Eitt silfur og átta brons á Norðurlandameistaramótinu í karate Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2015 13:30 Íslenska liðið í hópkata vann til silfurverðlauna. mynd/þorsteinn yngvi guðmundsson Norðurlandameistaramótið í karate fór fram í Laugardalshöll, í gær laugardaginn 11.apríl. Um 190 keppendur frá sjö þjóðum mættu til leik og var keppt á þremur völlum samtímis. Norðurlönd eiga mjög marga sterka keppendur, þar af tvo ríkjandi Evrópumeistara og silfurverðlaunahafa af Heimsmeistaramótum. Ísland átti 33 keppendur á mótinu og stóðu þeir sig ágætlega, uppskera dagsins var eitt silfur og átta brons. Keppt var í 29 einstaklingsflokkum þar sem skipt er í flokka eftir aldri keppenda ásamt því að keppt var í 4 liðakeppnum karla og kvenna, í kata og kumite. Margar skemmtilegar og spennandi viðureignir fóru fram og unnu t.d. Evrópumeistararnir Jonas Friss-Pedersen, Danmörku, og Madeleine Lindstöm, Svíþjóð, sína flokka nokkuð örugglega. Flest öll úrslit réðust yfir daginn utan átta stærstu fulllorðinsflokkanna sem fóru fram seinna um daginn í svo kölluðum Super Finals. Þar vann m.a. silfurverðlaunahafinn frá síðasta Heimsmeistaramóti Gitte Brunstad, Noregi, sinn flokk.mynd/þorsteinn yngvi guðmundssonHápunktur keppninnar var í liðakeppni í kumite kvenna þar sem Finnland og Noregur áttust við. Eftir þrjár viðureignir var jafnt á sigrum og stigum, þannig að beita þurfti sérreglu þar sem aukaviðureign milli liðanna fór fram. Þar mættust tvær af sterkustu karatekonum Norðurlanda í frábærri viðureign, þær Gitte Brunstad, Noregi, og Helena Kuusisto, Finnlandi, sem báðar höfðu unnið sinn flokkinn hvor fyrr um daginn. Í úrslitaviðureigninni fór svo að Helena lagði Gitte og þar með unnu Finnar sigur og Norðurlandameistaratitilinn í liðakeppni kvenna. Þegar heildarstigin voru tekin saman, þar sem fimm stig eru gefin fyrir 1. sæti, þrjú stig fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir 3. sætið, stóð Danmörk uppi sem sigurvegari. Yfirdómarar voru Javier Escalante frá Svíþjóð og Robert Hamara frá Noregi. Vallarstórar voru Kjell Jackobsen frá Noregi, Pirkko Heinonen frá Finnlandi og Helgi Jóhannesson frá Íslandi. Mótsstjórar voru Agnar Helgason og María Jensen.Íslensku verðlaunahafarnir voru: 2. sæti Kata team male, Bogi Benediktsson, Davíð Guðjónsson, Sæmundur Ragnarsson 3. sæti Kata team female, Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana katla Þorsteinsdóttir 3. sæti, Kumite team male, Elías Guðni Guðnason, Björn Díego Valenzia, Jón Ingi Þorvaldsson, Pétur Rafn Bryde, Sverrir Ólafur Torfason 3. sæti, Kumite male cadet -52kg, Hreiðar Páll Ársælsson 3. sæti, Kumite male cadet -63kg, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson 3. sæti, Kumite female junior -59kg, Edda Kristín Óttarsdóttir 3. sæti, Kumite female junior +59kg, Katrín Ingunn Björnsdóttir 3. sæti, Kumite female senior -55kg, María Helga Guðmundsdóttir 3. stæti, Kumite male senior -75kg, Elias Guðni Guðnason Íþróttir Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira
Norðurlandameistaramótið í karate fór fram í Laugardalshöll, í gær laugardaginn 11.apríl. Um 190 keppendur frá sjö þjóðum mættu til leik og var keppt á þremur völlum samtímis. Norðurlönd eiga mjög marga sterka keppendur, þar af tvo ríkjandi Evrópumeistara og silfurverðlaunahafa af Heimsmeistaramótum. Ísland átti 33 keppendur á mótinu og stóðu þeir sig ágætlega, uppskera dagsins var eitt silfur og átta brons. Keppt var í 29 einstaklingsflokkum þar sem skipt er í flokka eftir aldri keppenda ásamt því að keppt var í 4 liðakeppnum karla og kvenna, í kata og kumite. Margar skemmtilegar og spennandi viðureignir fóru fram og unnu t.d. Evrópumeistararnir Jonas Friss-Pedersen, Danmörku, og Madeleine Lindstöm, Svíþjóð, sína flokka nokkuð örugglega. Flest öll úrslit réðust yfir daginn utan átta stærstu fulllorðinsflokkanna sem fóru fram seinna um daginn í svo kölluðum Super Finals. Þar vann m.a. silfurverðlaunahafinn frá síðasta Heimsmeistaramóti Gitte Brunstad, Noregi, sinn flokk.mynd/þorsteinn yngvi guðmundssonHápunktur keppninnar var í liðakeppni í kumite kvenna þar sem Finnland og Noregur áttust við. Eftir þrjár viðureignir var jafnt á sigrum og stigum, þannig að beita þurfti sérreglu þar sem aukaviðureign milli liðanna fór fram. Þar mættust tvær af sterkustu karatekonum Norðurlanda í frábærri viðureign, þær Gitte Brunstad, Noregi, og Helena Kuusisto, Finnlandi, sem báðar höfðu unnið sinn flokkinn hvor fyrr um daginn. Í úrslitaviðureigninni fór svo að Helena lagði Gitte og þar með unnu Finnar sigur og Norðurlandameistaratitilinn í liðakeppni kvenna. Þegar heildarstigin voru tekin saman, þar sem fimm stig eru gefin fyrir 1. sæti, þrjú stig fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir 3. sætið, stóð Danmörk uppi sem sigurvegari. Yfirdómarar voru Javier Escalante frá Svíþjóð og Robert Hamara frá Noregi. Vallarstórar voru Kjell Jackobsen frá Noregi, Pirkko Heinonen frá Finnlandi og Helgi Jóhannesson frá Íslandi. Mótsstjórar voru Agnar Helgason og María Jensen.Íslensku verðlaunahafarnir voru: 2. sæti Kata team male, Bogi Benediktsson, Davíð Guðjónsson, Sæmundur Ragnarsson 3. sæti Kata team female, Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana katla Þorsteinsdóttir 3. sæti, Kumite team male, Elías Guðni Guðnason, Björn Díego Valenzia, Jón Ingi Þorvaldsson, Pétur Rafn Bryde, Sverrir Ólafur Torfason 3. sæti, Kumite male cadet -52kg, Hreiðar Páll Ársælsson 3. sæti, Kumite male cadet -63kg, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson 3. sæti, Kumite female junior -59kg, Edda Kristín Óttarsdóttir 3. sæti, Kumite female junior +59kg, Katrín Ingunn Björnsdóttir 3. sæti, Kumite female senior -55kg, María Helga Guðmundsdóttir 3. stæti, Kumite male senior -75kg, Elias Guðni Guðnason
Íþróttir Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira