Undanþágur veittar fyrir slátrun Linda Blöndal skrifar 7. maí 2015 16:33 vísir/auðunn Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. Sláturfélag suðurlands hefur fengið dýrin sem verður slátrað á morgun. Sextíu gripir koma frá tveimur búum, Grís og flex í Laxárdal og Högum á Selfossi. Úlfhéðinn Sigurmundsson, svínbóndi á Högum segir að sláturfélagið greiði sér 80 prósent af kjötinu þar sem kjötið fari beint í frost. Fullt gjald fáist ef til vill síðar. Á Högum eru 600 svín og 60 þeirra voru tilbúin til slátrunar. Ekki er enn ljóst hvort að fleiri undanþágur verði samþykktar í dag. Slátrunin á morgun er þó einungis brot af því sem dýraeftirlitsmenn sögðu fyrir viku að þyrfti að slátra á búum landsins svo mæta megi dýravelferðarsjónarmiðum. Þá var talað um rúmlega tvö þúsund dýr. Fundur Svínaræktenda og dýralækna með BHM í hádeginu lægði að hluta til öldurnar í verkfalli dýralækna. BHM boðaði til fundarins með mjög skömmum fyrirvara fyrir hádegi. Tveir fulltrúar frá Bændasamtökunum sátu fundinn, tveir frá svínaræktendum og formaður Dýralæknafélagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar var tilgangur fundarins að finna sameiginlega lausn á þeim neyðarvanda sem orðinn er í svínabúum en vika er síðan eftirlitsdýralæknar bentu á að slátra þyrfti yfir tvö þúsund svínum á nokkrum búum þar sem svo þröngt væri um skepnurnar. Kröfum dýralækna um að setja kjöt ekki á markað hafa margir svínabændur hafnað. Þeir segja dýralæknana án lagaheimildar til að setja slíkt fram sem skilyrði fyrir undanþágum fyrir slátrun. Svínabændur ráða nú ráðum sínum með forystu Bændasamtakanna. Ekkert tilboð hefur borist frá ríkinu í deilunni. Verkfall 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. Sláturfélag suðurlands hefur fengið dýrin sem verður slátrað á morgun. Sextíu gripir koma frá tveimur búum, Grís og flex í Laxárdal og Högum á Selfossi. Úlfhéðinn Sigurmundsson, svínbóndi á Högum segir að sláturfélagið greiði sér 80 prósent af kjötinu þar sem kjötið fari beint í frost. Fullt gjald fáist ef til vill síðar. Á Högum eru 600 svín og 60 þeirra voru tilbúin til slátrunar. Ekki er enn ljóst hvort að fleiri undanþágur verði samþykktar í dag. Slátrunin á morgun er þó einungis brot af því sem dýraeftirlitsmenn sögðu fyrir viku að þyrfti að slátra á búum landsins svo mæta megi dýravelferðarsjónarmiðum. Þá var talað um rúmlega tvö þúsund dýr. Fundur Svínaræktenda og dýralækna með BHM í hádeginu lægði að hluta til öldurnar í verkfalli dýralækna. BHM boðaði til fundarins með mjög skömmum fyrirvara fyrir hádegi. Tveir fulltrúar frá Bændasamtökunum sátu fundinn, tveir frá svínaræktendum og formaður Dýralæknafélagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar var tilgangur fundarins að finna sameiginlega lausn á þeim neyðarvanda sem orðinn er í svínabúum en vika er síðan eftirlitsdýralæknar bentu á að slátra þyrfti yfir tvö þúsund svínum á nokkrum búum þar sem svo þröngt væri um skepnurnar. Kröfum dýralækna um að setja kjöt ekki á markað hafa margir svínabændur hafnað. Þeir segja dýralæknana án lagaheimildar til að setja slíkt fram sem skilyrði fyrir undanþágum fyrir slátrun. Svínabændur ráða nú ráðum sínum með forystu Bændasamtakanna. Ekkert tilboð hefur borist frá ríkinu í deilunni.
Verkfall 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira