi nær í villu á Helga, hans fimmta! Helgi er out! 1:06 eftir.39. mín | 82-84: Craion með mikilvægt sóknarfrákast eftir misheppnað skot Helga. Hversu dýrt var það hjá Mirko að klikka á troðslu þegar tvær mínútur eru eftir. Leikhlé þegar 1:38 eru eftir. KR með boltann.38. mín | 82-84: Bonneau með erfiðan þrist, gengur ekki. Mirko nær að blaka honum inn. Darri svarar, þvílíkur seinni hálfleikur hjá honum. Tvær eftir. Mirko klikkar á troðslunni, troðslunni!!!37. mín | 80-82: Mirko með iðnaðartroðslu. Kveikir í kofanum. Tvö stig. Þrjár eftir. Brynjar í þrist, gengur ekki, Magic frákastar.36. mín | 78-82: Craion klikkar en það gerir Mirko líka undir körfunni. Björn í þrist, gengur. Það er allt annað að sjá þriggja stiga nýtinguna hjá KR í seinni hálfleik. Hjörtur svarar undir körfunni. Nú fjögurra stiga munur og það gæti verið mikilvægt. En Darri klikkar og Njarðvik kemst í sókn. Bonneau sækir villu á Helga, hans fjórða. Leikhlé. Þrjár og hálf eftir.35. mín | 76-79: Darri í skot og fær vinalegt skopp, gengur. Tapaður bolti hjá Njarðvík og Björn stillir upp. Brynjar út í horni, gengur en bara tveggja. Mirko undir körfunni, hefur betur í baráttunni við Helga. Enn þriggja stiga munur.34. mín | 74-75: Craion gerir sitt undir körfunni og eykur muninn aftur í þrjú stig. Bonneau sækir villu á Magna. Hann er kominn með þrjár, eins og Helgi Már og Darri. Enginn kominn með þrjár villur hjá Njarðvík, sem er enn í sókn. Bonneauí galið skot, gengur. Þvílíkur töframaður.33. mín | 72-73: Þrjár sekúndur dæmdar á Craion. Heimamenn fagna því vel og innilega. Magic í keyrslu, nær að skora. Minnkar í eitt. Craion fær sendingu frá Darra, tekur hana á flugi og setur þetta niður. Bonneau í erfiðan þrist, Magni blokkar hann. Njarðvík heldur boltanum. Snorri fær sendingu frá Hirti undir körfunni, gengur.32. mín | 68-71: Bonneau með þrist, gengur. Helgi Már með þrist, gengur. Rosalegar mínútur í gangi hérna. Snorri fær sendingu undir körfunni og missir af boltanum. KR í sókn. Logi ver frá Darra, Magni ver svo frá Loga. Snorri fer í frákastið, nær boltanum og fær svo Magna í sig af fullum krafti. Skellur með hnakkann í gólfið og missir boltann út af. Heimamenn eru brjálaðir. KR fær boltann.31. mín | 65-68: Hjörtur fær pláss, fer inn og skorar. Minnkar muninn í tvö. Magic fer svo í gott blokk á Craion. KR á innkastið. Brynjar í þrist, gengur ekki og Njarðvík fer í sókn. Bonneau með skot sem hann snýr í af spjaldinu og inn. Helgi Már svarar með þristi. Ja, hérna.Þriðja leikhluta lokið | 61-65: Björn upp í skot þegar skotklukkan rennur út, gengur ekki. Nú bara tæpar tvær sekúndur eftir? Það er skrýtin stærðfræði og Leifur athugar málið á ritaraborðinu. Ein aukasekúnda gefin. Finnur Atli ver skot frá Ágústi.Njarðvík: Bonneau 24, Logi 15, Snorri 7, Mirko 6, Hjörtur 5, Ólafur 4.KR: Craion 24, Helgi Már 14, Finnur Atli 10, Darri 7, Brynjar Þór 5, Björn 5.30. mín | 61-65: Nú er allt niðri. Björn með þrist sem gengur. Bonneau keyrir inn, hittir ekki og fær ekki villu. Njarðvík fær þó innkastið. Hjörtur keyrir inn, skorar og fær villu á Finn Atla. Setur vítið niður. 28 sekúndur eftir.30. mín | 58-62: Helgi Már upp í rándýran þrist, syngur í netinu. Sex stiga munur. Þvílík karfa fyrir gestina. Bonneau sækir villu, fer aftur á vítalínuna. Setur nú bæði niður.29. mín | 56-59: Brotið á Darra í skoti, hann setur niður bæði. Verið að hvíla nú Mirko og Loga. Sjáum hvað það gefur Njarðvík í fjórða leikhluta. Bonneau fær villu á Darra. Víti dæmt og hann setur bara annað.29. mín | 55-57: Enn er það Finnur Atli sem fer upp í skot, nú er þristur sem er góður. Finnur Atli kominn með sjö stig eftir leikhléð. Njarðvík á vítalínuna, skorar loksins stig.28. mín | 53-54: Finnur Atli skorar og kemur KR yfir. KR vinnur svo boltann og villa dæmd á Bonneau. Mótlætið mikið hjá heimamönnum núna. Darri í opið skot, klikkar. Njarðvík frákastar. Logi í þrist, gengur ekki.27. mín | 53-52: Vítið klikkar hjá Craion. KR nær frákastinu og Finnur Atli skorar. Minnkar muninn í eitt stig. Bonneau reynir skot úr miðjum teignum. Gengur ekki. KR með boltann og getur komist yfir.27. mín | 53-50: Tapaður bolti hjá Njarðvík. Þetta þarf KR að nýta sér. Craion undir körfunni, skorar og fær villu á Hjört. Vá. Hversu mikilvægt var þetta? Leikhlé. Back to the basics hjá KR og þeir voru enga stund að saxa á þetta.26. mín | 53-48: Craion blokkar skot frá Bonneau, sem berst þó fyrir frákastinu. Logi svo í skot, hittir ekki. KR fær annað tækifæri til að minnka muninn. Craion með sendingu sem Logi kemst inn í. Góð barátta samt í KR sem vinnur boltann strax til baka. Darri í þrist, gengur! Afar mikilvægt.25. mín | 53-45: Mirko klikkar, KR getur minnkað muninn en Björn klikkar á þristi. Mirko með frákastið. Snorri gegn Darra undir körfunni, Snorri hefur betur og skorar. Craion inn í teig, allt of auðvelt fyrir hann. Svarar strax fyrir KR. Mirko í skot, gengur ekki. Brynjar í þrist, gengur ekki heldur.24. mín | 51-43: Bonneau í erfiðan þrist með Darra í sér, klikkar. Helgi í layup, það klikkar líka. Magic gegn Craion undir körfunni, varið skot en Njarðvík fær innkast. Bonneau í stökkskot, gengur. Craion undir körfunni, gengur líka.23. mín | 49-41: Snorri klikkar úr opnu skoti, Brynjar klikkar svo á þristi. KR hélt þó boltanum. Darri klikkar en nær sóknafrákastinu og skorar. Þetta er betra hjá KR, nýtir sóknirnar mun betur.22. mín | 49-39: Bonneau gegn Helga. Fer auðveldlega framhjá honum. Setur boltann svo á milli tveggja KR-inga á dauðfrían Snorra sem skorar auðvelda körfu. Craion svo með tvo í sér undir körfunni í sókn KR, skorar.21. mín | 47-37: Mirko er að spila hörkuvörn á Craion. Sá síðarnefndi sleppur svo í gegn eftir langa sókn og fiskar villu á Magic. Setur bæði niður.Hálfleikur: Liðin eru svipuð í flestum tölfræðiþáttum nema að heimamenn eru að skjóta mun betur fyrir utan þriggja stiga línuna. Mikil barátta í þessum leik og langar sóknir en Njarðvíkingar eru einfaldlega að nýta sín skot betur. Tölfræði fyrri hálfleiks er hér fyrir neðan.Fyrri hálfleik lokið | 47-35: Bonneau upp í skot þegar lítið er eftir en gengur ekki. Tólf stiga munur í hálfleik. KR langt frá sínu besta, svo mikið er víst. Þetta er sýning hjá Bonneau (19 stig) og Loga (15 stig).Njarðvík: Bonneau 19/5 frák./4 stoðs., Logi 15/2/1, Snorri 7/0/0, Mirko 6/4/0, Hjörtur 0/1/3.KR: Craion 14/6 frák./5 stoðs., Helgi Már 11/4/3, Brynjar Þór 5/3/1, Finnur Atli 3/1/0, Björn 2/2/1, Darri 0/1/2.Skotnýting (Njarðvík-KR): 2ja: 12/20 - 13/21. 3ja: 7/16 - 2/12. Víti: 2/4 - 3/6.Fráköst: 18 (14/4) - 17 (13/4).Villur: 7-8 (Ólafur 2, Mirko 2 - Darri 2).Tapaðir boltar: 8-9.20. mín | 47-35: Bonneau upp í þrist, gengur enn og aftur hjá honum. KR í sókn þegar 30 sekúndur eru eftir. Tapa boltanum þegar 20 eru eftir og þá taka heimamenn leikhlé.20. mín | 44-35: Mirko er líka öflugur undir körfunni. Skorar. Helgi Már svarar starx. Bonneau fríar Mirko í þrist, hann klikkar. Helgi með vippu inn í teig á Craion sem skorar auðvelda körfu. Tæp mínúta eftir.19. mín | 42-31: Brynjar með þrist. Mikilvægt eftir fíaskóið áðan. Logi svo með enn eina körfuna. Craion klikkar undir körfunni og Njarðvík fær innkastið. Bonneau reynir sendingu en Helgi komst inn í hana. Björn fram en klikkar undir körfunni. KR fær samt innkastið. Craion setur niður tvö stig.18. mín | 40-26: Bonneu með körfu. Hann er kominn með þrettán, eins og Logi. Helgi nær að svara inni í teig. Bonneau upp í þrist - góður! Fjórtán stiga munur.17. mín | 35-24: Stolinn bolti hjá Helga og Brynjar setur niður körfu við þriggja stiga línuna. Hélt að það væri þristur en hann fær bara tvö stig á töfluna. Næsta sókn. Logi setur niður þrist og fiskar svo ruðning á Brynjar, sem er ekki sáttur. Logi er að gera frábæra hluti í þessum leik.16. mín | 32-22: Björn nýtir bara fyrra vítið og heimamenn ná frákastinu. Mikil barátta inn í teig og Logi ræður ekki við sendingu Hjartar sem var kominn í vandræði. KR í sókn. en enn og aftur eru þeir að tapa boltanum klaufalega. Nú missti Finnur af langri sendingu Brynjars yfir þveran teiginn.15. mín | 32-21: Darri reynir við þrist, klikkar. Snorri setur niður stutt skot eftir fína sókn. Craion missir boltann út af svo. Þetta lítur ekki vel út fyrir KR. Björn nær svo í villu sem er umdeild, Njarðvík var við það að fá boltann. Friðrik Ingi ekki sáttur og tekur leikhlé. Ræðir svo málin ítarlega við Leif.14. mín | 30-21: Helgi Már með þrist, loksins fyrir KR. Bonneau setur niður körfu eftir baráttu. Helgi Már reynir aftur við þriggja stiga, klikkar. Logi keyrir inn, setur niður og fiskar villu á Darra, hans önnur. Klikkar á vítinu reyndar.13. mín | 26-18: Hver annar en Logi nær að kveikja í þessu með því að setja niður þriggja stiga körfu? Helgi Már svarar með körfu og minnkar muninn í átta.12. mín | 23-16: Fyrstu þrjár sóknir Njarðvikur hafa klikkað. Craion skoraði fyrir KR undir körfunni og svo aftur eftir hraðaupphlaup. Darri reyndi líka þrist sem klikkaði.1. leikhluta lokið | 23-12: Bonneau kom sér í færi en skotið klikkaði. Algjörir yfirburðir Njarðvíkinga en maður fær það á tilfinninguna að þeir ættu að vera búnir að refsa KR-ingum enn frekar en þeir hafa gert. KR þarf að endurstilla sinn leik.Njarðvík: Bonneau 9, Snorri 5, Logi 5, Mirko 4.KR: Craion 6, Finnur Atli 3, Helgi Már 2, Björn 1.10. mín | 23-12: Magni klikkar á þristi. Bonneau setur svo niður skot með Magna í sér. Skref dæmt á KR-inga og Njarðvík fær boltann þegar fimm sekúndur eru eftir. Leikhlé tekið.10. mín | 21-12: Snorri setti niður vítið. Brynjar reyndi þrist í næstu sókn KR en klikkaði. Svo skref dæmt á Snorra og KR heldur í sókn þegar 50 sekúndur eru eftir af fyrsta leikhluta.9. mín | 20-12: Snorri setur niður skot. KR í sókn, Björn klikkar. Njarðvík í hraðaupphlaup þar sem Björn er fremstur. Hann skorar og fær snertingu frá Birni þar að auki. Villa dæmd. KR tekur leikhlé. Gestirnir ekki komnir í gang, svo mikið er víst.8. mín | 16-12: KR er einfaldlega að hitta illa. Mjög illa. Logi fer í sniðskot. Björn svo í þriggja sem klikkar en Finnur Atli nær frákastinu og skorar og fiskar villu þar að auki. Setur niður aukastigið.7. mín | 14-9: Það rignir í Njarðvík. Að minnsta kosti á öðrum vallarhelmingnum. Logi setur niður þrist en Helgi Már klikkar svo í næstu sókn.6. mín | 11-8: Bonneau með þrist og svo skorar Mirko undir körfunni í næstu sókn. Enn klikkar KR og þá setur Bonneau niður annan þrist. Þetta kveikir í húsinu. Craion skorar og ver svo skot frá Bonneau.4. mín | 3-6: Darri með misheppnaða sendingu á Brynjar. Innkast dæmt. Brynjar mótmæli kröftuglega og segir að boltinn hafi farið af heimamenni. Brynjar fær tiltal frá Leifi Garðarssyni dómara. Mirko stígur svo út af í sókn Njarðvíkur og því er enn sama staðan.3. mín | 3-6: Bonneau fær víti og hittir úr einu. Njarðvík nær frákastinu en þristur Loga klikkar. KR sækir enn inn í teig og Craion skorar. Mirko frákastar en það gerir Craion hinum megin líka. KR í sókn. Craion setur aftur niður undir körfunni.2. mín | 2-2: Helgi Már með fyrstu körfu kvöldsins. Craion stelur boltanum og KR kemst í sókn. Helgi með stutt skot. Njarðvík aftur fram. Mirko Stefán hefur betur gegn Craion og jafnar metin.1. mín | 0-0: Þetta er byrjað! KR vinnur uppkastið og heldur í sókn.Fyrir leik: Búið að kynna menn til leiks og allt til reiðu. Það er líklega enn hægt að fá sæti í stúkunni, að minnsta kosti er fólk enn að koma inn. Maður hefði haldið að heimamenn myndu fjölmenna á leikinn og leggja sitt af mörkum til að sjá til þess að þetta verði ekki síðasti heimaleikur vetrarins í Njarðvík.Fyrir leik: Pavel er ekki á skýrslu og spilar því ekki með KR hér í kvöld. Tók samt þátt í upphituninni.Fyrir leik: Það eru einhver vandræði með internetið hér inni. Ég er tengdur en mér skilst að það séu einhver vandræði með tölfræðilýsinguna á kki.is. KR TV átti að vera með útsendingu en það lítur ekki vel út með það eins og er.Fyrir leik: Ljónagryfjan er troðin, svo mikið er víst. KR-ingar eru löngu mættir og heimamenn líka. Það er þétt setið á pöllunum og menn telja niður mínúturnar í að þetta hefjist.Fyrir leik: Stigahæsti maðurinn í síðasta leik var Craion með 20 stig. Það var því enginn leikmaður sem tók leikinn algjörlega yfir. Það gæti breyst í kvöld.Fyrir leik: Bonneau var aðeins með ellefu stig í síðasta leik og var langt undir meðaltölum sínum í vetur sem er í kringum 35 stig. Það segir margt um leikinn. Einnig að eftir að Njarðvík komst í 33-22 forystu í byrjun annars leikhluta fór KR á ótrúlegan sprett, 43-11, sem gerði út um leikinn.Kanavaktin: KR-ingurinn Michael Craion og Njarðvíkingurinn Stefan Bonneau eru báðir í algjörum lykilhlutverkum fyrir sín lið. Craion er skrímslið inni í teignum sem KR-ingar leita óspart til, bæði til að skapa usla undir körfunni og gefa bakvarðasveit KR það pláss sem hún þarf til að láta ljós sitt skína. Bonneau er einfaldlega skemmtikraftur, lítill naggur sem getur bæði skotið og keyrt inn í teig. Ef hann er í stuði þá verður þetta góður dagur fyrir Njarðvík.Fyrir leik: KR varð deildarmeistari sem kunnugt er og af mörgum talið með yfirburðalið í deildinni. Maður skyldi ætla að það myndi veikja KR að missa mann eins og Pavel en það var ekki að sjá í fyrsta leik liðanna, þar sem KR fór ansi auðveldlega í gegnum Njarðvíkurliðið.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij tekur þátt í upphitun en hann hefur ekki spilað með KR síðan í öðrum leik gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. Hann meiddist í bikarúrslitaleiknum og var ekki bjartsýnn á að hann myndi spila mikið í fyrstu leikjum þessarar rimmu. Það er spurning hvort hann treystir sér til að taka einhverjar mínútur í dag.Fyrir leik: Kofinn er að fyllast, það er að segja Ljónagryfjan. Stórskemmtilegt hús og fyrir þá sem ekki vita þá sitjum við blaðamenn hér inni í áhaldageymslu við endann á vellinum. Það er ólíkt öllu öðru sem maður þekkir úr öðrum íþróttahúsum og í raun stórskemmtilegt. Hér er mikil saga, líka í áhaldageymslunni.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og KR lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira