Winston tekinn fyrstur þrátt fyrir vandræðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 12:45 Jameis Winston var með fjölskyldu sinni í gær þegar nýliðavalið fór fram. Vísir/Getty Jameis Winston, 21 árs leikstjórnandi úr Florida State-háskólanum, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar vestanhafs. Fyrsta umferð valsins fór fram í nótt en heldur áfram á næstu dögum. Alls eru sjö umferðir í nýliðavalinu ár hvert en liðin með versta árangur síðasta tímabils fá að velja fyrst. Tampa Bay Buccaneers átti fyrsta valrétt og kom fáum á óvart að liðið valdi Winston. Hann var valinn besti leikmaður háskólaboltans árið 2013 og vann þá hinn virtu Heisman-verðlaun. Winston hefur verið mikið í fréttum vegna ásakana um nauðgun en Winston var aldrei handtekinn né kærður. Winston hefur sjálfur haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Við hefðum ekki notað fyrsta valrétt okkar til að velja hann ef hann væri ekki góður gaur,“ sagði Jason Licht, framkvæmdarstjóri Buccaneers. „Hann er meistari. Hann er leiðtogi. Hann er sigurvegari. Hann hefur gríðarlega sterka skapgerð, er einkar klókur og vinnusamur.“ Tampa Bay vann Super Bowl árið 2002 en hefur ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan. Liðið spilaði skelfilegan sóknarleik í fyrra en vonir eru bundnar við að Winston komi til með að hefja nýtt skeið velgengnar í Tampa. Marcus Mariota, sem fékk Heisman-verðlaunin í fyrra, var valinn næstur af Tennessee Titans. Í aðdraganda nýliðavalsins var talið að Titans myndi jafnvel skipta á valréttinum við önnur lið sem höfðu áhuga á Mariota en ekkert varð úr því. NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Jameis Winston, 21 árs leikstjórnandi úr Florida State-háskólanum, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar vestanhafs. Fyrsta umferð valsins fór fram í nótt en heldur áfram á næstu dögum. Alls eru sjö umferðir í nýliðavalinu ár hvert en liðin með versta árangur síðasta tímabils fá að velja fyrst. Tampa Bay Buccaneers átti fyrsta valrétt og kom fáum á óvart að liðið valdi Winston. Hann var valinn besti leikmaður háskólaboltans árið 2013 og vann þá hinn virtu Heisman-verðlaun. Winston hefur verið mikið í fréttum vegna ásakana um nauðgun en Winston var aldrei handtekinn né kærður. Winston hefur sjálfur haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Við hefðum ekki notað fyrsta valrétt okkar til að velja hann ef hann væri ekki góður gaur,“ sagði Jason Licht, framkvæmdarstjóri Buccaneers. „Hann er meistari. Hann er leiðtogi. Hann er sigurvegari. Hann hefur gríðarlega sterka skapgerð, er einkar klókur og vinnusamur.“ Tampa Bay vann Super Bowl árið 2002 en hefur ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan. Liðið spilaði skelfilegan sóknarleik í fyrra en vonir eru bundnar við að Winston komi til með að hefja nýtt skeið velgengnar í Tampa. Marcus Mariota, sem fékk Heisman-verðlaunin í fyrra, var valinn næstur af Tennessee Titans. Í aðdraganda nýliðavalsins var talið að Titans myndi jafnvel skipta á valréttinum við önnur lið sem höfðu áhuga á Mariota en ekkert varð úr því.
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira