Aron Einar: „Forréttindi að bera fyrirliðabandið í landsliðinu" Hjörtur Hjartarson skrifar 11. apríl 2015 11:00 „Það gengur mjög vel. Bara eins og í sögu. Mér líður bara vel og ég er mjög ánægður og hamingjusamur,” sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði og nýbakaður faðir, í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborgi á X-inu í gær. Aron var meðal viðmælenda hjá Hirti og fóru þeir um víðan völl. „Við erum í svona “no man's land” hérna í Cardiff núna. Það er voða lítið undir í þeim leikjum sem við erum að spila. Við erum bara um miðja deild og við getum ekki farið upp né farið niður, þannig að það er ekki mikið að spila fyrir. Ég er þó að að spila mikið og spila fínt þannig ég er sáttur.” Aron segir að það sé mikilvægt að fara með nokkra góða sigra inn í sumarið, en Cardiff situr í þrettánda sæti deildarinnar með 52 stig. Cardiff mætir Leeds á útivelli í dag. „Það tekur mann inn í sumarið bara léttari og ánæðgari og í örlítið betra skapi. Það er mjög mikilvægt að enda tímabilið á góðu “runni”, sérstaklega eftir svona upp og niður tímabil eins og núna.” „Við höfum verið að spila vel í nokkrum leikjum og svo skelfilega í öðrum. Þetta er búið að vera langt og strembið tímabil í rauninni. Það yrði mjög sterkt að klára tímabilið vel og taka það inn í næsta tímabil, það skiptir öllu máli,” en Aron segir að það sé erfitt að vera ekki að spila uppá neitt. „Það er erfitt, sérstaklega í lok tímabils þegar maður er bara bíða eftir að tímabilið klárist svo maður geti farið að einbeita sér að næsta tímabili. Maður verður að kveikja í mönnum og hafa þetta “professional” til þess að vera jákvæðari og hafa meira gaman af þessu.” Voru væntingar manna að Cardiff myndi að minnsta kosti fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð? „Já fyrir tímabil og á miðju tímabili voru menn að tala um það að við ættum að vera þarna uppi og værum með mannskap í það, en þetta er búið að renna í burtu frá okkur. Svo vorum við komnir á fínan stað um daginn og vorum að klára erfiða leiki og spila vel, en svo koma leikir inn á milli eins og á móti Bolton þar sem við vorum að spila vel en fengum á okkur þrjú mörk sem er ekki nægilega gott.” „Við erum að spila allt í lagi eins og er og við viljum halda því áfram. Við erum allir í þessu til að bæta okkur og læra inn á liðið. Það eru margir nýjir leikmenn komnir og margir farnir og nýr þjálfari. Það er mikilvægt að blanda þessu aðeins saman.”Aron er stoltur að bera fyrirliðabandið.vísir/gettyAron Einar mætti félaga sínum úr landsliðinu, Eið Smára Guðjohnsen, í leik Bolton og Cardiff á dögunum. Eiður var á skotskónum í leiknum, en Aron segir að Eiður líti vel út og er ánægður með kappann. „Hann lítur mjög vel ut. Hann er í flottu formi og er að taka auka tímabil til þess að vera í standi fyrir landsliðið og hann hefur ennþá gaman af fótbolta. Hann er að spila vel með Bolton og á hrós skilið fyrir þetta tímabil.” „Hann kom líka mjög sterkur inn í Kazakstan leikinn og kom með ró inn í spilamennskuna. Einnig skoraði hann fyrsta markið sem var mjög mikilvægt og hann kemur með reynslu inn í landsliðið sem vantar stundum.” Íslenska landsliðið er í vænlegri stöðu til þess að komast á Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016. Aron segir að liðið þurfi að nýta sér stuðninginn heima frá og halda áfram að þróa sinn leik. „Maður finnur fyrir miklum stuðning að heiman og miklum væntingum, en við höfum sett markmiðin sjálfir og erum óhræddir við að segja frá okkar markmiðum. Það hefur alltaf verið okkar markmið að komast á stórmót. Við vorum rosalega nálægt því síðast og ég held að það hafi bara kveikt aðeins meira í mönnum.” „Við þurfum bara að nýta okkur þennan stuðning sem við erum að fá og halda áfram. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur sem landslið því við eigum heilmikið inni. Það er enn langt í að við komust áfram þó að við séum að þokast nær því, sérstaklega þegar við erum að spila vel. „Við erum í góðri stöðu núna og verðum bara að nýta okkar reynslu úr síðustu keppni til að halda haus og láta ekkert stress eða væntingar fara með okkur. Aðalmálið er að halda haus og halda áfram að bæta okkur sem landslið og þá koma úrslitin eins og þau hafa verið að gera.” Í ágúst 2012 var Aron skipaður fyrirliði Íslands. Hann hefur borið bandið siðan þá og eru hann og Hjörtur sammála um að Aron sé orðinn gífurlega þroskaður maður og vel reyndur maður, enda orðinn faðir. „Heyrir þú það ekki á svörunum? Ég var aðeins öðruvísi þegar ég var yngri í viðtölum og það var gaman að því að sprella aðeins og láta allt flakka, en margt sem maður hefði ekkert átt að segja. Maður gerði mistök á ákveðnum tímapunktum og ég er reynslunni ríkari og er ánægður með mitt hlutverk í landsliðinu.” „Að bera fyrirliðabandið er algjör forréttindi og þessir strákar eru svo flottir og ég er einfaldlega gífurlega stoltur af því að bera fyrirliðbandið,” sagði Aron Einar Gunnarsson áður en Hjörtur Hjartarson þurfti að slíta viðtalinu vegna þess að sambandið var ekki uppá sitt besta. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
„Það gengur mjög vel. Bara eins og í sögu. Mér líður bara vel og ég er mjög ánægður og hamingjusamur,” sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði og nýbakaður faðir, í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborgi á X-inu í gær. Aron var meðal viðmælenda hjá Hirti og fóru þeir um víðan völl. „Við erum í svona “no man's land” hérna í Cardiff núna. Það er voða lítið undir í þeim leikjum sem við erum að spila. Við erum bara um miðja deild og við getum ekki farið upp né farið niður, þannig að það er ekki mikið að spila fyrir. Ég er þó að að spila mikið og spila fínt þannig ég er sáttur.” Aron segir að það sé mikilvægt að fara með nokkra góða sigra inn í sumarið, en Cardiff situr í þrettánda sæti deildarinnar með 52 stig. Cardiff mætir Leeds á útivelli í dag. „Það tekur mann inn í sumarið bara léttari og ánæðgari og í örlítið betra skapi. Það er mjög mikilvægt að enda tímabilið á góðu “runni”, sérstaklega eftir svona upp og niður tímabil eins og núna.” „Við höfum verið að spila vel í nokkrum leikjum og svo skelfilega í öðrum. Þetta er búið að vera langt og strembið tímabil í rauninni. Það yrði mjög sterkt að klára tímabilið vel og taka það inn í næsta tímabil, það skiptir öllu máli,” en Aron segir að það sé erfitt að vera ekki að spila uppá neitt. „Það er erfitt, sérstaklega í lok tímabils þegar maður er bara bíða eftir að tímabilið klárist svo maður geti farið að einbeita sér að næsta tímabili. Maður verður að kveikja í mönnum og hafa þetta “professional” til þess að vera jákvæðari og hafa meira gaman af þessu.” Voru væntingar manna að Cardiff myndi að minnsta kosti fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð? „Já fyrir tímabil og á miðju tímabili voru menn að tala um það að við ættum að vera þarna uppi og værum með mannskap í það, en þetta er búið að renna í burtu frá okkur. Svo vorum við komnir á fínan stað um daginn og vorum að klára erfiða leiki og spila vel, en svo koma leikir inn á milli eins og á móti Bolton þar sem við vorum að spila vel en fengum á okkur þrjú mörk sem er ekki nægilega gott.” „Við erum að spila allt í lagi eins og er og við viljum halda því áfram. Við erum allir í þessu til að bæta okkur og læra inn á liðið. Það eru margir nýjir leikmenn komnir og margir farnir og nýr þjálfari. Það er mikilvægt að blanda þessu aðeins saman.”Aron er stoltur að bera fyrirliðabandið.vísir/gettyAron Einar mætti félaga sínum úr landsliðinu, Eið Smára Guðjohnsen, í leik Bolton og Cardiff á dögunum. Eiður var á skotskónum í leiknum, en Aron segir að Eiður líti vel út og er ánægður með kappann. „Hann lítur mjög vel ut. Hann er í flottu formi og er að taka auka tímabil til þess að vera í standi fyrir landsliðið og hann hefur ennþá gaman af fótbolta. Hann er að spila vel með Bolton og á hrós skilið fyrir þetta tímabil.” „Hann kom líka mjög sterkur inn í Kazakstan leikinn og kom með ró inn í spilamennskuna. Einnig skoraði hann fyrsta markið sem var mjög mikilvægt og hann kemur með reynslu inn í landsliðið sem vantar stundum.” Íslenska landsliðið er í vænlegri stöðu til þess að komast á Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016. Aron segir að liðið þurfi að nýta sér stuðninginn heima frá og halda áfram að þróa sinn leik. „Maður finnur fyrir miklum stuðning að heiman og miklum væntingum, en við höfum sett markmiðin sjálfir og erum óhræddir við að segja frá okkar markmiðum. Það hefur alltaf verið okkar markmið að komast á stórmót. Við vorum rosalega nálægt því síðast og ég held að það hafi bara kveikt aðeins meira í mönnum.” „Við þurfum bara að nýta okkur þennan stuðning sem við erum að fá og halda áfram. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur sem landslið því við eigum heilmikið inni. Það er enn langt í að við komust áfram þó að við séum að þokast nær því, sérstaklega þegar við erum að spila vel. „Við erum í góðri stöðu núna og verðum bara að nýta okkar reynslu úr síðustu keppni til að halda haus og láta ekkert stress eða væntingar fara með okkur. Aðalmálið er að halda haus og halda áfram að bæta okkur sem landslið og þá koma úrslitin eins og þau hafa verið að gera.” Í ágúst 2012 var Aron skipaður fyrirliði Íslands. Hann hefur borið bandið siðan þá og eru hann og Hjörtur sammála um að Aron sé orðinn gífurlega þroskaður maður og vel reyndur maður, enda orðinn faðir. „Heyrir þú það ekki á svörunum? Ég var aðeins öðruvísi þegar ég var yngri í viðtölum og það var gaman að því að sprella aðeins og láta allt flakka, en margt sem maður hefði ekkert átt að segja. Maður gerði mistök á ákveðnum tímapunktum og ég er reynslunni ríkari og er ánægður með mitt hlutverk í landsliðinu.” „Að bera fyrirliðabandið er algjör forréttindi og þessir strákar eru svo flottir og ég er einfaldlega gífurlega stoltur af því að bera fyrirliðbandið,” sagði Aron Einar Gunnarsson áður en Hjörtur Hjartarson þurfti að slíta viðtalinu vegna þess að sambandið var ekki uppá sitt besta. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira