Íslendingar enn lélegastir að innleiða EES-tilskipanir Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2015 09:55 Innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Vísir/GVA Ísland í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna er tekinn saman samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Innleiðingarhalli Íslands er sá mesti á öllum innri markaðnum en á eftir fylgir Noregur með 2 prósenta halla eða 23 óinnleiddar tilskipanir í nóvember. Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,5 prósent í öllum ríkjum ESB og Slóvenía eitt ríkja er með innleiðingarhalla umfram 1 prósenta viðmiðið. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir það óneitanlega mikil vonbrigði að ekki hafi tekist betur að framfylgja Evrópustefnu sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrir ári. „Þá samþykkti ríkisstjórn það markmið að á fyrri hluta árs 2015 verði innleiðingarhalli orðinn undir 1% en mælingin í nóvember 2014 sýnir 2,8% halla. Jafnframt samþykkti ríkisstjórnin að ekkert dómsmál verði fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-gerða en þau reyndust 13 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Stjórn ESA sá sérstakt tilefni til að fagna stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi framkvæmd EES-samningsins í fyrra og getur ekki annað en áréttað að frammistaða Íslands eins og hún hefur verið undanfarin ár er mikið áhyggjuefni.“Í frétt á heimasíðu ESA kemur fram að frammistöðumat innri markaðarins er birt tvisvar á ári og sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. „Innleiðingarhalli tilskipana sýnir hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka. Innleiðingarhallinn tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins. Varðandi innleiðingu reglugerða innan tímamarka hefur Ísland þó tekið framförum. Í nóvember voru 34 reglugerðir komnar fram yfir tímamörk og hafði fækkað um 42 frá síðasta frammistöðumati. Samningsbrotamál í nóvember voru 244 talsins og voru 164 þeirra gegn Íslandi, óbreytt frá síðasta frammistöðumati.“ Helga segir jafnframt að innri markaður Evrópuríkjanna og óhindruð samskipti og viðskipti fyrir fólk og fyrirtæki, þar á meðal Íslendinga, byggist á því að lagareglurnar um þau mál séu samskonar. „Tímanleg innleiðing sameiginlegra reglna er forsenda þess að hægt sé að tryggja jafnræði á innri markaðnum og öll EES ríkin eru skuldbundin til að virða tímamörk í því efni. EFTA ríkin þurfa öll að taka sig á en það á þó sérstaklega við Ísland þar sem hallinn hefur verið langvarandi og sá langmesti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.“ Innleiðingarhalli Íslands í síðasta frammistöðumati var 3,1 prósent. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ísland í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna er tekinn saman samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Innleiðingarhalli Íslands er sá mesti á öllum innri markaðnum en á eftir fylgir Noregur með 2 prósenta halla eða 23 óinnleiddar tilskipanir í nóvember. Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,5 prósent í öllum ríkjum ESB og Slóvenía eitt ríkja er með innleiðingarhalla umfram 1 prósenta viðmiðið. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir það óneitanlega mikil vonbrigði að ekki hafi tekist betur að framfylgja Evrópustefnu sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrir ári. „Þá samþykkti ríkisstjórn það markmið að á fyrri hluta árs 2015 verði innleiðingarhalli orðinn undir 1% en mælingin í nóvember 2014 sýnir 2,8% halla. Jafnframt samþykkti ríkisstjórnin að ekkert dómsmál verði fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-gerða en þau reyndust 13 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Stjórn ESA sá sérstakt tilefni til að fagna stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi framkvæmd EES-samningsins í fyrra og getur ekki annað en áréttað að frammistaða Íslands eins og hún hefur verið undanfarin ár er mikið áhyggjuefni.“Í frétt á heimasíðu ESA kemur fram að frammistöðumat innri markaðarins er birt tvisvar á ári og sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. „Innleiðingarhalli tilskipana sýnir hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka. Innleiðingarhallinn tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins. Varðandi innleiðingu reglugerða innan tímamarka hefur Ísland þó tekið framförum. Í nóvember voru 34 reglugerðir komnar fram yfir tímamörk og hafði fækkað um 42 frá síðasta frammistöðumati. Samningsbrotamál í nóvember voru 244 talsins og voru 164 þeirra gegn Íslandi, óbreytt frá síðasta frammistöðumati.“ Helga segir jafnframt að innri markaður Evrópuríkjanna og óhindruð samskipti og viðskipti fyrir fólk og fyrirtæki, þar á meðal Íslendinga, byggist á því að lagareglurnar um þau mál séu samskonar. „Tímanleg innleiðing sameiginlegra reglna er forsenda þess að hægt sé að tryggja jafnræði á innri markaðnum og öll EES ríkin eru skuldbundin til að virða tímamörk í því efni. EFTA ríkin þurfa öll að taka sig á en það á þó sérstaklega við Ísland þar sem hallinn hefur verið langvarandi og sá langmesti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.“ Innleiðingarhalli Íslands í síðasta frammistöðumati var 3,1 prósent.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira