Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar | Haukar í bílstjórasætið Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 7. apríl 2015 18:45 Haukar unnu í kvöld frábæran sigur á FH, 32-29, í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Haukar náðu mest átta marka forskoti en FH kom til baka og háspenna varð undir lokin í Krikanum. Árni Steinn Steinþórsson var frábær í liði Hauka í kvöld og skoraði tíu mörk. Staðan er því 1-0 í einvígi liðanna. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en í byrjun var ljóst að vörn og markvarsla var að fara vinna þennan leik. Liðin virkuðu bæði ryðguð í sínum sóknarleik og var staðan til að mynda aðeins 7-4 fyrir Haukum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Haukarnir voru einu skrefi á undan FH í fyrri hálfleiknum og var það mikið til komið vegna frammistöðu Giedrius Morkunas í marki Hauka, en hann stóð sig einstaklega vel og varði 11 skot á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Haukar keyrðu hreinlega yfir FH á síðustu mínútum síðari hálfleiksins og var staðan í hálfleik 17-11 fyrir gestina. FH varð að gjörbreyta sínum sóknarleik í leikhléinu og koma mun grimmari til leiks út í síðari hálfleikinn. Haukar héldu áfram sínum leik og náðu fljótlega átta marka forystu 21-13. Haukar keyrðu upp hraðan og virkuðu með leikinn í sínum höndum. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum kviknaði einhver neisti í FH og salurinn með. Liðið þurfti að saxa á forskotið og það strax. FH breytti stöðunni í 21-17 og þakið ætlaði að rifna af Kaplakrika. Fljótlega eftir það var munurinn kominn niður í þrjú mörk. Stemningin var komin yfir til FH-inga en spurning hvort leikmenn liðsins höfðu nægilega mikla orku til að jafna metin. Á loka mínútum leiksins var spennan í hámarki og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum þegar um ein mínúta var eftir af leiknum. FH-ingar höfðu komið sér inn í leikinn með frábærum varnarleik en liðið breytti í 3-2-1 varnarleik í síðari hálfleiknum. Undir lokin misstu FH-ingar hausinn þegar það munaði aðeins einu marki á liðunum, 30-29. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, fékk þá að vaða upp völlinn og skora auðvelt mark. Haukar unnu að lokum frábæran þriggja marka sigur 32-29. Liðið er því komið í 1-0 í einvíginu en vinna þarf tvö leiki til að komast í undanúrslitin. Patrekur: Héldum haus og fórum ekkert á taugum„Það var spenna í þessu undir lokin og mér fannst FH-ingarnir góðir í kvöld en ég er ánægður með okkur, hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við spiluðum,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukar, eftir leikinn. „Þetta voru bara tvö góð lið sem voru að mætast, það var spenna undir lokin en við leiddum alltaf í þessum leik. Mér finnst þessi úrslit nokkuð sanngjörn en núna er staðan bara 1-0.“ Patrekur segir það vera frábæra stöðu að geta klárað einvígið í næsta leik á Ásvöllum. Haukar komust mest átta mörkum yfir í stöðunni 21-13 en FH náði að minnka muninn í aðeins eitt mark undir lokin. „Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því, svona gerist oft í handbolta. Við héldum alveg haus og fórum ekki á taugum, það er mjög jákvætt.“ Ísak: Þurfum alltaf að lenda undir til að byrja spila handbolta„Við gerum þetta alltof oft í svona leikjum, að lenda nokkrum mörkum undir,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Við komum aftur á móti alltaf til baka en það er leiðinlegt að þurfa alltaf að lenda undir til að byrja spila handbolta.“ Ísak segir að liðið sé komið með bakið upp við vegg. „Það er leikur á fimmtudaginn og við ætlum að vinna hann. Það verður síðan oddaleikur hér á sunndaginn næsta sem verður skemmtilegt.“ Ísak hvetur alla FH-inga til að mæta á Ásvelli í næsta leik.Vísir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Haukar unnu í kvöld frábæran sigur á FH, 32-29, í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Haukar náðu mest átta marka forskoti en FH kom til baka og háspenna varð undir lokin í Krikanum. Árni Steinn Steinþórsson var frábær í liði Hauka í kvöld og skoraði tíu mörk. Staðan er því 1-0 í einvígi liðanna. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en í byrjun var ljóst að vörn og markvarsla var að fara vinna þennan leik. Liðin virkuðu bæði ryðguð í sínum sóknarleik og var staðan til að mynda aðeins 7-4 fyrir Haukum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Haukarnir voru einu skrefi á undan FH í fyrri hálfleiknum og var það mikið til komið vegna frammistöðu Giedrius Morkunas í marki Hauka, en hann stóð sig einstaklega vel og varði 11 skot á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Haukar keyrðu hreinlega yfir FH á síðustu mínútum síðari hálfleiksins og var staðan í hálfleik 17-11 fyrir gestina. FH varð að gjörbreyta sínum sóknarleik í leikhléinu og koma mun grimmari til leiks út í síðari hálfleikinn. Haukar héldu áfram sínum leik og náðu fljótlega átta marka forystu 21-13. Haukar keyrðu upp hraðan og virkuðu með leikinn í sínum höndum. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum kviknaði einhver neisti í FH og salurinn með. Liðið þurfti að saxa á forskotið og það strax. FH breytti stöðunni í 21-17 og þakið ætlaði að rifna af Kaplakrika. Fljótlega eftir það var munurinn kominn niður í þrjú mörk. Stemningin var komin yfir til FH-inga en spurning hvort leikmenn liðsins höfðu nægilega mikla orku til að jafna metin. Á loka mínútum leiksins var spennan í hámarki og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum þegar um ein mínúta var eftir af leiknum. FH-ingar höfðu komið sér inn í leikinn með frábærum varnarleik en liðið breytti í 3-2-1 varnarleik í síðari hálfleiknum. Undir lokin misstu FH-ingar hausinn þegar það munaði aðeins einu marki á liðunum, 30-29. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, fékk þá að vaða upp völlinn og skora auðvelt mark. Haukar unnu að lokum frábæran þriggja marka sigur 32-29. Liðið er því komið í 1-0 í einvíginu en vinna þarf tvö leiki til að komast í undanúrslitin. Patrekur: Héldum haus og fórum ekkert á taugum„Það var spenna í þessu undir lokin og mér fannst FH-ingarnir góðir í kvöld en ég er ánægður með okkur, hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við spiluðum,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukar, eftir leikinn. „Þetta voru bara tvö góð lið sem voru að mætast, það var spenna undir lokin en við leiddum alltaf í þessum leik. Mér finnst þessi úrslit nokkuð sanngjörn en núna er staðan bara 1-0.“ Patrekur segir það vera frábæra stöðu að geta klárað einvígið í næsta leik á Ásvöllum. Haukar komust mest átta mörkum yfir í stöðunni 21-13 en FH náði að minnka muninn í aðeins eitt mark undir lokin. „Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því, svona gerist oft í handbolta. Við héldum alveg haus og fórum ekki á taugum, það er mjög jákvætt.“ Ísak: Þurfum alltaf að lenda undir til að byrja spila handbolta„Við gerum þetta alltof oft í svona leikjum, að lenda nokkrum mörkum undir,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Við komum aftur á móti alltaf til baka en það er leiðinlegt að þurfa alltaf að lenda undir til að byrja spila handbolta.“ Ísak segir að liðið sé komið með bakið upp við vegg. „Það er leikur á fimmtudaginn og við ætlum að vinna hann. Það verður síðan oddaleikur hér á sunndaginn næsta sem verður skemmtilegt.“ Ísak hvetur alla FH-inga til að mæta á Ásvelli í næsta leik.Vísir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira