Ólafur: Hef aldrei skilið umræðuna um brennivín í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2015 16:31 Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag. Ólafur er í dag þjálfari Vals og snýr því aftur í Pepsi-deildina eftir nokkra fjarveru. Hann hefur þjálfað Hauka síðustu ár, eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari árið 2011. Hann naut mikillar velgengni með FH á sínum tíma og vann marga titla með liðinu á árunum 2003 til 2007, uns hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðinu gekk hins vegar ekki vel undir hans stjórn og viðurkennir Ólafur að árangurinn hafi verið honum vonbrigði.„Þetta var feiknarskemmtilegur tími en vissulega var árangurinn vonbrigði, bæði fyrir mig og marga aðra. Það situr aðeins í manni og svo sem ekkert óeðlilegt.“ Ólafur segir að hann hafi tekinn ákveðna áhættu þegar hann var búinn að vera í starfinu í eitt og hálft ár. Áhættu sem hann vissi að gæti komið honum í koll. „Ég gat vitað að það myndi kosta eitthvað. Ég ákvað að yngja liðið upp og ég skipti alveg um allt.“ „Landsliðið var búið að vera á sama stað í mörg ár. Við Pétur [Pétursson] lögðumst yfir þetta og ég held að þetta hafi verið sniðugt hjá okkur. Ég sé ekkert eftir því.“ „Við ákváðum bara að fara þessa leið, það var bara gaman að því.“ Ólafur segist vera mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins og að hann sé ánægður með hversu vel liðinu hefur gengið eftir að Lars Lagerbäck tók við því ásamt Heimi Hallgrímssyni.VísirEins og Pétur Pétursson, fyrrum aðstoðarþjálfari Ólafs hjá landsliðinu, sagði í viðtali við Hjört fyrr í vikunni þá hafa þeir fengið nokkra gagnrýni frá sumum landsliðsmönnum um meint agaleysi í þeirra stjórnartíð. „Ég get svo sem ekkert sagt við því. Ef þeim finnst þetta þá get ég í sjálfu sér ekkert sagt við því. Ég taldi mig vera að gera fína hluti en einhverjir telja annað. Það er þá bara þeirra vandamál.“ Eins og fjallað var um á Vísi í dag fékk Ólafur stuðning frá landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni um að það hafi aldrei verið fyllerí í landsliðinu undir stjórn þeirra Ólafs og Péturs. „Ég hef aldrei skilið af hverju brennivíni er blandað í þessa umræðu. Við vorum ekki á fylleríi. Það er algjört kjaftæði. Menn fóru út eftir leiki. Það var þannig áður og það verður þannig áfram. Þetta voru bara sögur og mér sárnaði þetta ekki. Enda veit ég betur.“VísirÓlafur tók við liði Hauka eftir að hafa hætt með landsliðið en segir að starf sitt hafi í raun ekki breyst mikið. „Þetta eru enn ellefu á móti ellefu og æft alla daga. Það er engin breyting á minni vinnu. Það voru ekki sömu gæði hjá Haukum og hjá FH og landsliðinu en það er eini munurinn. Vinnan er sú sama.“ Ólafur ræddi einnig um tímabilið fram undan sem þjálfari Vals en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér efst í fréttinni. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag. Ólafur er í dag þjálfari Vals og snýr því aftur í Pepsi-deildina eftir nokkra fjarveru. Hann hefur þjálfað Hauka síðustu ár, eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari árið 2011. Hann naut mikillar velgengni með FH á sínum tíma og vann marga titla með liðinu á árunum 2003 til 2007, uns hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðinu gekk hins vegar ekki vel undir hans stjórn og viðurkennir Ólafur að árangurinn hafi verið honum vonbrigði.„Þetta var feiknarskemmtilegur tími en vissulega var árangurinn vonbrigði, bæði fyrir mig og marga aðra. Það situr aðeins í manni og svo sem ekkert óeðlilegt.“ Ólafur segir að hann hafi tekinn ákveðna áhættu þegar hann var búinn að vera í starfinu í eitt og hálft ár. Áhættu sem hann vissi að gæti komið honum í koll. „Ég gat vitað að það myndi kosta eitthvað. Ég ákvað að yngja liðið upp og ég skipti alveg um allt.“ „Landsliðið var búið að vera á sama stað í mörg ár. Við Pétur [Pétursson] lögðumst yfir þetta og ég held að þetta hafi verið sniðugt hjá okkur. Ég sé ekkert eftir því.“ „Við ákváðum bara að fara þessa leið, það var bara gaman að því.“ Ólafur segist vera mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins og að hann sé ánægður með hversu vel liðinu hefur gengið eftir að Lars Lagerbäck tók við því ásamt Heimi Hallgrímssyni.VísirEins og Pétur Pétursson, fyrrum aðstoðarþjálfari Ólafs hjá landsliðinu, sagði í viðtali við Hjört fyrr í vikunni þá hafa þeir fengið nokkra gagnrýni frá sumum landsliðsmönnum um meint agaleysi í þeirra stjórnartíð. „Ég get svo sem ekkert sagt við því. Ef þeim finnst þetta þá get ég í sjálfu sér ekkert sagt við því. Ég taldi mig vera að gera fína hluti en einhverjir telja annað. Það er þá bara þeirra vandamál.“ Eins og fjallað var um á Vísi í dag fékk Ólafur stuðning frá landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni um að það hafi aldrei verið fyllerí í landsliðinu undir stjórn þeirra Ólafs og Péturs. „Ég hef aldrei skilið af hverju brennivíni er blandað í þessa umræðu. Við vorum ekki á fylleríi. Það er algjört kjaftæði. Menn fóru út eftir leiki. Það var þannig áður og það verður þannig áfram. Þetta voru bara sögur og mér sárnaði þetta ekki. Enda veit ég betur.“VísirÓlafur tók við liði Hauka eftir að hafa hætt með landsliðið en segir að starf sitt hafi í raun ekki breyst mikið. „Þetta eru enn ellefu á móti ellefu og æft alla daga. Það er engin breyting á minni vinnu. Það voru ekki sömu gæði hjá Haukum og hjá FH og landsliðinu en það er eini munurinn. Vinnan er sú sama.“ Ólafur ræddi einnig um tímabilið fram undan sem þjálfari Vals en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér efst í fréttinni.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22
Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45
Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30