Stjórnarskráin eina kosningamálið Arnþór Sigurðsson skrifar 4. maí 2015 15:36 Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. Þetta eina mál er kosning um stjórnarskrána. Hugmyndin er sú að almenningur setji málið á dagskrá og geri þá kröfu að þeir flokkar sem komi til með að bjóða fram lista til alþingskosninga gefi upp hvort þeir muni sameinast um meirihluta um samþykkt á nýrri stjórnarskrá, þeirri sem stjórnlagaráð hefur þegar lagt fram til þingsins en var aldrei afgreidd. Krafan verði sú að þingið verði stutt og þetta eina mál verði verkefni nýs meirihluta og afgreitt, þinginu slitið og boðað verði til kosninga á ný. Með þessu er hlutunum snúið á hvolf. Almenningur stillir flokkunum upp við vegg með þessa einu spurningu, með eða á móti nýrri stjórnarskrá. Í grunninn er þetta mjög einfalt og ætti að vera framkvæmanlegt. Því fleiri sem fylgja þessari hugmynd því meiri möguleiki á því að hún verði að veruleika. Það er viðbúið að þeir flokkar sem ekki vilji að þetta gerist reyni að þvæla málið og flækja en með fókus á þetta eina mál má koma í veg fyrir að þetta verið eyðilagt eins og eflaust verður reynt að gera. Það er mín sannfæring að meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að ný stjórnarskrá verði samþykkt eins og stjórnlagaráð lagið hana fram. Það er líka mín sannfæring að þetta sé gerlegt. Það er hinsvegar undir þjóðinni sjálfri komið hvort að þetta geti gerst. Enn er töluverður tími til næstu kosninga ef núverandi ríkisstjórn heldur út kjörtímabilið og er því nægur tími til þess að undirbúa málið. Kosturinn við þessa aðferð er sú að þeir sem kjósa ákveðna flokka út af einhverjum sérstökum ástæðum geta brugðið út af vananum og valið þann flokk sem þeir treysta til verksins. Þeir geta síðan kosið sinn flokk að nýju aftur að nokkrum mánuðum liðnum þegar boðað verður til kosninga á ný eftir að þingið hefur lokið störfum. Hugmyndin er spennandi að því leyti að þjóðin tekur fram fyrir hendurnar á flokkakerfinu og setur þeim fyrir verkum. Gylliboð flokkanna flækjast ekki fyrir ef þjóðin hundsar þau en setur fókus á aðeins eitt mál. Nýja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. Þetta eina mál er kosning um stjórnarskrána. Hugmyndin er sú að almenningur setji málið á dagskrá og geri þá kröfu að þeir flokkar sem komi til með að bjóða fram lista til alþingskosninga gefi upp hvort þeir muni sameinast um meirihluta um samþykkt á nýrri stjórnarskrá, þeirri sem stjórnlagaráð hefur þegar lagt fram til þingsins en var aldrei afgreidd. Krafan verði sú að þingið verði stutt og þetta eina mál verði verkefni nýs meirihluta og afgreitt, þinginu slitið og boðað verði til kosninga á ný. Með þessu er hlutunum snúið á hvolf. Almenningur stillir flokkunum upp við vegg með þessa einu spurningu, með eða á móti nýrri stjórnarskrá. Í grunninn er þetta mjög einfalt og ætti að vera framkvæmanlegt. Því fleiri sem fylgja þessari hugmynd því meiri möguleiki á því að hún verði að veruleika. Það er viðbúið að þeir flokkar sem ekki vilji að þetta gerist reyni að þvæla málið og flækja en með fókus á þetta eina mál má koma í veg fyrir að þetta verið eyðilagt eins og eflaust verður reynt að gera. Það er mín sannfæring að meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að ný stjórnarskrá verði samþykkt eins og stjórnlagaráð lagið hana fram. Það er líka mín sannfæring að þetta sé gerlegt. Það er hinsvegar undir þjóðinni sjálfri komið hvort að þetta geti gerst. Enn er töluverður tími til næstu kosninga ef núverandi ríkisstjórn heldur út kjörtímabilið og er því nægur tími til þess að undirbúa málið. Kosturinn við þessa aðferð er sú að þeir sem kjósa ákveðna flokka út af einhverjum sérstökum ástæðum geta brugðið út af vananum og valið þann flokk sem þeir treysta til verksins. Þeir geta síðan kosið sinn flokk að nýju aftur að nokkrum mánuðum liðnum þegar boðað verður til kosninga á ný eftir að þingið hefur lokið störfum. Hugmyndin er spennandi að því leyti að þjóðin tekur fram fyrir hendurnar á flokkakerfinu og setur þeim fyrir verkum. Gylliboð flokkanna flækjast ekki fyrir ef þjóðin hundsar þau en setur fókus á aðeins eitt mál. Nýja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar