Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 27-25 | Jóhann Gunnar dró Mosfellinga að landi Ingvi Þór Sæmundsson að Varmá skrifar 8. apríl 2015 09:24 Jóhann Gunnar Einarsson í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Afturelding tók forystuna í einvíginu við Íslandsmeistara ÍBV með sigri í fyrsta leik liðanna í átta-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 27-25, eftir framlengdan leik. Þetta var fyrsti leikur Aftureldingar í úrslitakeppni frá árinu 2002 og það var enginn svikinn af þeirri skemmtun sem liðin buðu upp í N1-höllinni í Mosfellsbæ í kvöld. Jóhann Gunnar Einarsson átti stórkostlegan leik í liði Aftureldingar og skoraði 12 mörk, þar af þrjú í framlengingunni. Jóhann Gunnar, sem hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með Fram, tók af skarið á réttum augnablikum og reyndist sínu liði ómetanlegur í kvöld. Leikurinn var sveiflukenndur í meira lagi og liðin skiptust á að taka áhlaup. Mosfellingar voru einráðir á vellinum fyrri hluta fyrri hálfleiks en eftir 15 mínútna leik var staðan 7-1, heimamönnum í vil. Vörn þeirra var ógnarsterk og fyrir aftan hana var Davíð Svansson vel með nótunum. Þessi sterki varnarleikur og markvarsla skiluðu auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum en fjögur af sjö fyrstu mörkum Aftureldingar komu eftir hraðar sóknir. Eyjamenn unnu smám saman inn í leikinn, skoruðu fjögur mörk á móti einu og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 8-5. Sami munur var á liðunum í hálfleik, 11-8. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark. Þeir fengu svo ótal tækifæri til að jafna metin en tókst það ekki fyrr en 11 mínútum fyrir leikslok þegar Agnar Smári Jónsson skoraði sitt fjórða mark. Agnar var mjög öflugur á þessum kafla og skoraði þrjú mörk í röð. Hann átti annars misjafnan leik og tapaði boltanum full oft. Afturelding náði aftur tveggja marka forystu, 19-17, en þá kom frábær kafli hjá ÍBV sem skoraði fimm mörk gegn einu og komst tveimur mörkum yfir, 20-22, eftir að Andri Heimir Friðriksson skoraði eftir hraðaupphlaup. En Mosfellingar gáfust ekki upp. Jóhann Gunnar var eldsnöggur að minnka muninn í eitt mark, 21-22, og næstu sókn varði Davíð frá Andra Heimi. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tók þá leikhlé til að skipuleggja lokasóknina. Þá sýndi klukkan 59:43. Lokasóknin var vandræðaleg framan af en að lokum barst boltinn út í vinstra hornið á Gunnar Malmquist Þórsson sem fór inn og jafnaði metin í 22-22 með frábæru skoti. Norðanmaðurinn sýndi sannkallaðar stáltaugar en hann hafði látið Kolbein Aron Arnarsson, markvörð ÍBV, verja frá sér í þrígang fyrr í leiknum. Kolbeinn átti afbragðs leik í marki ÍBV í kvöld og varði jafnt og þétt allan leikinn. Liðin voru róleg í tíðinni í fyrri hálfleik framlengingarinnar en þá var aðeins eitt mark skorað. Það gerði Jóhann Jóhannsson sem hafði átt erfitt uppdráttar í venjulegum leiktíma. Nafni hans Gunnar Einarsson kom Aftureldingu tveimur mörkum yfir í byrjun framlengingarinnar og bætti svo öðru marki við og kom heimamönnum í 25-22. Og þá var björninn unninn. Mosfellingar héldu haus og fögnuðu tveggja marka sigri, 27-25, og því að vera komnir 1-0 yfir í einvíginu. Jóhann Gunnar var markahæstur í liði Aftureldingar með 12 mörk en Örn Ingi Bjarkason kom næstur með sex mörk. Agnar Smári skoraði mest fyrir ÍBV, eða sex mörk. Theodór Sigurbjörnsson og Andri Heimir komu næstir þar á eftir með fimm mörk hvor. Liðin mætast öðru sinni í Vestmannaeyjum á föstudaginn.Einar Andri: Þetta var háspenna lífshætta "Þetta var svipuð uppskrift og er búin að vera oft hjá okkur í vetur," sagði sigurreifur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson, eftir sigurinn á ÍBV í kvöld. "Þetta var háspenna lífshætta og ég held að við höfum ekki svikið áhorfendur í kvöld," bætti Einar við en leikurinn var sveiflukenndur í meira lagi. Afturelding byrjaði miklu betur og var komin 7-1 yfir eftir 15 mínútna leik. Eyjamenn unnu sig svo inn í leikinn og voru komnir í kjörstöðu til að vinna leikinn, tveimur mörkum yfir þegar tæp mínúta var eftir. Einar viðurkenndi að það hafi farið um sig í þeirri stöðu. "Það gerði það, klárlega. En ég veit ekki hvað við erum búnir að gera þetta oft í vetur, koma til baka úr vonlausri stöðu. Við hættum aldrei og höldum alltaf áfram. "Staðan var vissulega vonlítil en leikurinn er ekki búinn fyrr en það er búið að flauta af," sagði Einar en hans menn virtust hafa meira bensín á tankinum í framlengingunni. "Við náðum að brjóta ísinn og þetta snýst oft um hverjir ná fyrsta og öðru markinu. Við höfðum eitthvað extra sem þeir höfðu ekki." Einar hefur verið duglegur að nota breiddina í liði Aftureldingar í vetur en hann skipti minna en oftast áður í leiknum í kvöld. Það var fyrirfram ákveðið að hans sögn. "Ég held að við höfum aldrei spilað á eins fáum mönnum og í kvöld og það svolítið viljandi gert hjá mér í þessum leik. "En við komum til með að þurfa að nota breiddina strax á föstudaginn," sagði Einar en þá mætast Afturelding og ÍBV öðru sinni.Gunnar: Tókum glórulausar ákvarðanir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sagði að gott tækifæri á að taka forystuna í einvíginu við Aftureldingu hafi gengið Eyjamönnum úr greipum í kvöld. "Þetta er með því erfiðara sem maður lendir í í þessu, að eiga möguleika á að stela sigrinum í fyrsta leik í úrslitakeppni á útivelli en ná því ekki," sagði Gunnar. "Við vorum komnir með þetta en köstuðum þessu því miður frá okkur. Við tókum glórulausar ákvarðanir sem erfitt er að sætta sig við. Því fór sem fór. "Við að komast yfir þetta, grafa djúpt og koma til baka. Við sýndum úr hverju við erum gerðir í kvöld og spiluðum lengst af vel." Eyjamenn voru á hælunum til að byrja með og eftir korters leik var staðan 7-1, Aftureldingu í vil. Gunnar var vitaskuld ekki sáttur með byrjunina hjá sínum mönnum. "Við vorum lengi í gang sóknarlega og Davíð var að verja vel. En svo náðum við því og leikurinn þróaðist eins og við vildum og við höfðum fulla stjórn á honum," sagði Gunnar sem hefur fulla trú að Eyjamenn snúi dæminu sér í vil á föstudaginn, þegar liðin mætast í annað sinn. "Þetta er smá andlegur pakki og við þurfum bara að komast yfir hann, fá stuðninginn í Vestmannaeyjum og koma aftur til baka og sýna úr hverju við erum gerðir. Það skal enginn afskrifa okkur og menn vita að við gefumst aldrei upp." Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Afturelding tók forystuna í einvíginu við Íslandsmeistara ÍBV með sigri í fyrsta leik liðanna í átta-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 27-25, eftir framlengdan leik. Þetta var fyrsti leikur Aftureldingar í úrslitakeppni frá árinu 2002 og það var enginn svikinn af þeirri skemmtun sem liðin buðu upp í N1-höllinni í Mosfellsbæ í kvöld. Jóhann Gunnar Einarsson átti stórkostlegan leik í liði Aftureldingar og skoraði 12 mörk, þar af þrjú í framlengingunni. Jóhann Gunnar, sem hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með Fram, tók af skarið á réttum augnablikum og reyndist sínu liði ómetanlegur í kvöld. Leikurinn var sveiflukenndur í meira lagi og liðin skiptust á að taka áhlaup. Mosfellingar voru einráðir á vellinum fyrri hluta fyrri hálfleiks en eftir 15 mínútna leik var staðan 7-1, heimamönnum í vil. Vörn þeirra var ógnarsterk og fyrir aftan hana var Davíð Svansson vel með nótunum. Þessi sterki varnarleikur og markvarsla skiluðu auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum en fjögur af sjö fyrstu mörkum Aftureldingar komu eftir hraðar sóknir. Eyjamenn unnu smám saman inn í leikinn, skoruðu fjögur mörk á móti einu og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 8-5. Sami munur var á liðunum í hálfleik, 11-8. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark. Þeir fengu svo ótal tækifæri til að jafna metin en tókst það ekki fyrr en 11 mínútum fyrir leikslok þegar Agnar Smári Jónsson skoraði sitt fjórða mark. Agnar var mjög öflugur á þessum kafla og skoraði þrjú mörk í röð. Hann átti annars misjafnan leik og tapaði boltanum full oft. Afturelding náði aftur tveggja marka forystu, 19-17, en þá kom frábær kafli hjá ÍBV sem skoraði fimm mörk gegn einu og komst tveimur mörkum yfir, 20-22, eftir að Andri Heimir Friðriksson skoraði eftir hraðaupphlaup. En Mosfellingar gáfust ekki upp. Jóhann Gunnar var eldsnöggur að minnka muninn í eitt mark, 21-22, og næstu sókn varði Davíð frá Andra Heimi. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tók þá leikhlé til að skipuleggja lokasóknina. Þá sýndi klukkan 59:43. Lokasóknin var vandræðaleg framan af en að lokum barst boltinn út í vinstra hornið á Gunnar Malmquist Þórsson sem fór inn og jafnaði metin í 22-22 með frábæru skoti. Norðanmaðurinn sýndi sannkallaðar stáltaugar en hann hafði látið Kolbein Aron Arnarsson, markvörð ÍBV, verja frá sér í þrígang fyrr í leiknum. Kolbeinn átti afbragðs leik í marki ÍBV í kvöld og varði jafnt og þétt allan leikinn. Liðin voru róleg í tíðinni í fyrri hálfleik framlengingarinnar en þá var aðeins eitt mark skorað. Það gerði Jóhann Jóhannsson sem hafði átt erfitt uppdráttar í venjulegum leiktíma. Nafni hans Gunnar Einarsson kom Aftureldingu tveimur mörkum yfir í byrjun framlengingarinnar og bætti svo öðru marki við og kom heimamönnum í 25-22. Og þá var björninn unninn. Mosfellingar héldu haus og fögnuðu tveggja marka sigri, 27-25, og því að vera komnir 1-0 yfir í einvíginu. Jóhann Gunnar var markahæstur í liði Aftureldingar með 12 mörk en Örn Ingi Bjarkason kom næstur með sex mörk. Agnar Smári skoraði mest fyrir ÍBV, eða sex mörk. Theodór Sigurbjörnsson og Andri Heimir komu næstir þar á eftir með fimm mörk hvor. Liðin mætast öðru sinni í Vestmannaeyjum á föstudaginn.Einar Andri: Þetta var háspenna lífshætta "Þetta var svipuð uppskrift og er búin að vera oft hjá okkur í vetur," sagði sigurreifur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson, eftir sigurinn á ÍBV í kvöld. "Þetta var háspenna lífshætta og ég held að við höfum ekki svikið áhorfendur í kvöld," bætti Einar við en leikurinn var sveiflukenndur í meira lagi. Afturelding byrjaði miklu betur og var komin 7-1 yfir eftir 15 mínútna leik. Eyjamenn unnu sig svo inn í leikinn og voru komnir í kjörstöðu til að vinna leikinn, tveimur mörkum yfir þegar tæp mínúta var eftir. Einar viðurkenndi að það hafi farið um sig í þeirri stöðu. "Það gerði það, klárlega. En ég veit ekki hvað við erum búnir að gera þetta oft í vetur, koma til baka úr vonlausri stöðu. Við hættum aldrei og höldum alltaf áfram. "Staðan var vissulega vonlítil en leikurinn er ekki búinn fyrr en það er búið að flauta af," sagði Einar en hans menn virtust hafa meira bensín á tankinum í framlengingunni. "Við náðum að brjóta ísinn og þetta snýst oft um hverjir ná fyrsta og öðru markinu. Við höfðum eitthvað extra sem þeir höfðu ekki." Einar hefur verið duglegur að nota breiddina í liði Aftureldingar í vetur en hann skipti minna en oftast áður í leiknum í kvöld. Það var fyrirfram ákveðið að hans sögn. "Ég held að við höfum aldrei spilað á eins fáum mönnum og í kvöld og það svolítið viljandi gert hjá mér í þessum leik. "En við komum til með að þurfa að nota breiddina strax á föstudaginn," sagði Einar en þá mætast Afturelding og ÍBV öðru sinni.Gunnar: Tókum glórulausar ákvarðanir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sagði að gott tækifæri á að taka forystuna í einvíginu við Aftureldingu hafi gengið Eyjamönnum úr greipum í kvöld. "Þetta er með því erfiðara sem maður lendir í í þessu, að eiga möguleika á að stela sigrinum í fyrsta leik í úrslitakeppni á útivelli en ná því ekki," sagði Gunnar. "Við vorum komnir með þetta en köstuðum þessu því miður frá okkur. Við tókum glórulausar ákvarðanir sem erfitt er að sætta sig við. Því fór sem fór. "Við að komast yfir þetta, grafa djúpt og koma til baka. Við sýndum úr hverju við erum gerðir í kvöld og spiluðum lengst af vel." Eyjamenn voru á hælunum til að byrja með og eftir korters leik var staðan 7-1, Aftureldingu í vil. Gunnar var vitaskuld ekki sáttur með byrjunina hjá sínum mönnum. "Við vorum lengi í gang sóknarlega og Davíð var að verja vel. En svo náðum við því og leikurinn þróaðist eins og við vildum og við höfðum fulla stjórn á honum," sagði Gunnar sem hefur fulla trú að Eyjamenn snúi dæminu sér í vil á föstudaginn, þegar liðin mætast í annað sinn. "Þetta er smá andlegur pakki og við þurfum bara að komast yfir hann, fá stuðninginn í Vestmannaeyjum og koma aftur til baka og sýna úr hverju við erum gerðir. Það skal enginn afskrifa okkur og menn vita að við gefumst aldrei upp."
Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira