Gunnar: Ég sækist eftir því að vinna undir pressu Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 13:00 Gunnar Magnússon með Íslandsbikarinn sem ÍBV vann undir hans stjórn fyrir tæpu ári síðan. Vísir/Stefán Gunnar Magnússon, sem gerði ÍBV að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla í handbolta í fyrra og bikarmeisturum í ár, verður næsti þjálfari Hauka eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Gunnar tekur við Haukaliðinu af Patreki Jóhannessyni sem sagði upp starfi sínu á dögunum og ætlar að einbeita sér að austurríska landsliðinu. Eftir fimm ár í Noregi og Vestmannaeyjum fannst Gunnari kominn tími til að flytja aftur í bæinn og þá var ekki erfitt að segja við við Hauka. „Samningaviðræður voru ekkert langar. Fyrst og fremst vildum við fara flytja í bæinn eftir að vera fimm ár á flakki; þrjú ár í Noregi og tvö ár í Vestmannaeyjum. Það var kominn tími á að færast nær fjöslskyldunni,“ sagði Gunnar Magnússon við Vísi í dag. „Þegar sú ákvörðun var tekin og Haukar komu inn í spilið var þetta ekki erfið ákvörðun. Haukar eru frábært félag og eitt af toppliðum hérna á Íslandi. Ég er stoltur að taka við þessu starfi.“ Síðustu tveir þjálfarar Hauka hafa verið Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, og Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis. Metnaðurinn er mikill að Ásvöllum og krafa um titla mikil. „Þessu sækistu eftir. Maður vill vinna undir pressu og vinna á toppnum,“ sagði Gunnar um pressuna sem fylgir starfinu. „Það er líka pressa að þjálfa í Vestmannaeyjum. Þar ertu ekki bara með félagið á herðunum heldur allt bæjarfélagið. Ég er vanur því og hef líka þjálfað erlendis og landsliðið þannig ég er öllu vanur.“ Gunnar er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en enn er óvíst hvort Aron Kristjánsson sinni því starfi áfram þegar samningur hans rennur út í júlí. En er Gunnar tilbúinn að aðstoða strákana okkar áfram? „Ég skoða það bara í sumar. Ég hef verið lengi í kringum landsliðið og það verður að skoða í rólegheitunum í sumar. Fyrst og fremst sinni ég starfi mínu hjá Haukum,“ sagði Gunnar Magnússon. Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Gunnar Magnússon, sem gerði ÍBV að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla í handbolta í fyrra og bikarmeisturum í ár, verður næsti þjálfari Hauka eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Gunnar tekur við Haukaliðinu af Patreki Jóhannessyni sem sagði upp starfi sínu á dögunum og ætlar að einbeita sér að austurríska landsliðinu. Eftir fimm ár í Noregi og Vestmannaeyjum fannst Gunnari kominn tími til að flytja aftur í bæinn og þá var ekki erfitt að segja við við Hauka. „Samningaviðræður voru ekkert langar. Fyrst og fremst vildum við fara flytja í bæinn eftir að vera fimm ár á flakki; þrjú ár í Noregi og tvö ár í Vestmannaeyjum. Það var kominn tími á að færast nær fjöslskyldunni,“ sagði Gunnar Magnússon við Vísi í dag. „Þegar sú ákvörðun var tekin og Haukar komu inn í spilið var þetta ekki erfið ákvörðun. Haukar eru frábært félag og eitt af toppliðum hérna á Íslandi. Ég er stoltur að taka við þessu starfi.“ Síðustu tveir þjálfarar Hauka hafa verið Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, og Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis. Metnaðurinn er mikill að Ásvöllum og krafa um titla mikil. „Þessu sækistu eftir. Maður vill vinna undir pressu og vinna á toppnum,“ sagði Gunnar um pressuna sem fylgir starfinu. „Það er líka pressa að þjálfa í Vestmannaeyjum. Þar ertu ekki bara með félagið á herðunum heldur allt bæjarfélagið. Ég er vanur því og hef líka þjálfað erlendis og landsliðið þannig ég er öllu vanur.“ Gunnar er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en enn er óvíst hvort Aron Kristjánsson sinni því starfi áfram þegar samningur hans rennur út í júlí. En er Gunnar tilbúinn að aðstoða strákana okkar áfram? „Ég skoða það bara í sumar. Ég hef verið lengi í kringum landsliðið og það verður að skoða í rólegheitunum í sumar. Fyrst og fremst sinni ég starfi mínu hjá Haukum,“ sagði Gunnar Magnússon.
Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira